Illgirni og almenn mannvonska

þriðjudagur, febrúar 17, 2004

Í gaer

thurfti ég ad taka lest af Schiphol og heim til mín. Lestin var yfirfull og mannfjöldinn thokadist áfram í tempói sem minnir mann á lestasenur í myndum á bord vid Schindler's List.

Ég fann mér saeti og spurdi fína frú hvort ég maetti ekki setjast thar. Hún hélt nú thad. Ég settist, kát og glöd. Ég var ekki fyrr farin ad slaka á rassvödvunum en ungur homeboy vafinn gullkedjum fer ad hreyta í mig ónotum. Ég var enn í hollenska fasanum mínum svo ég áttadi mig ekki á thví ad drengurinn var ad tjá sig á ensku. Ég hvádi.

Hellti thá svarti bródirinn yfir mig hrikalegum munnsöfnudi, kalladi mig tík og hóru og fleira sem flokkast ekki undir kurteisleg ávörp í mínum huga. Ástaedan var ekki sú ad ég hefdi stolid af honum saetinu, eins og ég hélt fyrst. Ég hafdi vogad mér ad ýta vid höndinni á honum thegar ég settist.

Hvad í fjandanum er ad thér, madur? Datt upp úr mér. Homeboyinn sagdi mér ad grjóthalda kjafti. Ég vard svo hissa ad ég nánast missti málid. "Easy does it" sagdi ég og stardi á hann stórum augum. Hann virti mig ekki vidlits og fór.

Ég gleymdi meira ad segja ad bíta af honum hausinn.

Á medan á thessu stód einbeitti mannfjöldinn í kringum okkur sér ad thví ad róta í handtöskunni sinni, senda sms eda ljúka vid krossgátu dagsins. Enginn leit upp. Hér í H-landi varrádist alvarlega á unga konu í trodfullri lest fyrir nokkrum dögum og enginn kom thá heldur til bjargar. Fólk stód og horfdi á. Skemmtilegt.

Eins gott ad thetta var bara pirradur homeboy.


Víóluskrímslid - eastside sucks

Engin ummæli: