Kúkamál hin seinni
Þegar ég sat yfir þriðja tebollanum við eldhúsborðið í morgun heyrði ég kunnuglegt mjálm utan við gluggann. Þar var kötturinn Bezoek á ferð, en hún hefur ekki látið sjá sig síðan hún skreytti eldhúsgólfið með eftirminnilegum hætti á mánudagsmorgun.
Ég stóð upp og hleypti kettinum inn enda skítakuldi úti. Bezoek skaust inn milli fótanna á mér með háværu mjálmi og stökk upp á stólinn sem hún hefur eignað sér undanfarið. Þar sat hún og hvessti á mig gular glyrnurnar.
Heyrðu mig væna, sagði ég. Það þýðir ekkert að skíta út annarra manna hýbýli jafnvel þó maður sé alveg í spreng og komist ekki út.
Mjá, sagði kötturinn og hallaði undir flatt.
Ætlarðu að lofa mér því að gera þetta aldrei aftur? Sagði ég, enda Bezoek gáfaður köttur sem skilur íslensku.
Bezoek stökk þá niður af stólnum og nuddaði sér vandlega upp við fæturna á mér. Svo leit hún upp og mjálmaði. Mér fannst hún vilja segja "Ég get engu lofað um það..."
Ég skildi bakdyrnar eftir opnar þegar ég fór upp.
Grenj
Héðan í frá mun ég mæla gæði listaverka í grenjstigum.
Mér varð þetta ljóst rétt áðan þegar ég fór að grenja yfir Adagio kaflanum í Grand partítu Mozarts. Það verk fær 8 grenjstig af 10 mögulegum.
Í gærkvöldi fór ég að grenja yfir Sjálfstæðu fólki eftir Halldór Laxness. 11 grenjstig af 10 mögulegum.
Kannski er þetta bara dulin heimþrá. Afþvíað skrímslum leyfist ekki að grenja yfir svoleiðis.
Víóluskrímslið - mjúkt eins og (nýtt) Lindubuff
Illgirni og almenn mannvonska
miðvikudagur, nóvember 30, 2005
mánudagur, nóvember 28, 2005
Kúkamál hin fyrri
Dagurinn í dag byrjaði vel. Ég vaknaði vel fyrir hádegi og eyddi heilum tveimur klukkutímum í að tala í símann yfir hafið - um ekki neitt. Að símtalinu loknu skreiddist ég værðarlega á fætur, náði mér í handklæði og lagði af stað niður stigann í átt að mygluðu sturtunni okkar.
OG SJÁ
Á miðju eldhúsgólfinu lá nokkuð sem ég hef hingað til ekki vanist að sjá innanhúss. Kötturinn Bezoek hafði greinilega gert sér lítið fyrir í morgunheimsókn sinni og drullað yfir hálft eldhúsgólfið. Köttinn var hins vegar hvergi að sjá. Ég lagði saman tvo og tvo. Einhver hafði hleypt kettinum inn, setið rólegur yfir morgunkaffinu meðan hann hægði sér á gólfið og svo farið í skólann án þess að þrífa upp ósómann. Einn er sá siður H-lendinga að þrífa aldrei upp eftir gæludýrin á almannafæri en maður hefði haldið að um eldhúsgólfið heima hjá þeim gilti öðru máli.
ÉG SÁ RAUTT.
Helvítis aumingjar og óþroskuðu krakkahálfvitar! Æpti ég út í eyðimörkina. Er ekki í lagi með ykkur? Getið þið ekki gert neitt sjálf? Eins og að þrífa upp mjólkurniðurgang eftir kött sem þið hleyptuð sjálf inn í stað þess að láta mér það eftir eins og allt annað sem miður fer í þessu húsi? Ég gat ekki horft upp á þennan viðbjóð á heimili mínu öllu lengur svo ég náði í klósettpappírsrúllu eina mikla og skóflaði drullunni upp. Svo fór ég í kalda sturtu - því það sauð á mér.
Þegar úr sturtunni var komið var ég enn bálreið. Ég tók upp símann og hringdi á línuna. Luis hafði ekki hleypt kettinum inn en hafði þó tekið eftir því sem hann hafði skilið eftir sig. Aðspurður hvers vegna hann hefði ekki gert neitt sagðist hann ekki hafa viljað þrífa annarra skít. Þá fannst honum betra að borða morgunmat í drullunni miðri. Hvorug stúlknanna vildi kannast við það að hafa hleypt kettinum inn. Drengurinn á loftinu kemur málinu ekki við því hann er ekki heima. Kötturinn hefur semsagt farið í gegnum hurðina, hvæsti ég. Þetta er greinilega mjög hæfileikaríkur köttur.
Nú finnst mér komið nóg. Héðan í frá mun ég ekki gera neitt í þessu húsi. Handy Girl er farin í verkfall og kemur ekki aftur. Stífluð niðurföll, gaskatlar sem ekki kviknar á, sprungin hjóladekk, sprungnar perur, bilaðar ryksugur, útbrunnin rafmagnsöryggi, þvottavélar sem standa á sér, pöddur í sturtunni, laust veggfóður, biluð húsgögn, brotin búsáhöld, ótengt internet, kúkur á eldhúsgólfinu... þau mega sjá um þetta sjálf héðan af. Megi þau mygla í eigin skít.
Víóluskrímslið - fullt af heift
Dagurinn í dag byrjaði vel. Ég vaknaði vel fyrir hádegi og eyddi heilum tveimur klukkutímum í að tala í símann yfir hafið - um ekki neitt. Að símtalinu loknu skreiddist ég værðarlega á fætur, náði mér í handklæði og lagði af stað niður stigann í átt að mygluðu sturtunni okkar.
OG SJÁ
Á miðju eldhúsgólfinu lá nokkuð sem ég hef hingað til ekki vanist að sjá innanhúss. Kötturinn Bezoek hafði greinilega gert sér lítið fyrir í morgunheimsókn sinni og drullað yfir hálft eldhúsgólfið. Köttinn var hins vegar hvergi að sjá. Ég lagði saman tvo og tvo. Einhver hafði hleypt kettinum inn, setið rólegur yfir morgunkaffinu meðan hann hægði sér á gólfið og svo farið í skólann án þess að þrífa upp ósómann. Einn er sá siður H-lendinga að þrífa aldrei upp eftir gæludýrin á almannafæri en maður hefði haldið að um eldhúsgólfið heima hjá þeim gilti öðru máli.
ÉG SÁ RAUTT.
Helvítis aumingjar og óþroskuðu krakkahálfvitar! Æpti ég út í eyðimörkina. Er ekki í lagi með ykkur? Getið þið ekki gert neitt sjálf? Eins og að þrífa upp mjólkurniðurgang eftir kött sem þið hleyptuð sjálf inn í stað þess að láta mér það eftir eins og allt annað sem miður fer í þessu húsi? Ég gat ekki horft upp á þennan viðbjóð á heimili mínu öllu lengur svo ég náði í klósettpappírsrúllu eina mikla og skóflaði drullunni upp. Svo fór ég í kalda sturtu - því það sauð á mér.
Þegar úr sturtunni var komið var ég enn bálreið. Ég tók upp símann og hringdi á línuna. Luis hafði ekki hleypt kettinum inn en hafði þó tekið eftir því sem hann hafði skilið eftir sig. Aðspurður hvers vegna hann hefði ekki gert neitt sagðist hann ekki hafa viljað þrífa annarra skít. Þá fannst honum betra að borða morgunmat í drullunni miðri. Hvorug stúlknanna vildi kannast við það að hafa hleypt kettinum inn. Drengurinn á loftinu kemur málinu ekki við því hann er ekki heima. Kötturinn hefur semsagt farið í gegnum hurðina, hvæsti ég. Þetta er greinilega mjög hæfileikaríkur köttur.
Nú finnst mér komið nóg. Héðan í frá mun ég ekki gera neitt í þessu húsi. Handy Girl er farin í verkfall og kemur ekki aftur. Stífluð niðurföll, gaskatlar sem ekki kviknar á, sprungin hjóladekk, sprungnar perur, bilaðar ryksugur, útbrunnin rafmagnsöryggi, þvottavélar sem standa á sér, pöddur í sturtunni, laust veggfóður, biluð húsgögn, brotin búsáhöld, ótengt internet, kúkur á eldhúsgólfinu... þau mega sjá um þetta sjálf héðan af. Megi þau mygla í eigin skít.
Víóluskrímslið - fullt af heift
laugardagur, nóvember 26, 2005
Sjádu Madditt, thad snjóar!
Í gaer, um klukkan 15 ad stadartíma, fór ad snjóa hér í Tilburg. Thad fannst mér gaman enda löngu ordin leid á thessari helv... rigningarvellu alltaf hreint. Á skömmum tíma breyttist saklaust fjúk í hríd, med strengjum milli húsa og tilheyrandi. Ég kippti mér lítid upp vid thad enda hlýlega klaedd í dautt dýr, med ullarvettlinga frá ömmu og í nýjum grófsóludum stígvélum.
Thegar ég lagdi af stad heim úr skólanum var thegar kominn heilmikill snjór, sá mesti sem ég hef séd hér hingad til. Ég setti undir mig hausinn í forvarnaskyni og thrammadi af stad. Á leidinni heim fylgdist ég full Thórdargledi med naelonklaeddum H-lendingum sem thrjóskudust vid ad hjóla á glerhálli götunni til thess eins ad detta á rassinn á 10 metra fresti. Bílarnir skautudu um göturnar enda ekki nokkur madur á vetrardekkjum í thessu landi.
Thegar ég kom heim var ég komin í mikid jólaskap, sem ekki minnkadi vid thad ad borda snjóinn sem hafdi safnast saman á víólukassanum mínum. Er ég hafdi hitad mér kakó og flett upp Bókatídindunum á netinu var stundin fullkomnud.
Enn Anndam var ekki lengi í paradís. Dyrabjallan hringdi og inn datt skólasystir mín, kuldablá og snjóug upp fyrir haus. Thad ganga engar lestir í kvöld vegna vedurs, sagdi hún. Má ég gista hér? Thad var audsótt mál. Skólasystur voru faerd thurr föt og henni gefid kakó med kanil. Thegar leid á kvöldid heyrdum vid af fleirum í sömu sporum. Lestarstödin hafdi verid full af fólki sem beid thess ad komast til síns heima en komst hvorki lönd né strönd vegna snjókomunnar. Sídar um kvöldid leitadi annar gestur skjóls í Húsi hinna töfrandi lita. Kötturinn Bezoek hafdi verid lokud úti yfir helgina af yfirmáta hugsunarlausum eigendum sínum sem sjálfir voru farnir á einhvern jólamarkad úti í r-gati. Bezoek svaf uppí hjá mér og tród ísköldum loppunum framan í mig. Ósköp var thad ljúft.
Thegar ég vaknadi í morgun var snjórinn ad mestu farinn. Nú er bara eftir skítugt slabb sem fer nú ekki vel med nýju skóna mína. Vonandi fer ad snjóa aftur sem fyrst.
Víóluskrímslid - Beta
Í gaer, um klukkan 15 ad stadartíma, fór ad snjóa hér í Tilburg. Thad fannst mér gaman enda löngu ordin leid á thessari helv... rigningarvellu alltaf hreint. Á skömmum tíma breyttist saklaust fjúk í hríd, med strengjum milli húsa og tilheyrandi. Ég kippti mér lítid upp vid thad enda hlýlega klaedd í dautt dýr, med ullarvettlinga frá ömmu og í nýjum grófsóludum stígvélum.
Thegar ég lagdi af stad heim úr skólanum var thegar kominn heilmikill snjór, sá mesti sem ég hef séd hér hingad til. Ég setti undir mig hausinn í forvarnaskyni og thrammadi af stad. Á leidinni heim fylgdist ég full Thórdargledi med naelonklaeddum H-lendingum sem thrjóskudust vid ad hjóla á glerhálli götunni til thess eins ad detta á rassinn á 10 metra fresti. Bílarnir skautudu um göturnar enda ekki nokkur madur á vetrardekkjum í thessu landi.
Thegar ég kom heim var ég komin í mikid jólaskap, sem ekki minnkadi vid thad ad borda snjóinn sem hafdi safnast saman á víólukassanum mínum. Er ég hafdi hitad mér kakó og flett upp Bókatídindunum á netinu var stundin fullkomnud.
Enn Anndam var ekki lengi í paradís. Dyrabjallan hringdi og inn datt skólasystir mín, kuldablá og snjóug upp fyrir haus. Thad ganga engar lestir í kvöld vegna vedurs, sagdi hún. Má ég gista hér? Thad var audsótt mál. Skólasystur voru faerd thurr föt og henni gefid kakó med kanil. Thegar leid á kvöldid heyrdum vid af fleirum í sömu sporum. Lestarstödin hafdi verid full af fólki sem beid thess ad komast til síns heima en komst hvorki lönd né strönd vegna snjókomunnar. Sídar um kvöldid leitadi annar gestur skjóls í Húsi hinna töfrandi lita. Kötturinn Bezoek hafdi verid lokud úti yfir helgina af yfirmáta hugsunarlausum eigendum sínum sem sjálfir voru farnir á einhvern jólamarkad úti í r-gati. Bezoek svaf uppí hjá mér og tród ísköldum loppunum framan í mig. Ósköp var thad ljúft.
Thegar ég vaknadi í morgun var snjórinn ad mestu farinn. Nú er bara eftir skítugt slabb sem fer nú ekki vel med nýju skóna mína. Vonandi fer ad snjóa aftur sem fyrst.
Víóluskrímslid - Beta
fimmtudagur, nóvember 24, 2005
Skítadjöfulshelvítiskuldi
H-land storkar náttúruöflunum þessa dagana. Ég er viss um að það sé eina landið í heiminum þar sem rignir þó hitastigið sé fyrir neðan frostmark.
Mér líður stundum eins og ég búi í torfbæ.
Megas
Ég var að hlusta á júbileumsafndisk með lögum eftir Megas í gærkvöldi. Meðfylgjandi var aukadiskur með áður óútgefnum lögum þar sem meistari Megas þenur röddina og rammfalskan gítarinn í vægast sagt misjöfnu ástandi.
Þegar ég var búin að hlusta á þetta í nokkra stund mér til óblandinnar ánægju var bankað varlega á herbergishurðina. Inn gægðist stelpan á neðri hæðinni með óttablandinn svip á andlitinu og spurði varfærnislega á hvað í ósköpunum ég væri að hlusta. Ég útskýrði það og sagði henni um leið að Megas þessi nyti ómældrar virðingar í heimalandi mínu.
Hún hristi hausinn þegar hún fór aftur niður.
Víóluskrímslið - vertu mér samferða inn í blómalandið, amma
H-land storkar náttúruöflunum þessa dagana. Ég er viss um að það sé eina landið í heiminum þar sem rignir þó hitastigið sé fyrir neðan frostmark.
Mér líður stundum eins og ég búi í torfbæ.
Megas
Ég var að hlusta á júbileumsafndisk með lögum eftir Megas í gærkvöldi. Meðfylgjandi var aukadiskur með áður óútgefnum lögum þar sem meistari Megas þenur röddina og rammfalskan gítarinn í vægast sagt misjöfnu ástandi.
Þegar ég var búin að hlusta á þetta í nokkra stund mér til óblandinnar ánægju var bankað varlega á herbergishurðina. Inn gægðist stelpan á neðri hæðinni með óttablandinn svip á andlitinu og spurði varfærnislega á hvað í ósköpunum ég væri að hlusta. Ég útskýrði það og sagði henni um leið að Megas þessi nyti ómældrar virðingar í heimalandi mínu.
Hún hristi hausinn þegar hún fór aftur niður.
Víóluskrímslið - vertu mér samferða inn í blómalandið, amma
þriðjudagur, nóvember 22, 2005
Aðlögun
Guðný er komin og farin. Á stuttum tíma tókst okkur að sjá heilmikið af Hollandi. Vonandi verða Keflvíkingar þægir við hana þegar hún er farin að snúast í kringum þá í hvítum slopp og sauma saman eftir slagsmál á dimmum vetrarkvöldum.
Pakk
Ég er byrjuð að pakka. Það hljómar óhugnanlega. Svona verður maður skipulagður og jarðbundinn af því að búa í H-landi. Þó ótrúlegt sé gengur bæði seint og illa að koma húsgögnunum mínum út, jafnvel þó þau séu ókeypis gegn því að verða sótt. Það tímir enginn að leigja skutlu til að sækja þau.
Forgangsröð
Frúin sem á Hús hinna töfrandi lita hefur ekki mikinn áhuga á almennu viðhaldi, viðgerðum og öðru slíku. Hún hefur hingað til látið kvartanir okkar um ótryggt rafmagn og lélegar gasleiðslur sem vind um eyru þjóta. Rétt fyrir helgi brann svo risið í húsinu hennar ofan af henni. Það kviknaði í út frá þvottavél.
Ég lét mér sem snöggvast detta í hug að hún færi að hugsa öðruvísi um ástandið í húsinu okkar eftir að hafa lent í slíkri lífsreynslu. Í gærkvöldi heyrði ég svo að breytingar væru á döfinni. Hún ætlar að vísu ekki að gera við neitt - en hún ætlar að hengja reykskynjara upp um allt hús svo við vöknum örugglega upp við það ef kvikna skyldi í húsinu.
Það er gott að vita að hugsað er vel um mann.
Sæmundur
Þeir sem aðgang hafa að nýjasta tölublaði Sæmundar, málgagni SÍNE, munu um mitt blaðið sjá kunnuglegt trýni á ferð.
Víóluskrímslið - í ullarsokkum
Guðný er komin og farin. Á stuttum tíma tókst okkur að sjá heilmikið af Hollandi. Vonandi verða Keflvíkingar þægir við hana þegar hún er farin að snúast í kringum þá í hvítum slopp og sauma saman eftir slagsmál á dimmum vetrarkvöldum.
Pakk
Ég er byrjuð að pakka. Það hljómar óhugnanlega. Svona verður maður skipulagður og jarðbundinn af því að búa í H-landi. Þó ótrúlegt sé gengur bæði seint og illa að koma húsgögnunum mínum út, jafnvel þó þau séu ókeypis gegn því að verða sótt. Það tímir enginn að leigja skutlu til að sækja þau.
Forgangsröð
Frúin sem á Hús hinna töfrandi lita hefur ekki mikinn áhuga á almennu viðhaldi, viðgerðum og öðru slíku. Hún hefur hingað til látið kvartanir okkar um ótryggt rafmagn og lélegar gasleiðslur sem vind um eyru þjóta. Rétt fyrir helgi brann svo risið í húsinu hennar ofan af henni. Það kviknaði í út frá þvottavél.
Ég lét mér sem snöggvast detta í hug að hún færi að hugsa öðruvísi um ástandið í húsinu okkar eftir að hafa lent í slíkri lífsreynslu. Í gærkvöldi heyrði ég svo að breytingar væru á döfinni. Hún ætlar að vísu ekki að gera við neitt - en hún ætlar að hengja reykskynjara upp um allt hús svo við vöknum örugglega upp við það ef kvikna skyldi í húsinu.
Það er gott að vita að hugsað er vel um mann.
Sæmundur
Þeir sem aðgang hafa að nýjasta tölublaði Sæmundar, málgagni SÍNE, munu um mitt blaðið sjá kunnuglegt trýni á ferð.
Víóluskrímslið - í ullarsokkum
mánudagur, nóvember 14, 2005
Múmíumús
Aðfaranótt laugardags hringdi síminn minn um hálfþrjúleytið um nóttina og vakti mig af værum blundi. Ég nennti ekki að svara enda alltof erfitt að opna augun hálfsofandi, hvað þá vekja röddina til lífs í slíku ástandi.
Morguninn eftir sá ég á símalingnum að Melanie vinkona mín hafði hringt. Það fannst mér undarlegt því Melanie er að öllu jöfnu rólyndisstúlka sem ekki hringir í fólk um miðjar nætur. Ég hugsaði sem svo að það hlyti eitthvað að hafa komið fyrir. Hún svaraði ekki símanum heima hjá sér og það fór um mig samviskubitshrollur. Skyldi hún hafa lent í vandræðum og hringt í mig í örvæntingu sinni? Ætli einhver hafi ráðist á hana eða kveikt í húsinu hennar? Nokkrum mínútum síðar náði ég í hana í gemsann. Er allt í lagi með þig? Spurði ég óttaslegin. "Nja..." svaraði Melanie, "...eiginlega ekki."
Það er mús í herberginu mínu.
Ég rétt náði að bæla niður stórt fliss. Melanie er nefnilega afskaplega hrædd við mýs og finnst ekkert fyndið við það. "Var mús í herberginu þínu?" spurði ég um leið og ég þakkaði almættinu fyrir að það var ekki eitthvad verra. "Já, og það sem verra er, er að ég held að það sé önnur dauð undir rúminu mínu. Ég gat ekki sofið þar í nótt svo ég hringdi um allt þar til ég hitti á einhvern vakandi og gisti þar í nótt. Geturðu nokkuð tékkað á þessu fyrir mig, ég höndla ekki að fara ein heim." Ég bað hana að hitta mig heima hjá henni hálftíma síðar.
Heima hjá Melanie virtist allt með kyrrum kjörum. Ég gerði mikla músarleit í herberginu hennar en fann ekki neitt á lífi. Þegar Melanie lyfti upp rúminu sínu var hins vegar annað uppi á teningnum. Undir rúminu var uppþornuð, marflöt músarklessa, sem baðaði út öllum öngum. Ég fór inn í eldhús, náði í hníf og skrapaði múmíaða músina undan rúminu. Greyið hafði ábyggilega verið dauð þarna í marga mánuði. Melanie spurði hvort þetta væri mús og í hreinskilni minni játaði ég því. Það fannst henni að vonum hræðilegt. Fáir yrðu kátir við það að frétta að þeir hefðu sofið á dauðri mús mánuðum saman.
Músin fór sína síðustu ferð beinustu leið í ruslið, ég skúraði síðustu hárleifarnar undan rúminu og huggaði Melanie sem gat ekki ákveðið hvort hún ætti að vera full viðbjóðs eða samviskubits yfir músarlíkinu. Svo tróðum við í sameiningu plastpokum og álpappír í öll músarleg göt í stúdentahúsinu hennar og límdum fyrir með límbandi. Við getum steypt upp í þau síðar.
Víóluskrímslið - útfararstjóri
Aðfaranótt laugardags hringdi síminn minn um hálfþrjúleytið um nóttina og vakti mig af værum blundi. Ég nennti ekki að svara enda alltof erfitt að opna augun hálfsofandi, hvað þá vekja röddina til lífs í slíku ástandi.
Morguninn eftir sá ég á símalingnum að Melanie vinkona mín hafði hringt. Það fannst mér undarlegt því Melanie er að öllu jöfnu rólyndisstúlka sem ekki hringir í fólk um miðjar nætur. Ég hugsaði sem svo að það hlyti eitthvað að hafa komið fyrir. Hún svaraði ekki símanum heima hjá sér og það fór um mig samviskubitshrollur. Skyldi hún hafa lent í vandræðum og hringt í mig í örvæntingu sinni? Ætli einhver hafi ráðist á hana eða kveikt í húsinu hennar? Nokkrum mínútum síðar náði ég í hana í gemsann. Er allt í lagi með þig? Spurði ég óttaslegin. "Nja..." svaraði Melanie, "...eiginlega ekki."
Það er mús í herberginu mínu.
Ég rétt náði að bæla niður stórt fliss. Melanie er nefnilega afskaplega hrædd við mýs og finnst ekkert fyndið við það. "Var mús í herberginu þínu?" spurði ég um leið og ég þakkaði almættinu fyrir að það var ekki eitthvad verra. "Já, og það sem verra er, er að ég held að það sé önnur dauð undir rúminu mínu. Ég gat ekki sofið þar í nótt svo ég hringdi um allt þar til ég hitti á einhvern vakandi og gisti þar í nótt. Geturðu nokkuð tékkað á þessu fyrir mig, ég höndla ekki að fara ein heim." Ég bað hana að hitta mig heima hjá henni hálftíma síðar.
Heima hjá Melanie virtist allt með kyrrum kjörum. Ég gerði mikla músarleit í herberginu hennar en fann ekki neitt á lífi. Þegar Melanie lyfti upp rúminu sínu var hins vegar annað uppi á teningnum. Undir rúminu var uppþornuð, marflöt músarklessa, sem baðaði út öllum öngum. Ég fór inn í eldhús, náði í hníf og skrapaði múmíaða músina undan rúminu. Greyið hafði ábyggilega verið dauð þarna í marga mánuði. Melanie spurði hvort þetta væri mús og í hreinskilni minni játaði ég því. Það fannst henni að vonum hræðilegt. Fáir yrðu kátir við það að frétta að þeir hefðu sofið á dauðri mús mánuðum saman.
Músin fór sína síðustu ferð beinustu leið í ruslið, ég skúraði síðustu hárleifarnar undan rúminu og huggaði Melanie sem gat ekki ákveðið hvort hún ætti að vera full viðbjóðs eða samviskubits yfir músarlíkinu. Svo tróðum við í sameiningu plastpokum og álpappír í öll músarleg göt í stúdentahúsinu hennar og límdum fyrir með límbandi. Við getum steypt upp í þau síðar.
Víóluskrímslið - útfararstjóri
föstudagur, nóvember 11, 2005
Þursabit
Það að bíta á jaxlinn og bölva í hljóði hefur öðlast nýja merkingu fyrir mér.
Hljómsveit skólans, undir stjórn herra Jac van Steen (eins klístraðasta Íslandsvinar sögunnar) hélt hausttónleika í kvöld. Síðasta verk á dagskrá var fiðlukonsert Beethovens. Einleikari var Michael Erxleben, mikill virtuós og fiðlusnillingur. Herra Erxleben spilaði eins og engill í kvöld og var kallaður fram á svið þrisvar sinnum eftir tónleikana. Honum fannst það ekkert sérstaklega gaman. Hann fékk nefnilega þursabit í morgun og gat varla hreyft sig, hvað þá stormað fram og til baka um sviðið.
Allir þeir sem kannast við fiðlukonsert Beethovens vita að hér er um vandmeðfarið verk að ræða. Þessvegna héldu flestir að herra Erxleben myndi melda sig veikan í kvöld enda ekki mikið stuð að spila þvílíkt verk þegar menn geta ekki staðið uppréttir. Hins vegar mætti herra Erxleben á generalprufu, studdi sig við staf á leið inn á svið og spilaði konsertinn hálfsitjandi á kontrabassastól. Þar sem ég sat á fyrsta púlti sá ég hvað manninum leið illa. Samt var það ekki að heyra á leik hans. Það fannst mér magnað.
Á tónleikunum haltraði herra Erxleben inn á sviðið í mörgæsabúningnum, hneigði sig með erfiðismunum og stóð eins og klettur á meðan heillangur inngangurinn rann sitt skeið. Svo byrjaði hann að spila. Næstu 40 mínúturnar lék herra Erxleben sig inn í hjörtu áheyrenda. Svitinn rann af honum og í hverri einustu þögn gætti hann þess að hreyfa sig ekki svo sársaukinn yrði ekki verri. Þegar síðasti þátturinn var á enda var maðurinn kominn með tár í augun af sársauka. Svo var hann klappaður þrisvar upp og þurfti að hneigja sig jafnoft. Í síðasta skiptið hélt ég að hann myndi aldrei geta rétt úr sér aftur.
Nú liggur herra Erxleben ábyggilega inni á hótelherbergi, horfir á bláu stöðina í sjónvarpinu og bryður voltaren rapid eins og smartís. Ég fyrir mína parta ætla aldrei aftur að tuða þegar mér er illt í bakinu á æfingum. Eftir að hafa orðið vitni að svona nokkru flokkast það bara undir aumingjaskap.
Víóluskrímslið - atvinnumaður
Það að bíta á jaxlinn og bölva í hljóði hefur öðlast nýja merkingu fyrir mér.
Hljómsveit skólans, undir stjórn herra Jac van Steen (eins klístraðasta Íslandsvinar sögunnar) hélt hausttónleika í kvöld. Síðasta verk á dagskrá var fiðlukonsert Beethovens. Einleikari var Michael Erxleben, mikill virtuós og fiðlusnillingur. Herra Erxleben spilaði eins og engill í kvöld og var kallaður fram á svið þrisvar sinnum eftir tónleikana. Honum fannst það ekkert sérstaklega gaman. Hann fékk nefnilega þursabit í morgun og gat varla hreyft sig, hvað þá stormað fram og til baka um sviðið.
Allir þeir sem kannast við fiðlukonsert Beethovens vita að hér er um vandmeðfarið verk að ræða. Þessvegna héldu flestir að herra Erxleben myndi melda sig veikan í kvöld enda ekki mikið stuð að spila þvílíkt verk þegar menn geta ekki staðið uppréttir. Hins vegar mætti herra Erxleben á generalprufu, studdi sig við staf á leið inn á svið og spilaði konsertinn hálfsitjandi á kontrabassastól. Þar sem ég sat á fyrsta púlti sá ég hvað manninum leið illa. Samt var það ekki að heyra á leik hans. Það fannst mér magnað.
Á tónleikunum haltraði herra Erxleben inn á sviðið í mörgæsabúningnum, hneigði sig með erfiðismunum og stóð eins og klettur á meðan heillangur inngangurinn rann sitt skeið. Svo byrjaði hann að spila. Næstu 40 mínúturnar lék herra Erxleben sig inn í hjörtu áheyrenda. Svitinn rann af honum og í hverri einustu þögn gætti hann þess að hreyfa sig ekki svo sársaukinn yrði ekki verri. Þegar síðasti þátturinn var á enda var maðurinn kominn með tár í augun af sársauka. Svo var hann klappaður þrisvar upp og þurfti að hneigja sig jafnoft. Í síðasta skiptið hélt ég að hann myndi aldrei geta rétt úr sér aftur.
Nú liggur herra Erxleben ábyggilega inni á hótelherbergi, horfir á bláu stöðina í sjónvarpinu og bryður voltaren rapid eins og smartís. Ég fyrir mína parta ætla aldrei aftur að tuða þegar mér er illt í bakinu á æfingum. Eftir að hafa orðið vitni að svona nokkru flokkast það bara undir aumingjaskap.
Víóluskrímslið - atvinnumaður
fimmtudagur, nóvember 10, 2005
Magnað
Á stærstu verslunargötu Tilburgar miðri liggur stærðarinnar hundaskítur.
Það þýðir, að þar hefur hundur gert þarfir sínar - og það ekkert smá. Það þýðir hins vegar líka, að eigandi hundsins hefur stoppað með hann á einhverri fjölförnustu götu borgarinnar á háannatíma, beðið rólegur á meðan hundurinn skeit og labbað í burtu án þess að skipta sér frekar af árangrinum.
Svo eðlilegt þykir þetta athæfi hér í H-landi að enginn tók eftir helv... hundaskítnum nema ég.
Þegar ég steig í hann.
Víóluskrímslið - djöfulsins sóðaskapur
Á stærstu verslunargötu Tilburgar miðri liggur stærðarinnar hundaskítur.
Það þýðir, að þar hefur hundur gert þarfir sínar - og það ekkert smá. Það þýðir hins vegar líka, að eigandi hundsins hefur stoppað með hann á einhverri fjölförnustu götu borgarinnar á háannatíma, beðið rólegur á meðan hundurinn skeit og labbað í burtu án þess að skipta sér frekar af árangrinum.
Svo eðlilegt þykir þetta athæfi hér í H-landi að enginn tók eftir helv... hundaskítnum nema ég.
Þegar ég steig í hann.
Víóluskrímslið - djöfulsins sóðaskapur
mánudagur, nóvember 07, 2005
HandyGirl strikes again
Þegar ég kom heim af æfingu í dag var peran á klósettinu sprungin. Ég brá mér þá snöggvast í gervi HandyGirl, skipti um peru og lagaði ljósastæðið í leiðinni. Þegar restin af sambýlisfólki mínu kom heim ómuðu undrunar- og viðurkenningaróp um húsið yfir þessu mikla afreki.
"Hvað eigum við að gera þegar þú ert farin" stundi einn húsbræðra minna. "Þú ert eina manneskjan í þessu húsi sem getur lagað hluti og þorir að drepa pöddur."
Ég gat ekki svarað því.
Spænskutími
Luis húsbróðir minn svaraði blaðaauglýsingu um daginn frá ungri konu sem vildi gjarnan læra eitthvað í spönsku. Fyrsti tíminn var í kvöld.
Þegar ég kom heim úr bíó sat Luis við eldhúsborðið og brosti breitt. Hann hafði greinilega verið að kenna eitthvað annað en spönsku. "Þú ert nú meiri mellan, elsku kallinn minn," sagði ég.
"Þar hefurðu aldeilis rétt fyrir þér" svaraði hann og brosti enn breiðar.
The survival of the fittest
Nú er bara ein könguló í glugganum mínum.
Víóluskrímslið - sparðatíningur
Þegar ég kom heim af æfingu í dag var peran á klósettinu sprungin. Ég brá mér þá snöggvast í gervi HandyGirl, skipti um peru og lagaði ljósastæðið í leiðinni. Þegar restin af sambýlisfólki mínu kom heim ómuðu undrunar- og viðurkenningaróp um húsið yfir þessu mikla afreki.
"Hvað eigum við að gera þegar þú ert farin" stundi einn húsbræðra minna. "Þú ert eina manneskjan í þessu húsi sem getur lagað hluti og þorir að drepa pöddur."
Ég gat ekki svarað því.
Spænskutími
Luis húsbróðir minn svaraði blaðaauglýsingu um daginn frá ungri konu sem vildi gjarnan læra eitthvað í spönsku. Fyrsti tíminn var í kvöld.
Þegar ég kom heim úr bíó sat Luis við eldhúsborðið og brosti breitt. Hann hafði greinilega verið að kenna eitthvað annað en spönsku. "Þú ert nú meiri mellan, elsku kallinn minn," sagði ég.
"Þar hefurðu aldeilis rétt fyrir þér" svaraði hann og brosti enn breiðar.
The survival of the fittest
Nú er bara ein könguló í glugganum mínum.
Víóluskrímslið - sparðatíningur
sunnudagur, nóvember 06, 2005
laugardagur, nóvember 05, 2005
Minning
Í gær lést í Reykjavík Kristjana Konkordía Guðmundsdóttir frænka mín, 96 ára að aldri. Með henni er genginn einhver mesti kvenskörungur sem Ísland hefur alið.
Það sópaði að Jönu hvert sem hún fór. Hún var fluggáfuð, minnug og orðheppin með afbrigðum. Hún kom ævinlega til dyranna eins og hún var klædd og sagði ávallt það sem henni bjó í brjósti - og var þá ekki að skafa utan af hlutunum.
Þegar ég var krakki bjó Jana á Bræðraborgarstíg. Oftar en ekki lagði hún leið sína til ömmu minnar á Hofsvallagötu til þess að spjalla og jafnvel taka í spil. Eitt sinn vorum við Guðmundur frændi minn , þá fimm og sex ára, gestkomandi hjá ömmu þegar Jönu ber að. Eftir að hafa gaukað að okkur góðgæti stakk hún upp á því að við spiluðum rommí. Gummi gerði sér lítið fyrir og vann hvert spilið á fætur öðru. Það fór illa í skapið á gömlu konunni sem hélt því fram að um væri að ræða hreina byrjendaheppni. Eftir þetta þorði ég aldrei aftur að spila við hana! Jönu fannst afar gaman að því að fylgjast með handbolta í sjónvarpinu og þá sérstaklega ef Íslendingar öttu kappi við erlend lið. Væri leikurinn spennandi hljóp henni oft kapp í kinn og hvatti þá sitt lið af jafn miklum móð og hún bölvaði andstæðingunum - og dómararnir fengu það óþvegið. Síðar játaði hún fyrir mér að hún væri hætt að prjóna þegar það væri handbolti í sjónvarpinu þar sem hún ætti það til að missa niður lykkjur eða ruglast í mynstrinu í öllum æsingnum.
Það var áfall fyrir þessa kjarnakonu að missa heilsuna og þurfa að flytja á hjúkrunarheimili. Slíkar stofnanir þóttu henni vera fyrir gamlingja og sjálfri fannst henni hún ekkert vera gömul þó hún væri komin yfir áttrætt. Þegar ég spurði Jönu eitt sinn hvort hún tæki þátt í félagsstarfinu eða danskvöldunum sem skipulögð voru fyrir heimilisfólkið hnussaði í henni og hún svaraði "Nei, ekki aldeilis, ég ætti nú ekki annað eftir en að horfa á þetta gamla lið hossast um eins og kartöflupoka." Eitt sinn rakst hún á gamlan kunningja sem hafði í æsku verið einn mesti kvennaljóminn í þeirra heimasveit. Hún gaf lítið út á það hvort gaman hefði verið að hitta manninn. Henni varð þó á orði að það væri ekki að sjá á fjandans manninum forna frægð, eins hrumur og tannlaus og hann var orðinn.
Jönu fannst lítið til ellinnar koma. Henni þótti sárt að missa bæði sjón og heyrn og fannst erfitt ad takast á við skerta krafta og tíð veikindi. Þegar ég kom einu sinni í heimsókn til hennar var hún afar illa fyrirkölluð og sagði þá " ...að það væri merkilegt hvernig almættið deildi þessu niður, þeir sem gengnir væru í barndóm hlypu um eins og lömb á vori, styngju af og það þyrfti að gera út leitarflokka til að leita að þessu á meðan þeir sem héldu enn andlegum kröftum þyrftu að leggjast í kör." Þessari kraftmiklu konu féll ekki að liggja fyrir aðgerðalaus.
Jana hafði yndi af tónlist og stundum tók ég fiðluna eða víóluna með í heimsókn og spilaði fyrir hana nokkur óskalög. Einu sinni bað hún mig að spila Hrísluna og lækinn og var afskaplega hneyksluð þegar ég sagðist ekki kunna lagið. Hún sagði að það yrði ég að læra því allir Íslendingar yrðu að kunna þessa skemmtilegu klámvísu. Þegar við hittumst síðast nú í haust spilaði ég fyrir hana nokkur lög og var Hríslan og lækurinn á meðal þeirra. Það kunni hún vel að meta. Þó mjög væri af henni dregið glitti eins og alltaf í svartan húmorinn. Tóti hafði komið með og eftir að hafa heilsað honum og virt hann fyrir sér af mikilli nákvæmni sagði Jana " Voðalega ert þú fallegur. Þú ættir bara að vera stelpa. Þú ert alltof fallegur fyrir hana frænku mína." Svo hló hún.
Mér fannst alltaf að konur eins og Jana hlytu að vera ódauðlegar. Í raun er það rétt. Hún lifir áfram í sínum ótalmörgu afkomendum, öðrum ættingjum, kunningjum og vinum. Fólk eins og hún frænka mín gleymist ekki svo glatt. Það er salt jarðar.
Blessuð sé minning Kristjönu Konkordíu Guðmundsdóttur.
Í gær lést í Reykjavík Kristjana Konkordía Guðmundsdóttir frænka mín, 96 ára að aldri. Með henni er genginn einhver mesti kvenskörungur sem Ísland hefur alið.
Það sópaði að Jönu hvert sem hún fór. Hún var fluggáfuð, minnug og orðheppin með afbrigðum. Hún kom ævinlega til dyranna eins og hún var klædd og sagði ávallt það sem henni bjó í brjósti - og var þá ekki að skafa utan af hlutunum.
Þegar ég var krakki bjó Jana á Bræðraborgarstíg. Oftar en ekki lagði hún leið sína til ömmu minnar á Hofsvallagötu til þess að spjalla og jafnvel taka í spil. Eitt sinn vorum við Guðmundur frændi minn , þá fimm og sex ára, gestkomandi hjá ömmu þegar Jönu ber að. Eftir að hafa gaukað að okkur góðgæti stakk hún upp á því að við spiluðum rommí. Gummi gerði sér lítið fyrir og vann hvert spilið á fætur öðru. Það fór illa í skapið á gömlu konunni sem hélt því fram að um væri að ræða hreina byrjendaheppni. Eftir þetta þorði ég aldrei aftur að spila við hana! Jönu fannst afar gaman að því að fylgjast með handbolta í sjónvarpinu og þá sérstaklega ef Íslendingar öttu kappi við erlend lið. Væri leikurinn spennandi hljóp henni oft kapp í kinn og hvatti þá sitt lið af jafn miklum móð og hún bölvaði andstæðingunum - og dómararnir fengu það óþvegið. Síðar játaði hún fyrir mér að hún væri hætt að prjóna þegar það væri handbolti í sjónvarpinu þar sem hún ætti það til að missa niður lykkjur eða ruglast í mynstrinu í öllum æsingnum.
Það var áfall fyrir þessa kjarnakonu að missa heilsuna og þurfa að flytja á hjúkrunarheimili. Slíkar stofnanir þóttu henni vera fyrir gamlingja og sjálfri fannst henni hún ekkert vera gömul þó hún væri komin yfir áttrætt. Þegar ég spurði Jönu eitt sinn hvort hún tæki þátt í félagsstarfinu eða danskvöldunum sem skipulögð voru fyrir heimilisfólkið hnussaði í henni og hún svaraði "Nei, ekki aldeilis, ég ætti nú ekki annað eftir en að horfa á þetta gamla lið hossast um eins og kartöflupoka." Eitt sinn rakst hún á gamlan kunningja sem hafði í æsku verið einn mesti kvennaljóminn í þeirra heimasveit. Hún gaf lítið út á það hvort gaman hefði verið að hitta manninn. Henni varð þó á orði að það væri ekki að sjá á fjandans manninum forna frægð, eins hrumur og tannlaus og hann var orðinn.
Jönu fannst lítið til ellinnar koma. Henni þótti sárt að missa bæði sjón og heyrn og fannst erfitt ad takast á við skerta krafta og tíð veikindi. Þegar ég kom einu sinni í heimsókn til hennar var hún afar illa fyrirkölluð og sagði þá " ...að það væri merkilegt hvernig almættið deildi þessu niður, þeir sem gengnir væru í barndóm hlypu um eins og lömb á vori, styngju af og það þyrfti að gera út leitarflokka til að leita að þessu á meðan þeir sem héldu enn andlegum kröftum þyrftu að leggjast í kör." Þessari kraftmiklu konu féll ekki að liggja fyrir aðgerðalaus.
Jana hafði yndi af tónlist og stundum tók ég fiðluna eða víóluna með í heimsókn og spilaði fyrir hana nokkur óskalög. Einu sinni bað hún mig að spila Hrísluna og lækinn og var afskaplega hneyksluð þegar ég sagðist ekki kunna lagið. Hún sagði að það yrði ég að læra því allir Íslendingar yrðu að kunna þessa skemmtilegu klámvísu. Þegar við hittumst síðast nú í haust spilaði ég fyrir hana nokkur lög og var Hríslan og lækurinn á meðal þeirra. Það kunni hún vel að meta. Þó mjög væri af henni dregið glitti eins og alltaf í svartan húmorinn. Tóti hafði komið með og eftir að hafa heilsað honum og virt hann fyrir sér af mikilli nákvæmni sagði Jana " Voðalega ert þú fallegur. Þú ættir bara að vera stelpa. Þú ert alltof fallegur fyrir hana frænku mína." Svo hló hún.
Mér fannst alltaf að konur eins og Jana hlytu að vera ódauðlegar. Í raun er það rétt. Hún lifir áfram í sínum ótalmörgu afkomendum, öðrum ættingjum, kunningjum og vinum. Fólk eins og hún frænka mín gleymist ekki svo glatt. Það er salt jarðar.
Blessuð sé minning Kristjönu Konkordíu Guðmundsdóttur.
fimmtudagur, nóvember 03, 2005
Samningavidraedur
Í morgun var ég á fundi med yfirmanni námsskrár hér vid skólann. Eftir hardar samningavidraedur thar sem ég notadist vid mikilvaega svipinn minn, ósveigjanlegu vidskiptaröddina og einbeitta augnarádid fékk ég stadfest ad mér yrdi veitt aukalegt hálft ár vid skólann til ad ljúka prófi.
Ég vildi heilt ár. Ósveigjanlega vidskiptaröddin hefur kannski ekki hljómad nógu ógnandi.
Hálft ár er thó betra en ekki neitt. Ísland, ég kem heim í janúar 2007.
Víóluskrímslid - pólitíkus
Í morgun var ég á fundi med yfirmanni námsskrár hér vid skólann. Eftir hardar samningavidraedur thar sem ég notadist vid mikilvaega svipinn minn, ósveigjanlegu vidskiptaröddina og einbeitta augnarádid fékk ég stadfest ad mér yrdi veitt aukalegt hálft ár vid skólann til ad ljúka prófi.
Ég vildi heilt ár. Ósveigjanlega vidskiptaröddin hefur kannski ekki hljómad nógu ógnandi.
Hálft ár er thó betra en ekki neitt. Ísland, ég kem heim í janúar 2007.
Víóluskrímslid - pólitíkus
miðvikudagur, nóvember 02, 2005
Kansellístíll
Í gaermorgun fékk ég bréf frá útlendingaeftirlitinu. Thad var á hollensku eins og öll plögg sem thadan koma. Ég tala hollensku. Ég skrifa hollensku. Ég les hollensku. Samt skildi ég ekki baun í thví sem stód í bréfinu. Thad var skrifad í rosalegasta kansellístíl sem ég hef nokkru sinni séd.
Eftir ad hafa setid og starad á helv. bréfid í nokkrar mínútur fór smám saman ad renna upp fyrir mér ljós. Fyrir mörgum mánudum sendi ég útlendingaeftirlitinu nefnilega umsókn um framlengingu dvalarleyfis míns í H-landi. Med theirri umsókn sendi ég stóran bunka af skjölum sem sönnudu tilvist mína, fjárhagslega stödu, skólavist, aett og uppruna.
Nú sat ég med bréf í höndunum sem tilkynnti mér thad ad í bunkann hefdu vantad nokkur skjöl. Bréfritari klykkti út med thví ad segja ad sendi ég thessi leyndardómsfullu skjöl ekki innan tveggja vikna myndi thad hafa alvarleg áhrif á stödu mína sem erlendur námsmadur í H-landi.
Hins vegar var erfitt ad sjá á bréfinu hvada skjöl thetta voru. Eftir mikid thóf datt mér í hug ad kopie van een grensoverschrijdend document (afrit af skjali sem veitir heimild til thess ad fara yfir landamaeri) myndi líklegast thýda afrit af vegabréfi. Eftir ad hafa rádfaert mig vid innfaedda vard nidurstadan sú ad ég thyrfti ad senda útlendingaeftirlitinu afrit af vegabréfinu mínu.
Hvad faer fólk til thess ad skrifa heilt A4 blad af texta í tyrfnum kansellístíl og enda á vandlega dulbúnum hótunum á la Davíd Oddsson til thess ad bidja um svo augljósan hlut? Hvers vegna skrifadi vidkomandi embaettismadur ekki bréf sem hljódadi svo
Gódan dag
Okkur vantar afrit af vegabréfinu thínu
Annars sendum vid thig úr landi
Bless
Rosalega hlýtur thessu fólki ad leidast í vinnunni.
Víóluskrímslid - á leid á aefingu
Í gaermorgun fékk ég bréf frá útlendingaeftirlitinu. Thad var á hollensku eins og öll plögg sem thadan koma. Ég tala hollensku. Ég skrifa hollensku. Ég les hollensku. Samt skildi ég ekki baun í thví sem stód í bréfinu. Thad var skrifad í rosalegasta kansellístíl sem ég hef nokkru sinni séd.
Eftir ad hafa setid og starad á helv. bréfid í nokkrar mínútur fór smám saman ad renna upp fyrir mér ljós. Fyrir mörgum mánudum sendi ég útlendingaeftirlitinu nefnilega umsókn um framlengingu dvalarleyfis míns í H-landi. Med theirri umsókn sendi ég stóran bunka af skjölum sem sönnudu tilvist mína, fjárhagslega stödu, skólavist, aett og uppruna.
Nú sat ég med bréf í höndunum sem tilkynnti mér thad ad í bunkann hefdu vantad nokkur skjöl. Bréfritari klykkti út med thví ad segja ad sendi ég thessi leyndardómsfullu skjöl ekki innan tveggja vikna myndi thad hafa alvarleg áhrif á stödu mína sem erlendur námsmadur í H-landi.
Hins vegar var erfitt ad sjá á bréfinu hvada skjöl thetta voru. Eftir mikid thóf datt mér í hug ad kopie van een grensoverschrijdend document (afrit af skjali sem veitir heimild til thess ad fara yfir landamaeri) myndi líklegast thýda afrit af vegabréfi. Eftir ad hafa rádfaert mig vid innfaedda vard nidurstadan sú ad ég thyrfti ad senda útlendingaeftirlitinu afrit af vegabréfinu mínu.
Hvad faer fólk til thess ad skrifa heilt A4 blad af texta í tyrfnum kansellístíl og enda á vandlega dulbúnum hótunum á la Davíd Oddsson til thess ad bidja um svo augljósan hlut? Hvers vegna skrifadi vidkomandi embaettismadur ekki bréf sem hljódadi svo
Gódan dag
Okkur vantar afrit af vegabréfinu thínu
Annars sendum vid thig úr landi
Bless
Rosalega hlýtur thessu fólki ad leidast í vinnunni.
Víóluskrímslid - á leid á aefingu
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)