Illgirni og almenn mannvonska

miðvikudagur, mars 30, 2005

Málshaettir

Mér thykja málshaettir skemmtilegir. Sérstaklega thegar their hitta í mark. Thess vegna fagna ég thví ávallt ad fá súkkuladiegg á páskum. Súkkuladid sjálft er aukaatridi. Adalatridid er málshátturinn.

Í ár fékk ég tvo góda. Bádir áttu vel vid mig og mína persónu en jödrudu thó vid ad vera kvikindislegir. Eggid sem ég opnadi med Anitu Dögg innihélt "Betri er beiskur sannleikur en blídmál lygi." Thad fannst mér mjög videigandi af ýmsum ástaedum. Eggid sem ég sló opid í herberginu mínu í Húsi hinna töfrandi lita í gaerkveldi bjó yfir hinum sívinsaela "Enginn tyggur tannlaus." Ég fékk samstundis samviskubit yfir thví ad hafa ekki nennt ad aefa mig í páskafríinu.

Thetta var samt skárra en árid sem ég fékk "Enginn verdur óbarinn biskup" og Bödvar Pétur fraendi minn fékk "Margt er líkt med skyldum"og daemdist thar med til aevarandi nördaskapar.

Sídustu daga hef ég dreift smáeggjum um medal vina og kunningja og hlegid mig máttlausa ad kvikindisskapnum sem thau toga út úr eggjunum á medan thau horfa á mig í forundran. Luis fékk "Mikid bál slokknar skjótt ef ad vidinn vantar." Ég vona ad kaerastan thín sé dugleg ad baeta á eldinn, sagdi ég og flúdi samstundis upp stigann enda flaug skór á eftir mér. Málshaettir baeta fjölskyldu og vinabönd. Thad er alveg ljóst.


Víóluskrímslid - oft er flagd undir fögru skinni

fimmtudagur, mars 17, 2005

Jardarför

Í morgun fór ég í mína fyrstu jardarför í H-landi. Ég thekkti ekkert frúna sem jardsett var. Ég og Annegret vorum ad spila.

Athöfnin fór fram í nýbyggdri kathólskri kirkju thar sem reykelsisilmurinn sveif yfir vötnum. Presturinn var kraftalegur karl á sextugsaldri hvers rauda nef kom upp um óvenjulegt dálaeti hans á messuvíni vid ýmis taekifaeri. Fyrst leist honum ekkert á okkur og spurdi okkur tíu sinnum hvort vid gaetum nú örugglega ekkert spilad á píanó undir sálmasöng. Nei, vid gátum ekki spilad á píanó. Thad fannst honum ekki nógu gott. En hin látna hafdi sérstaklega bedid um ad hafa ekki "helv... kórinn" svo lítid var vid thví ad gera.

Athöfnin var látlaus og falleg. Aettingjar gömlu konunnar héldu stuttar tölur sem fjölludu flestar um hversu hrikalega erfidu og ömurlegu lífi hin látna hafdi lifad. Eftir thví sem á leid vard ég ánaegdari fyrir hennar hönd ad hafa loksins látid verda af thví ad deyja. Ekki fannst henni gaman ad lífinu ef eitthvad er ad marka eftirlifendurna. Presturinn, sem hafdi fengid sér gódan sopa af göróttum drykk ádur en hann steig í pontu, hélt maerdarfulla raedu um hina látnu og sulladi óvart vígdu vatni yfir alla fremstu rödina í kirkjunni. Vid Annegret spiludum Elegíu eftir Stravinskí. Á medan vid spiludum var söfnunarbaukurinn látinn ganga og thad klingdi í smámynt um alla kirkjuna. Thví fylgdi furduleg tilfinning.

Eftir athöfnina kom presturinn ad máli vid okkur og spurdi hvort vid vaerum til í ad spila oftar vid jardarfarir. Honum thaetti reyndar svo ágaett ad hafa ekki söfnudinn gólandi alltaf hreint. Miklu betra ad hafa thetta svona instrúmental. Svo spurdi hann hvort vid vaerum kathólskar. Vid neitudum thví. Nú, enginn er fullkominn, flissadi karlinn. Vid létum hann fá símann heima.


Víóluskrímslid - fridur sé med ydur.

laugardagur, mars 12, 2005

Braud og leikar

Mánudagur, thridjudagur midvikudagur, fimmtudagur, föstudagur, laugardagur, sunnudagur...

...og thá er vikan búin.

Á mánudegi leid mér eins og verid vaeri ad kasta mér fyrir ljónin. Á thridjudegi fór allt í vesen, rifrildi og vitleysu. Á midvikudegi kom kennarinn minn í "óvaenta heimsókn" og skakkadi leikinn. Á fimmtudegi voru fyrstu tónleikarnir. Ég gaf tvisvar vitlaust inn og ónefnd stúlka rauk út af svidinu í fússi thegar vid fengum samt standandi klapp.

Á föstudag voru tónleikar númer tvö. Thegar vid komum í tónleikasalinn var búid ad setja upp thrjár sjónvarpsmyndavélar á svidinu og risastóran skjá á la Britney Spears yfir svidid svo allir gaetu nú séd tónlistarmennina. Ég vard skelkud og hugsadi med sjálfri mér ad nú thyrfti ég ad passa mig ad gretta mig ekki. Thad var ekki á ástandid baetandi.

Tónleikarnir gengu vel, sem betur fer. Thó leid mér eins og ég hefdi ordid fyrir straetó ad theim loknum. Í stad thess ad fara í baeinn og hrynja í thad eins og ég hafdi séd í hillingum alla vikuna fór ég heim, lagadi mér te og hringdi í pabba til ad óska honum til hamingju med 64 ára afmaelid. Luis húsbródur mínum og fósturfödur vard mjög létt thegar hann var búinn ad reikna út ad fyrst pabbi vaeri 64 hefdi hann verid kominn vel á fertugsaldur thegar hann eignadist mig. Luis er sjálfur rétt rúmlega thrítugur og thótti gott ad vita ad enn vaeri von í thessum heimi.

Í dag er laugardagur. Enginn nennti ad leika vid mig svo ég fór í skólann ad vinna pappírsvinnu og aefa mig svolítid. Á morgun er sunnudagur. Thá aetla ég ekki ad gera neitt.

Og thá er vikan búin. Loksins. Og ég thurfti ekki ad drepa neinn.


Víóluskrímslid - létt

þriðjudagur, mars 08, 2005

Mórall

Thad er algengur misskilningur og mýta ad tónlistarmenn séu allir fridsamt og kurteist fólk med góda tilfinningu fyrir mannlegum samskiptum. Medal theirra, eins og í ödrum stéttum leynast nefnilega karakterar inn á milli sem virdast hafa meiri áhuga á thví ad keppa vid og spilla fyrir náunganum en ad spila góda tónlist sér og ödrum til yndisauka.

Keppnisandinn er sterkur í tónlistarháskólunum thar sem menn er raegdir miskunnarlaust fari their út af sporinu. Menn eru daemdir eftir thví hvernig their spila. Eda öllu heldur, hvernig hinni svokölludu elítu finnst their spila.

Nú er thad svo ad their bestu raegja sjaldnast nokkurn mann enda tilgangslaust ad eyda orku í tud á svo lágu plani thegar menn eru hvort ed er á toppnum. Thó ég tilheyri ekki theim hópi hef ég thad fyrir reglu ad koma fram vid kollega mína af kurteisi og virdingu. En thad getur reynst haettulegt. Sumum finnst almenn kurteisi og sveigjanleiki nefnilega veikleikamerki.

Sídan í gaer hef ég thurft ad leida hjá mér bréfasendingar, addróttanir, hvísl, pískur og illa dulbúnar adfinnslur ákvedinnar manneskju í víóluhópnum sem ég leidi í hljómsveitarverkefni vikunnar. Henni finnst ég ekki eiga skilid ad sitja thar sem ég sit og notar hvert taekifaeri til ad lýsa vanthóknun sinni á frammistödu minni. Auk thess tekur hún sér thad bessaleyfi ad breyta strokum og ödru slíku hjá hópnum án thess ad yrda á mig. Thad gefur auga leid ad erfitt er ad gera sitt besta vid thessar adstaedur. Thegar ég ákvad ad taka á málinu af throska og festu og spjalla vid hana í hléinu rauk hún burt í reidikasti og sakadi mig um ad vera ad fara med allt til andskotans thví ég taeki ekki mark á henni. Thad var thá.

Restin af grúppunni ( sem fannst ég standa mig ágaetlega) kom fyrir hana vitinu ad einhverju marki í hléinu. Er vid byrjudum seinni aefinguna stökk hún út í sal rétt fyrir erfidasta hlutann í verkinu til thess ad "athuga hljóminn." Ad menn skuli nenna ad standa í thessu.

Ég er fridelskandi manneskja. Afhverju geta menn ekki bara verid almennilegir hver vid annan og unnid saman án thess ad haga sér eins og vitleysingar. Vid erum hér til thess ad laera um tónlist og spila tónlist en ekki til thess ad leika okkur í sandkassaleik. Verdi ástandid eins á morgun er thó audvelt ad ákveda naesta skref sama hvad öllum prinsippum lídur.

Ég drep hana bara.


Víóluskrímslid - med vindinn í fangid

mánudagur, mars 07, 2005

Útsýni yfir sléttuna

Í gaerkvöldi var fyrsta alvöru gigg nýstofnada partíkvartettsins Cuartetto Claro. Ég spila í thessum grídarsniduga kvartett thví ég er fátaekur tónlistarnemi og mig vantar péning. Hinn 3/4 hlutinn spilar med thví thaer eru fátaekir atvinnutónlistarmenn sem vantar péning. Thad er upplífgandi tilhugsun.

Giggid snerist um dinnertónlist í 4 tíma í fimmtugsafmaeli ríkrar frúar hér í Tilburg. Veislan fór fram á heimili hennar - sem var á 38. haed nýbyggda skýjakljúfsins Westpoint Towers (H-lendingum finnst kúl ad skíra nýbyggd hús amerískum nöfnum) sem byggdur var svo Tilburg liti út fyrir ad vera alvöru borg. Íbúdin var afar fansí smansí, hvít med krómi og útsýnid stórkostlegt. Madur áttar sig ekki á thví hversu hrikalega flatt H-land er fyrr en madur sér thad úr lofti.

Veislan var mannmörg, grídarleg drykkja og mikill klidur. Thad kom sér vel fyrir Cuartetto Claro sem var ekki búinn ad hafa tíma til ad aefa nógu vel. Lítid bar thó á afmaelisbarninu. Eftir ad hafa haldid stutta tölu og bodid menn velkomna tók madurinn hennar nefnilega vid. Öh. Engu líkara var en ad manninum vaeri meinilla vid ad veislan sú vaeri haldin í tilefni afmaelis konunnar hans en ekki hans sjálfs. Hann tród sér thví fram vid hin ýmsu taekifaeri og hélt stuttar taekifaerisraedur. Eftir thví sem fleiri raudvínsflöskur taemdust vid veislubordid rauf hann veislugledina oftar til ad skála fyrir hinum ýmsu veislugestum. Undir lok kvöldsins var hann farinn ad gera sér ansi oft ferd út í hornid thar sem vid sátum og spiludum, veifa höndunum í listraenni hrifningu og káfa á fyrstu fidlunni. Jahá.

Vid fengum borgad med skilum.

Sem betur fer.

Víóluskrímslid - illt í bakinu

laugardagur, mars 05, 2005

Sitt lítid af hverju

Thad snjóar án afláts í H-landi thessa dagana. Krakkarnir eru kátir thví nú geta their hent snjóboltum í gamlar konur. Hundaeigendur eru kátir thví nú sést ekki hvad their eru latir vid ad thrífa upp skítinn eftir heimilisdýrin. Yfirmenn H-lenska lestarkerfisins eru kátir thví nú hafa their afsakanir á reidum höndum fyrir allar thaer lestir sem koma of seint, ganga ekki eda stoppa milli stödva úti í sveit fullar af fólki og fara ekki lengra. Ég er kát thví nú eru göturnar hvítar en ekki gráar og mér er hlýtt í Sambandsfeldinum góda.

Bílaeigendur eru ekki kátir thví their kunna ekki ad keyra í hálku. Hjólreidamenn eru ekki kátir thví their detta unnvörpum á rassinn í slaemri faerdinni. Their sem thurfa ad ferdast med lestum eru enn minna kátir (sjá útskýringu ad ofan). Köttur nágrannans, Bezoek, er ekki kát thví nú er henni kalt á loppunum. Í gaerkvöldi tók thad mig hálftíma ad koma henni út ádur en ég fór ad sofa.

Idjótid á loftinu fór fram úr mínum björtustu vonum thegar hann threif klósettid óumbedinn um daginn. Einnig kom hann faerandi hendi med nýja klósettsetu sem er úr ljósbláu gegnsaeju plasti med ísteyptum höfrungum og skeljaskrauti. Ég tók myndir af klósettinu til sönnunar á thessu afreki. Ég er spennt ad vita hvad hann gerir naest.

Eftir helgi á ég ad leida víólurnar í Serenödu op.11 í A dúr fyrir blásara og laegri strengi eftir Brahms. Engar fidlur á stadnum. Thad eitt og sér er nóg til thess ad hvetje menn til ad koma og hlusta...

Ég skrapp í leikhúsid í gaer thar ed enginn vildi leika vid mig. Thar lék The Reduced Shakespeare Company Sjeikspír eins og hann leggur sig upp á ensku. Ég sá thetta sama leikrit thegar thad var sýnt heima. Thá hló ég svo mikid ad mér var illt í maganum í thrjá daga á eftir. Piltarnir thrír sem tóku Sjeikspír í bakaríid í gaer stódu sig vel en thó hefur íslenska versjónin vinninginn í mínum huga. Thad slaer einfaldlega ekkert út Halldóru Geirhardsdóttur í hlutverki Lady Macbeth.


Víóluskrímslid - óvenju duglegt thessa dagana