Illgirni og almenn mannvonska

mánudagur, janúar 31, 2005

Asperger

Thegar madur hefur ekkert ad gera er alltaf gott ad setjast fyrir framan tölvuna. Rétt í thessu tók ég próf sem hélt thví fram ad ég hugsadi eins og manneskja med Asperger Syndrome. Svo tók ég próf sem sanndi thad ad ég vaeri snillingur í mannlegum samskiptum. Hér gengur eitthvad ekki alveg upp. Minnti mig á heilagerdaprófid sem ég tók einhverntímann sem maelti med thví ad ég aetti ad drífa mig í kynskiptaadgerd. Thad er kannski spurning um ad slaka adeins á skilgreiningunum.

Vid komum heim úr hljómsveitarferdalagi í gaer thar sem stúdentahljómsveit Konservatoríanna frá Tilburg, Gent og Maastricht thjösnadist á Galöntudönsunum eftir Kodály og Rósariddaranum eftir Richard Strauss med ágaetis árangri. Á eldhúsbordinu beid okkar tilkynning um ad Bezoek vaeri týnd. Stuttu sídar valsadi Bezoek inn í eldhúsid og heimtadi mjólk. Hún er ordin ansi sver um sig midja. Vorid er ad koma.


Víóluskrímslid - krókusar á naesta leiti
laugardagur, janúar 22, 2005

It's raining beer

Í tilefni 25 ára afmaelis míns var haldid á pönktónleika í gaerkveldi. Pönkrokkbandid Heidarósirnar (Heideroosjes) stód fyrir 15 ára afmaelistónleikum í adalrokksal Tilburgar, 013. Thar ed Gerben litli bródir býr yfir einstökum haefileikum til thess ad troda sér inn á gestalista hvar sem er thurftum vid ekki ad bída í röd eins og pöpullinn heldur fengum vid fínt kúkabrúnt armband um úlnlidinn og löbbudum beint inn eins og fínt fólk.

Áheyrendur voru á ýmsum aldri og úr flestum stéttum. Heidarósirnar höfda greinilega til breids áheyrendahóps. Vid fína fólkid brutum thó odd af oflaeti okkar og í stad thess ad fara upp í stúku eins og kúkabrúna armbandid gaf okkur faeri á ad gera skelltum vid okkur í pyttinn fyrir framan svidid. Thar sveif hassmökkurinn yfir vötnum og menn voru farnir ad gíra sig fyrir vaentanleg slagsmál. Fyrsta bandid, The Do-nots tryllti lýdinn og ekki gáfu The Apers, band nr. tvö theim mikid eftir. Baendur flugust á í pyttinum og madur hafdi ekki undan ad hrinda af sér misillalyktandi pönkdrengjum sem voru uppteknari af thví ad fleygja sér á thvöguna en ad hlusta á tónlistina. Annar er sá sidur hollenskur ad fleygja hálffullum bjórglösum yfir manngrúann til ad baeta á stemmninguna. Eftir hálftíma var madur ordinn blautur, marinn, sveittur og jafn illalyktandi og allir hinir og thá fannst manni komid gott.

Úr pyttinum fórum vid upp á fyrstu svalir og hlýddum thar á undurfagran söng Heidarósanna. Thar var minna um bjórskúrir og menn ekki eins uppteknir af thví ad berja náungann.

Tónleikarnir voru gódir og ad sjálfsögdu tóku Heidarósirnar uppáhaldslagid mitt med theim sem aukalag, Iedereen is gek, behalve jij (allir eru klikk nema thú) sem er um kúgadar húsmaedur sem finna lífsfyllingu í spjalli yfir kaffibolla frá 13-14 hvern dag og sápuóperuglápi.

Sídan var haldid heim. Ég stódst freistinguna um ad kaupa Heidarósabol handa Anitu Dögg sem á stód "I'm not deaf, I'm just ignoring you". Enda var röd.


Víóluskrímslid - bjór er gódur fyrir hárid

föstudagur, janúar 21, 2005

Ammli

Í dag er merkisdagur. Ég er ordin heillar kvartaldar gömul.

Ég held upp á thennan merka áfanga med thví ad leida víóluhópinn í gegnum Svítu úr Rósariddaranum eftir Richard Strauss. Thad er nú meira andskotans torfid.

Heima bídur súkkuladikaka med tölunni 25 ritudu í smartís.

Er madur nú ordinn fullordinn? Svar óskast.


Víóluskrímslid- kvartöld í höfn

mánudagur, janúar 17, 2005

Leti

Mér finnst alveg óskaplega gott ad vera löt. Ég fer helst seint ad sofa og seint á faetur og takist mér ad troda middegislúr inn í prógrammid verd ég vodalega kát. Letin er ljúfust thegar hún er verdskuldud, eda eftir strangar vinnutarnir. Thess vegna fór ég heim eftir sídasta prófid í morgun í stad thess ad blanda mér í slaginn um aefingaherbergin.

Heima steikti ég mér egg og hitadi te. Sat hálfri mínútu lengur en venjulega á klósettinu og hafdi thví nógan tíma til ad virda fyrir mér nýja myglubletti og rakaskemmdir á veggnum. Nýjasta myglan er hvít, lodin og hefst vid undir flagnadri málningu. Flóran á klóinu er farin ad verda ansi impressíf. Miklu flottari en sú í sturtunni. Hún er nú skolud af af og til.

Köttur nágrannans, hin andsetna Bezoek mjálmadi eins og vitskert fyrir utan eldhúsgluggann svo ég hleypti henni inn. Ég stal dálítilli sojamjólk handa kettinum en hún fúlsadi vid henni. Matvandur köttur. Svo trítludum vid saman upp í herbergid mitt. Bezoek rannsakadi herbergid í krók og kring á medan ég kveikti á ofninum. Svo stökk hún upp í rúmid mitt og gerdi sig heimankomna.

Leikar fóru svo ad vid Bezoek sváfum tharna daglangt, vafdar í Álafossullarteppid frá Thrúdi fraenku. Vid vöknudum ekki fyrr en Annegret kom heim og skellti hurdum. Teygdum úr okkur, geispudum og sýndum tennurnar. Klórudum okkur bak vid eyrun og gaegdumst undan teppinu. Vid vorum andlega tengdar thá stundina, vid Bezoek.

Mikid er gott ad vera latur.


Víóluskrímslid - köttur í fyrra lífilaugardagur, janúar 15, 2005

Fordómahornid


Í gledskap í gaerkvöldi heyrdi ég sérdeilis fyndinn brandara:


Einu sinni rökraeddu verkfraedingur, líffraedingur og staerdfraedingur um hvort betra vaeri ad eiga kaerustu en eiginkonu.

Verkfraedingurinn var á thví ad best vaeri ad eiga kaerustu. Thad vaeri audvelt ad skipta theim út thegar hentadi og adlagast thannig nýjum adstaedum á áhrifaríkan hátt.

Líffraedingurinn sagdist miklu frekar vilja eiginkonu. Thad vaeri öruggara og studladi ad vidhaldi kynstofnsins.

Staerdfraedingurinn hristi hausinn. "Ég vil eiga baedi kaerustu OG eiginkonu" sagdi hann. "Thá get ég sagt konunni ad ég sé hjá kaerustunni, kaerustunni ad ég sé hjá konunni - og get svo farid og tegrad í fridi!"

Thessi brandari er stútfullur af fordómum. Their sem finna fleiri en tvo mega nóta thad hjá sér. Their fá svo verdlaun thegar ég hef tíma til ad veita thau.


Víóluskrímslid - flissar illyrmislega

fimmtudagur, janúar 13, 2005

Enn sem fyrr er Annan á undan sinni samtíd

eins og sannast á thessari frétt. Vísindamenn sanna thad sem Skandinavar hafa lengi vitad. Nidur med dönskuna!

Víóluskrímslid - fullt sjálfsánaegju

mánudagur, janúar 10, 2005

Vorstemmning

H-land heilsadi med gledibrag í gaer. Vedrid var eins á á fögrum vordegi uppi á Íslandi, 10 stiga hiti, logn og heidskírt. Eins gott. H-lenska lestarkerfid vann sér nefnilega inn óteljandi hatursstig med hefdbundnum seinkunum sem leiddu til thess ad ég eyddi samtals tveimur tímum í ad bída eftir lestum sem aldrei komu. Hefdi verid kalt úti hefdi ég farid ad grenja af vonsku.

Thess í stad tyllti ég mér á skiptistödunum med reyfara í hönd og las allt um vidurstyggilega innvidi Hvíta Hússins medan ég beid eftir lestunum. Bókin sú lofadi gódu á medan ég hélt ad hún snerist um mannýgar geimverur og baráttu vísindamanna fyrir lífi sínu. Hún reyndist vera um allt annad. Ég las hana nú samt og fagnadi er illmennid beid ósigur.

Á leidinni til Tilburgar thyrmdi einsemdin yfir mig og mér var skapi naest ad drekkja nokkrum músum fyrir framan ókunnuga ferdafélaga. Mikid átti ég bágt, alein í útlöndum og engin Anita Dögg. Mér vard thó brátt ljóst ad slíkt athaefi vaeri í háesta máta ósmekklegt enda hef ég farid thessa sömu för oftar en teljandi er á fingrum annarrar handar. Í stad thess ad vaela ákvad ég ad borda Nóakropp, spenvolgt úr fríhöfninni. Thad reyndist heillavaenleg ákvördun.

Heima í Húsi hinna töfrandi lita beid Annegret med kúskús og stífladan vask. Kúskúsid smakkadist vel. Handy-Girl tók vaskinn ad sér og komst ad thví ad ónefnd kvenpersóna hafdi leikid sér ad thví ad hella ofan í hann rúmensku háreydingarvaxi sér til skemmtunar á medan adrir íbúar voru í burtu. Vaxkökkurinn sem krakadur var út úr vatnslásnum var med thví ógedslegra sem Handy-Girl hefur séd.

Ég hélt upp á skólabyrjun med thví ad sofa yfir mig. Mikid var thad thaegilegt.


Víóluskrímslid - í vinnuhamfimmtudagur, janúar 06, 2005

Ómennska í upphafi árs

Stundum hugsa ég mér að það sé eins gott að ég bý ekki á Íslandi lengur. Mér yrði aldrei neitt úr verki. Langar nætur veita kjörið tækifæri til 16 tíma samfellds svefns og óveður og kuldi ýta ekki undir mikla virkni almennt. Jólafríið varð sannkölluð letihátíð enda yndislegt skítaveður allan tímann. Fjölskylda og vinir kepptust um að fá að sjá framan í mann enda þurfa þau að fylla Önnukvótann fyrir árið. Ég át, svaf, las og fór í boð.

í stuttu máli gerði ég ekki neitt. Ég dröslaðist til að gera uppkast að heimaprófi í formfræði í morgun. Hins vegar á ég eftir að hreinskrifa það, æ já. Kontrapunkturinn fær að bíða til morguns. Ekki æfði ég mig svo heitið geti og mér líður eins og fingurnir á mér séu gerðir úr soðnu spaghettíi, svei mér þá. Því þarf ég að bretta upp ermarnar þegar komið verður til H-lands. Eigi dugir að liggja í leti og ómennsku - þó það sé það skemmtilegasta sem ég geri.

Nú tekur við mikill hasar sem standa mun sleitulaust í 6 mánuði. Mikið hlakka ég til. Ferðinni er heitið út á sunnudaginn. Adjö.


Víóluskrímslið - gleðilegt ár