Tuð
Mitt óflokksbundna sjálf kaus á móti stóriðjustefnunni síðastliðinn laugardag. Það var því lítið glatt hjarta sem lagðist til svefns á sunnudagsmorgun um það leyti sem dr. Tót var á leið á vakt.
Illu heilli virðist þó gleði mín ætla að verða skammvinn því varla er búið að telja upp úr kjörkössunum en karpið hefst á nýjan leik.
Sjálf er ég þeirrar skoðunar - eftir að hafa dvalið langdvölum í Evrópusambandslandi, nóta bene - að tafarlaus aðild eigi ekki eftir að bjarga nokkrum sköpuðum hlut í sjálfu sér. Eins finnst mér takmarkað að ætla að sækja um aðild á meðan allt er hér í kaldakoli. Svolítið eins og að mæta í mikilvægt atvinnuviðtal þunnur, í drullugallanum og með ælu í hárinu.
Hins vegar er ég nokkuð viss um að við komumst ekki hjá því að standa utan ESB þegar til lengri tíma er litið. En mikið vildi ég að stjórnvöld bæru gæfu til þess að hugsa framávið, skipuleggja sig, búa til plan, upplýsa almenning og gera góðan díl með hliðsjón af hagsmunum Íslendinga áður en til þess kemur.
Og byrja á því að taka til heima hjá sér, takk.
Víóluskrímslið - ekkert helv...óðagot
Illgirni og almenn mannvonska
mánudagur, apríl 27, 2009
fimmtudagur, apríl 16, 2009
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)