Illgirni og almenn mannvonska

laugardagur, janúar 31, 2004

Camp Violin

Á morgun er ég ad fara í hljómsveitarbúdir.

Thad eru svona stadir vel úr alfaraleid thar sem 80 manns er smalad saman í eina viku til ad spila 8 tíma á dag. Í matinn eru lapthunnar kássur - rétt nóg til ad halda í manni lífinu - bornar fram af matrónum med blódflekkadar svuntur og yfirskegg. Vantar bara gasklefana og líkbrennsluofnana.

Where no one will hear you scream...

Eini kosturinn vid krummaskudid sem hýsir okkur í thetta sinnid er sá ad thar faest ódýr belgískur bjór á barnum. Helsti ókosturinn er nafnid. Baerinn heitir DWORP.

Thetta hljómar eins og heill leikskóli med gubbupest.

Ég nennessekki.

Víóluskrímslid - latt fram úr hófi

föstudagur, janúar 30, 2004

INSTANT KARMA


Thad er instant karma ad aefa sig ekkert fyrir strengjasveitaraefingu og vera svo settur á fremsta púlt.

Rómverskt Karnaval eftir Berlioz

Thettaeralltofhratt


I'm an artist! I'm not meant for hard labour...


Djöfull ad ég nenni ad aefa thetta hédan af.

Víóluskrímslid - ekki í studi

fimmtudagur, janúar 29, 2004

Segid frá

vinsamlegast dreifid thessum link til systra, braedra, maedra, fedra, vina og kunningja!


Persónulega óska ég netlöggunni góds gengis.

Pervertarnir brenna í helvíti hvort sem ég óska thess eda ekki.


Víóluskrímslid - ordlaust

miðvikudagur, janúar 28, 2004

Gel

Í morgun vaknadi ég med hárid vel út í loftid. Thad er merki um ad halda skuli í klippingu. Eins og ég var búin ad sverja thess eid ad haetta mér aldrei inn á hollenska hárgreislustofu gerdi ég thad samt. Naudsyn brýtur lög.

Klippingin fór reyndar edlilega fram. Thar var ekkert ad óttast. Hárgreidslukonan setti hins vegar svo mikid gel í hárid á mér ad ég hélt ekki haus. Ég fór heim og thvodi geldrulluna úr í eldhúsvaskinum. Kannski hefdi ég átt ad taka mynd af herlegheitunum, upp á heimildagildid.

Merkileg thessi yfirdrifna gelnotkun Hollendinga. Thad eru allir med gel. Allsstadar. Fólk thvaer á sér hárid á hverjum degi, adeins til ad geta sett nýtt gel í thad svo thad líti örugglega út fyrir ad vera skítugt. Og ekkert smá magn! Ég býd ekki í ad renna fingrunum gegnum hárid á thessu lidi. Madur myndi ábyggilega festast og thurfa ad sarga sig lausan med vélsög. Allavega finnast madur vera klístradur á höndunum allan daginn.

OJBARASTA

mér finnst ég saurgud

...samt thvodi ég á mér hárid thrisvar sinnum

thad er enn klístrad

* hrollur *

Thad aetti ad rannsaka thessa áráttu Hollendinga. Thetta hlýtur ad vera haettulegt. Mér finnst persónulega líklegt ad gelid sígi gegnum höfudledrid og setjist utan á heilann. Thad myndi útskýra ýmislegt.

Víóluskrímslid - snodad

þriðjudagur, janúar 27, 2004

Kill Bill

Ég fór í bíó med Twan í gaer. Thad er alltaf gaman ad fara med Twan í bíó thví hann lítur út eins og hardsvíradur Vítisengill og thad thorir enginn ad sitja nálaegt honum. Thess vegna er alltaf nóg pláss fyrir okkur. Vid sáum Kill Bill og ég er ekki frá thví ad vid höfum verid eina fólkid í salnum sem fannst hún fyndin. Thvílík öskrandi snilld.

Thegar myndin var búin vard ég ad komast á klósettid og thar sem rödin á kvennaklósettinu nádi út í hafsauga en ég í spreng skellti ég mér á karlaklósettid. Ég baud gladlega gott kvöld thegar ég smeygdi mér fram hjá mígandi medbraedrum mínum. Allir nema einn sneru sér undan. Engar áhyggjur, sagdi ég, ég skal ekki kíkja. Enda gerdi ég thad ekki, slíkt er dónaskapur.

Svo fór ég heim og sagdi fjóra kúkabrandara.

Stundum finnst mér lífid svo skemmtilegt.

Víóluskrímslid - kynlausar klósettferdir

mánudagur, janúar 26, 2004

Nýársheit

Ari Karlsson hefur uppi fögur fyrirheit á heimasídu sinni. Ég strengdi ekkert nýársheit. Ég thekki sjálfa mig ordid alltof vel til ad taka thátt í slíkum blekkingarleik. Thad myndi bara fara eins og thegar ég ákvad ad

*haetta ad sofa med bangsa
*haetta ad naga neglurnar
*borda bara nammi á laugardögum
*kaupa faerri baekur
*kaupa faerri plötur
*borda alltaf hollan mat
*stunda líkamsraekt af krafti
*aefa mig á hverjum degi
*gera alltaf allt sem ég tharf ad gera
*vera kurteis
*haetta ad láta Hannes Hólmstein fara í taugarnar á mér
*haetta ad vera illa vid Pétur Blöndal
*haetta ad hlaeja ad Heimdellingum their eru líka fólk
*fara snemma ad sofa
*fara snemma á faetur
*lesa blödin spjaldanna á milli en ekki bara fletta theim aftanfrá
*drekka meiri mjólk
*muna ad nota tannthrád
*laera ad keyra
*laera fimleika
*haetta ad sletta á erlendum málum
*vera alltaf í gódu skapi

Ég sef ennthá med bangsa.

The rest is silence.


Víóluskrímslid - raunsaett í dagsins önn

fimmtudagur, janúar 22, 2004

Rúmenskt heimabrugg

Ég átti afmaeli í gaer! Thad haetti ekki bara ad rigna thad kom líka SÓL. Thad heyrir til tídinda á thessum sídustu og verstu tímum. Ég bakadi fullt af kökum. Ég vard kátari og kátari eftir thví sem lída tók á daginn og kökunum og kvedjunum fjölgadi. Their sem hringdu í mig eda sendu mér skilabod hljóta hérmed kaera thökk fyrir!Kötturinn í naesta húsi kom í heimsókn. Hann fékk rjóma í tilefni dagsins. Hann aelir honum thá bara heima hjá sér...

Ég hélt veislu um kvöldid. Ad sjálfsögdu komu gestir faerandi hendi med gjafir handa mínu virdulega sjálfi. Their vissu líka ad their fengju gott ad borda. Ég fékk bók um súkkuladi og ógurlega fallega olíuflösku frá drengjunum í Pretoriastraat. Ég á aldrei eftir ad tíma ad opna thessa flösku, hún á ábyggilega eftir ad mygla vel. Heimspekingurinn Twan gaf mér Ecce Homo eftir Nietsche. Fyrirsagnirnar í bókinni eru allar á thessa leid : Hvers vegna ég er svona frábaer. Hvers vegna ég er svona fallegur. Hvers vegna ég skrifa svona gódar baekur...
Ég fékk peysu sem á stendur SWEET FAME frá Láru og hló mikid. Stefanía og Melanie gáfu mér glös med myndum af húsdýrum - í safnid - bol med blómum á og maríuhaenuljósaseríu sem mun sóma sér vel í gardinum á fögrum vorkvöldum. Annegret gaf mér bókina um Kaptein Blábjörn og hans 13 og hálfa líf. Ekki veitir af ad hressa upp a thýskuna. Luis gaf mér strokledur med theim ordum ad thetta vaeri lítil gjöf handa mikilli manneskju. Eins gott ad thad var ekki öfugt, sagdi ég...

Kvöldid leid vid át og drykkju. Um midnaetti var allt léttara vínkyns búid í húsinu. Var thá dreginn fram heimalagadur lakkrísvodki vid mikinn fögnud allra nema S-Evrópubúanna sem finnst lakkrís mesti vidbjódur í heimi. Hann kláradist. Lára dró fram eitrada rúmenska heimabruggid sem hún smygladi inn í landid eftir sídustu heimför. Thad kláradist líka. Thá var klukkan ordin thrjú. Mér tókst ad moka theim sídustu út rétt fyrir fjögur. Svona eiga afmaeli í midri viku ad vera.

ÉG maetti í skólann klukkan níu. Thad var ekki gaman.

Thad sem thó var gaman var thad ad frökenin sem aetlar ad kenna mér ad standa rétt segir ad ég eigi góda möguleika á ad verda ekki krypplingur aevilangt.

Víóluskrímslid
- húrra fyrir thví!

þriðjudagur, janúar 20, 2004

Ritgerd

Thá er hún búin, fjandans ritgerdin. Eins gott ad kennarinn taki vid henni.

Thad er haett ad rigna í bili.

VEI.

Víóluskrímslid - vei vei vei

mánudagur, janúar 19, 2004

Rigning

Hér rignir.

Ég er ekki frá thví ad thad myndi baeta tilveruna örlítid ef thad stytti upp. Veggirnir á klósettinu eru farnir ad mygla. Sturtan líka.

Thegar ég skussadist loks til ad hengja upp spegilinn sem ég keypti á fjórar evrur fyrir löngu sídan boradi ég í gegnum vegginn. Vísindaleg athugun leiddi thad í ljós ad veggurinn er nákvaemlega 5.54 cm breidur. Drasl. Ég dó thó ekki rádalaus frekar en fyrri daginn. Límdi lítinn spegil á hina hlidina. Nú geta allir sem leid eiga um ganginn séd sig í spegli. Mikid var thad gott.

Ég fékk aftur ritgerdina sem ég skiladi fyrir jól um hvernig kenna á börnum á fidlu. Kennaranum fannst ég of teknísk. Ég er ekki nógu skemmtileg. Thessvegna tharf ég ad skrifa adra ritgerd um hvernig ég get ordid skemmtilegri. Ég sagdi honum ad ég vaeri kennari, ekki skemmtikraftur. Auk thess hefdi ég aldrei fengid kvörtun yfir thví ad vera ekki nógu skemmtileg, mér fyndist ég mjög skemmtileg ef út í thad vaeri farid. Honum fannst thad ekki fyndid. Hann vill ad nemendur séu í hysterísku gledikasti allan thann tíma sem their eiga ad vera ad laera eitthvad. Thad eru ekki alltaf jólin, sagdi ég. Hinum fannst thad heldur ekki fyndid. Ég er ad hugsa um ad fara ad maeta í trúdabúning í tíma. Mér finnst ekkert ad thví ad gera efninu skil á áhugaverdan hátt eda laga kennsluna ad thörfum hvers og eins. Yfirleitt finnst krökkum alveg nógu gaman ad laera eitthvad nýtt án thess ad ég sé ad hoppa eins og eggjasjúk haena í kringum thau. Skemmtileg, my ass.

Ég á afmaeli á midvikudaginn
. Vonandi haettir ad rigna. Hardfiskurinn bídur inni í búri, albúinn thess ad hrella saklausa útlendinga. Nóakroppid sem ég faldi í ödrum skáp (segi ekki hverjum af öryggisástaedum) verdur étid upp til agna. Thad verdur veisla, thad er víst.

Hér er allt ad fyllast af Valentínusarkortum og asnalegum böngsum med aulalegum áletrunum. Á Valentínusardag aetla ég ad standa fyrir and-valentínusarlegri hegdun minni og annarra. Grýta endur og haegja mér í almenningsgördum. Í björtu.

Bara ad thad haetti ad rigna!!!

Víóluskrímsid - nidurrignt og nojad


fimmtudagur, janúar 15, 2004

Í gaerkvöldi

Taladi ég í hálftíma í símann vid félaga minn um leidir til ad koma Pétri Blöndal fyrir kattarnef.

Ótrúleg andagiftin sem kemur upp í manni thegar madur laetur sig dreyma um thjódthrifaverk af slíku tagi.


Víóluskrímslid
- hid fullkomna mord

miðvikudagur, janúar 14, 2004

Thegar amma var ung

Thegar ég bjó heima fór ég oft til ömmu seint á kvöldin eftir skóla og sat fram ad sídasta straetó. Á thessum sídkvöldum spjölludum vid um hitt og thetta - og amma sagdi mér sögur.
Ég fékk ad heyra af ýmsum skammarstrikum módur minnar og hennar systkina, ferdasögur, spítalasögur, veidisögur og aettarsögur.

Uppáhaldssagan mín var samt alltaf sagan af dragballinu í Reykjaskóla í Hrútafirdi. Eitt sinn kom upp taugaveiki í skólanum. Skólinn var settur í sóttkví yfir hátídarnar og enginn mátti fara heim. Til ad skemmta veslings nemendunum var brugdid á thad rád ad halda ball. Thar klaeddust drengir stúlknafötum og öfugt. Mikid fannst ömmu og vinkonum hennar strákarnir kaudalegir á háu haelunum. En hún tekur thad alltaf fram ad Gunnar Dal (sem thá var íslenskukennari vid Reykjaskóla) hafi tekid sig einstaklega vel út í peysufötum.

Um daginn fékk ég ad heyra nýja sögu. Amma var ad spyrja mig hvort ég hefdi lesid "Halldór"eftir Hannes Hólmstein. Nei, ég vard ad vidurkenna ad thad hafdi ég fordast af fremsta megni enda finnist mér Hannes óhemjuleidinlegur madur. Thad kom fyndinn svipur á ömmu. "Hann Hannes er Húnvetningur, vissirdu thad?" sagdi hún og glotti. Nei andskotinn, hugsadi ég. Enda sjálf Húnvetningur í móduraett. "Ertu ad segja ad mannfjandinn sé skyldur okkur?" Amma játti thví, thad vaeri víst óhjákvaemilegt. "Hún amma hans Hannesar var hörkukerling, skal ég segja thér," sagdi hún og setti sig í stellingar.

"Amma hans Hannesar hét Hólmfrídur og var Jónsdóttir. Hún var gift Hannesi nokkrum úr vestursýslunni. Thegar ég var kaupakona á Saurbae fyrir margt löngu kom upp deila milli hennar og bónda nokkurs í sveitinni. Sá átti gradhest -og thad í óleyfi- og lét hestinn valsa um í merastódinu hennar Hólmfrídar. Hún var búin ad bidja hann nokkrum sinnum ad fjarlaegja hrossid en hann sinnti thví ekki. Svo hún skaut hann."

"Skaut hún bóndann!"?"datt upp úr mér.

"Neiii, hún skaut hestinn. Hún bara nádi í hólkinn, sat fyrir gradhestinum og skaut hann. Svo fór hún med skrokkinn á kerru til hreppstjórans sem bjó á naesta bae vid Saurbae. Hún var ekki lúnari en svo ad hún kom til okkar í kaffi thegar hún hafdi losad sig vid hraeid. Hörkukerling hún amma hans Hannesar. Hann vaeri betur líkari henni, veslingurinn."

Ég leit á ömmu. Vid flissudum.

Víóluskrímslid
- saknar ömmu

mánudagur, janúar 12, 2004

H-land heilsar

Holland heilsadi med rigningu og 8 stiga hita. Hér ríkja í raun adeins tvaer árstídir árid um kring. Haust og sumar. Haustid varir í 8 mánudi af 12.

Hinn leynilegi elskhugi minn, Nederlandse Spoorwegen, hóf skólaáarid med thví ad leyfa mér ad taka fjórar lestir heim í stad tveggja. Ást mín vex med hverju augnabliki.

Húsfélagar mínir tóku mér med miklum kostum og kynjum og ekki spillti fyrir ad amma hafdi sent mig med heimaprjónada vettlinga á allt heimilisfólkid. Amma hlýtur ad vera skyggn thví their pössudu allir sem einn. Nú er engum kalt á höndunum í Hesperenzijstraat 6. Nóakroppid var étid upp til agna um leid og ég dró thad upp úr pokanum en lakkrísinn fékk ad mestu ad eiga sig. Thetta sudraena lid getur ekki bordad lakkrís. Mér var skipad út í gard med hardfiskinn. Vid höfum eignast nýtt húsdýr sem heitir Erik og er kontrabassaleikari. Hann er farinn ad gista grunsamlega oft í naesta herbergi vid mig. Rúmid í thví herbergi má muna sinn fífil fegri. Braksinfóníur.

Skólinn hefur ekkert breyst en búid er ad höggva vaena eik sem eitt sinn stód thar naerri. Eftirsjá í henni ad vissu leyti. Fór í búd og keypti mat og undradist enn og aftur hversu mikid meira madur faer fyrir námslánin sín hér en heima. Lítid er ungs manns gaman. Skodadi sídasta símareikning og hló ad fallvaltleika heimsins.Bjó um rúmid mitt. Vökvadi skrímslablómid og hengdi hornin sem Tóti gaf mér í jólagjöf á thad. Nú stendur skrímslablómid undir nafni.

Tók upp úr töskunni og thodi fullt af thvotti. Setti Stevie Wonder á fóninn og söng hástöfum med vid litlar undirtektir. Mér er heldur ekki alveg batnad kvefid og röddin ekki upp á sitt besta. Tók plastid utan af jólabókunum sem ég nádi ekki ad lesa og las Kristnihald undir jökli í 10 sinn. Mér finnst lokasenan alltaf jafn ógedsleg.

Eldadi mat og baud med mér en enginn vildi thiggja thví allir eru í megrun eftir jólin. Megrun smegrun. Segir lidid sem bordadi allt nóakroppid mitt. Komst ad thví ad ég aetti en 5 bjóra í ísskápnum og vard glöd vid. Gerdi helminginn af formfraediheimaprófinu sem skila á á thridjudag. Hringdi heim. Sofnadi.

Allt gengur sinn vanagang. Naestu mánudir verda hektískir.

Er farin ad kaupa mér nýjan síma.

Víóluskrímslid - í bláum skugga

fimmtudagur, janúar 08, 2004

Drepsótt

Ég er lasin. Það er ekki gaman að fara lasinn í flug og lestir. Ég gerði það í fyrra og uppskar viku af hori,viðbjóði og vesalmennsku. Það er leiðinlegt að vera lasinn hér, hvað þá í Hollandi. Hér getur maður allavega fengið kjötsúpu hjá pabba.

Hér með tilkynnist því að brottför hefur verið frestað til laugardags. Ég mæli ekkert sérstaklega með að fólk hætti sér í heimsóknir að sjúkrabeð mínum enda er þessi fjandi bráðsmitandi með afbrigðum og ömurlegur eftir því. Þeir sem reyna að hringja munu brátt verða varir við að síminn minn er ónýtur. Það hefur ekkert með pestina að gera, þetta er bara drasl. Sem hefur að vísu dottið nokkrum sinnum í gólfið, lent í hundskjafti og í klósettskál. Býsna lífsseigur samt þegar út í það er farið.

Því vil ég kveðja ykkur öll hérmeð (ekki hinstu kveðju þó svo mætti ætla miðað við vort aumkunarverða ástand) og óska ykkur velfarnaðar með hækkandi sól. Kem heim í júlí.


Víóluskrímslið - veikt og vesaldarlegt

sunnudagur, janúar 04, 2004

Barnagælur

Tíkin hennar Leifu
tók hún frá mér margt.
Blöð og skaflaskeifu
skinn og vaðmál svart.
Níálnalangan naglatein
nú er hún komin á vísnagrein
tíkin sú var ekki ein - því Óðinn var med henni.
Tíkin gleypti tuttugu hafra
tröllin öll og ljá í orfum
reif hún í sig Rangárvelli, Ingólfsfjall og allan Flóa
aftur lét hún kjaftinn mjóa
...en þó var hún ekki með hálfan kvið.


Svonalagað var lesið yfir mér þegar ég var lítið barn. Svo er fólk að velta því fyrir sé afhverju maður sé skrýtinn.

Víóluskrímslið - þjóðrækið og þyljandi