Illgirni og almenn mannvonska

laugardagur, desember 24, 2005

Jólakveðja víóluskrímslisins


Ég óska öllum vinum og vandamönnum, nær og fjær,
gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.


Víóluskrímslið - jólaklukkur klingja

þriðjudagur, desember 20, 2005

Ég er glöð og ég er góð


...því ÉG er komin heim. Ég bý nú í besta yfirlæti í ROTTUHOLUNNI hinni einu og sönnu og sef eins og steinn við undirleik hagléls á þakinu.

Áhugasömum skal tilkynnt að sem fyrr ná má sambandi við vort virðulega sjálf í síma 6943592.


Víóluskrímslið - heima er bezt

laugardagur, desember 17, 2005

Litla systir

Litli grís á afmæli í dag. Hún er heilla 23 ára gömul. Ég er tæpum þremur árum eldri. Þessvegna mun ég aldrei hætta að kalla hana litlu systur - þó við séum báðar strangt til tekið ekkert sérlega litlar lengur.


Víóluskrímslið - hún á ammli í dag...
Sörpræs

Ég var göbbuð í gærkvöldi.

Ég hafði mælt mér mót við vinkonu mína og hélt að við ætluðum í sund. Við fórum ekki í sund.

Þegar ég kom heim í gær gekk ég grunlaus í gegnum eldhúsið og inn í þvottahús til þess að ná í sundbolinn minn. Eldhúsið var skreytt í hólf og gólf. "Hver ætli eigi afmæli" sagði ég við sjálfa mig. Ég hafði varla sleppt orðinu þegar hópur manns stökk út úr þvottahúsinu og æpti á mig

SÖRPRÆS

og svo var blásið í lúðra.

Mér brá svo mikið að ég hló og hló. Svo fékk ég bjór, heilmargar heillaóskir og marga pakka. Eins gott að ég var nýbúin að kaupa mér aðra tösku.

Í ljós kom að Melanie hafði staðið fyrir þessu mikla partísamsæri vina minna og að undirbúningur hefði staðið yfir í á aðra viku. Þeim fannst magnað að mig skyldi ekki hafa grunað neitt enda voru víst vísbendingar á hverju strái. Ég hins vegar fatta aldrei neitt svona auk þess sem ég er oft auðtrúa með afbrigðum.

Það var mikið fjör í partíinu og þeir síðustu fóru klukkan að ganga fjögur í nótt. Ég dundaði mér við að setja tómar bjórflöskur í kassa áður en ég fór í rúmið. Það var nett skemmtilegt.


Víóluskrímslið - sörpræsd?

miðvikudagur, desember 14, 2005

Síðustu dagar Sókratesar

Ég kem heim á sunnudaginn. Því miður missi ég af aðventutónleikum Mugisons, Hjálma og Trabants á NASA. Þar hefði mér þótt gaman að vera. Til að bæta mér skaðann að nokkru leyti hlóð ég plötunni Song Review með Stevie Wonder inn á tölvuna mína, hlusta á hana öllum stundum og syng hástöfum með með nýju kvefuðu viskíröddinni minni. Það var eins og við manninn mælt að þegar lýsið mitt kláraðist fékk ég kvef.

Nú er bara að rumpa af síðustu verkefnunum, fara í eins og eitt tæknipróf og flytja. Auk þess þarf að kveðja heilan helling af fólki sem hefur bitið það í sig að það muni sakna mín á meðan ég er í burtu. Það er töluverðum vandkvæðum bundið þar eð það komast ekki fleiri en 5 manns inn í eldhúskytruna í Húsi hinna töfrandi lita - svo vel sé.

Þessvegna verður matarboð annað kvöld og föstudagskvöld og partí á laugardag. Jibbíkóla.

Brátt mun H-land hverfa mér sjónum í heila 9 mánuði og Finnland tekur við með sínum þúsund vötnum. Þegar einn félaga minna spurði mig hvort ég myndi sakna H-lands vafðist mér tunga um tönn. Svo laust svarinu niður í kollinn á mér eins og eldingu. " Nei, " sagði ég, " ég mun ekki sakna landsins baun. En ég mun sakna ykkar allra. "

Það er líka alveg rétt.

Það væri alveg eftir mér að fara að grenja í þessu fjandans partíi.


Víóluskrímslið - Ebony, Ivory

mánudagur, desember 12, 2005

Mahler

Um skeið hefur hópur rótlausra ungmenna verið til töluverðra vandræða á torginu fyrir framan konservatoríið. Allan daginn hanga börnin á torginu og í portinu við skólann og dunda sér við að reykja hass, drekka ódýran bjór, rífast, ergja vegfarendur og reyna að leika listir sínar á hjólabretti. Ég segi reyna vegna þess að það er ekki sjálfgefið að halda jafnvægi á hjólabretti þegar fólk er búið að reykja hass og drekka bjór ofan í það allan daginn.

Bæjaryfirvöld höfðu reynt ýmislegt til að fá krakkana burt af torginu en ekki haft erindi sem erfiði. Þar til þau duttu niður á töfralausn sem reynd hafði verið í Rotterdam með góðum árangri. Klassíska tónlist.

Svo virðist sem klassísk tónlist hafi svipuð áhrif á þennan þjóðfélagshóp og hátíðnihljóð hafa á rottur. Enda hurfu ungmennin rótlausu eins og hendi væri veifað þegar Mahlersinfóníur hófu að hljóma úr hátölurum umhverfis torgið. Allan daginn.

Mikið var vinalegt að koma út úr skólanum á autt torgið (almennir borgarar virðast forðast Mahler jafnmikið og vandræðabörnin) og labba yfir það án þess að eiga það á hættu að fá framan á sig skakkan hjólabrettadreng eða drukkna smástelpu í leit að vandræðum. Mahler blífur!

En Adam var ekki lengi í paradís. Það leið ekki á löngu áður en mér var farið að líða eins og Mahlerhrjáðum götukrökkum heima hjá mér.

Undanfarnar 2 vikur hefur Luis nefnilega æft bassapartinn í Jólaóratóríu Bachs ALLAN DAGINN. Eins og Jólaóratórían er stórkostlegt verk er bassaparturinn einn og sér ekkert sérstakur. Þó ljótt sé frá að segja fæ ég æluna upp í háls núorðið um leið og Luis byrjar að stilla bassann. Þar er illa farið með góða músík.

Ég ætti kannski að fá mér hjólabretti.


Víóluskrímslið - helvítis IV V I6/4 V I alltaf hreint

laugardagur, desember 10, 2005hefur það sannast enn á ný að við Íslendingar erum fallegastir, sterkastir, gáfaðastir og bestastir í öllu.

Það er ekkert annað.

Ungfrú Heimi óska ég góðs gengis í lögfræðináminu.


Víóluskrímslið - stefnir á heimsyfirráð

föstudagur, desember 09, 2005

Sjónvarp

Ég flutti að heiman haustið 1999. Síðan þá hef ég ekki átt sjónvarp. Ekki get ég sagt að ég hafi saknað þess mikið enda fanatískur bókasafnari - eins og allir þeir sem einhvern tímann hafa hjálpað mér að flytja hafa kynnst.

Ég geri heldur ekki ráð fyrir að eignast sjónvarp í bráð. Það sem helst fælir mig frá því er sú staðreynd að maður getur ekki verið sinn eiginn dagskrárgerðarmaður. Ekki er enn sjálfgefið að kveikja á sjónvarpinu og sjá aðeins fram á sérvalda nördadagskrá að hætti víóluskrímslisins sem inniheldur vel gerðar bíómyndir með sögulegu ívafi, heimildamyndir og alvöru sjónvarpsþáttaraðir. Eins og Jeeves og Wooster.

Önnur ástæða þess að sjónvarp er ekki nauðsynlegt á mínu heimili er skynsamlegasta fjárfesting sem ég hef ráðist í fyrir utan hljóðfærin mín, kjöltutölvan Herbert. Með Herbert að vopni get ég fylgst með fréttum, séð stöku vandamálakastljós og svalað sorpþörfinni með flakki um öldur alnetsins. Ekki spillir fyrir að Herbert er búinn allri nýjustu nútímatækni og ekki þarf nema létta snertingu með vísifingri hægri handar til þess að hann geri allt sem ég vil.

Í dag steig ég stórt skref í þróun eigin dagskrárgerðar og fjárfesti í mínum fyrsta dvd disk, BBC sjónvarpsþáttaröðinni um Kládíus Rómarkeisara og hans fjölskylduvandamál. 10 klukkutímar af sagnfræði stendur á hulstrinu. Sagnfræði, einmitt. Gerist það nördalegra? Eða betra?


Víóluskrímslið - ég held ekki

miðvikudagur, desember 07, 2005

Spennulosun

Keðjan datt fjórum sinnum í röð af hjólinu mínu í örstuttri bæjarferð í dag.

Þegar það gerðist í fjórða skiptið var mér nóg boðið. Ég stökk af hjólinu, grýtti því utan í vegginn á ráðhúsinu og sparkaði ítrekað í það með tilheyrandi munnsöfnuði.

Ég sparkaði í góða stund í hjólið og losnaði þar með við heilmikla spennu og stress. Svo kom rigning og ég nennti þessu ekki lengur.

Nú er andlegt ástand mitt afar stöðugt. Hins vegar er hjólinu ekki viðbjargandi. Það verður ekki bæði sleppt og haldið...


Víóluskrímslið - ofbeldishneigt
Skemmdarstarfsemi

Í skólanum mínum er haldið úti söngleikjadeild. Fyrir þá sem ekki vita er söngleikjadeild staður þar sem náttúruröddum er umturnað og breytt í eitthvað annað - og verra.

Á loftinu í Húsi hinna töfrandi lita býr 19 ára piltungur sem í haust hóf nám við téða söngleikjadeild. Þá hafði hann fallega hlýja baritónrödd sem helst minnti á Pál Óskar í ljúfum ballöðufíling. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar.

Eftir nokkurra mánaða "skólun" er kominn leiðinlegur hvellur frekjuhljómur í þessa annars fallegu rödd. Náttúrulegt víbratóið er orðið að kindajarmi, slepjuleg glissandó eru daglegt brauð og glassúrinn drýpur af hverri nótu.

Þar fór góður biti í hundskjaft.


Víóluskrímslið - Hollywood, Hollywooood

þriðjudagur, desember 06, 2005

BAT

Brabants Afval Team (ruslalið Brabant héraðs) kom við nú í hádeginu og sótti sófann minn og kommóðuna. Áður höfðum við Melanie stefnt heilsu okkar og sálarheill í voða við að koma draslinu niður stigann án þess að brjóta handriðið af í leiðinni.

Nú eru sófinn og kommóðan á leið til Stichting La Poubelle sem er stofnun sem hefur það að markmiði að halda Tilburgskum rónum á lífi með matargjöfum og öðru skyldu. Sófinn á eftir að sóma sér vel í þeim félagsskap enda sérdeilis flottur.


Skrímslablómið

Pálmatréð mitt hefur vaxið heilmikið í haust. Nú er svo komið að efstu blöðin beyglast upp við loftið í herberginu. Ef þetta heldur svona áfram verð ég að saga gat á loftið eins og gert var í jólabókinni um Snúð og Snældu.


Rétt ókomin - farin

Í gærkvöldi var ég spurð að því hvernig mér fyndist að vera að fara burt innan tveggja vikna. Ég játaði að ég væri ekki farin að velta því fyrir mér. Það fannst viðstöddum afar undarlegt. Kannski er ég einhverf eftir alltsaman.


Víóluskrímslið - smoke on the water

sunnudagur, desember 04, 2005

Tækniundur nútímans

Ég sit hér í ruslahaugnum sem á að heita herbergið mitt og flokka dótið mitt. Ófáar ferðir hafa þegar verið farnar niður stigann með ferska ruslapoka á leið í sína síðustu ferð. Magnað hvað manni tekst að safna miklu af drasli á því að vera fastur á sama stað í nokkur ár.

Undir tiltektinni malar ríkisútvarpið rás eitt góðan dag. Enn eitt undur alnetsins sem gleður gömul bráðum 26 ára hjörtu.


Drengjasópran

Þegar ég hlustaði á engiltæra rödd Ísaks Ríkharðssonar drengjasóprans í Kastljósinu á öldum internetsins í fyrrakvöld gat ég ekki annað en samglaðst drengnum yfir því að vera fæddur á Íslandi á 20. öld en ekki á Ítalíu fyrir 300 árum.

Við vitum öll hvað hefði gerst.


Smákökur

Við Annegret brettum upp ermar í gærkvöldi og bökuðum smákökur. H-lenskir sambýlingar mínir áttu ekki til orð. Til hvers að baka kökur ef maður getur keypt þær út í búð?

Þetta lýsir þjóð sem kann hvorki að elda né njóta þess að borða. Enda er þjóðarrétturinn kartöflumús með káli.


Víóluskrímslið - piparkökur best

fimmtudagur, desember 01, 2005

Gleðilega hátíð

Gleðilegan fullveldisdag. Foreldrar mínir eiga grilljón ára brúðkaupsafmæli í dag enda eru þau sniðugt fólk sem lét pússa sig saman á degi sem auðvelt er að muna eftir. Í ár fá þau stóra gjöf í tilefni dagsins, litli grís kemur heim frá fjarlægum löndum til að skemmta fjölskyldunni með upplestri á aðventunni.


Bitri víóluleikarinn

Ég skilaði af mér síðustu verkefnunum í útsetningakúrsi kennaranema í fyrradag. Kennarinn leit flissandi yfir möppuna. Svo spurði hann mig hvort ég væri haldin áfallaröskun eftir að hafa spilað of margar Haydn sinfóníur um ævina. Það er nokkuð til í því. Ég sem bitur víóluleikari er löngu búin að fá leiða á hryllilega óspennandi úmbí-úmbí pörtum á meðan helv.... fyrsta fiðla fær allt skemmtilega stöffið.

Ég lít á mig sem réttsýnan útsetjara og gef öllum séns. Þessvegna fá aðrar fiðlur oftar en ekki laglínuna á móti öðru óbói... og annað horn fær sóló. Víólurnar glansa með öðru klarinetti og kontrabassarnir fá ástæðu til að mæta á æfingar.

Kennaranum fannst þetta skemmtilega kommúnísk afstaða. Og gaf mér 9,5.


Víóluskrímslið - gerir lífið skemmtilegra

miðvikudagur, nóvember 30, 2005

Kúkamál hin seinni

Þegar ég sat yfir þriðja tebollanum við eldhúsborðið í morgun heyrði ég kunnuglegt mjálm utan við gluggann. Þar var kötturinn Bezoek á ferð, en hún hefur ekki látið sjá sig síðan hún skreytti eldhúsgólfið með eftirminnilegum hætti á mánudagsmorgun.

Ég stóð upp og hleypti kettinum inn enda skítakuldi úti. Bezoek skaust inn milli fótanna á mér með háværu mjálmi og stökk upp á stólinn sem hún hefur eignað sér undanfarið. Þar sat hún og hvessti á mig gular glyrnurnar.

Heyrðu mig væna, sagði ég. Það þýðir ekkert að skíta út annarra manna hýbýli jafnvel þó maður sé alveg í spreng og komist ekki út.

Mjá, sagði kötturinn og hallaði undir flatt.

Ætlarðu að lofa mér því að gera þetta aldrei aftur? Sagði ég, enda Bezoek gáfaður köttur sem skilur íslensku.

Bezoek stökk þá niður af stólnum og nuddaði sér vandlega upp við fæturna á mér. Svo leit hún upp og mjálmaði. Mér fannst hún vilja segja "Ég get engu lofað um það..."

Ég skildi bakdyrnar eftir opnar þegar ég fór upp.


Grenj

Héðan í frá mun ég mæla gæði listaverka í grenjstigum.

Mér varð þetta ljóst rétt áðan þegar ég fór að grenja yfir Adagio kaflanum í Grand partítu Mozarts. Það verk fær 8 grenjstig af 10 mögulegum.

Í gærkvöldi fór ég að grenja yfir Sjálfstæðu fólki eftir Halldór Laxness. 11 grenjstig af 10 mögulegum.

Kannski er þetta bara dulin heimþrá. Afþvíað skrímslum leyfist ekki að grenja yfir svoleiðis.


Víóluskrímslið - mjúkt eins og (nýtt) Lindubuff

mánudagur, nóvember 28, 2005

Kúkamál hin fyrri

Dagurinn í dag byrjaði vel. Ég vaknaði vel fyrir hádegi og eyddi heilum tveimur klukkutímum í að tala í símann yfir hafið - um ekki neitt. Að símtalinu loknu skreiddist ég værðarlega á fætur, náði mér í handklæði og lagði af stað niður stigann í átt að mygluðu sturtunni okkar.

OG SJÁ

Á miðju eldhúsgólfinu lá nokkuð sem ég hef hingað til ekki vanist að sjá innanhúss. Kötturinn Bezoek hafði greinilega gert sér lítið fyrir í morgunheimsókn sinni og drullað yfir hálft eldhúsgólfið. Köttinn var hins vegar hvergi að sjá. Ég lagði saman tvo og tvo. Einhver hafði hleypt kettinum inn, setið rólegur yfir morgunkaffinu meðan hann hægði sér á gólfið og svo farið í skólann án þess að þrífa upp ósómann. Einn er sá siður H-lendinga að þrífa aldrei upp eftir gæludýrin á almannafæri en maður hefði haldið að um eldhúsgólfið heima hjá þeim gilti öðru máli.

ÉG SÁ RAUTT.

Helvítis aumingjar og óþroskuðu krakkahálfvitar! Æpti ég út í eyðimörkina. Er ekki í lagi með ykkur? Getið þið ekki gert neitt sjálf? Eins og að þrífa upp mjólkurniðurgang eftir kött sem þið hleyptuð sjálf inn í stað þess að láta mér það eftir eins og allt annað sem miður fer í þessu húsi? Ég gat ekki horft upp á þennan viðbjóð á heimili mínu öllu lengur svo ég náði í klósettpappírsrúllu eina mikla og skóflaði drullunni upp. Svo fór ég í kalda sturtu - því það sauð á mér.

Þegar úr sturtunni var komið var ég enn bálreið. Ég tók upp símann og hringdi á línuna. Luis hafði ekki hleypt kettinum inn en hafði þó tekið eftir því sem hann hafði skilið eftir sig. Aðspurður hvers vegna hann hefði ekki gert neitt sagðist hann ekki hafa viljað þrífa annarra skít. Þá fannst honum betra að borða morgunmat í drullunni miðri. Hvorug stúlknanna vildi kannast við það að hafa hleypt kettinum inn. Drengurinn á loftinu kemur málinu ekki við því hann er ekki heima. Kötturinn hefur semsagt farið í gegnum hurðina, hvæsti ég. Þetta er greinilega mjög hæfileikaríkur köttur.

Nú finnst mér komið nóg. Héðan í frá mun ég ekki gera neitt í þessu húsi. Handy Girl er farin í verkfall og kemur ekki aftur. Stífluð niðurföll, gaskatlar sem ekki kviknar á, sprungin hjóladekk, sprungnar perur, bilaðar ryksugur, útbrunnin rafmagnsöryggi, þvottavélar sem standa á sér, pöddur í sturtunni, laust veggfóður, biluð húsgögn, brotin búsáhöld, ótengt internet, kúkur á eldhúsgólfinu... þau mega sjá um þetta sjálf héðan af. Megi þau mygla í eigin skít.


Víóluskrímslið - fullt af heift

laugardagur, nóvember 26, 2005

Sjádu Madditt, thad snjóar!

Í gaer, um klukkan 15 ad stadartíma, fór ad snjóa hér í Tilburg. Thad fannst mér gaman enda löngu ordin leid á thessari helv... rigningarvellu alltaf hreint. Á skömmum tíma breyttist saklaust fjúk í hríd, med strengjum milli húsa og tilheyrandi. Ég kippti mér lítid upp vid thad enda hlýlega klaedd í dautt dýr, med ullarvettlinga frá ömmu og í nýjum grófsóludum stígvélum.

Thegar ég lagdi af stad heim úr skólanum var thegar kominn heilmikill snjór, sá mesti sem ég hef séd hér hingad til. Ég setti undir mig hausinn í forvarnaskyni og thrammadi af stad. Á leidinni heim fylgdist ég full Thórdargledi med naelonklaeddum H-lendingum sem thrjóskudust vid ad hjóla á glerhálli götunni til thess eins ad detta á rassinn á 10 metra fresti. Bílarnir skautudu um göturnar enda ekki nokkur madur á vetrardekkjum í thessu landi.

Thegar ég kom heim var ég komin í mikid jólaskap, sem ekki minnkadi vid thad ad borda snjóinn sem hafdi safnast saman á víólukassanum mínum. Er ég hafdi hitad mér kakó og flett upp Bókatídindunum á netinu var stundin fullkomnud.

Enn Anndam var ekki lengi í paradís. Dyrabjallan hringdi og inn datt skólasystir mín, kuldablá og snjóug upp fyrir haus. Thad ganga engar lestir í kvöld vegna vedurs, sagdi hún. Má ég gista hér? Thad var audsótt mál. Skólasystur voru faerd thurr föt og henni gefid kakó med kanil. Thegar leid á kvöldid heyrdum vid af fleirum í sömu sporum. Lestarstödin hafdi verid full af fólki sem beid thess ad komast til síns heima en komst hvorki lönd né strönd vegna snjókomunnar. Sídar um kvöldid leitadi annar gestur skjóls í Húsi hinna töfrandi lita. Kötturinn Bezoek hafdi verid lokud úti yfir helgina af yfirmáta hugsunarlausum eigendum sínum sem sjálfir voru farnir á einhvern jólamarkad úti í r-gati. Bezoek svaf uppí hjá mér og tród ísköldum loppunum framan í mig. Ósköp var thad ljúft.

Thegar ég vaknadi í morgun var snjórinn ad mestu farinn. Nú er bara eftir skítugt slabb sem fer nú ekki vel med nýju skóna mína. Vonandi fer ad snjóa aftur sem fyrst.


Víóluskrímslid - Beta

fimmtudagur, nóvember 24, 2005

Skítadjöfulshelvítiskuldi

H-land storkar náttúruöflunum þessa dagana. Ég er viss um að það sé eina landið í heiminum þar sem rignir þó hitastigið sé fyrir neðan frostmark.

Mér líður stundum eins og ég búi í torfbæ.


Megas

Ég var að hlusta á júbileumsafndisk með lögum eftir Megas í gærkvöldi. Meðfylgjandi var aukadiskur með áður óútgefnum lögum þar sem meistari Megas þenur röddina og rammfalskan gítarinn í vægast sagt misjöfnu ástandi.

Þegar ég var búin að hlusta á þetta í nokkra stund mér til óblandinnar ánægju var bankað varlega á herbergishurðina. Inn gægðist stelpan á neðri hæðinni með óttablandinn svip á andlitinu og spurði varfærnislega á hvað í ósköpunum ég væri að hlusta. Ég útskýrði það og sagði henni um leið að Megas þessi nyti ómældrar virðingar í heimalandi mínu.

Hún hristi hausinn þegar hún fór aftur niður.


Víóluskrímslið - vertu mér samferða inn í blómalandið, amma

þriðjudagur, nóvember 22, 2005

Aðlögun

Guðný er komin og farin. Á stuttum tíma tókst okkur að sjá heilmikið af Hollandi. Vonandi verða Keflvíkingar þægir við hana þegar hún er farin að snúast í kringum þá í hvítum slopp og sauma saman eftir slagsmál á dimmum vetrarkvöldum.


Pakk

Ég er byrjuð að pakka. Það hljómar óhugnanlega. Svona verður maður skipulagður og jarðbundinn af því að búa í H-landi. Þó ótrúlegt sé gengur bæði seint og illa að koma húsgögnunum mínum út, jafnvel þó þau séu ókeypis gegn því að verða sótt. Það tímir enginn að leigja skutlu til að sækja þau.


Forgangsröð

Frúin sem á Hús hinna töfrandi lita hefur ekki mikinn áhuga á almennu viðhaldi, viðgerðum og öðru slíku. Hún hefur hingað til látið kvartanir okkar um ótryggt rafmagn og lélegar gasleiðslur sem vind um eyru þjóta. Rétt fyrir helgi brann svo risið í húsinu hennar ofan af henni. Það kviknaði í út frá þvottavél.

Ég lét mér sem snöggvast detta í hug að hún færi að hugsa öðruvísi um ástandið í húsinu okkar eftir að hafa lent í slíkri lífsreynslu. Í gærkvöldi heyrði ég svo að breytingar væru á döfinni. Hún ætlar að vísu ekki að gera við neitt - en hún ætlar að hengja reykskynjara upp um allt hús svo við vöknum örugglega upp við það ef kvikna skyldi í húsinu.

Það er gott að vita að hugsað er vel um mann.


Sæmundur

Þeir sem aðgang hafa að nýjasta tölublaði Sæmundar, málgagni SÍNE, munu um mitt blaðið sjá kunnuglegt trýni á ferð.


Víóluskrímslið - í ullarsokkum

mánudagur, nóvember 14, 2005

Múmíumús

Aðfaranótt laugardags hringdi síminn minn um hálfþrjúleytið um nóttina og vakti mig af værum blundi. Ég nennti ekki að svara enda alltof erfitt að opna augun hálfsofandi, hvað þá vekja röddina til lífs í slíku ástandi.

Morguninn eftir sá ég á símalingnum að Melanie vinkona mín hafði hringt. Það fannst mér undarlegt því Melanie er að öllu jöfnu rólyndisstúlka sem ekki hringir í fólk um miðjar nætur. Ég hugsaði sem svo að það hlyti eitthvað að hafa komið fyrir. Hún svaraði ekki símanum heima hjá sér og það fór um mig samviskubitshrollur. Skyldi hún hafa lent í vandræðum og hringt í mig í örvæntingu sinni? Ætli einhver hafi ráðist á hana eða kveikt í húsinu hennar? Nokkrum mínútum síðar náði ég í hana í gemsann. Er allt í lagi með þig? Spurði ég óttaslegin. "Nja..." svaraði Melanie, "...eiginlega ekki."

Það er mús í herberginu mínu.

Ég rétt náði að bæla niður stórt fliss. Melanie er nefnilega afskaplega hrædd við mýs og finnst ekkert fyndið við það. "Var mús í herberginu þínu?" spurði ég um leið og ég þakkaði almættinu fyrir að það var ekki eitthvad verra. "Já, og það sem verra er, er að ég held að það sé önnur dauð undir rúminu mínu. Ég gat ekki sofið þar í nótt svo ég hringdi um allt þar til ég hitti á einhvern vakandi og gisti þar í nótt. Geturðu nokkuð tékkað á þessu fyrir mig, ég höndla ekki að fara ein heim." Ég bað hana að hitta mig heima hjá henni hálftíma síðar.

Heima hjá Melanie virtist allt með kyrrum kjörum. Ég gerði mikla músarleit í herberginu hennar en fann ekki neitt á lífi. Þegar Melanie lyfti upp rúminu sínu var hins vegar annað uppi á teningnum. Undir rúminu var uppþornuð, marflöt músarklessa, sem baðaði út öllum öngum. Ég fór inn í eldhús, náði í hníf og skrapaði múmíaða músina undan rúminu. Greyið hafði ábyggilega verið dauð þarna í marga mánuði. Melanie spurði hvort þetta væri mús og í hreinskilni minni játaði ég því. Það fannst henni að vonum hræðilegt. Fáir yrðu kátir við það að frétta að þeir hefðu sofið á dauðri mús mánuðum saman.

Músin fór sína síðustu ferð beinustu leið í ruslið, ég skúraði síðustu hárleifarnar undan rúminu og huggaði Melanie sem gat ekki ákveðið hvort hún ætti að vera full viðbjóðs eða samviskubits yfir músarlíkinu. Svo tróðum við í sameiningu plastpokum og álpappír í öll músarleg göt í stúdentahúsinu hennar og límdum fyrir með límbandi. Við getum steypt upp í þau síðar.


Víóluskrímslið - útfararstjóri

föstudagur, nóvember 11, 2005

Þursabit

Það að bíta á jaxlinn og bölva í hljóði hefur öðlast nýja merkingu fyrir mér.

Hljómsveit skólans, undir stjórn herra Jac van Steen (eins klístraðasta Íslandsvinar sögunnar) hélt hausttónleika í kvöld. Síðasta verk á dagskrá var fiðlukonsert Beethovens. Einleikari var Michael Erxleben, mikill virtuós og fiðlusnillingur. Herra Erxleben spilaði eins og engill í kvöld og var kallaður fram á svið þrisvar sinnum eftir tónleikana. Honum fannst það ekkert sérstaklega gaman. Hann fékk nefnilega þursabit í morgun og gat varla hreyft sig, hvað þá stormað fram og til baka um sviðið.

Allir þeir sem kannast við fiðlukonsert Beethovens vita að hér er um vandmeðfarið verk að ræða. Þessvegna héldu flestir að herra Erxleben myndi melda sig veikan í kvöld enda ekki mikið stuð að spila þvílíkt verk þegar menn geta ekki staðið uppréttir. Hins vegar mætti herra Erxleben á generalprufu, studdi sig við staf á leið inn á svið og spilaði konsertinn hálfsitjandi á kontrabassastól. Þar sem ég sat á fyrsta púlti sá ég hvað manninum leið illa. Samt var það ekki að heyra á leik hans. Það fannst mér magnað.

Á tónleikunum haltraði herra Erxleben inn á sviðið í mörgæsabúningnum, hneigði sig með erfiðismunum og stóð eins og klettur á meðan heillangur inngangurinn rann sitt skeið. Svo byrjaði hann að spila. Næstu 40 mínúturnar lék herra Erxleben sig inn í hjörtu áheyrenda. Svitinn rann af honum og í hverri einustu þögn gætti hann þess að hreyfa sig ekki svo sársaukinn yrði ekki verri. Þegar síðasti þátturinn var á enda var maðurinn kominn með tár í augun af sársauka. Svo var hann klappaður þrisvar upp og þurfti að hneigja sig jafnoft. Í síðasta skiptið hélt ég að hann myndi aldrei geta rétt úr sér aftur.

Nú liggur herra Erxleben ábyggilega inni á hótelherbergi, horfir á bláu stöðina í sjónvarpinu og bryður voltaren rapid eins og smartís. Ég fyrir mína parta ætla aldrei aftur að tuða þegar mér er illt í bakinu á æfingum. Eftir að hafa orðið vitni að svona nokkru flokkast það bara undir aumingjaskap.


Víóluskrímslið - atvinnumaður

fimmtudagur, nóvember 10, 2005

Magnað

Á stærstu verslunargötu Tilburgar miðri liggur stærðarinnar hundaskítur.

Það þýðir, að þar hefur hundur gert þarfir sínar - og það ekkert smá. Það þýðir hins vegar líka, að eigandi hundsins hefur stoppað með hann á einhverri fjölförnustu götu borgarinnar á háannatíma, beðið rólegur á meðan hundurinn skeit og labbað í burtu án þess að skipta sér frekar af árangrinum.

Svo eðlilegt þykir þetta athæfi hér í H-landi að enginn tók eftir helv... hundaskítnum nema ég.

Þegar ég steig í hann.


Víóluskrímslið - djöfulsins sóðaskapur

mánudagur, nóvember 07, 2005

HandyGirl strikes again

Þegar ég kom heim af æfingu í dag var peran á klósettinu sprungin. Ég brá mér þá snöggvast í gervi HandyGirl, skipti um peru og lagaði ljósastæðið í leiðinni. Þegar restin af sambýlisfólki mínu kom heim ómuðu undrunar- og viðurkenningaróp um húsið yfir þessu mikla afreki.

"Hvað eigum við að gera þegar þú ert farin" stundi einn húsbræðra minna. "Þú ert eina manneskjan í þessu húsi sem getur lagað hluti og þorir að drepa pöddur."

Ég gat ekki svarað því.


Spænskutími

Luis húsbróðir minn svaraði blaðaauglýsingu um daginn frá ungri konu sem vildi gjarnan læra eitthvað í spönsku. Fyrsti tíminn var í kvöld.

Þegar ég kom heim úr bíó sat Luis við eldhúsborðið og brosti breitt. Hann hafði greinilega verið að kenna eitthvað annað en spönsku. "Þú ert nú meiri mellan, elsku kallinn minn," sagði ég.

"Þar hefurðu aldeilis rétt fyrir þér" svaraði hann og brosti enn breiðar.The survival of the fittest

Nú er bara ein könguló í glugganum mínum.Víóluskrímslið - sparðatíningur

sunnudagur, nóvember 06, 2005

Þögn

Í dag er ég ein heima. Langþráð þögn fyllir húsið. Það er svo þægilegt að ég tími ekki að fara að æfa mig og skemma það.

Í glugganum mínum hafa tvær köngulær ofið hvor sinn vefinn. Ætli þær verði þar báðar á morgun?


Víóluskrímslið - ZEN

laugardagur, nóvember 05, 2005

Minning


Í gær lést í Reykjavík Kristjana Konkordía Guðmundsdóttir frænka mín, 96 ára að aldri. Með henni er genginn einhver mesti kvenskörungur sem Ísland hefur alið.

Það sópaði að Jönu hvert sem hún fór. Hún var fluggáfuð, minnug og orðheppin með afbrigðum. Hún kom ævinlega til dyranna eins og hún var klædd og sagði ávallt það sem henni bjó í brjósti - og var þá ekki að skafa utan af hlutunum.

Þegar ég var krakki bjó Jana á Bræðraborgarstíg. Oftar en ekki lagði hún leið sína til ömmu minnar á Hofsvallagötu til þess að spjalla og jafnvel taka í spil. Eitt sinn vorum við Guðmundur frændi minn , þá fimm og sex ára, gestkomandi hjá ömmu þegar Jönu ber að. Eftir að hafa gaukað að okkur góðgæti stakk hún upp á því að við spiluðum rommí. Gummi gerði sér lítið fyrir og vann hvert spilið á fætur öðru. Það fór illa í skapið á gömlu konunni sem hélt því fram að um væri að ræða hreina byrjendaheppni. Eftir þetta þorði ég aldrei aftur að spila við hana! Jönu fannst afar gaman að því að fylgjast með handbolta í sjónvarpinu og þá sérstaklega ef Íslendingar öttu kappi við erlend lið. Væri leikurinn spennandi hljóp henni oft kapp í kinn og hvatti þá sitt lið af jafn miklum móð og hún bölvaði andstæðingunum - og dómararnir fengu það óþvegið. Síðar játaði hún fyrir mér að hún væri hætt að prjóna þegar það væri handbolti í sjónvarpinu þar sem hún ætti það til að missa niður lykkjur eða ruglast í mynstrinu í öllum æsingnum.

Það var áfall fyrir þessa kjarnakonu að missa heilsuna og þurfa að flytja á hjúkrunarheimili. Slíkar stofnanir þóttu henni vera fyrir gamlingja og sjálfri fannst henni hún ekkert vera gömul þó hún væri komin yfir áttrætt. Þegar ég spurði Jönu eitt sinn hvort hún tæki þátt í félagsstarfinu eða danskvöldunum sem skipulögð voru fyrir heimilisfólkið hnussaði í henni og hún svaraði "Nei, ekki aldeilis, ég ætti nú ekki annað eftir en að horfa á þetta gamla lið hossast um eins og kartöflupoka." Eitt sinn rakst hún á gamlan kunningja sem hafði í æsku verið einn mesti kvennaljóminn í þeirra heimasveit. Hún gaf lítið út á það hvort gaman hefði verið að hitta manninn. Henni varð þó á orði að það væri ekki að sjá á fjandans manninum forna frægð, eins hrumur og tannlaus og hann var orðinn.

Jönu fannst lítið til ellinnar koma. Henni þótti sárt að missa bæði sjón og heyrn og fannst erfitt ad takast á við skerta krafta og tíð veikindi. Þegar ég kom einu sinni í heimsókn til hennar var hún afar illa fyrirkölluð og sagði þá " ...að það væri merkilegt hvernig almættið deildi þessu niður, þeir sem gengnir væru í barndóm hlypu um eins og lömb á vori, styngju af og það þyrfti að gera út leitarflokka til að leita að þessu á meðan þeir sem héldu enn andlegum kröftum þyrftu að leggjast í kör." Þessari kraftmiklu konu féll ekki að liggja fyrir aðgerðalaus.

Jana hafði yndi af tónlist og stundum tók ég fiðluna eða víóluna með í heimsókn og spilaði fyrir hana nokkur óskalög. Einu sinni bað hún mig að spila Hrísluna og lækinn og var afskaplega hneyksluð þegar ég sagðist ekki kunna lagið. Hún sagði að það yrði ég að læra því allir Íslendingar yrðu að kunna þessa skemmtilegu klámvísu. Þegar við hittumst síðast nú í haust spilaði ég fyrir hana nokkur lög og var Hríslan og lækurinn á meðal þeirra. Það kunni hún vel að meta. Þó mjög væri af henni dregið glitti eins og alltaf í svartan húmorinn. Tóti hafði komið með og eftir að hafa heilsað honum og virt hann fyrir sér af mikilli nákvæmni sagði Jana " Voðalega ert þú fallegur. Þú ættir bara að vera stelpa. Þú ert alltof fallegur fyrir hana frænku mína." Svo hló hún.

Mér fannst alltaf að konur eins og Jana hlytu að vera ódauðlegar. Í raun er það rétt. Hún lifir áfram í sínum ótalmörgu afkomendum, öðrum ættingjum, kunningjum og vinum. Fólk eins og hún frænka mín gleymist ekki svo glatt. Það er salt jarðar.

Blessuð sé minning Kristjönu Konkordíu Guðmundsdóttur.

fimmtudagur, nóvember 03, 2005

Samningavidraedur

Í morgun var ég á fundi med yfirmanni námsskrár hér vid skólann. Eftir hardar samningavidraedur thar sem ég notadist vid mikilvaega svipinn minn, ósveigjanlegu vidskiptaröddina og einbeitta augnarádid fékk ég stadfest ad mér yrdi veitt aukalegt hálft ár vid skólann til ad ljúka prófi.

Ég vildi heilt ár. Ósveigjanlega vidskiptaröddin hefur kannski ekki hljómad nógu ógnandi.

Hálft ár er thó betra en ekki neitt. Ísland, ég kem heim í janúar 2007.


Víóluskrímslid - pólitíkus

miðvikudagur, nóvember 02, 2005

Kansellístíll

Í gaermorgun fékk ég bréf frá útlendingaeftirlitinu. Thad var á hollensku eins og öll plögg sem thadan koma. Ég tala hollensku. Ég skrifa hollensku. Ég les hollensku. Samt skildi ég ekki baun í thví sem stód í bréfinu. Thad var skrifad í rosalegasta kansellístíl sem ég hef nokkru sinni séd.

Eftir ad hafa setid og starad á helv. bréfid í nokkrar mínútur fór smám saman ad renna upp fyrir mér ljós. Fyrir mörgum mánudum sendi ég útlendingaeftirlitinu nefnilega umsókn um framlengingu dvalarleyfis míns í H-landi. Med theirri umsókn sendi ég stóran bunka af skjölum sem sönnudu tilvist mína, fjárhagslega stödu, skólavist, aett og uppruna.

Nú sat ég med bréf í höndunum sem tilkynnti mér thad ad í bunkann hefdu vantad nokkur skjöl. Bréfritari klykkti út med thví ad segja ad sendi ég thessi leyndardómsfullu skjöl ekki innan tveggja vikna myndi thad hafa alvarleg áhrif á stödu mína sem erlendur námsmadur í H-landi.

Hins vegar var erfitt ad sjá á bréfinu hvada skjöl thetta voru. Eftir mikid thóf datt mér í hug ad kopie van een grensoverschrijdend document (afrit af skjali sem veitir heimild til thess ad fara yfir landamaeri) myndi líklegast thýda afrit af vegabréfi. Eftir ad hafa rádfaert mig vid innfaedda vard nidurstadan sú ad ég thyrfti ad senda útlendingaeftirlitinu afrit af vegabréfinu mínu.

Hvad faer fólk til thess ad skrifa heilt A4 blad af texta í tyrfnum kansellístíl og enda á vandlega dulbúnum hótunum á la Davíd Oddsson til thess ad bidja um svo augljósan hlut? Hvers vegna skrifadi vidkomandi embaettismadur ekki bréf sem hljódadi svo

Gódan dag
Okkur vantar afrit af vegabréfinu thínu
Annars sendum vid thig úr landi
Bless

Rosalega hlýtur thessu fólki ad leidast í vinnunni.


Víóluskrímslid - á leid á aefingu
Svefngalsi

Hér er hægt að horfa á frægar kvikmyndir.


Víóluskrímslið - Titanic

föstudagur, október 28, 2005

H-lenskar fréttir


Í morgun fór ég svo svakalega fýluferð í húsnæðismiðlun stúdenta hér í borg að það hálfa væri nóg. Verra var að ég þurfti að hjóla í rúman hálftíma til að komast þangað - á ónýta hjólinu mínu. Keðjan er farin að losna og detta af tannhjólinu þegar síst skyldi. Þegar ég þurfti að stoppa á heimleiðinni á einni fjölförnustu götu Tilburgar, skella hjólinu öfugu á gangstéttina og snúa keðjunni upp á helv... tannhjólið fylgdust nokkrir ungir menn með af athygli. Hafi þeir verið að bíða eftir því að ég gæfist upp grenjandi eins og H-lenskar kynsystur mínar iðka gjarnan við svipaðar aðstæður hef ég valdið þeim miklum vonbrigðum. Keðjan small á tannhjólið án erfiðleika og ég hjólaði í burtu, bölvandi hástöfum.


Um síðustu helgi fékk ég afar kærkomna heimsókn að heiman. Tóti tók sér eins dags frí frá því að skera fólk í sundur og sauma það saman aftur og kom í helgarfrí til H-lands, mér til mikillar gleði. Við gerðum okkur margt til dundurs og fórum meðal annars til borgarinnar Haarlem þar sem við fórum á safn um geðsjúkdóma í aldanna rás. Það gerist ekki rómantískara að okkar mati. Eftir að hafa skemmt okkur vel á safninu fengum við okkur göngutúr um borgina og fórum meðal annars að stóru myllunni sem er eitt af táknum borgarinnar. Í næsta húsi við mylluna býr Poepjes fjölskyldan. Það fannst mér óendanlega fyndið. Þar sem orðið "poep" þýðir kúkur og endingin "-jes" er smækkunarending, myndi orðið "poepjes" nefnilega útleggjast sem "litli skítur" á íslensku. H-lensk ættarnöfn koma mér sífellt á óvart.


Á æfingu í gær hallaði sessunautur minn sér að mér og spurði glettnislega hvort íslenskar konur hafi farið í verkfall síðastliðinn mánudag. Ég játti því, afar stolt. Já, dæsti hún, "Íslendingar eiga greinilega langt í land í jafnréttismálum. Það er annað hér í Hollandi. Hér þurfa konur ekki að grípa til slíkra aðgerða." Það sauð á mér. Því þó jafnrétti sé ekki komið á á Íslandi erum við þó komin ljósárum lengra en H-lendingar sem ætlast til að allar konur hætti að vinna þegar þær eignast börn. Ég leit á hana og sagði ofur rólega að jafnrétti ætti alls staðar langt í land og H-land væri þar engin undantekning. Hún yrti ekki á mig það sem eftir var æfingarinnar.

Stundum velti ég því fyrir mér hvort ég muni nokkru sinni geta aðlagast þessu landi svo vel sé.

Sem er skrítið finnst H-lendingum, því ég er ljóshærð, drekk bjór, borða svín og tala ekki arabisku.


Víóluskrímslið - lakkrís í hádegismat

sunnudagur, október 23, 2005


Ó þú H-lenska náttúra

Hér í H-landi gefst ekki oft tækifæri til þess að sjá yfir víðan völl. Til þess þarf að fara upp í háan turn, hættulegt tívolítryllitæki eða skýjakljúf. Um daginn fékk ég tækifæri til þess að virða fyrir mér H-lenskt útsýni og lét það að sjálfsögðu ekki framhjá mér fara. Þetta var það sem ég sá.

Tignarlegur versksmiðjuúrgangurinn sveif yfir flatlendið á leið upp í skýin og vakti með mér göfugar hugsanir og vangaveltur.

Langar Íslendinga virkilega til þess að hafa svonalagað fyrir augunum á hverju byggðu bóli? Ef taka á mark á óráðshjali æðstu ráðamanna þjóðarinnar virðist hvern einasta Íslending dreyma blauta drauma um stóriðju í bakgarðinum hjá sér. Ekki mig.

Mig langaði að minnsta kosti ekki lengur að draga andann djúpt þegar ég hafði virt fyrir mér þetta magnaða útsýni.


Víóluskrímslið - spyr sá sem ekki veit

miðvikudagur, október 19, 2005

Þægilegt alls staðar


Síðasta vor, þegar ég var að tapa mér í riterðaskrifum og prófundirbúningi, sendi litla systir mér nokkra geisladiska til að létta mér lífið. Meðal þess er mátti finna á þessum skífum var hið magnaða lag Fjólublátt ljós við barinn með Þorgeiri Ástvaldssyni og Brunaliðinu - ef ég man rétt. Þetta lag var afar vinsælt þegar ég var lítið barn og ég mundi vel eftir því að hafa heyrt það í útvarpinu á árdögum Rásar 2 á fyrri hluta níunda áratugarins. Það var á sama tíma og pabbi þrjóskaðist enn við að raka sig reglulega, mamma átti geggjað árshátíðardress úr blágrænu velúri með axlapúðum og gullhnöppum og krakkarnir í stigaganginum söfnuðust inn í herbergi til stelpunnar á móti um helgar þegar hún bjó sig í partígallann. Mamma þessarar stelpu skúraði í Hollywood og kom stundum heim með marglitt og glitrandi kokkteilskraut til að gefa okkur krökkunum. Það fannst okkur magnað.

Á þessum tíma var blokkin okkar full af alls kyns óþjóðalýð sem olli því að fíkniefnalögreglan var með stöðuga vakt fyrir utan húsið og yfirheyrðu alla sem fóru inn og komu út. Allt þetta klikkaða fólk átti klikkuð börn sem komu heim þegar þau voru ekki í fangelsi og brutu allt og brömluðu, lentu í hnífabardögum og dreifðu blóði upp allan stigann.

Þá kostaði fimmkall í strætó, maður gat fengið töluvert af nammi fyrir stolinn tíkall og enn var hægt að kaupa gosdrykkinn Póló. Annað grænmeti en kartöflur, hvítkál og rófur var sjaldséð á borðum og pizzan hafði nýlega haldið innreið sína. Í sjónvarpinu voru Hemmi Gunn og Helga Möller með þáttinn Verum Viðbúin sem átti að kenna lyklabörnum að opna ekki dyrnar fyrir ókunnugum og fá sér sjálf kókópöffs eftir skóla. Lilli api lifði enn góðu lífi. Litla systir var ekki orðin nógu stór til að lemja mig. Herbert Guðmundsson var ekki farinn að selja ís. Kvöldið þegar Ása frænka passaði okkur og við borðuðum heilan Hómblestpakka á mann. Vetrarólympíuleikarnir í Calgary.

Magnað.

Allt þetta og margt fleira birtist mér fyrir hugskotssjónum við það eitt að hlusta á Fjólublátt ljós við barinn. Eins og þetta er nú hrikalegt lag.

Elegans, milljón manns
ekkert suð, stelpur og stuð,
fara á sveim, síðan heim,
rosa sánd, píur í nánd...

fyrirtaks veitingar, fjólublátt ljós við barinn...


Víóluskrímslið - glas og rör, stanslaust fjör

mánudagur, október 17, 2005

Haustfrí

Hinir fríaóðu H-lendingar hafa blásið í lúðra enn og aftur. Í þessari viku ræður haustfrí ríkjum í suður H-landi. Flestir þeir sem eiga í alvöru frí drífa sig úr landi og reyna að troða eins mikilli skemmtun og mögulegt er inn í þessa fríaómynd. Þeir sem verða að vinna sitja heima, horfa á sjónvarpið á kvöldin og reyna í gríðarlegri örvæntingu að koma krökkunum í pössun einhvers staðar á daginn svo þeir þurfi ekki að vera einir.

Ég aftur á móti ætla að vera sniðug og æfa mig. Haustfrí, afturendinn á mér.

Þeir sem reynt hafa að senda mér póst á mitt gagnslausa hotmail geta glaðst yfir því að ég hef nú stofnað gmail pósthólf þar sem addressan er svomikiðsem

annahugadottir@gmail.com.

Þangað er hægt að senda allt, hversu stórt og mikið sem það kann að vera.

Lifið heil!

Víóluskrímslið - bíður eftir þvottavélinni

fimmtudagur, október 13, 2005

Gróðurhúsaáhrif

Hér í H-landi er undarlegt ástand við lýði þessa dagana. 20 stiga hiti og sól upp á hvern dag. Feldurinn minn grotnar niður inni í skáp og ekkert útlit er fyrir að rykfallnir lopavettlingarnir verði teknir fram á næstunni. Stórfurðulegt.

Þetta góða veður er ágætis framlenging af sumrinu (sem ekkert var, samkvæmt bæjarblaðinu) og fyndið að enn sé hægt að rölta í skólann á peysunni þó komið sé langt fram í október. Sólin og hitinn hefur líka góð áhrif á mannfólkið sem er alls ekki eins pirrað og leiðinlegt og í meðalári. Nágrannarnir á móti eru búnir að taka klappstólana og risastóru ruslafötuna sína aftur fram og stilla upp fyrir framan dyrnar hjá sér. Þar situr öll fjölskyldan á kvöldin, nýtur veðursins, drekkur ódýran pissbjór og reykir vafasamar jurtir við undirleik André Hazes, Jantje Smit, Frans Bauer og fleiri Geirmunda þessa lands - eins og nú sé hásumar.

Sjálf er ég ánægðust með að geta þurrkað þvottinn minn úti. Fátt er indælla en að fara í örlítið raka flík sem angar af sæmilega fersku lofti og trjám í stað steikarbrælu og myglu. Samt er mér örlítið órótt. Það er kominn október og rétt áðan var ég að gera við hjólið mitt úti í garði á stuttermabolnum. Þetta er auðvitað ekki normalt á þessari breiddargráðu.

Ætli þetta sé bara lognið á undan storminum?


Víóluskrímslið - býr sig undir heimsendi

þriðjudagur, október 11, 2005

K(l)ukk

Litla systir gerði sér lítið fyrir og klukkaði mig um daginn. Ég velti því lengi fyrir mér hvernig ætti að bregðast við slíkri áskorun.

Að lokum ákvað ég að slá til.

1. Mér er illa við að tala alvarlega um sjálfa mig.

2. Það gera aðrir miklu betur

3. ...sérstaklega þegar ég er ekki á staðnum.

4. Enda er hálf kjánalegt að leggjast í opinbera persónuleikagreiningu á manneskju sem heyrir til manns

5. ...og engin leið er að segja til um viðbrögð viðkomandi.


Búist menn við klukki af minni hendi verð ég að valda þeim vonbrigðum.

Förum frekar í snjókast í jólafríinu.


Víóluskrímslið - keðjubrjótur

sunnudagur, október 02, 2005

Matthildur í súpermarkadinum

Their sem lesid hafa bókina um Matthildi eftir Roald Dahl muna eflaust eftir pabba Matthidar, ólánlega smákrimmanum honum herra Ormari.

Í einum kafla bókarinnar lýsir herra Ormar thví fjálglega fyrir syni sínum Mikka hvernig best sé ad svindla á fólki og notar til thess hugarreikning, sem herra Ormari finnst hann ofbodslega gódur í.

Thó ég vissi ad til vaeri fólk eins og herra Ormar kom mér thad samt í opna skjöldu ad hitta tvífara hans fyrir í súpermarkadinum í gaer. Thar sem ég stód vid kassann og beid eftir ad rödin kaemi ad mér rak ég augun í lítinn druslulegan mann í afar litskrúdugum jakka sem var upptekinn vid ad rada bjórkössum og snakki á faeribandid. Sonur hans, umthadbil 11 ára stód vid hlid hans og horfdi addáunaraugum á födur sinn.

Thegar kassadaman var búin ad renna bjórkössunum í gegn og krefja tvífara herra Ormars um 38.5 Evru greidslu seildist hann í innanávasann á brjálaedislega litskrúduga jakkanum sínum og tók fram tvo 20 Evru sedla. "Thad verda ein og fimmtíu til baka", sagdi hann og blikkadi kassadömuna. "Vá pabbi, hvernig vissirdu thad?"Spurdi strákurinn og missti andlitid af addáun. "Thad er vegna thess, sonur saell, ad ég er svo gódur í thví ad reikna" svaradi pabbinn, haestánaegdur med sjálfan sig. Fedgarnir drösludu bjórkössunum aftur ofaní kerruna og trítludu út.

Ég velti thví fyrir mér hvort heima saeti lítil stúlka sem laesi Dickens og gaeti hreyft hluti med hugarorkunni einni saman. Líklegast ekki.

Víóluskrímslidfjölbreytileiki mannlífsins

miðvikudagur, september 28, 2005

Tune it or die

Thad er átakanlegt ad horfast í augu vid thad ad thegar manni fer fram í hljódfaeraleik verdur madur líka mjög faer í ad greina villur og heyra thegar madur spilar falskt. Thegar madur er haettur ad greina neitt annad en falskar nótur á madur ad taka sér pásu og fara ad sofa. Thad gerdi ég í dag. Thad var gott.


Pöddur

Lífríkid í Húsi Hinna Töfrandi Lita leitar mjög eftir mannlegum kontakt thessa dagana. Í gaerkvöldi steig ég á stóran stökkan snigil thegar ég fór út í gard ad ná í hjólid mitt. Undir hnakknum var staerdarinnar könguló sem gerdi uppreisn thegar ég gerdi mig líklega til ad rífa hjólid út úr vefnum hennar. Thegar ég kom heim og aetladi ad skella mér í sturtu fyrir svefninn var kakkalakki búinn ad hreidra um sig í badsvampinum mínum. Thad gerist ekki vidbjódslegra.


Kjaftandi húsmaedur

Ég fór í sund í gaer. Á "hradbrautinni" synda yfirleitt adeins syndar manneskjur en í thetta sinn hvad vid annan tón. Thar sprikludu í gaerkvöldi tvaer midaldra júffertur frúarsund hlid vid hlid og tóku upp tvaer brautir medan thaer skiptust á slúdri vikunnar.

Ég sá rautt.

Fljótt geystist víóluskrímslid á grídarlegu skridi milli kellinganna, sneri skjótt vid og stímadi milli theirra á ný. Thad tók mig tuttugu ferdir ad hrekja thaer yfir í almenninginn. Thad kalla ég mótspyrnu. Naest syndi ég thaer nidur.


Víóluskrímslid - plássfrekt

fimmtudagur, september 22, 2005

Hús, barn og bíll

Gyda Stephenssen sagdi mér í gaer söguna af thví thegar hún hitti H-lensk uppahjón af verstu sort í óléttuleikfimi fyrir nokkrum árum sídan. Thau voru komin med húsid og bílinn og vantadi bara barnid til thess ad fullkomna threnninguna. Thegar lída fór á medgönguna og uppakonan ordin ansi sver um sig midja tók uppaeiginmadurinn leikfimikennarann tali til ad spyrja út í framgang (heima)faedingarinnar. Thad vaeri svo sem ekki í frásögur faerandi - nema fyrir thá sök ad hann hafdi ödruvísi áhyggjur en flestir verdandi fedur.

Slettist mikid út um allt og svona? Spurdi hann áhyggjufullur. Jah, svaradi leikfimikennarinn, Thetta er nú ekkert ofbodslega sjarmerandi svona ef út í thad er farid. Almáttugur, sagdi madurinn. Vid vorum ad setja nýtt parkett á svefnherbergid. Vid verdum bara ad kaupa landbúnadarplast og setja yfir allsaman, elskan, sagdi hann og beindi nú ordum sínum til konunnar sinnar. Leikfimikennarinn setti í brýnnar. Thad er nú ekki eins og konan ydar sé kýr herra minn, sagdi hún. Já, og veggirnir, hélt madurinn áfram. Vid VORUM ad mála. Ef thér hafid svona miklar áhyggjur af thessu getid thér alltaf látid konuna ydar faeda á eldhúsbordinu, sagdi leikfimikennarinn. Nei ertu gengin af vitinu manneskja! Aepti madurinn upp yfir sig. Vid vorum ad kaupa nýtt Brugman eldhús!

Barnid faeddist víst med brádakeisara á sjúkrahúsi. Eldhúsinu var hlíft í thad skiptid.


Víóluskrímslid - forgangsröd

laugardagur, september 17, 2005

Undrin gerast enn

Luis húsbródir minn er lífsreyndur madur. Á theim 35 árum sem hann hefur lifad hefur hann búid í 7 löndum, átt hundrad kaerustur og annan eins fjölda af hjákonum, lent í lífshaettu ótal sinnum, prófad um thad bil alla thá vímugjafa sem fáanlegir eru austan hafs og vestan og fengid garnasýkingu sem naestum lagdi hann í gröfina og vard thess valdandi ad hann thurfti ad gangast undir umfangsmiklar adgerdir á vafasömum almenningssjúkrahúsum í Mexíkó - thadan sem hann er upprunninn.

Á thví endalausa flakki sem Luis hefur verid á sídustu tuttugu ár hefur hann eignast óteljandi vini og kunningja sem oftar en ekki heidra hann med heimsókn sinni eigi their leid um H-lands fögru sléttur. Einn theirra er adalsöguhetjan í sögu theirri sem ég aetla ad rekja hér á eftir. Thessa sögu sagdi Luis mér í fyrrakvöld og thó hann hafi í gegn um tídina sagt mér ýmiss konar sögur held ég ad thessi hljóti ad vera sú rosalegasta.

Umraeddur vinur Luisar er ad nálgast fimmtugasaldurinn og er theim ósköpum gaeddur ad honum helst ekki á kvenfólki. Hann var thví farinn ad hafa áhyggjur af thví ad thurfa ad eyda ellinni einn med kettinum og svo kom ad hann gerdist ansi örvaentingarfullur. Eftir stutt skeid thar sem hann terroriseradi einkamáladálkana í dagblödunum og fór á blind deit upp á hvern dag gafst hann upp. Blindu deitin gerdu hann adeins sorgmaeddan og ekki brást ad frúrnar bak vid einkamálaauglýsingarnar voru í leit ad einhverju ödru en lífsförunaut. Hann hafdi nánast saett sig vid ástandid - thegar loksins hljóp á snaerid hjá honum.

Á bar rétt vid heimili sitt hitti hann kvöld eitt undurfagra unga konu. Thau tóku tal saman og fljótt kom í ljós ad thau áttu ýmislegt sameiginlegt. Brátt voru thau farin ad hringjast á oft á dag og hittust eins oft og thví var vid komid. Saman sinntu thau áhugamálum sínum, fóru saman í leikhús og í bíó og spjölludu saman yfir glasi. Thad mátti heita svo ad thau aettu í ástarsambandi - nema ad einu leyti. Líkamlega gengu thau aldrei lengra en ad kyssast í kvedjuskyni.

Thegar sambandid hafdi stadid í rúmt ár var vinurinn farinn ad ókyrrast. Tharna sat hann, fimmtugur madurinn, ástfanginn upp fyrir haus, loksins búinn ad finna konu lífs síns - og hún vildi ekki sofa hjá honum. Sjálfstraustid minnkadi. Honum fannst hann hlyti ad vera óadladandi. Kannski fannst henni hann of gamall. Hann vidradi áhyggjur sínar vid kaerustuna, sem fullvissadi hann um thad ad henni thaetti hann fínn eins og hann vaeri. Thví til sönnunar leyfdi hún honum ad ganga adeins lengra. Naest thegar thau kvöddust hleypti hún honum innundir brjóstahaldarann. Vinurinn var ad vonum ánaegdur med framgang mála en thó fannst honum varla komid nóg. Víst var ad hún var med falleg brjóst, akkúrat passlega stór og stinn, stundum kannski of stinn eins og thau vaeru pínulítid óekta, en thó gaman vaeri ad káfa á theim aesti thad adeins upp hungrid eftir meiru. En kaerastan sagdi nei.

Vinurinn fór ad ímynda sér hid versta. Kannski hafdi hún verid misnotud sem barn. Kannski hafdi henni verid naudgad og hún gaeti ekki hugsad sér ad eiga í kynferdislegu sambandi vid nokkurn mann. Kannski var hún eitthvad vansköpud, hann hafdi lesid um ad svoleidis gaeti gerst. Kannski hafdi hún bara svona lágt sjálfsálit og skammadist sín fyrir sjálfa sig? Hann bar allt thetta upp vid kaerustuna sem thvertók fyrir ad nokkud thessu líkt vaeri í gangi. Thegar hann spurdi um ástaeduna yppti hún öxlum og sagdi ad hann myndi aldrei skilja thad.

Vinurinn vard ad játa sig sigradan. Hann ákvad ad leita til bródur síns, sem er laeknir, og spyrja hann ráda. Bródirinn bad vininn ad lýsa kaerustunni - sem hann og gerdi. Hann lýsti haed hennar, hún vaeri nú adeins staerri en hann. Auk thess vaeri hún nú med helst til stórar hendur af kvenmanni ad vera. Hún vaeri kvenlega vaxin, med falleg brjóst, en afskaplega herdabreid. Auk thess vaeri hún fótstór, thau notudu sama númer. Thau hefdu meira ad segja gert grín ad thví stundum. Röddin laegi hátt, stundum adeins of hátt eins og hún vaeri ad leika Andrés Önd en thad fannst honum bara krúttlegt. Hún vaeri alltaf vel til höfd og fallega málud en stundum fannst honum hún ofgera fardanum örlítid. Hún vaeri dökk yfirlitum og med örlítinn dúnskugga á efri vör og í hárlínunni nidur med eyrunum en thad var nú ekki neitt sem hann setti fyrir sig. Hann hafdi nú aldrei séd hana nakta, og nei, ekki heldur í badfötum...og snertifaelnin hafdi komid í veg fyrir alla nánari skodun á líkama hennar. Ég skil, sagdi laeknirinn - og kvad upp sinn dóm.

Kaerastan thín er ad öllum líkindum karlmadur.

Vinurinn fékk nett taugaáfall. Var konan sem hann elskadi og dádi svo ekki kona eftir alltsaman? Vísbendingarnar hrönnudust upp fyrir framan hann og hann hafdi aldrei tekid eftir neinu. Ástin var sannarlega blind. Hvad var til ráda?

Bródirinn bad vininn ad vera rólegan. Kaerastan hans vaeri líklega ein af theim sem vaeru kona faedd í karlmannslíkama og hefdi sennilega farid í adgerd til thess ad breyta thví sem breyta thurfti til ad geta lifad lífinu til fulls sem kona. Kannski átti hún enn eftir ad fara í nokkrar adgerdir til ad fullkomna verkid. Hann gaeti bara bedid rólegur thangad til.

Vinurinn fór frá bródurnum fullur af nýrri von. Hann vissi leyndarmál kaerustunnar. Nú gaeti hann flett ofan af allri vitleysunni, sagt henni ad hann elskadi hana thrátt fyrir allt og vaeri tilbúinn ad stydja hana í gegnum thaer adgerdir sem eftir vaeru. Hann hringdi í kaerustuna, fullur tilhlökkunar, og thau maeltu sér mót á veitingastad thá um kvöldid.

Thegar lidid var á máltídina og baedi ordin hreif af víni ákvad vinurinn ad láta til skarar skrída. Hann tók í hönd sinnar heittelskudu og sagdi :"Ég veit hvers vegna thú ert óhamingjusöm. Ég veit leyndarmál thitt. Thú ert karlmadur. En thad skiptir mig engu máli. Ég elska thig jafn mikid fyrir thví." Vidbrögdin urdu önnur en hann hafdi búist vid. Kaerastan hvessti á hann augun og sagdi svo med undarlega dimmum karlaróm: "Thetta er helvítis kjaftaedi! Ég er sko enginn karlmadur. Thú ert genginn af vitinu! ÉG DREP THIG!"

Svo stedjadi hún út og skildi vininn eftir med reikninginn og brostid hjarta.

Thegar vinurinn aetladi í vinnuna daginn eftir, eftir svefnlausa nótt, rédst ad honum svartklaedd vera og bardi hann í hausinn med hafnaboltakylfu. Ruslpóstur um typpastaekkanir hlódst inn á tölvupóstfangid hans auk stuttra skeyta frá kaerustunni thar sem hún tilkynnti ad hann skyldi vera var um sig fyrst hún hefdi thad á dagskrá ad ganga frá honum. Bjölluat og raddlausar símhringingar eru daglegt braud. Um vininn ganga nú ljótar kjaftasögur sem enginn fótur er fyrir. Nú er svo komid ad hann thorir ekki út af ótta vid ad kaerastan birtist og geri alvöru úr hótunum sínum.

Ég sat stjörf eftir ad Luis hafdi lokid sögunni. "Veistu hvad thad sorglegasta er" sagdi hann. "Vinur minn er enn yfirsig ástfanginn af henni - honum. Getur ekki gleymt henni. Og tharna úti einhvers stadar er klikkud transa sem aetlar ad drepa hann, bara vegna thess."

Ég gat ekki annad en verid sammála. Undrin gerast enn.

Víóluskrímslid - fjölmenningarsamfélgid rúlar

fimmtudagur, september 15, 2005

H-land heilsar

Thegar ég kom til H-lands í fyrragaer var sól. Lestirnar gengu á tíma mér til heidurs og ferdin heim í Hús hinna töfrandi lita gekk thví áfallalaust. Leigubílstjórinn sem keyrdi mig heim ad dyrum hrósadi mér fyrir h-lenskukunnáttu mína. Thad fannst mér ógnvekjandi.

Thegar heim var komid drösladi ég árlegri yfirviktinni upp stigann og sá ad hurdin mín var enn á sínum stad. Hjarirnar virtust örlítid beygladar en tharfyrir utan virkar hurdin eins og hurdir eiga ad gera. Thad fannst mér gott. Í rúminu mínu var daud könguló og í gluggakistunni uppthornud engispretta, ekki af minni gerdinni. Thegar ég kom út í villigardinn bak vid húsid tók ekki betra vid. Thar var ekki thverfótad fyrir svakalegustu köngulóarvefjum sem ég hef á aevi minni séd. Ég fylgdist heillud med einni skessunni vinda utan um fidrildi á mettíma. Í framhaldi af thví ákvad ég ad geyma thad til betri tíma ad vada milljón köngulóarvefi til ad ná í hjólid mitt í gardskúrinn. Thad er hvort ed er bilad.

Annegret og Melanie komu í heimsókn og eldud var naglasúpa, sem bodar thad sem koma skal naestu thrjá mánudi eftir ómaelt sukk sídustu vikna. Svo fóru thaer aftur í skólann en ég fletti í gegnum póstinn minn. Thar var fátt um fína draetti. Eftir ad hafa trodid farangrinum mínum óskipulega í fataskápinn minn fór ég ad sofa. Med bangsann minn.

Í gaer var gerd allsvakaleg aefingaáaetlun med frú Bergman sem skammadi mig ekki vitund fyrir ad vera óundirbúin. Thad held ég sé ad thakka graflaxstykkinu sem ég faerdi henni.

Í dag fór ég á faetur klukkan 9 ad íslenskum tíma (11 hér...) og naut einverunnar í Húsinu. Svo fór ég ad aefa mig. Skólaárid er byrjad. Halelúja.


Víóluskrímslid - back in business

mánudagur, september 12, 2005

Hætt, búin, farin

Þá er sumarsælan á enda, einu sinni enn. Eftir örfáa klukkutíma mun ég stíga upp í flugvél á leið til míns ástkæra H-lands, þar sem skólinn bíður. Ég keypti graflax handa kennaranum mínum sem ég ætla að gefa henni í upphafi fyrsta tímans á miðvikudaginn. Það mun vonandi milda áhrifin af algeru æfingaleysi síðustu 10 daga. Víólan var nefnilega í viðgerð.

Í H-landi á að vera 20 stiga hiti og heiðskírt á morgun og ég hugsa með tilhlökkun til lestarferðarinnar þar sem ég mun þurfa að skipta þrisvar um lest með allt mitt hafurtask. Fái ég ekki sæti hugsa ég að ég seilist í ullarpeysuna sem liggur efst í töskunni og troði henni inn á mig svo ég sýnist ólétt. Þá gengur vonandi betur að koma afturendanum fyrir á viðeigandi stað.

Í Húsi hinna töfrandi lita hafa átt sér stað breytingar undanfarið, Annegret er flutt og hurðin mín brotnaði af hjörunum við ótilgreindar aðstæður einhvern tíma í sumar. Miðað við ótrúlegan slóðaskap húseigandans er alls ekki víst að það sé búið að laga það. Ég bíð spennt eftir að sjá hvort það sé yfirhöfuð hurð á herberginu mínu... en hver þarf svosem svoleiðis.

Víóluskrímslið biður lesendur sína vel að lifa og hvetur þá til að fylgjast með ótrúlegum ævintýrum þess í vetur sem undanfarin 3 ár. Partíið er rétt að byrja.

Víóluskrímslið - sjáumst um jólin

þriðjudagur, ágúst 23, 2005

Það fer hver að verða síðastur

...í að hitta mig, bjóða mér í mat, bíltúr eða jafnvel í aðra tána. Ég tala nú ekki um í helgarferðir á exótíska staði, sbr. Sauðárkrók og Húnavelli.

Fyrir nokkrum dögum síðan festi ég kaup á flugmiða út til H-lands um alnetið. Brottför er áætluð þann 13. september. Sem fyrr áskil ég mér þann rétt að koma of seint í skólann. Akademíska korterið hefur teygst upp í rúma viku. Það deyr enginn úr því. Ekki ég að minnsta kosti.

Sumarið hefur verið annasamt eins og lög gera ráð fyrir. Minna hefur þó farið fyrir skemmtunum en ætlað var. Mörg ár eru liðin síðan ég valt síðast ofurölvi niður Laugaveginn og ekkert útlit er fyrir að það takist í bráð. Það hlýtur að teljast þroskamerki. Á hinn bóginn tókst mér að lóðsa enn einn útlendinginn um Guðs vors land, fara sjálf í tjaldferðalag í roki og rigningu, halda áfallahjálp Önnu opinni 24 tíma á sólarhring fyrir þá þurfandi, spila á tvennum tónleikum, éta á mig gat, fara á ættarmót á sandblásnum grunni gamla ættaróðalsins austur í Holtum, vaska heilum tíu sinnum upp í foreldrahúsum, standa næturvaktir með tilheyrandi hafragrautstilbúningi og þannig mætti lengi telja.

Það verður ekki slæmt að komast aftur í skólann og eiga einar þær skyldur yfir höfði sér að æfa sig tvisvar á dag, tvo tíma í senn.

Áhugasömum um vorn félagskap skal bent á að hægt er að panta tíma í síma 694-3592.

Víóluskrímslið - á síðasta snúningi

föstudagur, júní 17, 2005

Heima er bezt

Mikið er gott að vera kominn heim. Miðnætursólin sem gægist inn um gluggann núna á sinn hlut í því. Maður nennir ekki að fara að sofa. Reglulegt H-lenskt líferni mitt er farið norður og niður enda ógerningur að halda slíku við í landi þar sem sólin sest ekki.

Annegret vinkona mín og bekkjarsystir hélt í gær til H-lands eftir tveggja vikna dvöl. Okkur tókst að koma heilmiklu í verk. Við stunduðum víóluhátíðina 2005 af miklu kappi og fengum að spila fyrir Lars Anders Tomter. Það var gaman. Ekki síður skemmtilegt var að halda tónleika í Víðistaðakirkju sem voru ágætlega sóttir. Síðast en ekki síst lögðumst við í ferðalög með mömmu og pabba á trukknum. Sólheimaglottið fór ekki af Annegret allan þann tíma sem hún dvaldist á Íslandi. Mér tókst meira að segja að fá hana til að borða harðfisk. Henni fannst hann góður og gerði sér ferð í Kolaportið til að kaupa meira. Það fannst mér merkilegt fyrir þær sakir að Annegret hefur verið ströng grænmetisæta í meira en fimm ár. Mér leið eins og ég hefði afhommað einhvern. Svakalegt. Þegar Annegret var komin aftur til H-lands sendi hún mér skilaboð um að þar væri allt dimmt. Kannski að harðfiskurinn og súkkulaðikúlurnar sem hún birgði sig upp af í Bónus hjálpi eitthvað til við að berjast gegn skammdegisþunglyndinu sem henni finnst öruggt að sé í uppsiglingu eftir birtufyllerí síðustu vikna. Vonum það.

Næstu daga og vikur ætla ég að vera sniðug og æfa mig áður en ég byrja að vinna í lok mánaðarins. Þá tekur við vaktapartí þar sem ég vaki á mínum eðlilega tíma - eða á næturnar. Með hliðsjón af öllu þessu ofboðslega annríki sem mun að öllum líkindum felast í því að gera eins lítið og mögulegt er, er einsýnt að ég hef engan tíma fyrir reglulegar skýrslugerðir. Ég kveð því í bili. Gleðilega hátíð með morgni. Sjáumst í útlegðinni í haust.

Víóluskrímslið - lifið heil

þriðjudagur, maí 31, 2005

Bless ljóta H-land

...halló Ísland!

Ég kem heim á morgun. Thetta verdur í fyrsta sinn í thrjú ár sem ég verd heima á sumarsólstödum og Jónsmessunótt. Ég hlakka til.

Thad hefur sína kosti ad vera kaldlyndur Nordurlandabúi, eda fucking North European eins og vinir mínir frá sudraenum slódum kalla mig stundum thegar theim ofbýdur tilfinningaleysid. Einn theirra er sá, ad heimthráin ber mann sjaldan ofurlidi. Hún er alltaf til stadar en sem kaldlyndur og hjartalaus Íslendingur veltir madur sér ekki upp úr henni dags daglega. Adeins vid yfirgengilega tilfinninganaemar adstaedur brýst hún fram og veldur smá töf á adgerdaröd dagsins. Eins og í dag.

Ég var ad taka til í herberginu mínu í morgun og hlustadi vid thad á reggídiskinn Hljódlega af stad med edalhljómsveitinni Hjálmum. Lag númer thrjú á diskinum nefnist VARÚD og fjallar textinn um slaema vetrarfaerd á Íslandi. Ég hlustadi á lagid med mikilli velthóknun og vaggadi mér í takt vid áherslur á ödru og fjórda slagi. Vidlagid setti mig hins vegar algerlega úr jafnvaegi.

Um midbik lagsins taka Hjálmar sig saman og syngja "thetta er ekkert mál, vid reddum thessu saman!" Vid ad heyra thessa setningu fór um mig hlýr straumur og ég byrjadi ad vatna músum. Íslenskari setningu hafdi ég ekki heyrt í langan tíma.

Mikid er ég glöd ad vera ad koma heim á morgun. Sjá fjöll og svalan sjó og geta dregid andann án thess ad hafa áhyggjur. Bless H-land. Sjáumst öll!

Nefndin.

föstudagur, maí 27, 2005

Heitt

Thad er heitara en í helvíti í H-landi thessa dagana. Víólan mín lídur einna mest fyrir thad enda er hennar lífraena lakkthekja ekki gerd fyrir svona átök. Ef thetta heldur svona áfram rennur lakkid á henni til og myndar mynstur eins og á sandöldunum í Sahara.

Aedislegt.

Hér er heitt undir fleirum en thad kemur vedrinu ekkert vid. Í konservatoríinu mínu hefur skapast strídsástand vegna nýtilkominna sparnadaradgerda markadsfraedinga í dýrum jakkafötum sem halda ad hálftíma einkatími á viku og kortérs impróvisationdútl thví samfara sé naegilegt veganesti út í lífid fyrir prófessional tónlistarmenn. Thaer fréttir spurdust út ekki alls fyrir löngu ad klassíska deildin thyrfti auk thessa ad losa sig vid 10 full stödugildi. 14 prófessorar út, takk fyrir. Nú, fjórum vikum fyrir skólalok hefur yfirstjórninni ekki thóknast ad gera opinbert hverjir verda látnir fara. Kennarar og nemendur svífa thví um í martradarkenndu limbói.

Nema kennarinn minn. Frú Gisella Bergman er hörkukvendi sem kallar ekki allt ömmu sína. Vaentanlegar sparnadaradgerdir hleyptu í hana illu blódi svo ad í stad thess ad sitja og bída tók hún af skarid og sagdi upp. Á naesta ári verdur thví enginn víólubekkur í konservatoríinu. Skemmti their sér vel ad fylla upp í hljómsveitarverkefnin.

Thetta hefur vídtaek áhrif, ekki síst fyrir okkur nemendurna. Skyndilega er öllum áaetlunum kollvarpad. Ég vil halda áfram hjá kennaranum mínum og tharf thví ad skipta um skóla. Líklega fer ég nordur til Groningen thar sem ég tharf ad laera ad tala med nýjum hreim. Thar tharf ég ad taka annad inntökupróf í haust. Thar sem ég verd ekki komin med sannanlega skólavist fyrr en í september verd ég ad skrída fyrir LÍN til thess ad fá námslán á haustönn. Finnlandsferdin sem ég hafdi áaetlad dettur líklegast uppfyrir nema Groningenmenn verdi svo vinalegir ad adstoda mig í theim efnum. Eitt er víst, og thad er ad ég tharf ad vera ofbodslega kurteis og almennileg í símann og skrifa fullt af fallegum emilum naestu vikur og mánudi.

Spennandi.

Thegar öllu er á botninn hvolft er ég samt fegin ad sleppa hédan ef fram heldur sem horfir. Ég höndla ekki ad vera í skóla thar sem klassíska deildin gegnir hlutverki Öskubusku. Thví ad á medan kennarar og nemendur á "óvinsaelum" hljódfaerum eins og kontrabassa, víólu, fagotti, óbó, orgeli, sembal, hörpu ofl berjast fyrir tilverurétti sínum eru haldnar hér internatíónal danshátídir og settir upp söngleikir vid skólann sem kosta thúsundir evra. Já nei takk.


Víóluskrímslid - allt er í heiminum hverfult

mánudagur, maí 23, 2005

Nemandi minn

Ég á mér persónulegt tilraunadýr í kennslufraedi. Thad er eldraudhaerdur fjórtán ára ofviti sem spilar á víólu og semur transtónlist í frístundum. Thad gerist ekki betra.

Í vetur hef ég gert á honum ófáar samviskulausar kennslufraedilegar tilraunir og sem betur fer er hann ekki daudur enn. Ég er thó haett thví í bili enda vil ég ekki ad hann endi uppi med uppeldisfraedingasyndrómid eftir ad hafa verid í tímum hjá mér. Börn uppeldisfraedinga eru nefnilega oft sérleg tilraunadýr foreldra sinna og enda yfirleitt sem andleg flök eftir allt havaríid. Ég geri ekki svoleidis.

Í vetur hef ég reynt ad víkka sjóndeildarhring piltsins med misjöfnum árangri thó. Mér hefur tekist ad fá hann til ad gera upphitunaraefingaer ádur en hann fer ad spila og hann verdur ekki lengur skelkadur thegar ég aedi um stofuna í hita leiksins og aepi eftir meira crescendoi. Nú hlaer hann bara thegar ég hóta honum lífláti dirfist hann ad trassa tónfraedina einu sinni enn eda thegar ég gled hann med enn einni Kreutzer etýdunni.

Á fimmtudaginn hélt ég thó um stundarsakir ad ég hefdi gengid of langt. Nemandi minn var nefnilega ad spila Ninu eftir Pergolesi ad thví er virtist algerlega áhugalaust. Mér fannst thad ekki haegt. Ég spurdi hann um hvad hann héldi ad lagid vaeri. Hann var ekki búinn ad spá í thví. Ég laug thví thá ad drengnum ad lagid vaeri um rosalegustu ástarsorg í sögu mannkyns, audvitad án thess ad vita nokkud um thad sjálf. Ég sagdist ekki vita neitt um hans persónulega ástalíf - en gaeti hann sett sig í spor manns sem á barmi örvaentingar semur svona lag?

Á einu augnabliki vard svipur nemanda míns sorgarthrunginn. Svo spiladi hann Ninu med grídarlegum tilthrifum. Thad sem eftir var tímans hafdi hann sig lítid í frammi. Thegar vid fórum nidur eftir tímann var hann óvenju thögull og ádur en mér hafdi tekist ad troda á hann annarri Blumenstengel etýdu var hann stunginn af. Úbbosí, hugsadi ég.

Vid sjáum til á fimmtudaginn hvort hann hefur bedid varanlegan skada af thessari opinberun.


Víóluskrímslid- adgát skal höfd í naerveru sálar

þriðjudagur, maí 17, 2005

Almennur klaufaskapur


Ég spiladi prófprógrammid mitt í gegn í gaer fyrir viljug tilraunadýr. Thad gekk vel.

Svo fékk ég gott ad borda hjá Gydu Stephenssen og manninum hennar.

Thegar ég aetladi ad koma í veg fyrir ad yngri sonur gestgjafanna klemmdi sig milli stafs og hurdar for thad ekki betur en svo ad hurdin rann med öllu sínu afli á haegri litlafingurinn á mér.

Thad var vont.

Nú er ég med tvöfaldan litlafingur sem kemur sér ekkert stórkostlega vel í midjum hljódfaeraprófum - og tónleikar á sunnudaginn.

En maturinn var rosa gódur.


Víóluskrímslid - horfdu á björtu hlidarnar, heimurinn hann gaeti verid verri..

laugardagur, maí 14, 2005

Veiditíminn er hafinn

Í gaernótt sat ég uppi í rúmi í ritgerdavinnu med kjöltutölvuna mér til halds og trausts thegar ég heyrdi kunnuglegt sud upp vid haegra eyra.

Thaer eru komnar aftur!

Blódthyrstar, grimmlyndar og svífast einskis.

Ég lagdi frá mér kjölturakkann , stód upp og svipadist um. Viti menn, um loftljósid sveimudu tvö stykki af vágestinum ógurlega, bídandi átekta yfir thví ad ég myndi slökkva ljósid og leggjast varnarlaus til svefns svo thau gaetu lagt til atlögu. Ég hélt nú ekki.

Yfirkomin af hefndarthorsta, sjálfsbjargarvidleitni og almennri einbeitingu mundadi ég bókina "De didactiek van de instrumentale en vocale muziekles" og hélt til atlögu vid skrímslin. Annad theirra reyndist audveld brád. Thad endadi aevi sína klessti milli tveggja sídna í kaflanum um hópkennslu. Hitt var klókara. Thad tók mig fimmtán mínútur og nokkrum sekúndum betur ad finna út hvar thad hafdi falid sig. Thó felustadurinn hafi verid snidugur, eda bak vid skrímslapálmann, fann ég thad á endanum og hrakti dýrid á flótta. Thad endadi líf sitt klesst milli loftsins og kápunnar á De didactiek van de instrumentale en vocale muziekles.

Ég fór sátt ad sofa. Fjandans moskítóflugurnar. Ég tharf ad fara ad fá mér net.


Víóluskrímslid - í skotgröfunum

föstudagur, maí 13, 2005

Vonda Annan

Í gaer eydilagdi ég daginn fyrir midaldra herramanni í v - hálsmálspeysu. Reyndar bjargadi ég deginum fyrir ödrum herramanni á óraedum aldri um leid en thad er annad mál.

Ég stód vid kassann í súpermarkadinum og okurbúllunni Super de Boer og beid eftir ad rödin kaemi ad mér thegar ég tók eftir thví ad fyrir aftan mig voru tveir herramenn ad rífast um hver vaeri naestur í rödinni. Sá yngri, midaldra madur í röndóttri peysu úr ullarlíki og med thessa fínu hormottu hafdi verid ad fletta blödum í dagbladarekkanum vid kassann. Hinn madurinn, eldri herramadur í frakka og med hatt, hélt thar af leidandi ad madurinn med mottuna staedi ekki í rödinni og stillti sér upp fyrir framan hann.

Thad fannst manninum med mottuna ekki snidugt og skammadi gamla manninn med hattinn fyrir dónaskap og framhleypni. Sá gamli bar fyrir sig sakleysi og baetti thví vid ad hann vaeri nú adeins med einn kexpakka og spurdi hvort thad vaeri ekki lagi ad hann borgadi hann á undan hinum sem var med fulla körfu af vörum. Madurinn med mottuna fékk tilfelli vid thessa frekju í gamla manninum og hélt nú ekki.

Mér thótti thetta ekki saemileg framkoma vid eldri mann med hatt sem aetlar bara ad kaupa einn kexpakka svo ég hóadi í hann og baud honum ad taka sér stödu fyrir framan mig í rödinni. Hann gerdi thad, kátur í bragdi, borgadi og labbadi út med sinn hatt og sitt kex. Ég tók mér stödu vid kortalesarann og lést ekki sjá manninn med mottuna sem vard sífellt blárri í framan.

Thegar ég var búin ad rada í pokann minn og var á leidinni út stódst hann ekki mátid og aepti á mig yfir alla búdina ; Thad vaeri kannski rád ad spyrja leyfis ádur en thú ákvedur ad vera svona almennileg vid fólk sem getur ekki bedid í röd! Ég brosti voda saett til hans og sagdi honum ad mér thaetti ekkert óedlilegt vid ad hleypa eldri mönnum med einn kexpakka framfyrir mig í röd. Hann maetti mín vegna hafa adrar skodanir á thví. Svo brosti ég aftur voda saett og óskadi honum fijne dag verder.

Mannfjandinn lét sér ekki segjast vid thad heldur hélt áfram ad aepa og bölsótast. Vesalings kassadaman einbeitti sér ad thví ad horfa ofan í faeribandid og sagdi ekki ord. Thú aettir ad skammast thín vinan fyrir ad eyda svona tímanum fyrir ödru fólki aepti madurinn um leid og dyrnar lokudust á eftir mér.

Ég hefdi kannski átt ad spyrja hann hvad hann aetladi ad gera vid thessar tuttugu sekúndur sem thad tók ad afgreida gamla manninn med kexid. Ég hefdi kannski líka átt ad benda honum á thad ad hann hefdi eytt tíföldum theim tíma í ad aepa á gamla manninn og mig og láta eins og vitleysingur á almannafaeri. En ég gerdi thad ekki. Thví ég er gód. Madur vill nú ekki verda thess valdandi ad menn fái heilablódfall af aesingi.


Víóluskrímslid - ad gefast upp á helv...H-lendingunum.

miðvikudagur, maí 11, 2005

B-O-B-A

Í gaer fékk ég allsvakalegan tölvupóst frá vinkonu minni. Thad er óhaett ad segja ad innihald hans hafi verid alger B-O-B-A svo madur vitni nú í merka menn. Thad sem í honum stód var frásögn af nokkru sem gerist bara í bíó - nú eda í lífi vina manns.

Téd vinkona er sellisti frá Rúmeníu sem búid hefur í H-landi sídastlidin 4 ár. Ástaedan fyrir thví ad hún kom hingad til lands var tvíthaett. Annars vegar var hún ad fara ad laera hjá kennara sem henni leist vel á- en á hinn bóginn var hún ad flýja gamla drauga. Palestínskur unnusti hennar til tveggja ára hafdi farid til Danmerkur í framhaldsnám og gift sig thar án thess ad hafa fyrir thví ad segja henni frá thví. Thegar hún svo komst ad öllu saman skildi hann ekki hvers vegna hún vaeri svona reid - enda vaeri hann ad thessu til thess ad búa í haginn fyrir framtídina og ná sér í landvistarleyfi fyrir thau tvö. Vinkona mín keypti thad ekki og kom til H-lands med brostid hjarta.

Í H-landi eyddi hún löngum tíma í ad losna vid bastardinn, eins og hún nefndi hann, út úr lífi sínu. Thad gekk thó ekki betur en svo ad hún gat ekki stillt sig um ad hafa samband vid hann aftur. Bastardurinn sá sér leik á bordi ad eiga tvaer konur í einu og sló til. Í tvö ár gengu loford og hótanir milli gerfihnatta og símalína. Rosaleg rifrildi voru hád. Bastardinum gekk greinilega ekkert ad skilja vid konuna sína til ad vera med vinkonu minni. Á sama tíma heimtadi hann ad hún klaeddist efnismeiri fatnadi, faeri ekki út ad skemmta sér og umgengist ekki adra karlmenn. Thegar hann kom í heimsókn til hennar í Amsterdam thurfti samleigjandi hennar ad flýja húsid.

Öll thessi andlegu átök tóku sinn toll. Vinkona mín hrídhoradist, svaf illa og haetti ad geta aeft sig svo nokkru naemi. Ekki thýddi nokkurn hlut ad reyna ad koma fyrir hana vitinu. Hún var haett ad hlusta. Thangad til í fyrradag.

Síminn hringdi. Í símanum var eiginkona bastardsins - sem loksins hafdi mannad sig upp í ad opna símreikninginn á undan honum thrátt fyrir hótanir um barsmídar. Hún sagdi ótrúlega sögu. Bastardurinn hefdi gifst henni ádur en hann fór til Rúmeníu. Thegar hann trúlofadist vinkonu minni var hann thegar giftur annarri - og hvorug konan vissi af hinni. Heimsóknir hans til vinkonu minnar voru dulbúnar sem vinnuferdir til útlanda. Konan sagdist hafa ordid tortryggin thegar hann fór í eina slíka ferd á 6 ára brúdkaupsafmaelinu theirra og svaradi ekki í símann í heila viku. Hún hefdi ekki alls fyrir löngu sótt um skilnad.

Eiginkonan og hjákonan spjölludu í símann í tvo tíma og skiptust á frásögnum. Thegar langt var lidid á samtalid var theim ordid vel til vina. Thaer óskudu hvor annarri góds gengis og kvöddust med virktum.

Bastardurinn var ekki kátur thegar hann frétti ad flett hafdi verid ofan af hans ömurlega lygavef. Sms skeyti thar sem hann hótadi vinkonu minni líkamsmeidingum og dauda gengu milli landa eins og byssukúlur. Vinkona mín haetti ad svara í símann og skipti um tölvupóstfang. Hún er ad velta thví fyrir sér ad flytja líka thví nú veit madurinn hvar hún á heima. Rosalegt.

Madur getur ekki annad en hugsad til thess hvad mannfjandanum hefur gengid til! Thad aetti ad smala svona mönnum saman í risagáma frá Eimskip og sökkva einhvers stadar út af Reykjanesskaga. En fátt er svo med öllu illt. Vinkonan er laus undan aegivaldi bastardsins.

Loksins getur hún hafid nýtt líf.

Víóluskrímslid- slaer sér á laer

föstudagur, maí 06, 2005

Minimalistiskur kúkur

Fátt er eins hressandi í midri prófatörn og minimalistísk músík. Ég komst ad thví gaerkvöldi thegar ég tók mér hlé frá mannskemmandi ritgerdaskrifum og fór og hlustadi á Tilburgskan kvartett flytja Different Trains eftir Steve Reich. Eftir ad hafa setid dáleidd og hlustad á ostinato ritma í hálftíma leid mér eins og heilinn í mér hefdi farid í gegnum V.I.P medferd í bílathvottastöd. Höfudid á mér virtist amk. háfu kílói léttara en venjulega. Thá veit madur hvad hollenskur fagordafordi um fidlukennslu vegur thungt.

Madur festist í thví ad hugsa um furdulegustu hluti thegar madur er undir pressu í lengri tíma. Í gaer sat ég vid eldhúsbordid og spjalladi um ordsifjafraedi vid Luis. Thar komst ég ad thví ad kaka thýdir líka kaka á kóresku. Á spaensku thýdir kaka hins vegar kúkur. Dat is minder, eins og H-lendingar segja. Á H-lensku er kaka koek, borid fram kúk. Kaka verdur ad kúk, thad er alveg ljóst. Hver tengslin eru annars vegar milli köku og kúks verda adrir menn og mér fródari ad fraeda mig um.

Thegar nemandi minn kom svo í tíma í dag og stökk upp í stillingu í fimmta skiptid eftir ad ég hafdi skammad hann fyrir thad fjórum sinnum sagdi ég ad ef hann gerdi thetta aftur faeri hann ekki lifandi hédan út. Sem betur fer fór hann ad hlaeja. Ég hef ekki efni á ad fá á mig kaerur thegar svona lítid eftir er af skólanum.


Víóluskrímslid - kúkur í lauginni

þriðjudagur, maí 03, 2005

Thad er rosalegt

...thegar manni er svo illa vid einhvern ad madur skelfur af vidbjódi vid thad eitt ad vita af honum í nágrenni vid sig.

Ég get varla sagt ad ég hati nokkurn mann en helvítis kvikindid á loftinu kemst helst nálaegt thví.

Fari hann ekki ad laekka í graejunum brádlega rennur blód eftir slód.


Víóluskrímslid - brýnir búrhnífinn

mánudagur, maí 02, 2005

Helgi

Ljúf helgi og gód er ad baki. Hallveig myndlistarmadur og Belgíufari skrapp yfir landamaerin og skemmtum vid okkur vel. Medal annars fórum vid í Van Abbé nútímalistasafnid í Eindhoven. Thar var fullt af fyndnu dóti og gott kakó.

Í gaer fagnadi H-land baráttudegi verkalýdsins med 28 stiga hita og sól. Thad var mjög hátídlegt. Thó verd ég ad vidurkenna ad mig langadi meira í göngu og kommakaffi á Vatnsstígnum. Í H-landi eru ekki farnar göngur. Enda thjódhátídardagur H-lendinga nr. 1 "koninginnedag" deginum ádur og thví tilvalid ad nota 1. maí til ad sofa úr sér.

Um daginn heyrdi ég fyndid ord. Gehannes er H-lenskt ord sem thýdir vesen. Thad finnst mér alveg rosalega fyndid.

Í dag eiga Annegret og Anita Dögg afmaeli. Ég er thess vegna farin heim ad baka kanilsnúda, bádum til heidurs. Verst ad adeins annad theirra er í sama landi og ég.

Víóluskrímslid - fjórdipartur = 120

miðvikudagur, apríl 27, 2005

Sjaldan er ein frunsan stök


Ónaemiskerfi mitt hefur endanlega gefid sig. Svona fer thegar madur tharf ad skila ritgerd á viku - og thad á hollensku.

Í gaermorgun vaknadi ég vid kunnuglegagn kláda í vinstra munnvikinu. Thrátt fyrir snögg vidbrögd og hetjulega baráttu af hálfu frunsusmyrslisins ZOVIRAX vann óvinurinn audveldan sigur. Sídan thá hefur frunsan faert út kvíarnar og er nú allur vinstri helmingur vara minna, baedi uppi og nidri, undirlagdur af thessum andskota.

Ég er ekki saet í dag.

Í kvöld spila ég fyrsta prófid í nýhafinni prófatörn. Kannski er thad stressid sem er ad fara svona med mann.


Víóluskrímslid - afskraemt

fimmtudagur, apríl 21, 2005

Gledilegt sumar

Uppáhaldshátídisdagur Víóluskrímslisins, sumardagurinn fyrsti, er runninn upp. Vil ég óska vinum, vandamönnum og ödrum lesendum naer og fjaer gledilegs sumars med kaerum thökkum fyrir nýlidinn vetur.

Sumardagurinn fyrsti er merkisdagur. Í dag fer ég í sandalana og ekki úr theim aftur fyrr en í október. Hér í H-landi skartar vedrid auk thess sínu fegursta eftir langt rigningaskeid. Thad er ekki slaemt.

Ég fór í baeinn og eyddi peningum sem ég á ekki í sumargjöf handa sjálfri mér - glaesilegan hljódnema sem hér eftir verdur notadur miskunnarlaust til thess ad analysera alla mína spilamennsku.

Í tilefni dagsins skal auk thess ljóstrad upp leyndarmáli - verid getur ad Víóluskrímslid faeri sig um set í nordur naesta vetur og yfirgefi hina fögru borg Tilburg. Er thad mál allt á umraedustigi. En heim kem ég thó ekki alveg strax.


Víóluskrímslid - í gódum fíling

miðvikudagur, apríl 20, 2005

Rottweiler Guds

Heitasti madur dagsins í dag er án efa Benedikt XVI, betur thekktur í undirheimunum sem Reidi Ratzinger, Svipa hefndarinnar eda Rottweiler Guds. Annegret tók andköf thegar ég tilkynnti sigur hans í kapphlaupinu um páfastólinn yfir hádegismatnum í dag.
Samkvaemt henni er Herr Ratzinger frodufellandi gamall nasisti og grimmt afturhald sem látid hefur ýmislegt misjafnt út úr sér um dagana slúdurpressunni til heilmikillar ánaegju. Ég huggadi Annegret med theirri stadreynd ad Herr Ratzinger vaeri kominn vel á aldur og aetti líklega eftir ad skrika fótur í badi ádur en langt um lidi.

Ég vard satt ad segja fyrir töluverdum vonbrigdum med kjör Herr Ratzingers enda hafdi ég vonast eftir thví ad um eina helstu geistlegu valdastofnun heims myndu nú leika ferskir vindar eftir langt hlé. Hér hlýtur ad vera madkur í mysunni.

Thó skömm sé frá ad segja grunar mig ad kjör Herr Ratzingers sé runnid undan rótum ekki ómerkari manns en Vidkvaema fraedimannsins - sem eitt sinn á fylleríi á Celtic Cross trúdi mér fyrir thví ad hann stefndi á heimsyfirrád og fyrsta skrefid vaeri ad koma pedi á páfastól. Nú er ad vona ad Vidkvaemi fraedimadurinn taki völdin sem fyrst. Ádur en Herr Ratzinger innleidir opinberar aftökur og annad gódgaeti á ný.


Víóluskrímslid- svört sem erfdasyndin

mánudagur, apríl 18, 2005

Freudian slip

Ég lagdist í hrottalegt kvef um helgina. Í thridja sinn á thessu ári. Algerlega óumflýjanlegt enda dreymdi mömmu fyrir thví.

Helsta afleidingin var sú ad á tónleikunum á föstudag og laugardag thurfti ég ad beita mig hördu til ad eydileggja ekki undurfagran tónlistarflutning hljómsveitarinnar med hóstaköstum og hávaerum snýtingum. Ég komst heldur ekki á barinn eftir sídustu tónleikana og olli thar med ungum Svía grídarlegum vonbrigdum - en sá thóttist hafa himinn höndum tekid thegar hann áttadi sig á thví ad ég skildi saensku. Römm er sú taug er rekka dregur, födurtúna til.

Í lestinni á leidinni til Tilburgar í gaer gaetti ég thess ad hósta med miklum látum í hvert sinn sem lestin stoppadi til ad hleypa inn nýjum farthegum. Thad hafdi tilaetlud áhrif og sat ég ein í lestarvagninum mestalla ferdina. Thegar heim kom gerdi kötturinn Bezoek sig líklega til ad kúra hjá mér en haetti vid thegar ég snýtti mér framan í hana. Thad thótti mér midur enda fátt notalegra en latur köttur til ad halda hita á laerunum á manni thegar madur er med kvef.

Ég hringdi heim og lét svo loksins verda af thví ad tengja internetid á nýju tölvunni minni. Thegar ég aetladi ad líta á tölvupóstinn minn sló ég inn HORMAIL í stad HOTMAIL. Thad fannst mér videigandi.

Ég verd ad haetta ad naga neglurnar thegar pestir eru ad ganga.


Víóluskrímslid - med ónýtt ónaemiskerfi

þriðjudagur, apríl 12, 2005

Vandamál

Ekki alls fyrir löngu sagdi Anita Dögg mér frá samtali sem hann hafdi heyrt útundan sér thar sem ungir kvenkyns laeknanemar raeddu saman um framtídarhorfur sínar. Theim thótti einsýnt ad laun laekna myndu án efa laekka á naestu árum og áratugum. Fjölgun kvenna innan stéttarinnar myndi án efa sjá til thess -eins og raunin hefdi ordid med "kvennastéttir" á bord vid kennara. Ad standa á rétti sínum og heimta sömu laun fyrir sömu vinnu og naesti (karl)madur virtist ekki inni í myndinni.

Mér vard hugsad til thessarar umraedu thegar ég las tilvitnun í hljómsveitarstjórann Anu Tali sem birtist í nýjasta tölubladi BBC Music Magazine. Thar svaradi hún spurningu um hvort ekki vaeri erfitt fyrir konu ad fóta sig í karllaegum heimi hljómsveitarstjórnunar svona; "Ég á vid mörg vandamál ad strída - en thad ad vera kona er ekki eitt af theim."

Madur spyr sjálfan sig hvort thessara tveggja vidhorfa sé vaenlegra til árangurs.


Víóluskrímslid - stendur á sínu

sunnudagur, apríl 10, 2005

Gröningen

Ef Amsterdam er Reykjavík er Groningen Akureyri. Tilburg er Selfoss. Thar sprengir gelnotkunin, bekkjabrúnkan og sportbílaeignin líka alla skala.

Ég er stödd í Groningen thessa vikuna til thess ad vinna mér inn fyrir fartölvunni sem ég keypti mér um daginn í einu best ígrundada kaupaedi sem ég hef stefnt sjálfri mér í. Nú get ég skrifad ritgerdir á sunnudögum í stad thess ad thvaelast um húsid eins og taugaveikladur hamstur og baka kökur.

Groningen er skemmtileg og lífleg borg. Nordur H-lendingar eru rólegir í tídinni og hér snýr enginn sér vid gangi madur í Álafossúlpu um göturnar. Á götunum er margt ad sjá og margt gledur augad. Eins og gamla konan sem ég sá á verslunargötunni í gaer.

Ég var ad leita mér ad falafelbúllu thegar ég rak augun í eldri konu sem lá í götunni. Almáttugur, hugsadi ég og aetladi ad stökkva til bjargar - en snarstansadi thegar ég sá ad hún var ekki ein. Undir henni lá smákrimmi, umthadbil 10 ára gamall, og hélt í töskuna hennar med bádum höndum. Gamla konan nefndi piltinn öllum illum nöfnum og fór svo ad lemja hann med regnhlífinni sinni. Strákurinn var thó ekki á thví ad gefast upp og hélt sem fastast í töskuna. Sú gamla reiddi honum thá ROKNAHÖGG í hausinn svo hann lét undan. Hún stód upp, reif til sín töskuna og hellti nýjum skammti af fúkyrdum yfir minigangsterinn. Sá var fljótur á faetur. Honum virtist ekki hafa ordid meint af barsmídunum thví hann svaradi frúnni fullum hálsi og gaf henni dónalegt merki med midfingrinum. Örlög hans voru innsiglud.

Thad sídasta sem ég sá til thessa thokkapars var ad strákurinn hljóp skelfingu lostinn og á hardaspretti undan gömlu konunni sem elti hann med hávaerum öskrum og sveifladi regnhlífinni af miklum mód. Sá reynir ábyggilega aldrei framar ad stela töskum af gömlum konum. Ofuramman er maett til leiks á ný. (Nudge nudge...)


Víóluskrímslid - sjálfsvörn í verki

mánudagur, apríl 04, 2005

Lög og reglur

Hér í H-landi thykir fólki ofsa gaman ad búa til reglur. Theim thykir líka gaman ad fylgja theim út í ystu aesar. Ef búd lokar klukkan sex er manni ekki hleypt inn tíu mínútur í. Ef straetó stendur á raudu ljósi í 2-3 mínútur er ekki séns ad bílstjórinn opni fyrir manni svo madur thurfi ekki ad bída í hálftíma. Ef í reglunum stendur ad faera skuli alla thá er lenda í bílslysi burt af slysstad á börum er thad gert sama thó allir their sem lentu í slysinu geti farid flikk flakk heljarstökk án vandraeda.

Um daginn vard slys á hradbraut hér skammt frá. Bílstjóri missti stjórn á farataeki sínu og lenti út af veginum. Honum var ekki verr brugdid en svo ad hann losadi sig sjálfur úr flakinu og rölti upp á veg til thess ad kalla eftir hjálp. Ekki leid á löngu thar til fyrir honum stoppadi annar ökumadur sem baud honum ad bída í sínum bíl medan lögregla og sjúkralid vaeri ad koma sér á stadinn.

Thegar sjúkrabíllinn kom ad tók vid mikid thóf enda var vesalings manninum samkvaemt reglum víst stranglega bannad ad hreyfa sig úr sínum klessta bíl. Sú stadreynd ad hann var kominn inn í bíl hjá velviljudum vegfaranda olli ekki minni vandraedum. Thad er nefnilega líka stranglega bannad ad hreyfa slasada af slysstad nema á börum. Eftir japl jaml og fudur var ákvedid ad SAGA THAKID af bílnum sem hinn óheppni ökumadur sat í svo haegt vaeri ad koma börunum ad. Ekki fylgdi sögunni hvort eigandi bílsins hafi verid sáttur vid thaer adgerdir, ekki síst thegar hinn slasadi bad margsinnis um ad fá ad fara sjálfur út úr bílnum. Hann hlyti ad geta thad fyrst hann komst sjálfur inn.

Er ekki allt í lagi heima hjá fólki.


Víóluskrímslid- anarkí og kaos

föstudagur, apríl 01, 2005

1. apríl

Thad er komid vor í H-landi. Magnólíutré og krókusar ilma í kapp vid sólabakadan hundaskít, fuglarnir maka sig af kappi í vel snyrtum runnum, verandir kaffihúsanna fyllast af léttklaeddum bjórthyrstum H-lendingum og próftaflan er komin í hús.

Á midvikudag maetti ég í sídasta sinn til vinnu í Tónskólanum í Eindhoven. Leidbeinandinn minn er kominn aftur úr faedingarorlofi. Hún heitir Agnes og kemur frá Ungverjalandi. Agnesi var vel fagnad af kollegunum sem kysstu hana í bak og fyrir og óskudu til hamingju med krógann. Karlmönnunum vöknadi um augu thegar their minntust faedinga sinna eigin barna. Kvenfólkid klappadi henni á bakid eins og reyndum vörubílsstjóra sem komist hefur leidina frá ísafirdi til Reykjavíkur í blindbyl og tólf vindstigum án thess ad drepa sig eda skemma farminn. Spurdu svo óthaegilega nákvaemra spurninga líffaerafraedilegs edlis.

Börnin í Eindhoven báru mér vel söguna thó ekki hafi ég gert theim lífid neitt audveldara sídastlidna fjóra mánudi. Ég lít thví svo á ad ég hafi lokid verknáminu med stael.

Nú taka vid ritgerdir á ritgerdir ofan, sálfraediverkefni thar sem ég tharf ad skrifa tvaer bladsídur um efni sem afgreida maetti í tveimur málsgreinum, aefingar, fyrirlestrar og próf. Sídasta prófid er 31.maí. Ég kem heim daginn eftir. Vei theim sem leggur í ad saekja mig.


Víóluskrímslid - í gódum fíling

miðvikudagur, mars 30, 2005

Málshaettir

Mér thykja málshaettir skemmtilegir. Sérstaklega thegar their hitta í mark. Thess vegna fagna ég thví ávallt ad fá súkkuladiegg á páskum. Súkkuladid sjálft er aukaatridi. Adalatridid er málshátturinn.

Í ár fékk ég tvo góda. Bádir áttu vel vid mig og mína persónu en jödrudu thó vid ad vera kvikindislegir. Eggid sem ég opnadi med Anitu Dögg innihélt "Betri er beiskur sannleikur en blídmál lygi." Thad fannst mér mjög videigandi af ýmsum ástaedum. Eggid sem ég sló opid í herberginu mínu í Húsi hinna töfrandi lita í gaerkveldi bjó yfir hinum sívinsaela "Enginn tyggur tannlaus." Ég fékk samstundis samviskubit yfir thví ad hafa ekki nennt ad aefa mig í páskafríinu.

Thetta var samt skárra en árid sem ég fékk "Enginn verdur óbarinn biskup" og Bödvar Pétur fraendi minn fékk "Margt er líkt med skyldum"og daemdist thar med til aevarandi nördaskapar.

Sídustu daga hef ég dreift smáeggjum um medal vina og kunningja og hlegid mig máttlausa ad kvikindisskapnum sem thau toga út úr eggjunum á medan thau horfa á mig í forundran. Luis fékk "Mikid bál slokknar skjótt ef ad vidinn vantar." Ég vona ad kaerastan thín sé dugleg ad baeta á eldinn, sagdi ég og flúdi samstundis upp stigann enda flaug skór á eftir mér. Málshaettir baeta fjölskyldu og vinabönd. Thad er alveg ljóst.


Víóluskrímslid - oft er flagd undir fögru skinni

fimmtudagur, mars 17, 2005

Jardarför

Í morgun fór ég í mína fyrstu jardarför í H-landi. Ég thekkti ekkert frúna sem jardsett var. Ég og Annegret vorum ad spila.

Athöfnin fór fram í nýbyggdri kathólskri kirkju thar sem reykelsisilmurinn sveif yfir vötnum. Presturinn var kraftalegur karl á sextugsaldri hvers rauda nef kom upp um óvenjulegt dálaeti hans á messuvíni vid ýmis taekifaeri. Fyrst leist honum ekkert á okkur og spurdi okkur tíu sinnum hvort vid gaetum nú örugglega ekkert spilad á píanó undir sálmasöng. Nei, vid gátum ekki spilad á píanó. Thad fannst honum ekki nógu gott. En hin látna hafdi sérstaklega bedid um ad hafa ekki "helv... kórinn" svo lítid var vid thví ad gera.

Athöfnin var látlaus og falleg. Aettingjar gömlu konunnar héldu stuttar tölur sem fjölludu flestar um hversu hrikalega erfidu og ömurlegu lífi hin látna hafdi lifad. Eftir thví sem á leid vard ég ánaegdari fyrir hennar hönd ad hafa loksins látid verda af thví ad deyja. Ekki fannst henni gaman ad lífinu ef eitthvad er ad marka eftirlifendurna. Presturinn, sem hafdi fengid sér gódan sopa af göróttum drykk ádur en hann steig í pontu, hélt maerdarfulla raedu um hina látnu og sulladi óvart vígdu vatni yfir alla fremstu rödina í kirkjunni. Vid Annegret spiludum Elegíu eftir Stravinskí. Á medan vid spiludum var söfnunarbaukurinn látinn ganga og thad klingdi í smámynt um alla kirkjuna. Thví fylgdi furduleg tilfinning.

Eftir athöfnina kom presturinn ad máli vid okkur og spurdi hvort vid vaerum til í ad spila oftar vid jardarfarir. Honum thaetti reyndar svo ágaett ad hafa ekki söfnudinn gólandi alltaf hreint. Miklu betra ad hafa thetta svona instrúmental. Svo spurdi hann hvort vid vaerum kathólskar. Vid neitudum thví. Nú, enginn er fullkominn, flissadi karlinn. Vid létum hann fá símann heima.


Víóluskrímslid - fridur sé med ydur.

laugardagur, mars 12, 2005

Braud og leikar

Mánudagur, thridjudagur midvikudagur, fimmtudagur, föstudagur, laugardagur, sunnudagur...

...og thá er vikan búin.

Á mánudegi leid mér eins og verid vaeri ad kasta mér fyrir ljónin. Á thridjudegi fór allt í vesen, rifrildi og vitleysu. Á midvikudegi kom kennarinn minn í "óvaenta heimsókn" og skakkadi leikinn. Á fimmtudegi voru fyrstu tónleikarnir. Ég gaf tvisvar vitlaust inn og ónefnd stúlka rauk út af svidinu í fússi thegar vid fengum samt standandi klapp.

Á föstudag voru tónleikar númer tvö. Thegar vid komum í tónleikasalinn var búid ad setja upp thrjár sjónvarpsmyndavélar á svidinu og risastóran skjá á la Britney Spears yfir svidid svo allir gaetu nú séd tónlistarmennina. Ég vard skelkud og hugsadi med sjálfri mér ad nú thyrfti ég ad passa mig ad gretta mig ekki. Thad var ekki á ástandid baetandi.

Tónleikarnir gengu vel, sem betur fer. Thó leid mér eins og ég hefdi ordid fyrir straetó ad theim loknum. Í stad thess ad fara í baeinn og hrynja í thad eins og ég hafdi séd í hillingum alla vikuna fór ég heim, lagadi mér te og hringdi í pabba til ad óska honum til hamingju med 64 ára afmaelid. Luis húsbródur mínum og fósturfödur vard mjög létt thegar hann var búinn ad reikna út ad fyrst pabbi vaeri 64 hefdi hann verid kominn vel á fertugsaldur thegar hann eignadist mig. Luis er sjálfur rétt rúmlega thrítugur og thótti gott ad vita ad enn vaeri von í thessum heimi.

Í dag er laugardagur. Enginn nennti ad leika vid mig svo ég fór í skólann ad vinna pappírsvinnu og aefa mig svolítid. Á morgun er sunnudagur. Thá aetla ég ekki ad gera neitt.

Og thá er vikan búin. Loksins. Og ég thurfti ekki ad drepa neinn.


Víóluskrímslid - létt

þriðjudagur, mars 08, 2005

Mórall

Thad er algengur misskilningur og mýta ad tónlistarmenn séu allir fridsamt og kurteist fólk med góda tilfinningu fyrir mannlegum samskiptum. Medal theirra, eins og í ödrum stéttum leynast nefnilega karakterar inn á milli sem virdast hafa meiri áhuga á thví ad keppa vid og spilla fyrir náunganum en ad spila góda tónlist sér og ödrum til yndisauka.

Keppnisandinn er sterkur í tónlistarháskólunum thar sem menn er raegdir miskunnarlaust fari their út af sporinu. Menn eru daemdir eftir thví hvernig their spila. Eda öllu heldur, hvernig hinni svokölludu elítu finnst their spila.

Nú er thad svo ad their bestu raegja sjaldnast nokkurn mann enda tilgangslaust ad eyda orku í tud á svo lágu plani thegar menn eru hvort ed er á toppnum. Thó ég tilheyri ekki theim hópi hef ég thad fyrir reglu ad koma fram vid kollega mína af kurteisi og virdingu. En thad getur reynst haettulegt. Sumum finnst almenn kurteisi og sveigjanleiki nefnilega veikleikamerki.

Sídan í gaer hef ég thurft ad leida hjá mér bréfasendingar, addróttanir, hvísl, pískur og illa dulbúnar adfinnslur ákvedinnar manneskju í víóluhópnum sem ég leidi í hljómsveitarverkefni vikunnar. Henni finnst ég ekki eiga skilid ad sitja thar sem ég sit og notar hvert taekifaeri til ad lýsa vanthóknun sinni á frammistödu minni. Auk thess tekur hún sér thad bessaleyfi ad breyta strokum og ödru slíku hjá hópnum án thess ad yrda á mig. Thad gefur auga leid ad erfitt er ad gera sitt besta vid thessar adstaedur. Thegar ég ákvad ad taka á málinu af throska og festu og spjalla vid hana í hléinu rauk hún burt í reidikasti og sakadi mig um ad vera ad fara med allt til andskotans thví ég taeki ekki mark á henni. Thad var thá.

Restin af grúppunni ( sem fannst ég standa mig ágaetlega) kom fyrir hana vitinu ad einhverju marki í hléinu. Er vid byrjudum seinni aefinguna stökk hún út í sal rétt fyrir erfidasta hlutann í verkinu til thess ad "athuga hljóminn." Ad menn skuli nenna ad standa í thessu.

Ég er fridelskandi manneskja. Afhverju geta menn ekki bara verid almennilegir hver vid annan og unnid saman án thess ad haga sér eins og vitleysingar. Vid erum hér til thess ad laera um tónlist og spila tónlist en ekki til thess ad leika okkur í sandkassaleik. Verdi ástandid eins á morgun er thó audvelt ad ákveda naesta skref sama hvad öllum prinsippum lídur.

Ég drep hana bara.


Víóluskrímslid - med vindinn í fangid