Illgirni og almenn mannvonska

þriðjudagur, október 11, 2005

K(l)ukk

Litla systir gerði sér lítið fyrir og klukkaði mig um daginn. Ég velti því lengi fyrir mér hvernig ætti að bregðast við slíkri áskorun.

Að lokum ákvað ég að slá til.

1. Mér er illa við að tala alvarlega um sjálfa mig.

2. Það gera aðrir miklu betur

3. ...sérstaklega þegar ég er ekki á staðnum.

4. Enda er hálf kjánalegt að leggjast í opinbera persónuleikagreiningu á manneskju sem heyrir til manns

5. ...og engin leið er að segja til um viðbrögð viðkomandi.


Búist menn við klukki af minni hendi verð ég að valda þeim vonbrigðum.

Förum frekar í snjókast í jólafríinu.


Víóluskrímslið - keðjubrjótur

Engin ummæli: