Illgirni og almenn mannvonska

miðvikudagur, september 27, 2006

Hún vakti meðan aðrir sváfu

Kisa sefur í sófanum við hliðina á mér og hrýtur. Gríðarlega heimilislegt, þó ég eigi tæknilega séð ekkert í þessm ketti. Það er bara svo þægilegt að vaka þegar aðrir sofa í námunda við mann.

Þessvegna finnst mér best að vinna á næturnar.

Undanfarna daga og vikur hef ég streist á móti því að falla aftur í mitt náttúrulega þjóðfélagslega óhagkvæma svefnmynstur (sem felst í því að fara að sofa um 3:30 á morgnana og vakna um 11)og reynt að mæta alltaf í skólann á sama tíma svo mér verði eitthvað úr verki. Það hefur ekki gengið sem skyldi.

Það er nefnilega svo gott að vaka þegar aðrir sofa og hlusta á þögnina sem myndast þegar borgin leggst til svefns.


Víóluskrímslið
- fátt um fína drætti

þriðjudagur, september 26, 2006

Bræður og systur - mikið langaði mig að ganga með ykkur niður Laugaveginn í kvöld.

Baráttan er rétt að byrja.


Víóluskrímslið
- gefst ekki upp

föstudagur, september 22, 2006

Borðsiðir

Þegar ég fór til útlanda á vit óvissunnar fyrir rúmum 4 árum síðan kvaddi mamma mig með virktum - og minnti mig á að sleikja ekki hnífinn í matarboðum.

Með þetta móðurlega ráð að leiðarljósi hélt ég út í heim og hef mér vitandi ekki sleikt hníf í viðurvist annarra síðan þá.

Í þessari mynd er reyndar ekki varað við slíkri háttsemi þó ýmis varnarráð beri á góma. Líklegast þótti handritshöfundum myndarinnar sú athöfn að sleikja hnífinn svo fjarstæðukennd að engum tilgangi þjónaði að vara við henni. Hvað það varðar sló mamma þeim við.

Víóluskrímslið - óforbetranlegt

miðvikudagur, september 20, 2006

Ferfættur gestur

Ég hef eignast nýjan vin. Ekki veitir af svona á þessum síðustu og verstu tímum. Þessi nýji vinur stökk inn um gluggann minn einn daginn nú rétt fyrir helgi og gerði sig heimankominn. Ég tók honum fagnandi.

Kisi kíkir nú við á hverjum degi, kembir íbúðina vandlega til þess að athuga hvort nokkuð hafi breyst síðan hann kom þar daginn áður, fær sér vatnssopa úr plastskálinni sem hann hefur eignað sér og sofnar svo í sófanum góða stund. Í einsemd minni þykir mér afar vænt um þessar daglegu heimsóknir.

Í gær keypti ég meira að segja kattanammi handa kisa. Það er ótækt að geta ekki boðið gestum upp á veitingar.


Víóluskrímslið - ég er vinur þinn

þriðjudagur, september 19, 2006

Manndómsvígsla í Mexíkó

Loksins loksins, eftir tveggja vikna bið, hef ég tengst alnetinu á ný. Mun nú símareikningurinn fara lækkandi og er það vel. Til þess að fagna þessu langar mig að segja ykkur, lesendur góðir, magnaða sögu sem er höfð eftir mexíkóskum félaga mínum og er, þó ótrúlegt megi teljast, dagsönn.

Saga þessi gerist í Mexíkóborg á sólríkum sumardegi fyrir 20 árum síðan. Luis, aðalpersóna þessarar sögu, var þá 14 ára og nýbúinn að eignast sína fyrstu kærustu sem var árinu yngri. Samband þeirra einkenndist af göngu- og bíóferðum þar sem þau héldust feimnislega í hendur og sakleysislegum kveðjukossum fyrir framan útidyrnar hjá kærustunni.
Ekki leið á löngu áður en Luis var kynntur fyrir fjölskyldu kærustunnar en eins og gengur og gerist á þeim slóðum var hún ansi stór. Faðir stúlkunnar tók strax einstöku ástfóstri við drenginn og bauð honum að fylgja sér og sonum sínum á skeiðvöll Mexíkóborgar um helgar og veðja á hesta. Luis slóst í för með þeim nokkrum sinnum og undi vel við þessa karlmannlegu iðju.
Í fjórða skiptið sem Luis fékk að fylgja tengdó á skeiðvöllinn settist ung kona hjá þeim feðgum og lét heldur fleðulega. Tengdapabbi var orðinn góðglaður og tók henni fagnandi. Eftir nokkrar samningaviðræður varð úr að þau veðjuðu á sitt hvorn hestinn í næsta hlaupi. Ynni hestur stúlkunnar lofaði tengdó að bjóða henni upp á drykk. Ynni hinn hesturinn yrði stúlkan, hverrar starfi lá vart milli mála, að fara með öllum hópnum á hótelherbergi. Vart þarf að taka fram að hestur tengdaföðurins kom í mark fyrstur allra.
Þegar á hótelið var komið skipaði tengdapabbinn sonum sínum inn á baðherbergi. Nú ætti Luis litli að fá að fara fyrstur þar sem hann væri hreinn sveinn. Sjálfur tyllti hann sér á rúmstokkinn og vafði sér sígarettu. Luis vissi ekki hvaðan á hann stóð veðrið enda var reynsla hans á þessu sviði afar takmörkuð. En hvort sem það var fagmannlegum tökum stúlkunnar eða bjórnum sem tengdapabbi skipaði honum að skella í sig áður en átökin hæfust að þakka tókst honum ætlunarverkið undir dynjandi hvatningarópum tengdaföðurins. Svo var Luis litli rekinn inn á bað á meðan hinir brugðu sér á bak.
Að atinu loknu fóru synirnir út á gang þar sem jónan var látin ganga á meðan pabbinn gerði upp. Eitthvað gekk það öðruvísi en ætlað var því stúlkunni fannst hún hlunnfarin og hótaði að kalla til lögreglu. Eftir nokkurt þóf sættust þau þó á ásættanlegt verð og er hún úr sögunni.
Næst lá leiðin á veitingastað þar sem tengdafaðir Luisar bauð hersingunni upp á dýrindis málsverð til heiðurs hinum ný afsveinaða pilti. Með matnum fylgdu ýmsir göróttir drykkir og ekki leið á löngu áður en selskapurinn var orðinn ansi blekaður. Síðan fóru þeir á krá þar sem drukkið var og dansað. Þegar þar var komið fannst drengunum hann sannarlega hafa himin höndum tekið.
Klukkan var langt gengin í fimm að morgni þegar tengdó áttaði sig loks á því að þeir hefðu alls ekkert látið vita af sér heim. Luis viðraði áhyggjur sínar af viðbrögðum tengdamóðurinnar við pabbann. Sá þóttist þó hafa ráð undir rifi hverju enda væri hann sérfræðingur í að blíðka konur. Á leiðinni heim kallaði hann til hóp mariachi götusöngvara til þess að syngja konu sinni serenöðu. Auk þess reif hann upp nokkur ótótleg blóm í almenningsgarði einum.
Þrátt fyrir þetta var tengdamamma allt annað en blíð á svipinn en þegar hún kom fram á útitröppurnar klukkan sex að morgni í náttkjólnum með rúllurnar í hárinu og dóttur sína, kærustu Luisar, í felum fyrir aftan sig. Enda mætti henni ófögur sjón - eiginmaðurinn og synir hennar kófdrukknir, drulluskítugir og sjúskaðir, tengdasonurinn litlu skárri og falskir marichisöngvarar gólandi fyrir aftan þá. Eiginmaðurinn veifaði blómvendinum og lýsti yfir ódauðlegri ást sinni til konu sinnar sem blíðkaðist ekki við að nema síður væri. Full heilagri reiði dró hún mann sinn inn á þeim fáu hárstráum sem eftir voru á hans eðla kolli, skipaði mariachisöngvurunum að hypja sig og hellti svívirðingum yfir syni sína. Dóttir hennar horfði þögul á aðfarirnar. Það var það síðasta sem Luis sá til hennar því mamman skellti hurðinni beint á nefið á honum á meðan hún lét skammirnar dynja á eiginmanni sínum. Aldrei sá Luis stúlkuna aftur og síðan þá hefur hann ekki veðjað á hesta.
Og lýkur þar með sögunni.


Víóluskrímslið
- sagnaþulur

þriðjudagur, september 12, 2006

Jin og jang

Smámsaman kemst jafnvaegi á líf mitt á ný. Í gaer kom skilvís finnandi taktmaelinum mínum til mín. Til thess ad jafna út thá einskaeru heppni fékk ég fjögur svaesin moskítóbit í nótt.

Nú aetla ég ad fara og saekja hjólid mitt í vidgerd. Gledin yfir vidgerdu hjóli núllast vaentanlega út thegar ég borga fyrir herlegheitin.

Lífid snýst um balans. Thad eina sem skiptir máli.

Víóluskrímslid - í himnesku jafnvaegi

föstudagur, september 08, 2006

Himnesk tholinmaedi

Thad maetti halda ad eg hefdi stundad hugleidslu um arabil. Thví ad thrátt fyrir ad

* ég hafi eytt 50 evrum í símakort til thess eins ad vera haldid á línunni hjá upplýsingasíma útlendingaeftirlitsins trekk í trekk

* einhverjum idjót hafi tekist ad laesa hálf ónýta aftaná lásnum á nýja-gamla hjólinu mínu og ég thurft ad drösla thví á sjálfri mér til löggunnar til thess ad fá hann sagadan í sundur

* nettengingin heima sé ekki enn komin í gagnid thrátt fyrir ítrekud loford um annad og fýluferdir á hinar ýmsu skrifstofur thar sem enginn veit neitt

* tölvunördarnir hjá tölvuthjónustu stúdenta hafi neitad ad skoda hvort tölvan mín sé med rétt ethernetkort til thess ad taka vid nettengingunni

* ég sé hjóllaus - thví thad sprakk á nýja-gamla hjólinu mínu í gaer og thar sem ég á ekki baetur setti ég thad í vidgerd thar sem thad mun mosavaxa og safna köngulóarvefjum

* ég sé med 21 marblett

* manneskjan fyrir aftan mig á bókasafninu sé ad hlusta álélegt R&B í alltof hátt stilltum ipodinum sínum

* ég hafi sídastlidinn midvikudag tynt taktmaelinum minum sem hefur fylgt mer í 8 ár, sundurteipadur eftir ad hafa dottid ófáum sinnum í gólfid

* ég sé umkringd hálfvitum

... hef ég ekki enn misst stjórn á skapi mínu, ekki sparkad í neitt eda neinn eda eydilagt nokkurn skapadan hlut. Thetta hlýtur ad vera throskamerki.

Nú finnst mér hins vegar ad óheppnin megi haetta ad elta mig.

Víóluskrímslid - Nederland zat

fimmtudagur, september 07, 2006

Trú, von og kaerleikur

Í dag hitti ég eina af bekkjarsystrum mínum úr víóludeildinni í kaffistofunni. Eftir ad hafa spjallad og spurt hvor adra frétta um stund spurdi ég hana hvort hún vaeri enn med kaerastanum frá thví fyrir sídustu jól.

Nei, thad var ekki svo gott. Kaerastinn hafdi sagt henni upp fyrir stuttu, ad thví er virtist án ástaedu. Hún sagdist hafa verid afar slegin yfir thessu og til ad auka á eymdina hafdi hún frétt nokkrum dögum sídar ad hann hefdi verid skrádur á eina vinsaelustu stefnumótasídu H-lands um margra mánada skeid. Thetta thótti mér leitt ad heyra og tjádi henni samúd mína.

Já, sagdi hún thá. Thad var verst hvad thad kom mér á óvart. Ég hefdi átt ad vera búin ad sjá hann thar fyrir löngu. Ég var sko skrád tharna líka.

Mig setti hljóda.


Víóluskrímslid
- jahá.

þriðjudagur, september 05, 2006

Tilburg calling

Eg sit a bokasafni skolans og hamra a hollenskt lyklabord. Netid i pinulitlu studentaibudinni minni kemst ekki i gagnid fyrr en eftir nokkra daga, thegar eg verd buin ad fylla ut oll skyld eydublod, skila theim inn til morknudu skrifstofudomunnar a leigumidlun studenta og dansa fyrir hana litinn dans. Kannski eg dansi lika fyrir starfsmenn utlendingaeftirlitsins sem heldu mer a linunni i halftima rett adan a medan siminn at sig i gegnum 15 evru simakort - sem svo klaradist adur en eg nadi sambandi. Eg var buin ad gleyma hversu aedislegt thad er ad bua i H-landi.

Eg sneri aftur sidastlidinn fostudag eftir 10 daga "camp viola" i belgiska thorpinu Spa. Thar var mikid aeft og enn meira etid. Atid hafdi thaer anaegjulegu aukaverkanir ad nu passa eg aftur i svortu spilabuxurnar sem hafa verid of vidar i ad verda tvo ar. Tha tharf eg ekki ad kaupa nyjar buxur. Thegar til Tilburgar var komid tok a moti mer ein su skitugasta ibud sem eg hef augum litid a aevi minni. Eftir ad hafa thrifid hana hatt og lagt med geislavirkum leysiefnum for mer ad lida adeins betur. Thegar eg fekk svo hluta af draslinu minu aftur ur geymslunni hennar Gydu gerdi eg heimilislegt med thvi ad dreifa thvi ut um allt. Nu sest ekki ad eg hafi tekid til. Thad skiptir hins vegar ekki mali, thvi eg veit thad.

Profanefnd skolans tok sig til og urskurdadi fostudaginn 15.desember naestkomandi sem profdag violuskrimslisins! Ad sjalfsogdu byst eg vid rifandi maetingu, klappstyruduskum og spjoldum med hvatningarordum. Thad myndi hrista upp i lidinu.


Violuskrimslid
- ardraent af utlendingaeftirlitinu