Illgirni og almenn mannvonska

föstudagur, júní 25, 2004

Talandi jólatré

Ég er ekki nógu saet.

Ad minnsta kosti skammadi víólukennarinn minn mig um daginn fyrir ad gera ekki nógu mikid fyrir útlitid ádur en ég faeri á svid.

Ég sem hélt ad thad vaeri nóg ad vera hreinn og strokinn, nýgreiddur og svartklaeddur.

NEI.

Madur verdur líka ad vera í glimmerkjól med meiköpp. Og fínt greiddur.

Ég vard hraedd. Mér finnst ég eins og asni í glamúrgalla. Ég kann ekki ad mála mig. Og hárid...enn hefur ekki fundist thad gel sem haldid getur sveipunum í skefjum. Ég bar fram veikburda mótmaeli. Víólukennarinn minn horfdi á mig medaumkunaraugum og maelti med thví ad ég faeri í litgreiningu og tískurádgjöf ef mér thaetti thetta svona erfitt sjálfri.

Litgreiningu?! TÍSKURÁDGJÖF!???Mikid ertu saet í bleiku elskan. OVER MY DEAD BODY.

Samnemendur mínir hlógu thegar ég sagdi frá thessu. Ekkert mál, vid kíkjum bara í baeinn og reynum ad finna eitthvad fínt á thig. Ég fraus. Ég er svo blönk, á ekki fyrir fötum...ég myndi ekki passa í neitt...ég get ekki verid í svona gagnsaeju thví ég á engan brjóstahaldara...getum vid ekki bedid med...mótmaeli mín létu thaer eins og vind um eyru thjóta. Og í baeinn fórum vid.

Í MEXXS var ég neydd í svartan blúndukjól sem ég hefdi frekar viljad sjá á sextugri konu. Thetta er svo smart. Sjádu hvernig blúndurnar falla med líkamanum. Gasalega flott.Ég á eftir ad flaekjast í thessu drasli og detta af svidinu sagdi ég. Blúndukjóllinn fékk ad fjúka. Í H og M drógu thau fram raudan gegnsaejan gerviefnatopp med hálsmáli nidur á nafla og glimmerperlum. Mátadu thetta, thú ert med fínan vöxt í svona. Ég lét mig hafa thad. Thegar í toppinn var komid leit ég í spegil. Ég leit út eins og jólatré.

Thegar ég kom út úr mátunarklefanum litlu thau á mig med velthóknun. Rosa flott, madur. Kauptu thennan! Thú thyrftir reyndar ad vera í haldara innanundir, annars verdur thetta soldid sveitt. Eiga their ekki spennur í stíl? Pant fá ad greida thér! Má ég mála thig, gerdu thad! Hvernig vaeri ad kaupa pils í stíl?

STOPP!!!!! Mér finnst thetta asnalegt! Mér lídur eins og hálfvita í thessu.

Thad sló thögn á hópinn. Á leidinni út tók ein undir handlegginn á mér og sagdi í hálfum hljódum...thetta er allt í lagi. Thad er engin daudasök ad vera lúdalegur. Vertu bara í svarta bolnum í kvöld.

Svo mörg voru thau ord.


Víóluskrímslid - lúdi

fimmtudagur, júní 24, 2004

Neydarvedur

Í gaer aetladi víólubekkurinn okkar ad leggja í langferd. Áaetlad var ad hjóla heila 45 kílómetra (á sléttu) med kennaranum okkar í fagurri h-lenskri náttúru og enda á pönnukökuhúsi.

Thegar komid var til Gouda thadan sem átti ad hefja ferdina bidu okkar slaemar fréttir. Spád var NEYDARVEDRI. Thad yrdi lítid gaman ad hjóla í slíku.

Mér vard ekki um sel enda reynsla mín af neydarvedri ekki gód - eins og thegar ég sendi Margréti út í búd eftir nammi í 12 vindstigum thegar ég var sjö og hún fimm. Thegar ég áttadi mig á thví ad ég hafdi sent litlu systur mína út í opinn daudann eftir bingókúlum lagdist ég daudskelfd á baen. Hvort sem thad var baeninni ad thakka edur ei komst Margrét lifandi heim og nammid smakkadist ágaetlega. Hins vegar fékk ég verdskuldadar skammir.

Thessi óthaegilega minning ásamt myndum af fjúkandi thökum, veltandi bílum og mannhaedarháum öldum svifu mér fyrir hugskotssjónum. Mig langadi ekkert í óvedur.

Thegar vid Stefanía fórum ad spyrja betur út í spána kom annad í ljós. H-lenska vedurstofan kallar 8 vindstig neydarvedur (noodweer). Ég sprakk úr hlátri. Neydarvedur sneydarvedur. H-lendingarnir urdu módgadir. Thad á nú líka ad rigna rosalega, sko! Ég nádi ekki andanum af hlátri.

Vid fórum í göngutúr í hressandi roki thrátt fyrir hávaer mótmaeli theirra sem hraeddir voru vid vedrid. Ég naut thess hins vegar ad finna vindinn í hárinu og rigninguna lemja mig. Mikid var ad vedrid skyldi gefa frá sér lífsmark. Vid leitudum ad endingu skjóls í pönnukökuhúsinu og átum á okkur gat. H-lendingarnir jesúsudu sig thegar vindhvidurnar dundu á húsinu. Ég leit á Stefaníu. Vid héldum áfram ad borda pönnukökur.

Seinna um kvöldid fengum vid Stefanía okkur spássertúr í Amsterdam. Enginn á götunum enda neydarvedur og fótboltaleikur í sjónvarpinu. Thad var ágaetis tilbreyting. Hédan í frá aetla ég ad falsa stormvidvaranir ádur en ég fer til Amsterdam.

Merkilegur andskoti.


Víóluskrímslid - öllu vant

þriðjudagur, júní 22, 2004

Spekingar spjalla

Twan átti afmaeli í gaer. Íbúdarkytran sem hann deilir med Leó og köttunum tveimur fylltist thví af skrítnu fólki í gaerkvöldi. Heimspekingar í bland vid sídhaerda metaltöffara og virdulega konservatoríumstúdenta.

Hús hinna töfrandi lita gaf Twan talandi Sponge Bob dúkku og vinabók med mynd af kanínu. Thegar vinabókin fór ad ganga í partíinu (thví vinabaekur eru nú einu sinni til ad skrifa í thaer) vandadist málid. Thad er flóknara en thad virdist ad skrifa í vinabaekur.

Einn heimspekinganna fyllti sínar sídur út á eftirfarandi hátt.

nafn: Fer eftir adstaedum og stödu bankareiknings

faedingardagur: 17. janúar og 4 nóvember (sídari faedingardagur minnar andlegu vakningar)

uppáhaldslitur: túrkísblár med gulum blae

uppáhaldsdýr: kamelljón og sniglar

systkini: í trúnni

thad skemmtilegasta sem vid höfum nokkru sinni gert saman var: thad er algerlega afstaett og ábyrgdarlaust ad taka afstödu til thess konar hluta

uppáhaldsvefsída: guderdaudur.com


seinna verd ég
: sál er vafrar um ódaudleika alheimsins

Svo mörg voru thau ord. Mikid er gott ad enn skuli vera til fólk sem gefur skít í kalda rökhugsun og öll thau leidindi sem sliku fylgja.


Víóluskrímslid - heimspekilega thenkjandi

föstudagur, júní 18, 2004

Fótbolti

Mér hefur alltaf thótt gaman ad fótbolta. Thegar ég var lítil sat ég um ad fá ad spila med í frímínútum. Snemma vann ég mér gott ord sem grimmur varnarmadur. Ég stód einfaldlega í vörninni og rédst á hvern thann sem var med boltann. Sú stadreynd ad ég sé ekki alltof vel rédi miklu um thad ad stundum rédst ég líka á thá sem voru med mér í lidi. Mörg sumarkvöldin sparkadi ég tudru nidri á skólalód. Ég átti eina sjálf, svarthvíta úr alvöru ledri.

Ýmislegt bar til tídinda í boltanum. Einu sinni fékk ég fast skot beint framan í mig. Gleraugun kýldust inn í andlitid á mér og ég leit út eins og thvottabjörn í tvaer vikur. Verra var thegar ég hljóp á hausinn á Ragnhildi bekkjarsystur minni í óhaminni aesingu og braut í mér framtennurnar. Ragnhildur fékk stóra kúlu á hausinn og ég plasttennur. Sem sjást enn, ef vel er ad gád.

Thegar ég fór svo ad stunda fidluspil minnkadi fótboltaáhuginn. Kennarinn minn hafdi nefnilega rekid upp ramakvein thegar ég ljóstradi thví upp í einum fidlutímanum ad ég spiladi fótbolta í frímínútum. Smátt og smátt skildist mér ad fótbolti og fidluleikur faeru ekki alltof vel saman. Madur notadi faeturna í fótbolta en hendurnar á fidluna. Ég hafdi tilhneigingu til ad nota hendurnar meira á boltann en naudsyn bar til. Eftir mikid sálarstríd, fingratognanir og óverdskuldud frí í fidlutíma vegna meidsla á höndum ákvad ég ad segja skilid vid fótboltann.

Sídan thá hef ég látid mér naegja ad fylgjast med einum og einum leik. Mér thykir reyndar ekki mikid til fótboltagláps koma enda er miklu skemmtilegra ad spila sjálfur. Auk thess finnst mér hjágudadýrkun sú er kennd er vid fótboltamenn og lidsanda stundum ganga út í öfgar. Sérstaklega thessa dagana í H-landi thegar menn skarta appelsínugulu vid öll taekifaeri, vefja húsin sín inn í órans plast og sprauta bílana í fánalitunum. Eins og thetta er ljótur litur. Meira ad segja krárnar baeta appelsínugulum matarlit í bjórinn. Andskotinn ad madur drekki svoleidis hland.

Thrátt fyrir thess óbeit á öllu sem órans er og heitir ákvad kvenkynshluti Húss hinna töfrandi lita ad halda fótboltakvöld á thridjudagskvöldid. Tilefnid var ekki af verri endanum, H-land versus Thýskaland. Allar krár í baenum voru búnar ad leigja risaskerma á la Ölver og óransklaeddir hálfvitar ruddust um straeti og torg. Vid sönkudum ad okkur bjór, pizzum og snakki og byrgdum okkur inni hjá Láru. Thad yrdi haettulegt ad vera úti skyldu H-lendingar tapa.

Leikurinn hófst og H-lendingar skitu á sig hvad eftir annad. Smátt og smátt snerist Hús hinna töfrandi lita alfarid á sveif med Thjódverjum. Eftir thví sem tómum bjórflöskum faekkadi en theim fullu fjölgadi urdu hvatningarhrópin öflugri. Dómurum var bölvad og hlegid ad helvítis H-lendingunum sem nú bördust eins og their aettu lífid ad leysa, enda áttu their án efa yfir höfdi sér leyniskyttur skyldu their tapa leiknum. Móda settist inn á gluggarúdurnar. Snakkid dreifdist um allt gólf. Vantadi bara netabolina. Med kaffiblettum.

Hrikaleg thögnin í húsunum í kring breyttist í einni skyndingu í grídarlegt siguróp sem vafalaust hefur fundist á jardskjálftamaelum. H-lendingar höfdu nád ad jafna, tíu mínútum fyrir leikslok. Thá var útséd um thad ad madur fengi ad sjá fullvaxna karlmenn gráta thad kvöldid. Eins og thad er nú gaman ad sjá feitlagna drukkna menn í fótboltabúningum gráta.

Leiknum lauk. Eitt eitt. Fjörid lognadist smám saman út af í Húsinu. Their sem vildu fóru út á óransklaett djammid. Ekki ég. Einn leikur í einu er alveg nóg.

aetli H-lendingana vanti varnarmann?


Víóluskrímslid - sterkt í sókn

fimmtudagur, júní 17, 2004

Gledilega hátíd

Víóluskrímslid heilsar thjódhátídardegi Íslendinga med hor í nös. Ég hef bara einu sinni ádur verid almennilega lasin á 17. júní. Thad var thegar ég var lítid barn med einkyrningssótt og gubbadi í Löduna hans pabba á leid nidur í bae.

Í dag herjar hrikalegur höfudverkur á hrjád skrímslid sem brá á thad örthrifarád ad róta í rúmenska lyfjaskápnum hennar Láru í leit ad verkjalyfjum. Margt vafasamt var thar ad finna. Á endanum gleypti skrímslid tvaer bleikar töflur sem á stód íbúprófen extra. Thaer voru saetar á bragdid. Höfudverkurinn fór ad vísu en skrímslid sá tvöfalt í stadinn.

Í dag, thegar Íslendingar hópast í skrúdgöngur vídsvegar og syngja aettjardarlög auk thess ad rada í sig óhollum ófögnudi af ýmsu tagi stefnir víóluskrímslid á hlýtt bólid. Hvad er meira videignadi á thjódhátídardegi en sofa úr sér pest.

Aettingjum og vinum naer og fjaer óska ég gledilegrar hátídar. Kaupid blödrur, pylsur og snud.


Víóluskrímslid
- fast í pestarbaeli

miðvikudagur, júní 16, 2004

Hausverkur

Í dag er ég í vondu skapi, med kvef og hausverk.

Allir fara í taugarnar á mér og ég á engan pening.

Fólk er fífl, landeydur og aumingjar.

Svei mér thá ef ég komst ekki í adeins betra skap vid ad segja thetta.Víóluskrímslid - med eindaemum fúlt

mánudagur, júní 14, 2004

Svona gera menn ekki

Gerben hringdi í mig fyrir nokkrum mínútum og sagdi mér ad stúlkukind sem hann hefur verid ad eltast vid og borga ofan í bjór sídustu mánudi vaeri búin ad vera med ödrum allan tímann án thess ad segja honum frá thví.

Fidlukennarinn hennar Melanie tók kast á hana í tíma á föstudaginn og sagdi ad hún vaeri baedi heimsk og vitlaus af thví ad hún spiladi óvart gís í stadinn fyrir g.

Pétur litli var naestum búinn ad kveikja í Húsi hinna töfrandi lita eftir stórrifrildi vid kaerustuna - sem endadi í svo massívum hassreykingum ad varla sást út úr augum í eldhúsinu.

Brjálud stúlka lét Luis borga fyrir sig leigubíl upp á 200 evrur milli baeja í fyrrinótt og lét sig svo hverfa.

Einhver lét sveppabox mygla í ísskápnum.

Einhver bordadi súkkuladid mitt medan ég var ekki heima.

Thad er greinilega fullt tungl.


Víóluskrímslid - naer thessu ekki

laugardagur, júní 12, 2004

RONALD Reagan lést fyrir fáum dögum en við höfum saknað hans lengi

...lét Georg Bush út úr sér um daginn.

Ég hef ekki hlegid svona mikid í lengri tíma.Víóluskrímslid - med auga fyrir hinu absúra

föstudagur, júní 11, 2004

Pönkid lifi

Í gaerkvöldi steig víóluskrímslid á stokk og öskradi heilt tónleikaprógramm med pönkrokkhljómsveitinni K.U.T. Heimurinn verdur aldrei samur.

Um var ad raeda tónleika til styrktar Láru og brotna faetinum hennar. Auk K.U.T komu fram ein og hálf daudarokksveit.

Hljómsveitin K.U.T hafdi adeins aeft einu sinni fyrir thennan merka atburd. Í raun vard hún ekki til fyrr en á mánudaginn thegar Gerben bassaleikari og tónleikahaldari fékk ad vita ad adal bandid hefdi haett vid ad maeta. Thá voru gód rád dýr. Í skyndi var smalad saman hljómsveit. Vinur Gerbens tók ad sér trommurnar. Twan hafdi upp á gítarleikara í heimspekibekknum sínum í háskólanum. Twan átti ad syngja.

Á einu aefingunni sem haldin var kom í ljós ad Twan hélt ekki takti. Eins og hann syngur vel í sturtu. Í örvaentingu sinni bádu hljómsveitarmedlimir mig um ad syngja med. Og thad gerdi ég.

Gaerdeginum eyddum vid Twan í stofunni heima hjá theim Leó og köttunum med haug af geisladiskum og textum prentudum út af netinu. Thad verdur ad vidurkennast ad ég thekkti ekki helminginn af thessum lögum. Under the bridge (Under the Fridge í útgáfu Twans) og Anarchy in the UK komu mér thó kunnuglega fyrir sjónir. Smells like teen spirit kom vel út í fönkí útgáfu. Kurt Cobain myndi snúa sér vid í gröfinni.

Um kvöldid hjóludum vid á tónleikastadinn. Spennan lá í loftinu. Hljómsveitin K.U.T myndi threyta frumraun sína thetta kvöld. Til ad slá á spenninginn fengum vid okkur bjór. Og annan. Thegar fyrsta bandid hafdi lokid vid ad spila komumst vid á svid. Hljódmadurinn bad okkur um ad syngja í míkrófóninn. Ég og Twan rákum upp mikid frumskógaröskur. Allt var tilbúid.

Vid öskrudum okkur í gegnum prógrammid og var grídarlega vel fagnad. Sérstaklega vakti thad lukku thegar ég thandi mig áttund ofar í Under the Fridge. Ég vissi ekki ad ég kaemist svona hátt. Stundum komum vid ekki inn á réttum tíma. Stundum komum vid ekki inn. Stundum töldum vid vitlaust. En thad er bara meira pönk.

Hljómsveitin K.U.T thurfti ad taka 5 aukalög, thar af thrisvar sama lagid, Anarchy in the UK, nema hvad. Gestasöngvarar sátu um ad komast upp á svid. Bjórinn flaut. Gledi gledi.

Hédan í frá aetla ég ad reka upp frumskógaröskur fyrir hverja tónleika. Ég hef aldrei gert eins mikla vitleysu opinberlega - en aldrei lidid jafn vel á svidi.Víóluskrímslid
- raddlaust í dag.

þriðjudagur, júní 08, 2004

Dularfullt addráttarafl

Rétt ádan fór ég og sótti sellóid hennar Láru heim í Hús hinna töfrandi lita. Thegar ég labbadi fram hjá byggingarsvaedinu rétt hjá skólanum med nídthungan sellókassann á bakinu, eldraud í framan og kófsveitt gerdist nokkud undarlegt.

THAD VAR FLAUTAD Á MIG.

Helvítis sellóid hefur thessi áhrif. Veslings byggingaverkamennirnir eru greinilega hrifnir af konum sem spila á hljódfaeri sem tharf ad setja milli fótanna á sér svo thad virki.

Gudi sé lof og thökk fyrir litla víólukassann minn.


Víóluskrímslid
- of heitt í dag

mánudagur, júní 07, 2004

Sól

Mér er gjörsamlega lífsins ómögulegt ad laera í gódu vedri. Thetta er anómalískt ástand sem thróast hefur fyrir thá tilviljun ad ég skuli vera Íslendingur ad aett og uppruna - og hafi hingad til ekki legid yfir bókum í ödru verdri en skítavedri, kulda og roki.

Fari hitastigid yfir 20 grádurnar fer fyrir mér eins og útfluttum íslenskum hestum í Mid-Evrópu. Ég missi hárid. Ég sef allan daginn. Sloj og slompud dregst ég gegnum skyldur hvers dags, sólbrenn haetti ég mér út fyrir hússins dyr og nenni ekki ad gera nokkud af viti. Hvad thá tölta um med hálfvitalegt glott á trýninu.

Thetta ástand er haettulegt thurfi madur einmitt ad gera eitthvad af viti. Sem ég tharf ad gera thessa dagana.

Um helgina gerdi ég heidarlega tilraun til ad laera fyrir tónlistarsögupróf (barrokk/klassík)í steikjandi hita og vid heidskýran himinn. Tvo daga í röd rottadist ég inn og út úr húsinu í örvaentingarfullri tilraun til ad finna nógu svalan stad fyrir veslings yfirbrunna heilann minn. Thad tókst ekki. Thví leid mér ekki vel thegar ég gekk inn í prófid í morgun, fullviss um ad hver einasta vitneskja sem mér hafdi tekist ad verda mér úti um vaeri löngu lekin út um eyrun.

Nútímataekni bjargadi mér. Loftkaeling. Á skammri stundu tóku heilastödvarnar vid sér. Gömul og ný sannindi geystust fram og á pappírinn. Mér var bjargad frá falli.

Djöfull er ég farin ad hlakka til ad koma heim í skítavedrid. Gáfum mínum er illa farid í thessum hita.Víóluskrímslid - á leid í sturtu

föstudagur, júní 04, 2004

Helvítis

...ritgerdin er búin! Eftir hetjuleg slagsmál vid prentaradrusluna á bókasafninu tókst mér loksins ad ná öllum 45 bladsídunum út í tvíriti. Í áföngum, nóta bene. Prentarann skorti minni til ad meta snilldina.

Ég teiknadi inn nokkur nótagildi med fínum penna og lét binda herlegheitin inn á prentstofu. Nú er helvítid á leidinni til prófessorsins í pósti. Ég tharf ad setja traust mitt á hollensku póstthjónustuna enn og aftur. Mig langar ad gráta.

Thetta er leidinlegasta, lengsta en umframallt innihaldsrýrasta plagg sem ég hef nokkru sinni skrifad. Húrra fyrir thví.

Thá er bara ad massa prófin. (frummannsöskur)


Víóluskrímslid - aldrei aftur

fimmtudagur, júní 03, 2004

Áfram

ÓLI.

Mér er alveg sama thó forseti vor sé í prívatkrossferd gegn Davíd Oddssyni og kumpánum hans. Thar maettu reyndar fleiri taka hann sér til fyrirmyndar.

Mér er líka alveg sama thó NEI - id fraega sé plögg fyrir komandi forsetakosningar.

Thad er sama hvadan gott kemur.


Víóluskrímslid
- hlaer illkvittnislegaþriðjudagur, júní 01, 2004

Bad

Fátt veit ég skemmtilegra, notalegra og betra fyrir líkama og sál en gott bad. Varla tharf ad geta thess ad sturtuómyndin í Húsi hinna töfrandi lita stendur ekki undir vaentingum hvad thad vardar. Thví vard ég ógurlega kát thegar Láru baudst ad gaeta íbúdar eins nemanda síns í nokkrar vikur. Thar er bad.

Vidkomandi nemandi er midaldra fráskilin kona á framabraut. Hún er á kafi í allskyns dulraenu nýaldardóti svo íbúdin hennar er pakkfull af draumveidurum, reykelsi og absúrum skúlptúrum. Badherbergid hennar er hreinasti undraheimur thar sem aegir saman hinum og thessum rándyrum snyrtivörum sem ég mun aldrei hafa efni á ad kaupa, hvorki í nálaegri eda fjarlaegri framtíd.

Thar eru sturtugel og freydiböd af öllu tagi, appelsínuhúdarskrúbb og krem fyrir hvert einasta svaedi líkamans. Andlitsmedferdir í 10 hlutum. Milljón litir af augnskuggum og annad eins af varalitum. Hárgel, hársprey og hárrúllur. Fardi fyrir hvert taekifaeri. Naglalökk. Ilmolíur. Blómadropar.

Ég á einn varalit.

Nota hann aldrei.

Á medan ég fyllti badkarid af rándýru vatni og sprautadi desilítra af enn dýrari sápu undir bununa velti ég thví fyrir mér hvort hún notadi thetta alltsaman. Ef madur taeki allan 10 hluta andlitsmedferdarpakkann á hverjum degi plús appelsínuhúdarskrúbbid og krembadid kostadi thad mann ad minnsta kosti klukkutíma á dag. Og samt yrdi madur gamall. Og hrukkóttur. Madur verdur hvort ed er hrukkóttur. Ég steig ofan í badid og fann gaesahúdina leida út í taer.

Safnadi hrukkum. Djöfull var gott ad fara í bad.


Víóluskrímslid - rúsínutaer