Illgirni og almenn mannvonska

fimmtudagur, febrúar 26, 2004

Afleggjarar

Eins og sannir Íslendingar fór fjölskylda mín alltaf í ferdlög innanlands. Ég komst ekki til útlanda fyrr en ég var ordin 14 ára. Ég hafdi samt farid í flugvél fyrir thann tíma. Einu sinni til Saudárkróks held ég.

Thessi ferdalög okkar voru sannkalladar Íslandsreisur. Okkur Margréti var pakkad med restinni af farangrinum í litlu Löduna-sem-komst-allt og sagt ad vera thaegar medan foreldrar okkar keyrdu um landid thvert og endilangt, lögdu í ár og ófaerur á litlu Lödunni og fóru alla thá afleggjara og ranghala sem thau komu auga á. Oftar en ekki lentum vid í algerum ógöngum, litla Ladan festist eda vid villtumst og komumst ekki í naeturstad fyrr en seint og sídarmeir. Á medan foreldrar okkar diskúterudu hvort vid aettum ad bída eftir björgunarsveitunum eda keyra áfram eftir vafasömum trodningum í skjóli naetur slógumst vid Margrét yfir allt draslid sem hladid var á milli okkar - svo vid myndum ekki slást. Ó thvílíkir dýrdardagar.

Mikid var mér illa vid setninguna "hvert skyldi thessi vegur liggja" .

Á sunnudaginn, medan karnivalid stód sem haest og baerinn var trodfullur af mönnum á aldur vid födur minn rúllandi um í svínabúningum skrapp ég í hjólatúr til ad thurfa ekki ad verda vitni ad nidurlaegingu baejarbúa. Ég hjóladi adeins út fyrir baeinn og skemmti mér vid ad finna skitalyktina af massaframleidslunni á bóndabaejunum í kring. Ó thú hollenska náttúra. Ég kom ad krossgötum. Genin sögdu til sín. Hvert skyldi thessi vegur liggja?

Ég hjóladi áfram. Og villtist eins og lög gera rád fyrir. Allt í einu var ég komin til nágrannabaejarins Hilvarenbeek og thar var karnival í fullum gangi. Ég hafdi flúid úr öskunni í eldinn. Örvaentingarfullar tilraunir mínar í ad trodast gegnum sótdrukkinn mannfjöldann voru tilgangslausar. Ég fylltist algeru vonleysi. Ég yrdi föst í Hilvarenbeek thad sem eftir yrdi. Hávadinn var aerandi enda 2 blásarasveitir ad keppa vid lírukassa, og amk 3 gettóblastera. Enginn spiladi sama lagid. Eftir ad hafa bödlast eftir thröngum götunum og ítrekad reynt ad fordast ad verda undir risastórum karnivalsvögnum úr pappamassa tókst mér ad komast inn í hlidargötu thar sem lítid var um ad vera. Ég varpadi öndinni léttar. Hvert skyldi thessi gata liggja?

Eftir 3 tíma hrakninga í mótvindi á gíralausu hjóli og vettlingalaus í skítakulda komst ég loks aftur til Tilburgar. Thad var adeins medfaeddri ratvísi minni ad thakka. Ég gafst upp á ad fara gegnum baeinn og tók á mig stóran krók. Ad lokum skaust ég inn í hús hinna töfrandi lita og laesti vandlega á eftir mér. Nágrannarnir voru farnir ad spila Frans Bauer. Ég tród í eyrun.

Naest hugsa ég mig um ádur en ég fer veg sem ég veit ekki hvert liggur. Annars aetti ég thegar ad hafa laert af reynslunni...


Víóluskrímslid - ekki í studi

Engin ummæli: