Illgirni og almenn mannvonska

miðvikudagur, apríl 27, 2005

Sjaldan er ein frunsan stök


Ónaemiskerfi mitt hefur endanlega gefid sig. Svona fer thegar madur tharf ad skila ritgerd á viku - og thad á hollensku.

Í gaermorgun vaknadi ég vid kunnuglegagn kláda í vinstra munnvikinu. Thrátt fyrir snögg vidbrögd og hetjulega baráttu af hálfu frunsusmyrslisins ZOVIRAX vann óvinurinn audveldan sigur. Sídan thá hefur frunsan faert út kvíarnar og er nú allur vinstri helmingur vara minna, baedi uppi og nidri, undirlagdur af thessum andskota.

Ég er ekki saet í dag.

Í kvöld spila ég fyrsta prófid í nýhafinni prófatörn. Kannski er thad stressid sem er ad fara svona med mann.


Víóluskrímslid - afskraemt

fimmtudagur, apríl 21, 2005

Gledilegt sumar

Uppáhaldshátídisdagur Víóluskrímslisins, sumardagurinn fyrsti, er runninn upp. Vil ég óska vinum, vandamönnum og ödrum lesendum naer og fjaer gledilegs sumars med kaerum thökkum fyrir nýlidinn vetur.

Sumardagurinn fyrsti er merkisdagur. Í dag fer ég í sandalana og ekki úr theim aftur fyrr en í október. Hér í H-landi skartar vedrid auk thess sínu fegursta eftir langt rigningaskeid. Thad er ekki slaemt.

Ég fór í baeinn og eyddi peningum sem ég á ekki í sumargjöf handa sjálfri mér - glaesilegan hljódnema sem hér eftir verdur notadur miskunnarlaust til thess ad analysera alla mína spilamennsku.

Í tilefni dagsins skal auk thess ljóstrad upp leyndarmáli - verid getur ad Víóluskrímslid faeri sig um set í nordur naesta vetur og yfirgefi hina fögru borg Tilburg. Er thad mál allt á umraedustigi. En heim kem ég thó ekki alveg strax.


Víóluskrímslid - í gódum fíling

miðvikudagur, apríl 20, 2005

Rottweiler Guds

Heitasti madur dagsins í dag er án efa Benedikt XVI, betur thekktur í undirheimunum sem Reidi Ratzinger, Svipa hefndarinnar eda Rottweiler Guds. Annegret tók andköf thegar ég tilkynnti sigur hans í kapphlaupinu um páfastólinn yfir hádegismatnum í dag.
Samkvaemt henni er Herr Ratzinger frodufellandi gamall nasisti og grimmt afturhald sem látid hefur ýmislegt misjafnt út úr sér um dagana slúdurpressunni til heilmikillar ánaegju. Ég huggadi Annegret med theirri stadreynd ad Herr Ratzinger vaeri kominn vel á aldur og aetti líklega eftir ad skrika fótur í badi ádur en langt um lidi.

Ég vard satt ad segja fyrir töluverdum vonbrigdum med kjör Herr Ratzingers enda hafdi ég vonast eftir thví ad um eina helstu geistlegu valdastofnun heims myndu nú leika ferskir vindar eftir langt hlé. Hér hlýtur ad vera madkur í mysunni.

Thó skömm sé frá ad segja grunar mig ad kjör Herr Ratzingers sé runnid undan rótum ekki ómerkari manns en Vidkvaema fraedimannsins - sem eitt sinn á fylleríi á Celtic Cross trúdi mér fyrir thví ad hann stefndi á heimsyfirrád og fyrsta skrefid vaeri ad koma pedi á páfastól. Nú er ad vona ad Vidkvaemi fraedimadurinn taki völdin sem fyrst. Ádur en Herr Ratzinger innleidir opinberar aftökur og annad gódgaeti á ný.


Víóluskrímslid- svört sem erfdasyndin

mánudagur, apríl 18, 2005

Freudian slip

Ég lagdist í hrottalegt kvef um helgina. Í thridja sinn á thessu ári. Algerlega óumflýjanlegt enda dreymdi mömmu fyrir thví.

Helsta afleidingin var sú ad á tónleikunum á föstudag og laugardag thurfti ég ad beita mig hördu til ad eydileggja ekki undurfagran tónlistarflutning hljómsveitarinnar med hóstaköstum og hávaerum snýtingum. Ég komst heldur ekki á barinn eftir sídustu tónleikana og olli thar med ungum Svía grídarlegum vonbrigdum - en sá thóttist hafa himinn höndum tekid thegar hann áttadi sig á thví ad ég skildi saensku. Römm er sú taug er rekka dregur, födurtúna til.

Í lestinni á leidinni til Tilburgar í gaer gaetti ég thess ad hósta med miklum látum í hvert sinn sem lestin stoppadi til ad hleypa inn nýjum farthegum. Thad hafdi tilaetlud áhrif og sat ég ein í lestarvagninum mestalla ferdina. Thegar heim kom gerdi kötturinn Bezoek sig líklega til ad kúra hjá mér en haetti vid thegar ég snýtti mér framan í hana. Thad thótti mér midur enda fátt notalegra en latur köttur til ad halda hita á laerunum á manni thegar madur er med kvef.

Ég hringdi heim og lét svo loksins verda af thví ad tengja internetid á nýju tölvunni minni. Thegar ég aetladi ad líta á tölvupóstinn minn sló ég inn HORMAIL í stad HOTMAIL. Thad fannst mér videigandi.

Ég verd ad haetta ad naga neglurnar thegar pestir eru ad ganga.


Víóluskrímslid - med ónýtt ónaemiskerfi

þriðjudagur, apríl 12, 2005

Vandamál

Ekki alls fyrir löngu sagdi Anita Dögg mér frá samtali sem hann hafdi heyrt útundan sér thar sem ungir kvenkyns laeknanemar raeddu saman um framtídarhorfur sínar. Theim thótti einsýnt ad laun laekna myndu án efa laekka á naestu árum og áratugum. Fjölgun kvenna innan stéttarinnar myndi án efa sjá til thess -eins og raunin hefdi ordid med "kvennastéttir" á bord vid kennara. Ad standa á rétti sínum og heimta sömu laun fyrir sömu vinnu og naesti (karl)madur virtist ekki inni í myndinni.

Mér vard hugsad til thessarar umraedu thegar ég las tilvitnun í hljómsveitarstjórann Anu Tali sem birtist í nýjasta tölubladi BBC Music Magazine. Thar svaradi hún spurningu um hvort ekki vaeri erfitt fyrir konu ad fóta sig í karllaegum heimi hljómsveitarstjórnunar svona; "Ég á vid mörg vandamál ad strída - en thad ad vera kona er ekki eitt af theim."

Madur spyr sjálfan sig hvort thessara tveggja vidhorfa sé vaenlegra til árangurs.


Víóluskrímslid - stendur á sínu

sunnudagur, apríl 10, 2005

Gröningen

Ef Amsterdam er Reykjavík er Groningen Akureyri. Tilburg er Selfoss. Thar sprengir gelnotkunin, bekkjabrúnkan og sportbílaeignin líka alla skala.

Ég er stödd í Groningen thessa vikuna til thess ad vinna mér inn fyrir fartölvunni sem ég keypti mér um daginn í einu best ígrundada kaupaedi sem ég hef stefnt sjálfri mér í. Nú get ég skrifad ritgerdir á sunnudögum í stad thess ad thvaelast um húsid eins og taugaveikladur hamstur og baka kökur.

Groningen er skemmtileg og lífleg borg. Nordur H-lendingar eru rólegir í tídinni og hér snýr enginn sér vid gangi madur í Álafossúlpu um göturnar. Á götunum er margt ad sjá og margt gledur augad. Eins og gamla konan sem ég sá á verslunargötunni í gaer.

Ég var ad leita mér ad falafelbúllu thegar ég rak augun í eldri konu sem lá í götunni. Almáttugur, hugsadi ég og aetladi ad stökkva til bjargar - en snarstansadi thegar ég sá ad hún var ekki ein. Undir henni lá smákrimmi, umthadbil 10 ára gamall, og hélt í töskuna hennar med bádum höndum. Gamla konan nefndi piltinn öllum illum nöfnum og fór svo ad lemja hann med regnhlífinni sinni. Strákurinn var thó ekki á thví ad gefast upp og hélt sem fastast í töskuna. Sú gamla reiddi honum thá ROKNAHÖGG í hausinn svo hann lét undan. Hún stód upp, reif til sín töskuna og hellti nýjum skammti af fúkyrdum yfir minigangsterinn. Sá var fljótur á faetur. Honum virtist ekki hafa ordid meint af barsmídunum thví hann svaradi frúnni fullum hálsi og gaf henni dónalegt merki med midfingrinum. Örlög hans voru innsiglud.

Thad sídasta sem ég sá til thessa thokkapars var ad strákurinn hljóp skelfingu lostinn og á hardaspretti undan gömlu konunni sem elti hann med hávaerum öskrum og sveifladi regnhlífinni af miklum mód. Sá reynir ábyggilega aldrei framar ad stela töskum af gömlum konum. Ofuramman er maett til leiks á ný. (Nudge nudge...)


Víóluskrímslid - sjálfsvörn í verki

mánudagur, apríl 04, 2005

Lög og reglur

Hér í H-landi thykir fólki ofsa gaman ad búa til reglur. Theim thykir líka gaman ad fylgja theim út í ystu aesar. Ef búd lokar klukkan sex er manni ekki hleypt inn tíu mínútur í. Ef straetó stendur á raudu ljósi í 2-3 mínútur er ekki séns ad bílstjórinn opni fyrir manni svo madur thurfi ekki ad bída í hálftíma. Ef í reglunum stendur ad faera skuli alla thá er lenda í bílslysi burt af slysstad á börum er thad gert sama thó allir their sem lentu í slysinu geti farid flikk flakk heljarstökk án vandraeda.

Um daginn vard slys á hradbraut hér skammt frá. Bílstjóri missti stjórn á farataeki sínu og lenti út af veginum. Honum var ekki verr brugdid en svo ad hann losadi sig sjálfur úr flakinu og rölti upp á veg til thess ad kalla eftir hjálp. Ekki leid á löngu thar til fyrir honum stoppadi annar ökumadur sem baud honum ad bída í sínum bíl medan lögregla og sjúkralid vaeri ad koma sér á stadinn.

Thegar sjúkrabíllinn kom ad tók vid mikid thóf enda var vesalings manninum samkvaemt reglum víst stranglega bannad ad hreyfa sig úr sínum klessta bíl. Sú stadreynd ad hann var kominn inn í bíl hjá velviljudum vegfaranda olli ekki minni vandraedum. Thad er nefnilega líka stranglega bannad ad hreyfa slasada af slysstad nema á börum. Eftir japl jaml og fudur var ákvedid ad SAGA THAKID af bílnum sem hinn óheppni ökumadur sat í svo haegt vaeri ad koma börunum ad. Ekki fylgdi sögunni hvort eigandi bílsins hafi verid sáttur vid thaer adgerdir, ekki síst thegar hinn slasadi bad margsinnis um ad fá ad fara sjálfur út úr bílnum. Hann hlyti ad geta thad fyrst hann komst sjálfur inn.

Er ekki allt í lagi heima hjá fólki.


Víóluskrímslid- anarkí og kaos

föstudagur, apríl 01, 2005

1. apríl

Thad er komid vor í H-landi. Magnólíutré og krókusar ilma í kapp vid sólabakadan hundaskít, fuglarnir maka sig af kappi í vel snyrtum runnum, verandir kaffihúsanna fyllast af léttklaeddum bjórthyrstum H-lendingum og próftaflan er komin í hús.

Á midvikudag maetti ég í sídasta sinn til vinnu í Tónskólanum í Eindhoven. Leidbeinandinn minn er kominn aftur úr faedingarorlofi. Hún heitir Agnes og kemur frá Ungverjalandi. Agnesi var vel fagnad af kollegunum sem kysstu hana í bak og fyrir og óskudu til hamingju med krógann. Karlmönnunum vöknadi um augu thegar their minntust faedinga sinna eigin barna. Kvenfólkid klappadi henni á bakid eins og reyndum vörubílsstjóra sem komist hefur leidina frá ísafirdi til Reykjavíkur í blindbyl og tólf vindstigum án thess ad drepa sig eda skemma farminn. Spurdu svo óthaegilega nákvaemra spurninga líffaerafraedilegs edlis.

Börnin í Eindhoven báru mér vel söguna thó ekki hafi ég gert theim lífid neitt audveldara sídastlidna fjóra mánudi. Ég lít thví svo á ad ég hafi lokid verknáminu med stael.

Nú taka vid ritgerdir á ritgerdir ofan, sálfraediverkefni thar sem ég tharf ad skrifa tvaer bladsídur um efni sem afgreida maetti í tveimur málsgreinum, aefingar, fyrirlestrar og próf. Sídasta prófid er 31.maí. Ég kem heim daginn eftir. Vei theim sem leggur í ad saekja mig.


Víóluskrímslid - í gódum fíling