Illgirni og almenn mannvonska

mánudagur, desember 29, 2003

Álfur út úr hól

Ekki alls fyrir löngu stóð ég við baðvaskinn í Hesperenzijstraat og burstaði tennurnar. Húsfélagi minn Annegret var við sömu iðju. Þetta gerist á hverju kvöldi að kalla og þætti ekki merkilegt til frásagnar nema fyrir það sem gerðist næst. Annegret spýtti í vaskinn, þurrkaði sér um munninn, leit á mig og sagði : "Má ég spyrja þig að dálitlu asnalegu?"

Ég hélt það nú. Ég er meistari í að svara asnalegum spurningum asnalega. Annegret varð hræðilega vandræðaleg og tvísteig. Merkilegt hvað fólk getur roðnað hratt. Ég var farin að búast við einhverju ógurlegu. Þangað til henni tókst að koma spurningunni út úr sér.

" Er það satt að Íslendingar trúi á álfa?! Systir mín segir að Íslendingar trúi á álfa og hanni vegi og húsbyggingar með tilliti til þess. Er það satt?"

Ég skellti upp úr. Já, sagði ég, það væri svo merkilegt að fullt af fólki trúði því að til væri fleira en maður gæti séð. Og þó margir tryðu því ekki beint vildu þeir hvorki játa því né neita að fleira væri til á himni og jörðu en heimspeki Hóratíusar segði til um. Ég hafði þurft að útskýra þetta alltasaman áður og þá höfðu hollenskir kollegar mínir hlegið mikið að vitleysunni í mér enda fantasíulaust fólk með afbrigðum. En Annegret fór ekki að hlæja. Hún vildi heyra meira.

Við settumst við eldhúsborðið og ég sagði henni frá öllu því sem ég veit um álfafræði. Álfhólsvegi þar á meðal. Enn var henni ekki hlátur í hug. Hún vildi vita hvernig álfar líta út. Ég rifjaði upp nokkrar þjóðsögur Jóns Árnasonar henni til upplýsingar. Álagablettir, munnmæli fuku yfir eldhúsborðið. "Trúið þið þessu öllusaman?" spurði hún forviða. Ég áttaði mig smám saman á því að henni fannst álfatrúin ekkert asnaleg. Þvert á móti.

Það rifjaðist upp fyrir mér spjall við heimspekinginn Twan sem eitt sinn bjó í sama húsi. Ég sagði honum þá frá því þegar hin hollensku skólasystkin mín höfðu gert grín að mér fyrir álfatal í Íslendingum. Hann velti þessu fyrir sér í nokkrar mínútur. Svo sagði hann : "Hollendingar stæra sig yfirleitt af því að vera raunsæir og með báða fætur á jörðinni. Hins vegar hefur mér alltaf þótt það skjóta skökku við að monta sig af skorti á ímyndunarafli. Með báða fætur á jörðinni kemst maður ekki langt."

Annegret þjáist ekki af skorti á ímyndunarafli. Ekki ég heldur. Enda er það svo miklu skemmtilegra. Hvort sem álfar eru til eður ei.

Legolas, wrrrrawww......

Víóluskrímslið - álfavænt með afbrigðum

miðvikudagur, desember 24, 2003

gleðileg jól

Í Götufréttum, blaði heimilislausra í Utrecht las ég eftirfarandi jólapistil.

Hvers óskar maður heimilislausum um jól og áramót?

Snjólauss veturs og góðs tíðarfars almennt. Gott væri að fá nýja skó, helst ekki meir en tveimur númerum of stóra. Ný nærföt og kannski yfirhöfn. Allavega teppi til að sofa við ef ske kynni að gistiskýlin væru full. Fleiri gistiskýli. Margar góðar máltíðir hjá Hjálpræðishernum - án of mikils söngs. Vinalega öryggisverði sem henda mönnum ekki út úr verslanamiðstöðvum og strætóskiptistöðvum. Vegfarendur með fulla vasa af klinki. Fullar ruslafötur. Frið á jörd.

Ég óska lesendum, vinum og vandamönnum þess sama.

Friðar á jörð.

Víóluskrímslið - viðkvæmt á jólum

mánudagur, desember 15, 2003

Merry merry jul

Í gaerkveldi stód ég í eldhúsinu og súkkuladihjúpadi konfektmola handa horrenglunum í húsinu mínu. Jólaljósin ljómudu og lýstu upp myrkan svörd og englahárid sem ég hengdi upp í eldhúsgluggann í sídustu viku glitradi eins og thad aetti lífid ad leysa. Ellý og Vilhjálmur á fóninum, Vilhjálmur söng Jól á hafinu og lítid tár laeddist nidur í súkkuladid.

Ég er langt frá öllum theim sem ég ann, mig langar heim!
Thví í hjarta mínu finn ég engan frid...


Bordadi alla misheppnudu molana og skemmdi nokkra viljandi í vidbót. Gerdi daudaleit ad flórsykri í eldhússkápnum og missti fullt af hökkudum hnetum á gólfid. Ellý og Vilhjálmur skiptu yfir í Jólasnjó og í huga mínum sveif hann nidur yfir straeti og torg. Húsid svaf svefni hinna réttlátu.

Ég leit út um gluggann og sá ad thad var farid ad hellirigna. Oj bara.

Eins gott ad ég kem heim á morgun


Víóluskrímslid - fyllid á kútana!

fimmtudagur, desember 11, 2003

Hó hó hó

Ég og jólasveinarnir höfum aldrei átt skap saman. Samt trúdi ég stadfastlega á tilvist theirra ef út í thad er farid. Í sjö löng ár.

Fyrstu kynni mín af jólasveinunum voru á jólaböllunum í leikskólanum Stubbaseli. Mér er sagt ad ég hafi skemmt mér vel á böllunum, thar til jólasveinarnir gerdu innreid sína. Thá lét ég mig undantekningarlaust hverfa. Thegar mamma var búin ad leita frá sér allt vit fann hún mig á furdulegustu stödum. Adspurd sagdist ég hafa verid ad "hvíla mig". Mamma spurdi thá hvort ég vildi ekki koma fram til hinna krakkanna. "Nei, ég aetla bara ad vera hér" var svarid. Merkilegt hvad madur var diplómatískur krakki.

Ég veit ekki hvad thad var sem faeldi mig svona frá jólasveinunum. Kannski var thad allur hávadinn. Ég hef aldrei kunnad vid ad-thví-er-virdist-tilgangslaus laeti og ýkta kátínu. Kannski múgaesingin kringum jólatréd. Kannski var thad búningurinn eda gerviskeggid. Ég hafdi mínar grunsemdir um gaedi thess. Eitt sinn spurdi ég einn sveinanna hvort ég maetti toga í skeggid á honum. Thad sat fast. Veslings Sveinki. Ég efadist ekki lengur.

Ég beid thess ávallt med óthreyju ad fá ad setja skóinn út í glugga. Ég hafdi föndrad sérstakan skó í leikskólanum sem dreginn var fram á hverju ári og trodid upp í gluggakistu. Vid pabbi lásum saman Jólasveinavísurnar og ég laerdi thaer smám saman utanad. Á hverju kvöldi reyndi ég ad halda mér vakandi svo ég gaeti séd videigandi jólasvein. Thad tókst aldrei. Mér hefur alltaf fundist of gott ad sofa. Ég velti thví oft fyrir mér hvernig jólasveinarnir vissu hvar hvert barn svaefi. Hvernig their gaetu klifrad upp blokkina mína ad utan og hvada tól their hefdu til ad komast inn um rúduna. Hvers vegna their mismunudu börnunum. Sumir krakkar fengu tölvuleiki eda hundradkall medan vid Margrét fengum mandarínu. Ég spurdi mömmu einusinni afhverju jólasveinninn gaefi okkur ekki hundradkalla thví okkur vantadi thá meira en krakkana sem áttu hvort ed er marga fyrir. Mamma vard pínulítid sorgmaedd og ég spurdi aldrei aftur.

Í sjö löng ár trúdi ég stadfastlega á jólasveinana. Ég var sannfaerd um tilvist theirra. Ég hlustadi eftir Hurdaskelli og setti samviskusamlega kerti í skóinn handa Kertasníki. Ég vard hraedilega sár ef ég vaknadi upp vid tóman skó. Og kveid thví mest af öllu ad fá einhvern tímann kartöflu í skóinn. Jólasveinarnir voru alvaldir eins og gud á himnum. Lög eins og "Ég sá mömmu kyssa jólasvein" voru theim alls ekki sambodin. Ég hef aldrei nád ad saettast almennilega vid thetta lag. Ekki einu sinni med Ellý Vilhjálms.

Ég var ordin níu ára thegar ég gerdi mér grein fyrir blekkingunni um jólasveininn. Mig grunar ad ég hafi verid med theim sídustu í mínum bekk sem thad gerdu. Ég komst ekki ad thví sjálf, thad var litlasystir sem fletti ofan af samsaerinu. Henni fannst gaman gaman ad reyna styrk sinn á thví ad klifra í eldhússkápunum og í einni slíkri könnunarferd fann hún NAMMI. Hún hafdi aldrei fundid nammi á thessum stad ádur. Naesta dag var sama nammid í skónum okkar. Litlasystir lagdi saman tvo og tvo. Skelfingu lostin trúdi hún mér fyrir uppgötvun sinni. Ég neitadi ad trúa henni. Eftir vísindalegar tilraunir í nokkra daga sem fólust í thví ad kemba eldhússkápana og bera fundinn saman vid feng naesta dags skildi ég ad thad vard ekki aftur snúid. Jólasveinarnir voru ekki til.

Ég held ég hafi ekki verid sár. Kannski pínulítid thví thad er alltaf erfitt ad vidurkenna ad madur hafi haft rangt fyrir sér. Mamma og pabbi leystu vandann á snilldarlegan hátt. Thau héldu áfram ad gefa okkur í skóinn. Thad var viss léttir ad losna undan aegivaldi jólasveinanna. Frá theim degi vard allt svo miklu skýrara.

Víóluskrímslid - med sjö hala

miðvikudagur, desember 10, 2003

Helvítis lestirnar

Hollenska lestarkerfid er uppáhaldsdaemi mitt um illa heppnada einkavaedingu thessa dagana.

A.m.k fjórum sinnum í viku stend ég á lestarstödinni í nístingskulda og bíd eftir lest sem

1) Aldrei kemur
2) Kemur - en hálftíma of seint
3)...svo ég missi af tengingunni í ödrum bae og tharf ad bída hálftíma thar líka
4)...eftir lest sem aldrei kemur
5)...kemur - en 15 mínútum of seint
6)...svo ég er alltaf sein. Hvert sem ég fer.

Ad taka lest er ordid eins og ad fara í flug. Madur tharf alltaf ad reikna med a.m.k auka klukkutíma.

Til ad útskýra vandraedaganginn bar lestarfyrirtaekid fyrst fyrir sig "mikid lauf á teinunum". Thegar öll laufin voru fallin skiptu their yfir í "verkfraedileg vandamál". Thegar fór ad kólna gátu their kennt frostmarkinu um alltsaman. Uppsagnir á starfsfólki, faekkun lesta, skortur á vidhaldi á lestum og teinum (thrátt fyrir haekkad midaverd, NB) hafa áhrif í ödrum löndum. Ekki í Hollandi, neineinei. Thar er víst nóg ad hitastigid skrídi undir núll til thess ad öll umferd stoppi í óákvedinn tíma.

Merkilegt. Finnskar lestir virka ad mér er sagt ágaetlega í 30 stiga frosti.

Einn daginn thegar ég stód og beid eftir enn einni lestinni sem aldrei kom gaf eldri madur sig á tal vid mig. Finnst thér ekki merkilegt, sagdi hann, ad eftir ad lestirnar voru einkavaeddar falla miklu fleiri lauf á teinana en ádur? Sídan fór hann og fékk sér kaffi. Mér finnst kaffi vont.


Víóluskrímslid - kalt á tánum.

mánudagur, desember 08, 2003

Í gaer

Faeddist krónprinsi Hollands og argentínsku konunni hans dóttir.

Vonandi mun hún líkjast mömmu sinni.

Í dag

Er helvítis skítakuldi. Thó hefur kuldinn margskonar skemmtigildi. Haegt er ad spila fótbolta med frosnum hundaskít án thess ad óhreinka skóna sína. Auk thess minna hversdagslegar gelgreidslur á listraena skúlptúra í svona vedri. Um ad gera ad hlaegja ad thessum hálfvitum.

Á morgun

Tharf ég ad skila ritgerd um hvernig á ad kenna litlum börnum á fidlu. Ég er grimmur kennari sem laet nemendur mína ekki komast upp med hvad sem er. Thess vegna á vinalegi kennarinn ekki eftir ad gefa mér góda einkunn.

O Tempora o Mores


Víóluskrímslid
- í ullarfödurlandi

fimmtudagur, desember 04, 2003

Smáauglýsing vikunnar

Mijn naam is Shirley

Ik heb grote borsten

Er zijn vele mogelijkheten bespreekbaar.

bel 06......


jahá.


Nidur med Karajan

Ég fíla ekki Karajan. Menn sem flytja Beethoven í Wagnerískum stíl mega hoppa upp í rassgatid á sér.

Beethoven er ekki rómantík.

Hafidi thad, megalómaníakarnir ykkar.Víóluskrímslid - med puttann á púlsinum


mánudagur, desember 01, 2003

Í dag er mikill hátídisdagur

Fullveldisdagur Íslendinga fellur í skuggann af silfurbrúdkaupi foreldra minna.

25 ár. Sumir eru ekki einu sinni giftir í 25 daga.

Dagurinn var ekki valinn af thjódernisást heldur af praktískum ástaedum. Theim fannst líklegara ad thau myndu eftir brúdkaupsafmaeli hvers árs baeri thad upp á almennum hátídisdegi.

Thau gleymdu thví nú samt stundum...

Til hamingju, kaeru foreldrar!


Jólahjól

Jólamánudurinn hafinn og allt ad verda vitlaust. Sinterklaas theirra H-lendinga kemur á föstudagskvöld ad daela pökkum í öskrandi krakkagrislingana og thá verdur glatt á hjalla. Um allt hljóma Sinterklaasliedjes um hann Sinterklaas gamla og litlu svörtu skósveinana hans sem eru hver ödrum vitlausari og heita allir Svarti-Pétur. Litli Svarti Sambó hvad.

Um daginn var ég ad kaupa í matinn og thá heyrdi ég Sinterklaaslied vid lag sem oft er sungid vid klámvísur á thorrablótum í sveitinni minni. Thá hló marbendill.

Heima í Hesperenzijstraat eru jólin farin ad minna á sig. Naestkomandi laugardag verda jólaplötur settar á fóninn thví thá aetlum vid ad baka kökur. Eftirfarandi plötur er ad finna í húsinu:

Kósí - Kósíjól
Bing Crosby - White Christmas
Langholtskórinn - Á haestri hátíd
Hamrahlídarkórinn - Jólasöngvar og Maríukvaedi
Nat King Cole - Christmas Songs
Ella Fitzgerald - Ella's Swinging Christmas.

Nei annars, ég týndi honum. Ansans. Thad var skemmtilegur diskur. Rúdolf med rauda trýnid.

Thegar ég vann í IKEA fyrir jólin - sem er óbrigdult rád til ad losna vid jólaskap og vaentumthykju til samborgara sinna - voru spiladar jólaplötur allan daginn. Thad er ekki tilviljun ad lagid "Thú og ég og jól" med Svölu Björgvins er EKKI ad finna á plötulista Hesperenzijstraats. Thad lag auk "Ég kemst í hátídarskap thó úti séu snjór og krap" med Helgu Möller vekja hjá mér mikid mannhatur. Kristur Jesús.

Ég dementera.

Kem heim eftir tvaer vikur. Kannski er Ella's Swinging Christmas enn heima í Tunguseli. Vonum thad.

Víóluskrímslid - í hátídarskapi