Illgirni og almenn mannvonska

fimmtudagur, febrúar 26, 2004

Afleggjarar

Eins og sannir Íslendingar fór fjölskylda mín alltaf í ferdlög innanlands. Ég komst ekki til útlanda fyrr en ég var ordin 14 ára. Ég hafdi samt farid í flugvél fyrir thann tíma. Einu sinni til Saudárkróks held ég.

Thessi ferdalög okkar voru sannkalladar Íslandsreisur. Okkur Margréti var pakkad med restinni af farangrinum í litlu Löduna-sem-komst-allt og sagt ad vera thaegar medan foreldrar okkar keyrdu um landid thvert og endilangt, lögdu í ár og ófaerur á litlu Lödunni og fóru alla thá afleggjara og ranghala sem thau komu auga á. Oftar en ekki lentum vid í algerum ógöngum, litla Ladan festist eda vid villtumst og komumst ekki í naeturstad fyrr en seint og sídarmeir. Á medan foreldrar okkar diskúterudu hvort vid aettum ad bída eftir björgunarsveitunum eda keyra áfram eftir vafasömum trodningum í skjóli naetur slógumst vid Margrét yfir allt draslid sem hladid var á milli okkar - svo vid myndum ekki slást. Ó thvílíkir dýrdardagar.

Mikid var mér illa vid setninguna "hvert skyldi thessi vegur liggja" .

Á sunnudaginn, medan karnivalid stód sem haest og baerinn var trodfullur af mönnum á aldur vid födur minn rúllandi um í svínabúningum skrapp ég í hjólatúr til ad thurfa ekki ad verda vitni ad nidurlaegingu baejarbúa. Ég hjóladi adeins út fyrir baeinn og skemmti mér vid ad finna skitalyktina af massaframleidslunni á bóndabaejunum í kring. Ó thú hollenska náttúra. Ég kom ad krossgötum. Genin sögdu til sín. Hvert skyldi thessi vegur liggja?

Ég hjóladi áfram. Og villtist eins og lög gera rád fyrir. Allt í einu var ég komin til nágrannabaejarins Hilvarenbeek og thar var karnival í fullum gangi. Ég hafdi flúid úr öskunni í eldinn. Örvaentingarfullar tilraunir mínar í ad trodast gegnum sótdrukkinn mannfjöldann voru tilgangslausar. Ég fylltist algeru vonleysi. Ég yrdi föst í Hilvarenbeek thad sem eftir yrdi. Hávadinn var aerandi enda 2 blásarasveitir ad keppa vid lírukassa, og amk 3 gettóblastera. Enginn spiladi sama lagid. Eftir ad hafa bödlast eftir thröngum götunum og ítrekad reynt ad fordast ad verda undir risastórum karnivalsvögnum úr pappamassa tókst mér ad komast inn í hlidargötu thar sem lítid var um ad vera. Ég varpadi öndinni léttar. Hvert skyldi thessi gata liggja?

Eftir 3 tíma hrakninga í mótvindi á gíralausu hjóli og vettlingalaus í skítakulda komst ég loks aftur til Tilburgar. Thad var adeins medfaeddri ratvísi minni ad thakka. Ég gafst upp á ad fara gegnum baeinn og tók á mig stóran krók. Ad lokum skaust ég inn í hús hinna töfrandi lita og laesti vandlega á eftir mér. Nágrannarnir voru farnir ad spila Frans Bauer. Ég tród í eyrun.

Naest hugsa ég mig um ádur en ég fer veg sem ég veit ekki hvert liggur. Annars aetti ég thegar ad hafa laert af reynslunni...


Víóluskrímslid - ekki í studi

fimmtudagur, febrúar 19, 2004

Fucking North-Europeans

segir hún og hristir svartar krullurnar. Ég er fucking North-European thegar ég

- felli ekki tár yfir látnum fótboltahetjum, módelum eda medlimum konungsfjölskyldna vídsvegar um heim
-hringi ekki heim á hverju kvöldi til ad segja mömmu hvad ég bordadi í kvöldmat
-finnst rómantískar gamanmyndir leidinlegar
-veigra mér vid ad kyssa ókunnugt fólk hae og bless
-hlae á vitlausum stödum í bíó
-styd frjálsar ástir
-er ekki kalt úti á bolnum í 15 stiga hita
-blóta
-drekk bjór
-tala um pólítík
-labba hratt
-finnst thrumuvedur skemmtilegt
-hef gaman af krossgátum

í morgun fórum vid í kammermúsíkpróf og fengum ekkert alltof góda umsögn. Thegar ég hristi hausinn og sagdi ad thad vaeri nú enginn heimsendir ad klúdra einu prófi var henni nóg bodid. Fucking North-Europeans. Og stedjadi burt.


Víóluskrímslid - Fucking North-European

miðvikudagur, febrúar 18, 2004

Ari Karlsson

hefur engu gleymt sídan hann hneppti frá og söng Sóley Sóley í kvedjuhófi Rottuholunnar fordum daga.

Svei mér thá ef hann hefur ekki fríkkad drengurinn....Víóluskrímslid - skemmtir sér vel
Beam me up Scottie

Mikid vildi ég ad einhverjir thessara edlisfraedinörda sem hvergi er thverfótad fyrir í heiminum taekju thad ad sér ad búa til BÍMVÉL.

Thad myndi setja Flugleidir á hausinn en hverjum er ekki sama um thad...

Thá gaeti madur skroppid heim til Íslands í mat svona kvöld og kvöld, talad íslensku reglulega án thess ad fá himinháan símreikning í hausinn og fylgst med fjölskyldu og vinum staekka eda minnka eftir atvikum.

Thad er nú tími til kominn ad their fari ad finna upp eitthvad almennilegt.


Víóluskrímslid - útlaginn

þriðjudagur, febrúar 17, 2004

Í gaer

thurfti ég ad taka lest af Schiphol og heim til mín. Lestin var yfirfull og mannfjöldinn thokadist áfram í tempói sem minnir mann á lestasenur í myndum á bord vid Schindler's List.

Ég fann mér saeti og spurdi fína frú hvort ég maetti ekki setjast thar. Hún hélt nú thad. Ég settist, kát og glöd. Ég var ekki fyrr farin ad slaka á rassvödvunum en ungur homeboy vafinn gullkedjum fer ad hreyta í mig ónotum. Ég var enn í hollenska fasanum mínum svo ég áttadi mig ekki á thví ad drengurinn var ad tjá sig á ensku. Ég hvádi.

Hellti thá svarti bródirinn yfir mig hrikalegum munnsöfnudi, kalladi mig tík og hóru og fleira sem flokkast ekki undir kurteisleg ávörp í mínum huga. Ástaedan var ekki sú ad ég hefdi stolid af honum saetinu, eins og ég hélt fyrst. Ég hafdi vogad mér ad ýta vid höndinni á honum thegar ég settist.

Hvad í fjandanum er ad thér, madur? Datt upp úr mér. Homeboyinn sagdi mér ad grjóthalda kjafti. Ég vard svo hissa ad ég nánast missti málid. "Easy does it" sagdi ég og stardi á hann stórum augum. Hann virti mig ekki vidlits og fór.

Ég gleymdi meira ad segja ad bíta af honum hausinn.

Á medan á thessu stód einbeitti mannfjöldinn í kringum okkur sér ad thví ad róta í handtöskunni sinni, senda sms eda ljúka vid krossgátu dagsins. Enginn leit upp. Hér í H-landi varrádist alvarlega á unga konu í trodfullri lest fyrir nokkrum dögum og enginn kom thá heldur til bjargar. Fólk stód og horfdi á. Skemmtilegt.

Eins gott ad thetta var bara pirradur homeboy.


Víóluskrímslid - eastside sucks

laugardagur, febrúar 14, 2004

Ó Amsterdam

Ég fékk mér göngutúr í Rauda hverfinu í gaerkveldi. Alltaf gaman ad skoda kjötmarkadinn, kíkja í dótabúdirnar og vera bodid inn á "educational programs" á laef sjó stödunum. Educational programs my ass.

Í dótabúdunum er yfirleitt mikid safn klámmynda og flestir geta thar fundid eitthvad vid sitt haefi. Tharna eru myndir fyrir fólk sem fílar

sam- eda gagnkynhneigdan almennan hasar
fisting
ömmur
smástelpur (18 plús)
óléttar konur
horad fólk
feitt fólk
rakad fólk
lodid fólk
risa brjóst
pínku brjóst
lítil typpi
risa typpi
kynskiptinga
kúk
piss
hermafródíta
dverga
hunda
hesta
kýr
kindur
svín
hópreid
prívatskemmtun
s/m
.... og margt fleira.

Fylgisveinn minn benti mér á áhugaverda stadreynd. Thad var ekki eina einastu TÚRMYND ad finna í safninu. Nú er ég viss um ad margir láta slíkt ekki mikid á sig fá thegar glímt skal milli rekkjuvoda. Ég er líka viss um ad thad er til fólk sem thaetti virkilega gaman ad horfa á smá splatter heima í stofusófanum.

Thad eru til german scheissemovies fyrir fólk sem finnst gaman ad horfa á ungar konur kúka hver upp í adra og maka út í kavíarnum en engar túrmyndir!

Hneyksli.

Víóluskrímslid
- skilur ekki sona

miðvikudagur, febrúar 11, 2004

Jevlaskid

Ég á portúgalska vinkonu sem er med al-óvirkt ónaemiskerfi. Hún faer kvef og/eda flensu ad medaltali tvisvar í mánudi. Í Portúgal tídkast ekki ad halda fyrir munninn thegar madur hóstar og menn snýta sér vandlega í áttina ad naesta manni thegar thörfin segir til sín.

Thess vegna er ég ad fá kvef.

Í örvaentingarfullri tilraun til ad komast fyrir helvítis pestina voru öll húsrád fyrr og sídar dregin fram og brúkud í gaerkvöldi. Ég gerdi daudaleit ad sterku áfengi í húsinu. Thad eina sem til var var hálfur peli af rúmenskum plómulanda/mauraeitri. Í plastflösku. Ég er mest hissa á thví ad innihaldid skuli ekki enn hafa braett á flöskuna gat. Ég stútadi staupi af mauraeitrinu (70%) og fékk ósjálfrátt spasmakast sem leiddi til thess ad ég kláradi allan appelsínusafann hennar Láru. C-vítamín.

Naest var skolun á dagskrá. Fyrst med óblöndudu mauraeitri, ad haetti pabba. Svo med saltvatni sem ég andadi líka í gegnum nefid. Thad var ekki naerri thví eins ógedslegt og ég hélt. Svo bjó ég til pabbakokkteil úr heitu vatni, mauraeitri, sykri og sítrónu. Thá var mér farid ad lída betur. Enda búin ad drekka amk 3 staup af mauraeitrinu. (70%)

Í morgun hljóp ég svo sem faetur toga í apótekid og keupti Drepsils (Strepsils) sem ég hef brutt í akkordi thvert á allar rádleggingar í allan dag. Ég vil ekki verda lasin. Thad er ekkert gaman.

Gudi sé lof fyrir ullarnaerfötin mín


Víóluskrímslid - á barmi drepsóttar

þriðjudagur, febrúar 10, 2004

Ádan

... sat ég uppi í skóla og var ad thykjast aefa mig. Í herberginu vid hlidina á mér var stúlka úr söngleikjadeildinni ad misthyrma í sér raddböndunum. Hreinn vidbjódur. Raddbeitingin hjá thessu lidi kallar fram hljód eins og verid sé ad drepa gaes med ómannúdlegum adferdum. Thad er varla haegt ad einbeita sér vid slíkar adstaedur.

Ég er reyndar farin ad venjast óhljódunum í krökkunum í söngleikjadeildinni, jafnvel thegar thau syngja í röddum á göngunum, gledja mann med úrvali úr Pocahontas á klósettinu eda halda ad mann langi ofbodslega ad kynnast nýjustu kindavíbratóaefingunum.

Thad er samt eitt sem fer alveg med mig.

TEXTARNIR vid lögin sem thau "syngja".

Annar hver texti sem saminn er fyrir ungar kvenkynssöngleikjastjörnur er yfirleitt eitthvad á thessa leid :

Ó ég á svo bágt
líf mitt er thyrnum strád
og madurinn sem ég elska ber mig eins og hardfisk
en ég elska hann samt
ég veit ad hann breytist aldrei
en ég verd bara ad saetta mig vid thad
hann kemur seint heim á kvöldin
med adrar konur
og stundar hávaert kynlíf á stofusófanum okkar
medan ég vaska upp
og thvae naerbuxurnar sem hann dreifir út um allt hús
en mér er alveg sama
thví ég elska hann samt
og mun aldrei yfirgefa hann thví ég elska hann óje.


Hvílík dómadagsthvaela. Thad thyrfti ad kynna thessa textahöfunda fyrir hugsunarhaetti víóluskrímslisins.

Iss piss
hlutirnir ganga svona skítsaemilega
og ef einhver dirfist ad berja mig
bít ég af honum hausinn
og ef sá sem mér thóknast ad búa med í thad skiptid
kemur heim med adrar konur
hleypi ég theim inn en loka á trýnid á honum
svo hann frýs í hel med adra höndina í bréfalúgunni
og hina á bílskúrshurdarfjarstýringunni
á medan ég skemmti mér vid óprenthaefa hluti.
óje.Thá er Frans Bauer (hinn hollenski Geirmundur) skárri. Textarnir hans eru alltaf um fagrar stúlkur og marsipankökur. Og Mónu Lísu.


Víóluskrímslid - marsipan

mánudagur, febrúar 09, 2004

Juokko Virtanen

Einu sinni var mikill sundkappi sem hét Juokko Virtanen. Á hverju ári tók hann thátt í mikilli sundkeppni sem haldin var í heimalandi hans Finnlandi - og vann.

Synt var eftir á sem í voru margar eyjar.

Juokko hafdi tekid thátt í keppninni níu sinnum í röd og unnid í sérhvert skipti. Í tíunda skiptid vard hann fyrir áfalli.

Á hverri eyju sátu fjölmargar gullfallegar allsnaktar stúlkur og veifudu til hans.

Keppninni lauk en Juokko var hvergi ad sjá. Thegar hann loksins kom í mark daginn eftir spurdi thjálfarinn hans hvad hefdi komid fyrir.

"Jah, bremsan fór nidur"

'" En baksundid, Juokko, baksundid madur!"

"Nei, thá komst ég ekki undir brýrnar..."


Víóluskrímslid - finnskur húmor

föstudagur, febrúar 06, 2004

Soory me eenglish veree bad

Hljómsveitarstjórar eru skemmtileg dýrategund.

Sérstaklega thegar their geta ekki tjád sig á ödru máli en sínu eigin.

Frakkar eru reyndar nánast einsdaemi hvad thetta vardar.

Hljómsveitarstjórinn okkar er Frakki.

Madurinn er snillingur. Hann hefur fullkomid tímaskyn - verst hvad hljómsveitin fylgir thví illa! Til ad baeta upp fyrir málheltina tjáir hann óskir sínar med búkhljódum og sprikli ýmiss konar. Nádi algerum hápunkti á midvikudaginn thegar hann var ad aefa lokin úr Karnival Romain eftir Berlioz.

"Double-basses! Nonononon! Dis place Jurassic Parc! OUI! Dinosaurus, Tyrannosaurus REX! Running, DRUMMMDRUMM DRUMM WRAAAAARRRRRRRRRRR!"
(setur upp grimmilegan drápssvip og hvessir klaernar)
"All ze leetle dinosauruses run and run, OH NON ne pas me manger, monseigneur Dinosaurus!"
(gerir sig líklegan til ad borda konsertmeistarann)
"But pleeezze! IN TEMPO. Dis a musicall dinosaurus. Yes?!"

Höhö...

Víóluskrímslid - risaedla í raun