Illgirni og almenn mannvonska

mánudagur, apríl 18, 2005

Freudian slip

Ég lagdist í hrottalegt kvef um helgina. Í thridja sinn á thessu ári. Algerlega óumflýjanlegt enda dreymdi mömmu fyrir thví.

Helsta afleidingin var sú ad á tónleikunum á föstudag og laugardag thurfti ég ad beita mig hördu til ad eydileggja ekki undurfagran tónlistarflutning hljómsveitarinnar med hóstaköstum og hávaerum snýtingum. Ég komst heldur ekki á barinn eftir sídustu tónleikana og olli thar med ungum Svía grídarlegum vonbrigdum - en sá thóttist hafa himinn höndum tekid thegar hann áttadi sig á thví ad ég skildi saensku. Römm er sú taug er rekka dregur, födurtúna til.

Í lestinni á leidinni til Tilburgar í gaer gaetti ég thess ad hósta med miklum látum í hvert sinn sem lestin stoppadi til ad hleypa inn nýjum farthegum. Thad hafdi tilaetlud áhrif og sat ég ein í lestarvagninum mestalla ferdina. Thegar heim kom gerdi kötturinn Bezoek sig líklega til ad kúra hjá mér en haetti vid thegar ég snýtti mér framan í hana. Thad thótti mér midur enda fátt notalegra en latur köttur til ad halda hita á laerunum á manni thegar madur er med kvef.

Ég hringdi heim og lét svo loksins verda af thví ad tengja internetid á nýju tölvunni minni. Thegar ég aetladi ad líta á tölvupóstinn minn sló ég inn HORMAIL í stad HOTMAIL. Thad fannst mér videigandi.

Ég verd ad haetta ad naga neglurnar thegar pestir eru ad ganga.


Víóluskrímslid - med ónýtt ónaemiskerfi

Engin ummæli: