Illgirni og almenn mannvonska

mánudagur, apríl 04, 2005

Lög og reglur

Hér í H-landi thykir fólki ofsa gaman ad búa til reglur. Theim thykir líka gaman ad fylgja theim út í ystu aesar. Ef búd lokar klukkan sex er manni ekki hleypt inn tíu mínútur í. Ef straetó stendur á raudu ljósi í 2-3 mínútur er ekki séns ad bílstjórinn opni fyrir manni svo madur thurfi ekki ad bída í hálftíma. Ef í reglunum stendur ad faera skuli alla thá er lenda í bílslysi burt af slysstad á börum er thad gert sama thó allir their sem lentu í slysinu geti farid flikk flakk heljarstökk án vandraeda.

Um daginn vard slys á hradbraut hér skammt frá. Bílstjóri missti stjórn á farataeki sínu og lenti út af veginum. Honum var ekki verr brugdid en svo ad hann losadi sig sjálfur úr flakinu og rölti upp á veg til thess ad kalla eftir hjálp. Ekki leid á löngu thar til fyrir honum stoppadi annar ökumadur sem baud honum ad bída í sínum bíl medan lögregla og sjúkralid vaeri ad koma sér á stadinn.

Thegar sjúkrabíllinn kom ad tók vid mikid thóf enda var vesalings manninum samkvaemt reglum víst stranglega bannad ad hreyfa sig úr sínum klessta bíl. Sú stadreynd ad hann var kominn inn í bíl hjá velviljudum vegfaranda olli ekki minni vandraedum. Thad er nefnilega líka stranglega bannad ad hreyfa slasada af slysstad nema á börum. Eftir japl jaml og fudur var ákvedid ad SAGA THAKID af bílnum sem hinn óheppni ökumadur sat í svo haegt vaeri ad koma börunum ad. Ekki fylgdi sögunni hvort eigandi bílsins hafi verid sáttur vid thaer adgerdir, ekki síst thegar hinn slasadi bad margsinnis um ad fá ad fara sjálfur út úr bílnum. Hann hlyti ad geta thad fyrst hann komst sjálfur inn.

Er ekki allt í lagi heima hjá fólki.


Víóluskrímslid- anarkí og kaos

Engin ummæli: