Illgirni og almenn mannvonska

fimmtudagur, mars 17, 2005

Jardarför

Í morgun fór ég í mína fyrstu jardarför í H-landi. Ég thekkti ekkert frúna sem jardsett var. Ég og Annegret vorum ad spila.

Athöfnin fór fram í nýbyggdri kathólskri kirkju thar sem reykelsisilmurinn sveif yfir vötnum. Presturinn var kraftalegur karl á sextugsaldri hvers rauda nef kom upp um óvenjulegt dálaeti hans á messuvíni vid ýmis taekifaeri. Fyrst leist honum ekkert á okkur og spurdi okkur tíu sinnum hvort vid gaetum nú örugglega ekkert spilad á píanó undir sálmasöng. Nei, vid gátum ekki spilad á píanó. Thad fannst honum ekki nógu gott. En hin látna hafdi sérstaklega bedid um ad hafa ekki "helv... kórinn" svo lítid var vid thví ad gera.

Athöfnin var látlaus og falleg. Aettingjar gömlu konunnar héldu stuttar tölur sem fjölludu flestar um hversu hrikalega erfidu og ömurlegu lífi hin látna hafdi lifad. Eftir thví sem á leid vard ég ánaegdari fyrir hennar hönd ad hafa loksins látid verda af thví ad deyja. Ekki fannst henni gaman ad lífinu ef eitthvad er ad marka eftirlifendurna. Presturinn, sem hafdi fengid sér gódan sopa af göróttum drykk ádur en hann steig í pontu, hélt maerdarfulla raedu um hina látnu og sulladi óvart vígdu vatni yfir alla fremstu rödina í kirkjunni. Vid Annegret spiludum Elegíu eftir Stravinskí. Á medan vid spiludum var söfnunarbaukurinn látinn ganga og thad klingdi í smámynt um alla kirkjuna. Thví fylgdi furduleg tilfinning.

Eftir athöfnina kom presturinn ad máli vid okkur og spurdi hvort vid vaerum til í ad spila oftar vid jardarfarir. Honum thaetti reyndar svo ágaett ad hafa ekki söfnudinn gólandi alltaf hreint. Miklu betra ad hafa thetta svona instrúmental. Svo spurdi hann hvort vid vaerum kathólskar. Vid neitudum thví. Nú, enginn er fullkominn, flissadi karlinn. Vid létum hann fá símann heima.


Víóluskrímslid - fridur sé med ydur.

Engin ummæli: