Aðlögun
Guðný er komin og farin. Á stuttum tíma tókst okkur að sjá heilmikið af Hollandi. Vonandi verða Keflvíkingar þægir við hana þegar hún er farin að snúast í kringum þá í hvítum slopp og sauma saman eftir slagsmál á dimmum vetrarkvöldum.
Pakk
Ég er byrjuð að pakka. Það hljómar óhugnanlega. Svona verður maður skipulagður og jarðbundinn af því að búa í H-landi. Þó ótrúlegt sé gengur bæði seint og illa að koma húsgögnunum mínum út, jafnvel þó þau séu ókeypis gegn því að verða sótt. Það tímir enginn að leigja skutlu til að sækja þau.
Forgangsröð
Frúin sem á Hús hinna töfrandi lita hefur ekki mikinn áhuga á almennu viðhaldi, viðgerðum og öðru slíku. Hún hefur hingað til látið kvartanir okkar um ótryggt rafmagn og lélegar gasleiðslur sem vind um eyru þjóta. Rétt fyrir helgi brann svo risið í húsinu hennar ofan af henni. Það kviknaði í út frá þvottavél.
Ég lét mér sem snöggvast detta í hug að hún færi að hugsa öðruvísi um ástandið í húsinu okkar eftir að hafa lent í slíkri lífsreynslu. Í gærkvöldi heyrði ég svo að breytingar væru á döfinni. Hún ætlar að vísu ekki að gera við neitt - en hún ætlar að hengja reykskynjara upp um allt hús svo við vöknum örugglega upp við það ef kvikna skyldi í húsinu.
Það er gott að vita að hugsað er vel um mann.
Sæmundur
Þeir sem aðgang hafa að nýjasta tölublaði Sæmundar, málgagni SÍNE, munu um mitt blaðið sjá kunnuglegt trýni á ferð.
Víóluskrímslið - í ullarsokkum
Illgirni og almenn mannvonska
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli