H-lenskar fréttir
Í morgun fór ég svo svakalega fýluferð í húsnæðismiðlun stúdenta hér í borg að það hálfa væri nóg. Verra var að ég þurfti að hjóla í rúman hálftíma til að komast þangað - á ónýta hjólinu mínu. Keðjan er farin að losna og detta af tannhjólinu þegar síst skyldi. Þegar ég þurfti að stoppa á heimleiðinni á einni fjölförnustu götu Tilburgar, skella hjólinu öfugu á gangstéttina og snúa keðjunni upp á helv... tannhjólið fylgdust nokkrir ungir menn með af athygli. Hafi þeir verið að bíða eftir því að ég gæfist upp grenjandi eins og H-lenskar kynsystur mínar iðka gjarnan við svipaðar aðstæður hef ég valdið þeim miklum vonbrigðum. Keðjan small á tannhjólið án erfiðleika og ég hjólaði í burtu, bölvandi hástöfum.
Um síðustu helgi fékk ég afar kærkomna heimsókn að heiman. Tóti tók sér eins dags frí frá því að skera fólk í sundur og sauma það saman aftur og kom í helgarfrí til H-lands, mér til mikillar gleði. Við gerðum okkur margt til dundurs og fórum meðal annars til borgarinnar Haarlem þar sem við fórum á safn um geðsjúkdóma í aldanna rás. Það gerist ekki rómantískara að okkar mati. Eftir að hafa skemmt okkur vel á safninu fengum við okkur göngutúr um borgina og fórum meðal annars að stóru myllunni sem er eitt af táknum borgarinnar. Í næsta húsi við mylluna býr Poepjes fjölskyldan. Það fannst mér óendanlega fyndið. Þar sem orðið "poep" þýðir kúkur og endingin "-jes" er smækkunarending, myndi orðið "poepjes" nefnilega útleggjast sem "litli skítur" á íslensku. H-lensk ættarnöfn koma mér sífellt á óvart.
Á æfingu í gær hallaði sessunautur minn sér að mér og spurði glettnislega hvort íslenskar konur hafi farið í verkfall síðastliðinn mánudag. Ég játti því, afar stolt. Já, dæsti hún, "Íslendingar eiga greinilega langt í land í jafnréttismálum. Það er annað hér í Hollandi. Hér þurfa konur ekki að grípa til slíkra aðgerða." Það sauð á mér. Því þó jafnrétti sé ekki komið á á Íslandi erum við þó komin ljósárum lengra en H-lendingar sem ætlast til að allar konur hætti að vinna þegar þær eignast börn. Ég leit á hana og sagði ofur rólega að jafnrétti ætti alls staðar langt í land og H-land væri þar engin undantekning. Hún yrti ekki á mig það sem eftir var æfingarinnar.
Stundum velti ég því fyrir mér hvort ég muni nokkru sinni geta aðlagast þessu landi svo vel sé.
Sem er skrítið finnst H-lendingum, því ég er ljóshærð, drekk bjór, borða svín og tala ekki arabisku.
Víóluskrímslið - lakkrís í hádegismat
Illgirni og almenn mannvonska
föstudagur, október 28, 2005
sunnudagur, október 23, 2005
Ó þú H-lenska náttúra
Hér í H-landi gefst ekki oft tækifæri til þess að sjá yfir víðan völl. Til þess þarf að fara upp í háan turn, hættulegt tívolítryllitæki eða skýjakljúf. Um daginn fékk ég tækifæri til þess að virða fyrir mér H-lenskt útsýni og lét það að sjálfsögðu ekki framhjá mér fara. Þetta var það sem ég sá.
Tignarlegur versksmiðjuúrgangurinn sveif yfir flatlendið á leið upp í skýin og vakti með mér göfugar hugsanir og vangaveltur.
Langar Íslendinga virkilega til þess að hafa svonalagað fyrir augunum á hverju byggðu bóli? Ef taka á mark á óráðshjali æðstu ráðamanna þjóðarinnar virðist hvern einasta Íslending dreyma blauta drauma um stóriðju í bakgarðinum hjá sér. Ekki mig.
Mig langaði að minnsta kosti ekki lengur að draga andann djúpt þegar ég hafði virt fyrir mér þetta magnaða útsýni.
Víóluskrímslið - spyr sá sem ekki veit
miðvikudagur, október 19, 2005
Þægilegt alls staðar
Síðasta vor, þegar ég var að tapa mér í riterðaskrifum og prófundirbúningi, sendi litla systir mér nokkra geisladiska til að létta mér lífið. Meðal þess er mátti finna á þessum skífum var hið magnaða lag Fjólublátt ljós við barinn með Þorgeiri Ástvaldssyni og Brunaliðinu - ef ég man rétt. Þetta lag var afar vinsælt þegar ég var lítið barn og ég mundi vel eftir því að hafa heyrt það í útvarpinu á árdögum Rásar 2 á fyrri hluta níunda áratugarins. Það var á sama tíma og pabbi þrjóskaðist enn við að raka sig reglulega, mamma átti geggjað árshátíðardress úr blágrænu velúri með axlapúðum og gullhnöppum og krakkarnir í stigaganginum söfnuðust inn í herbergi til stelpunnar á móti um helgar þegar hún bjó sig í partígallann. Mamma þessarar stelpu skúraði í Hollywood og kom stundum heim með marglitt og glitrandi kokkteilskraut til að gefa okkur krökkunum. Það fannst okkur magnað.
Á þessum tíma var blokkin okkar full af alls kyns óþjóðalýð sem olli því að fíkniefnalögreglan var með stöðuga vakt fyrir utan húsið og yfirheyrðu alla sem fóru inn og komu út. Allt þetta klikkaða fólk átti klikkuð börn sem komu heim þegar þau voru ekki í fangelsi og brutu allt og brömluðu, lentu í hnífabardögum og dreifðu blóði upp allan stigann.
Þá kostaði fimmkall í strætó, maður gat fengið töluvert af nammi fyrir stolinn tíkall og enn var hægt að kaupa gosdrykkinn Póló. Annað grænmeti en kartöflur, hvítkál og rófur var sjaldséð á borðum og pizzan hafði nýlega haldið innreið sína. Í sjónvarpinu voru Hemmi Gunn og Helga Möller með þáttinn Verum Viðbúin sem átti að kenna lyklabörnum að opna ekki dyrnar fyrir ókunnugum og fá sér sjálf kókópöffs eftir skóla. Lilli api lifði enn góðu lífi. Litla systir var ekki orðin nógu stór til að lemja mig. Herbert Guðmundsson var ekki farinn að selja ís. Kvöldið þegar Ása frænka passaði okkur og við borðuðum heilan Hómblestpakka á mann. Vetrarólympíuleikarnir í Calgary.
Magnað.
Allt þetta og margt fleira birtist mér fyrir hugskotssjónum við það eitt að hlusta á Fjólublátt ljós við barinn. Eins og þetta er nú hrikalegt lag.
Elegans, milljón manns
ekkert suð, stelpur og stuð,
fara á sveim, síðan heim,
rosa sánd, píur í nánd...
fyrirtaks veitingar, fjólublátt ljós við barinn...
Víóluskrímslið - glas og rör, stanslaust fjör
Síðasta vor, þegar ég var að tapa mér í riterðaskrifum og prófundirbúningi, sendi litla systir mér nokkra geisladiska til að létta mér lífið. Meðal þess er mátti finna á þessum skífum var hið magnaða lag Fjólublátt ljós við barinn með Þorgeiri Ástvaldssyni og Brunaliðinu - ef ég man rétt. Þetta lag var afar vinsælt þegar ég var lítið barn og ég mundi vel eftir því að hafa heyrt það í útvarpinu á árdögum Rásar 2 á fyrri hluta níunda áratugarins. Það var á sama tíma og pabbi þrjóskaðist enn við að raka sig reglulega, mamma átti geggjað árshátíðardress úr blágrænu velúri með axlapúðum og gullhnöppum og krakkarnir í stigaganginum söfnuðust inn í herbergi til stelpunnar á móti um helgar þegar hún bjó sig í partígallann. Mamma þessarar stelpu skúraði í Hollywood og kom stundum heim með marglitt og glitrandi kokkteilskraut til að gefa okkur krökkunum. Það fannst okkur magnað.
Á þessum tíma var blokkin okkar full af alls kyns óþjóðalýð sem olli því að fíkniefnalögreglan var með stöðuga vakt fyrir utan húsið og yfirheyrðu alla sem fóru inn og komu út. Allt þetta klikkaða fólk átti klikkuð börn sem komu heim þegar þau voru ekki í fangelsi og brutu allt og brömluðu, lentu í hnífabardögum og dreifðu blóði upp allan stigann.
Þá kostaði fimmkall í strætó, maður gat fengið töluvert af nammi fyrir stolinn tíkall og enn var hægt að kaupa gosdrykkinn Póló. Annað grænmeti en kartöflur, hvítkál og rófur var sjaldséð á borðum og pizzan hafði nýlega haldið innreið sína. Í sjónvarpinu voru Hemmi Gunn og Helga Möller með þáttinn Verum Viðbúin sem átti að kenna lyklabörnum að opna ekki dyrnar fyrir ókunnugum og fá sér sjálf kókópöffs eftir skóla. Lilli api lifði enn góðu lífi. Litla systir var ekki orðin nógu stór til að lemja mig. Herbert Guðmundsson var ekki farinn að selja ís. Kvöldið þegar Ása frænka passaði okkur og við borðuðum heilan Hómblestpakka á mann. Vetrarólympíuleikarnir í Calgary.
Magnað.
Allt þetta og margt fleira birtist mér fyrir hugskotssjónum við það eitt að hlusta á Fjólublátt ljós við barinn. Eins og þetta er nú hrikalegt lag.
Elegans, milljón manns
ekkert suð, stelpur og stuð,
fara á sveim, síðan heim,
rosa sánd, píur í nánd...
fyrirtaks veitingar, fjólublátt ljós við barinn...
Víóluskrímslið - glas og rör, stanslaust fjör
mánudagur, október 17, 2005
Haustfrí
Hinir fríaóðu H-lendingar hafa blásið í lúðra enn og aftur. Í þessari viku ræður haustfrí ríkjum í suður H-landi. Flestir þeir sem eiga í alvöru frí drífa sig úr landi og reyna að troða eins mikilli skemmtun og mögulegt er inn í þessa fríaómynd. Þeir sem verða að vinna sitja heima, horfa á sjónvarpið á kvöldin og reyna í gríðarlegri örvæntingu að koma krökkunum í pössun einhvers staðar á daginn svo þeir þurfi ekki að vera einir.
Ég aftur á móti ætla að vera sniðug og æfa mig. Haustfrí, afturendinn á mér.
Þeir sem reynt hafa að senda mér póst á mitt gagnslausa hotmail geta glaðst yfir því að ég hef nú stofnað gmail pósthólf þar sem addressan er svomikiðsem
annahugadottir@gmail.com.
Þangað er hægt að senda allt, hversu stórt og mikið sem það kann að vera.
Lifið heil!
Víóluskrímslið - bíður eftir þvottavélinni
Hinir fríaóðu H-lendingar hafa blásið í lúðra enn og aftur. Í þessari viku ræður haustfrí ríkjum í suður H-landi. Flestir þeir sem eiga í alvöru frí drífa sig úr landi og reyna að troða eins mikilli skemmtun og mögulegt er inn í þessa fríaómynd. Þeir sem verða að vinna sitja heima, horfa á sjónvarpið á kvöldin og reyna í gríðarlegri örvæntingu að koma krökkunum í pössun einhvers staðar á daginn svo þeir þurfi ekki að vera einir.
Ég aftur á móti ætla að vera sniðug og æfa mig. Haustfrí, afturendinn á mér.
Þeir sem reynt hafa að senda mér póst á mitt gagnslausa hotmail geta glaðst yfir því að ég hef nú stofnað gmail pósthólf þar sem addressan er svomikiðsem
annahugadottir@gmail.com.
Þangað er hægt að senda allt, hversu stórt og mikið sem það kann að vera.
Lifið heil!
Víóluskrímslið - bíður eftir þvottavélinni
fimmtudagur, október 13, 2005
Gróðurhúsaáhrif
Hér í H-landi er undarlegt ástand við lýði þessa dagana. 20 stiga hiti og sól upp á hvern dag. Feldurinn minn grotnar niður inni í skáp og ekkert útlit er fyrir að rykfallnir lopavettlingarnir verði teknir fram á næstunni. Stórfurðulegt.
Þetta góða veður er ágætis framlenging af sumrinu (sem ekkert var, samkvæmt bæjarblaðinu) og fyndið að enn sé hægt að rölta í skólann á peysunni þó komið sé langt fram í október. Sólin og hitinn hefur líka góð áhrif á mannfólkið sem er alls ekki eins pirrað og leiðinlegt og í meðalári. Nágrannarnir á móti eru búnir að taka klappstólana og risastóru ruslafötuna sína aftur fram og stilla upp fyrir framan dyrnar hjá sér. Þar situr öll fjölskyldan á kvöldin, nýtur veðursins, drekkur ódýran pissbjór og reykir vafasamar jurtir við undirleik André Hazes, Jantje Smit, Frans Bauer og fleiri Geirmunda þessa lands - eins og nú sé hásumar.
Sjálf er ég ánægðust með að geta þurrkað þvottinn minn úti. Fátt er indælla en að fara í örlítið raka flík sem angar af sæmilega fersku lofti og trjám í stað steikarbrælu og myglu. Samt er mér örlítið órótt. Það er kominn október og rétt áðan var ég að gera við hjólið mitt úti í garði á stuttermabolnum. Þetta er auðvitað ekki normalt á þessari breiddargráðu.
Ætli þetta sé bara lognið á undan storminum?
Víóluskrímslið - býr sig undir heimsendi
Hér í H-landi er undarlegt ástand við lýði þessa dagana. 20 stiga hiti og sól upp á hvern dag. Feldurinn minn grotnar niður inni í skáp og ekkert útlit er fyrir að rykfallnir lopavettlingarnir verði teknir fram á næstunni. Stórfurðulegt.
Þetta góða veður er ágætis framlenging af sumrinu (sem ekkert var, samkvæmt bæjarblaðinu) og fyndið að enn sé hægt að rölta í skólann á peysunni þó komið sé langt fram í október. Sólin og hitinn hefur líka góð áhrif á mannfólkið sem er alls ekki eins pirrað og leiðinlegt og í meðalári. Nágrannarnir á móti eru búnir að taka klappstólana og risastóru ruslafötuna sína aftur fram og stilla upp fyrir framan dyrnar hjá sér. Þar situr öll fjölskyldan á kvöldin, nýtur veðursins, drekkur ódýran pissbjór og reykir vafasamar jurtir við undirleik André Hazes, Jantje Smit, Frans Bauer og fleiri Geirmunda þessa lands - eins og nú sé hásumar.
Sjálf er ég ánægðust með að geta þurrkað þvottinn minn úti. Fátt er indælla en að fara í örlítið raka flík sem angar af sæmilega fersku lofti og trjám í stað steikarbrælu og myglu. Samt er mér örlítið órótt. Það er kominn október og rétt áðan var ég að gera við hjólið mitt úti í garði á stuttermabolnum. Þetta er auðvitað ekki normalt á þessari breiddargráðu.
Ætli þetta sé bara lognið á undan storminum?
Víóluskrímslið - býr sig undir heimsendi
þriðjudagur, október 11, 2005
K(l)ukk
Litla systir gerði sér lítið fyrir og klukkaði mig um daginn. Ég velti því lengi fyrir mér hvernig ætti að bregðast við slíkri áskorun.
Að lokum ákvað ég að slá til.
1. Mér er illa við að tala alvarlega um sjálfa mig.
2. Það gera aðrir miklu betur
3. ...sérstaklega þegar ég er ekki á staðnum.
4. Enda er hálf kjánalegt að leggjast í opinbera persónuleikagreiningu á manneskju sem heyrir til manns
5. ...og engin leið er að segja til um viðbrögð viðkomandi.
Búist menn við klukki af minni hendi verð ég að valda þeim vonbrigðum.
Förum frekar í snjókast í jólafríinu.
Víóluskrímslið - keðjubrjótur
Litla systir gerði sér lítið fyrir og klukkaði mig um daginn. Ég velti því lengi fyrir mér hvernig ætti að bregðast við slíkri áskorun.
Að lokum ákvað ég að slá til.
1. Mér er illa við að tala alvarlega um sjálfa mig.
2. Það gera aðrir miklu betur
3. ...sérstaklega þegar ég er ekki á staðnum.
4. Enda er hálf kjánalegt að leggjast í opinbera persónuleikagreiningu á manneskju sem heyrir til manns
5. ...og engin leið er að segja til um viðbrögð viðkomandi.
Búist menn við klukki af minni hendi verð ég að valda þeim vonbrigðum.
Förum frekar í snjókast í jólafríinu.
Víóluskrímslið - keðjubrjótur
sunnudagur, október 02, 2005
Matthildur í súpermarkadinum
Their sem lesid hafa bókina um Matthildi eftir Roald Dahl muna eflaust eftir pabba Matthidar, ólánlega smákrimmanum honum herra Ormari.
Í einum kafla bókarinnar lýsir herra Ormar thví fjálglega fyrir syni sínum Mikka hvernig best sé ad svindla á fólki og notar til thess hugarreikning, sem herra Ormari finnst hann ofbodslega gódur í.
Thó ég vissi ad til vaeri fólk eins og herra Ormar kom mér thad samt í opna skjöldu ad hitta tvífara hans fyrir í súpermarkadinum í gaer. Thar sem ég stód vid kassann og beid eftir ad rödin kaemi ad mér rak ég augun í lítinn druslulegan mann í afar litskrúdugum jakka sem var upptekinn vid ad rada bjórkössum og snakki á faeribandid. Sonur hans, umthadbil 11 ára stód vid hlid hans og horfdi addáunaraugum á födur sinn.
Thegar kassadaman var búin ad renna bjórkössunum í gegn og krefja tvífara herra Ormars um 38.5 Evru greidslu seildist hann í innanávasann á brjálaedislega litskrúduga jakkanum sínum og tók fram tvo 20 Evru sedla. "Thad verda ein og fimmtíu til baka", sagdi hann og blikkadi kassadömuna. "Vá pabbi, hvernig vissirdu thad?"Spurdi strákurinn og missti andlitid af addáun. "Thad er vegna thess, sonur saell, ad ég er svo gódur í thví ad reikna" svaradi pabbinn, haestánaegdur med sjálfan sig. Fedgarnir drösludu bjórkössunum aftur ofaní kerruna og trítludu út.
Ég velti thví fyrir mér hvort heima saeti lítil stúlka sem laesi Dickens og gaeti hreyft hluti med hugarorkunni einni saman. Líklegast ekki.
Víóluskrímslid – fjölbreytileiki mannlífsins
Their sem lesid hafa bókina um Matthildi eftir Roald Dahl muna eflaust eftir pabba Matthidar, ólánlega smákrimmanum honum herra Ormari.
Í einum kafla bókarinnar lýsir herra Ormar thví fjálglega fyrir syni sínum Mikka hvernig best sé ad svindla á fólki og notar til thess hugarreikning, sem herra Ormari finnst hann ofbodslega gódur í.
Thó ég vissi ad til vaeri fólk eins og herra Ormar kom mér thad samt í opna skjöldu ad hitta tvífara hans fyrir í súpermarkadinum í gaer. Thar sem ég stód vid kassann og beid eftir ad rödin kaemi ad mér rak ég augun í lítinn druslulegan mann í afar litskrúdugum jakka sem var upptekinn vid ad rada bjórkössum og snakki á faeribandid. Sonur hans, umthadbil 11 ára stód vid hlid hans og horfdi addáunaraugum á födur sinn.
Thegar kassadaman var búin ad renna bjórkössunum í gegn og krefja tvífara herra Ormars um 38.5 Evru greidslu seildist hann í innanávasann á brjálaedislega litskrúduga jakkanum sínum og tók fram tvo 20 Evru sedla. "Thad verda ein og fimmtíu til baka", sagdi hann og blikkadi kassadömuna. "Vá pabbi, hvernig vissirdu thad?"Spurdi strákurinn og missti andlitid af addáun. "Thad er vegna thess, sonur saell, ad ég er svo gódur í thví ad reikna" svaradi pabbinn, haestánaegdur med sjálfan sig. Fedgarnir drösludu bjórkössunum aftur ofaní kerruna og trítludu út.
Ég velti thví fyrir mér hvort heima saeti lítil stúlka sem laesi Dickens og gaeti hreyft hluti med hugarorkunni einni saman. Líklegast ekki.
Víóluskrímslid – fjölbreytileiki mannlífsins
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)