Leti
Mér finnst alveg óskaplega gott ad vera löt. Ég fer helst seint ad sofa og seint á faetur og takist mér ad troda middegislúr inn í prógrammid verd ég vodalega kát. Letin er ljúfust thegar hún er verdskuldud, eda eftir strangar vinnutarnir. Thess vegna fór ég heim eftir sídasta prófid í morgun í stad thess ad blanda mér í slaginn um aefingaherbergin.
Heima steikti ég mér egg og hitadi te. Sat hálfri mínútu lengur en venjulega á klósettinu og hafdi thví nógan tíma til ad virda fyrir mér nýja myglubletti og rakaskemmdir á veggnum. Nýjasta myglan er hvít, lodin og hefst vid undir flagnadri málningu. Flóran á klóinu er farin ad verda ansi impressíf. Miklu flottari en sú í sturtunni. Hún er nú skolud af af og til.
Köttur nágrannans, hin andsetna Bezoek mjálmadi eins og vitskert fyrir utan eldhúsgluggann svo ég hleypti henni inn. Ég stal dálítilli sojamjólk handa kettinum en hún fúlsadi vid henni. Matvandur köttur. Svo trítludum vid saman upp í herbergid mitt. Bezoek rannsakadi herbergid í krók og kring á medan ég kveikti á ofninum. Svo stökk hún upp í rúmid mitt og gerdi sig heimankomna.
Leikar fóru svo ad vid Bezoek sváfum tharna daglangt, vafdar í Álafossullarteppid frá Thrúdi fraenku. Vid vöknudum ekki fyrr en Annegret kom heim og skellti hurdum. Teygdum úr okkur, geispudum og sýndum tennurnar. Klórudum okkur bak vid eyrun og gaegdumst undan teppinu. Vid vorum andlega tengdar thá stundina, vid Bezoek.
Mikid er gott ad vera latur.
Víóluskrímslid - köttur í fyrra lífi
Illgirni og almenn mannvonska
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli