Illgirni og almenn mannvonska

föstudagur, nóvember 28, 2003

Studningsyfirlýsing

Ari Karlsson stendur í ströngu á heimasídu sinni thessa dagana.

Thad er ekki heiglum hent ad reyna ad útskýra heilbrigda samfélagskennd fyrir litlum frjálshyggjupiltum.

Ari, ég styd thig heils hugar! Sendu thá til mín og ég skal bíta af theim hausinn.

Svona litlir saetir óreyndir frjálshyggjupiltar eru mjúkir undir tönn.


Óréttlátt

Einu sinni taladi ég góda ensku, ágaetis thýsku og dönsku og var vel mellufaer í frönsku.

Svo fluttist ég til Hollands.

Nú tala ég slaema ensku, verri thýsku og enga dönsku. Franskan telst ekki med.

Hvad fékk ég í stadinn? Hehehh....

Stundum svínar lífid á manni svo um munar.

Víóluskrímslid - málsvari lítilmagnans

fimmtudagur, nóvember 27, 2003

K.U.T

Sídasta vor var vedur med eindaemum gott í H-landi. Thad var svo hlýtt ad haegt var ad sitja á naerbuxunum úti í gardi á hverjum degi. Thá bjó ég í Pretoriastraat. Á kvöldin sátum vid braedur mínir thrír idulega úti í villigardinum okkar, fylgdumst med fituhlunknum skrímsli nr. 1 reyna ad stökkva yfir gardvegginn og drukkum thad sem til var í húsinu. Á einu slíku vorkvöldi vard K.U.T til.

Their sem sterkir eru í germanskri samanburdarmálfraedi átta sig eflaust á ad ordid KUT er skylt ordinu KUNTA. Enda er thad tilfellid. H-lendingar nota thetta ord óspart sem blótsyrdi og skeyta thví framan og aftan vid ótrúlegustu hluti. Kutbus = kuntustraetó. Kutwijf = tík. Kutmarokkanen = helvítis Marokkanar. Notagildi ordsins er einfalt. Vid fundum thví dýpri merkingu. KUT er nefnilega líka skammstöfun á Kunst Uit Tilburg. Thar sem okkur íbúum Pretoriastraats thóttum vid listraen med afbrigdum (einkum eftir 3-4 bjóra) ákvádum vid ad stofna samtök undir thessu nafni. Listraen stefna : Kunst Uit Tilburg. Öll list okkar vaeri KUT.

MEIRA PÖNK

Á thessu fyrsta kvöldi KUT samtakanna vard til ótölulegur fjöldi listaverka. Vid nádum í álpappír og grillteina og bjuggum til KABÚKÍ grímur med thví ad klessa álpappírnum framan í okkur. Hann rifnadi smá en thad var allt í lagi, bara meira KUT. Naesta verk var ad búa til hús úr álpappír. Eitthvad vantadi upp á verkfraedihaefileikana svo húsid hrundi ádur en thad gat stadid. Ekkert smá mikid KUT. Twan félagi minn bjó til skraut á einn raudvínskorktappann. Verkid hlaut heitid Álpappírsfígúra af konu med eitt brjóst. Svo stakk hann eldspýtu í munnvikid á álpappírnum. Gerben bassaleikari bjó til Rammsteindúkku (einnig úr álpappír) setti framan á hann gítar úr gudveithverju og kveikti í herlegheitunum med thví ad troda dúkkunni ofan á olíulampa. Verkid hlaut heitid RAMMSTEIN. Vid Leó sátum og átum köku. Framlag okkar til KUT var gjörningurinn Vid klárudum raudvínid. KUT rúlar.

Sídan thá hefur starfsemi KUT ekki verid neitt sérstaklega virk. Thegar ég leit í heimsókn um daginn var Twan thó búinn ad búa til vafasama styttu úr afgangskertavaxi. Hún var KUT.

Merkilegt hvad madur verdur listraenn af thví ad sitja úti í gardi med álpappír.

Best ad hjóla á skattstofuna.

Víóluskrímslid - nostalgískt og notalegt

miðvikudagur, nóvember 26, 2003

Stundum velti ég thví fyrir mér

hvort ég sé ad gera fólki meiri óleik en greida med tilvist minni.

Almáttugur.

Víóluskrímslid - í heimspekilegum hugleidingum

þriðjudagur, nóvember 25, 2003

Thetta er

Jólagjöfin í ár.

Víóluskrímslid - gjafmilt og gott

föstudagur, nóvember 21, 2003

Landvistarleyfi

Ólíkt mörgum hef ég ekkert sérstaklega gaman af thví thegar reynt er vid mig. Mér thykir ekkert varid í bjánalegar pikköpplínur, vafasamt hrós eda stimamjúka karlmenn sem opna fyrir manni hurdir óumbednir. Ég get opnad hurdir sjálf.

Verst thykir mér ad lenda í örvaentingarfullum útlendingum í leit ad ókeypis naeturgamni eda thad sem verra er - í leit ad ódýru landvistarleyfi.

Ég lenti í 1 stk. landvistarleyfisvidreynslu í gaerkvöldi. Ég hafdi nýlokid vid ad synda minn heilaga kílómetra í Sundhöll Tilburgar og eldraud í framan (thökk sé minni heilbrigdu blódrás) rölti ég yfir ad pottunum. Thar sem ég vafradi um gleraugnalaus og allslaus og reyndi ad finna út hvad vaeri vatn og hvad ekki kemur einhvur mid-austurlenskur gaur advífandi og vill endilega fá mig med sér í rennibrautina. Ég fer ekki med ókunnugum mönnum í rennibrautir. Sérstaklega ekki thegar ég sé ekki baun. Svo ég afthakkadi thetta tilbod kurteislega. En helvítid lét sér ekki segjast. Honum fannst ég svo falleg. Thabbarasona.

Ég fór yfir í pottana og hann elti. Ég flúdi í ískalda útilaugina í theirri von ad hann thyrdi ekki á eftir enda var skítkalt úti. En hann elti. Á vafasamri hollensku hrósadi hann mér fyrir einstaka fegurd (augljós lygi fyrir theim sem einhvern tímann hafa séd mig eldrauda í framan med hárid út um allt) og vildi svo fá ad vita allt um mig. Hvort ég vaeri ein ("audvitad ekki, vinkonur mínar bída eftir mér") hvadan ég vaeri ("frá Svalbarda") hvad ég vari ad gera í Hollandi ("stúdera jardfraedi thví hér er mikid af áhugaverdum steintegundum") hvad ég vaeri gömul ("32 ára") og hvort ég aetti kaerasta. Ég hélt nú thad. Ég vaeri sko HARDGIFT.

Thad komu vöflur á manngreyid. Gift?! Thá átti hann ekki mikinn séns í mig. En svo rann upp fyrir honum múslimskt ljós. GIFTAR KONUR FARA EKKI EINAR Í SUND. Svo ég hlyti ad vera ad ljúga. Ég stardi á manninn eins og naut á nývirki. Hvada djöfulsins fíbl var thetta eiginlega. Svo spurdi hann hvar ég feldi giftingarhringinn. Ég sagdi heimilishundinn hafa étid hann. Hljóp svo í burtu og faldi mig.

Mér finnst ekki gaman thegar reynt er vid mig. Mér finnst thad ekkert auka vid kvenleika minn thegar menn fara um mig fögrum ordum eda klípa í rassinn á mér á götu. Og ég sel ekki landvistarleyfi.

Útlensku "sjarmörar", farid til fjandans. Íslenskt já takk.

Víóluskrímslid - fremst medal jafningja

fimmtudagur, nóvember 20, 2003

Ég öfunda

thá sem sofa draumlausum svefni.

Á nóttunni á madur ad sofa.

Ekki theytast um allt á hlaupum undan ímyndudum óvinum, missa allar tennurnar af ótilgreindri ástaedu eda flýja undan eldgosi í Bláfjöllum.

Ég hlýt ad vera undir of miklu álagi.

Best ad fara heim ad éta.

Víóluskrímslid - vansaelt og vansvefta

miðvikudagur, nóvember 19, 2003

Biblíusögur

Í byrjun thessa skólaárs thurfti ég ad taka mikilvaega ákvördun. Átti eda átti ég ekki ad kaupa mér kort í sportsentrúm stúdenta? Minnuga lesendur rekur eflaust minni til skýrslu minnar um thá edlu stofnun og hennar innvirdulega tónlistarval. Ég átti í miklu sálarstrídi. Átti ég ad

a) fara í sportsentrúm, styrkja vödva og bein og halda mér í sömu fatastaerd og í fyrra? Fylgjast med misvitlausum geldrengjum og -stúlkum hamast hugsunarlaust á threktaekjum ýmisskonar? Hlusta á sama helvítis playlistann fjóra mánudi í röd? Átti ég ad bjarga líkama mínum en haetta á andlega deyfd og dauda?

eda


b) fara ekki í sportsentrúm, linast upp og verda eins og aumingi, haetta ad geta gengid upprétt, fitna upp í naestu fatastaerd og leggjast í líkamlega vesöld? Losna vid helvítis gelpakkid? Velja mína eigin tónlist? Nota tímann sem annars hefdi farid í ad ruslast í sportsentrúm til ad lesa gódar baekur og audga tharmed andann? Fórna líkamlegri heilsu fyrir thá andlegu?

Skítt med skrokkinn, hugsadi ég á endanum. Ég höndladi ekki meira sportsentrúm.

Tveir mánudir lidu og thjálfunarleysid fór ad gera vart vid sig. Ég gat ekki farid á faetur án thess ad smella amk. 5 lidum á réttan stad med tilheyrandi braki og brestum. Baetti vid fatastaerd. Haetti ad geta vaknad á morgnana. Gat ekki aeft mig nema 40 mínútur í senn. Kennarinn minn fór aftur ad skamma mig fyrir ad vera krypplingur. "Segdu mér eitthvad sem ég ekki veit" hugsadi ég. Nú voru gód rád dýr.

Svo frétti ég af thví ad í 10 mínútna göngufaeri frá Húsi hinna töfrandi lita vaeri eitt stykki SUNDLAUG. Vá. Ég vard svo glöd! Stökk út í búd og keypti mér SUNDGLERAUGU. Speedo. Svört. Ég fann ad ég var farin ad fá sundfráhvarfseinkenni. Ad ég skyldi ekki hafa tekid eftir theim fyrr. Svo kom stóri dagurinn. Ég fór í sund.

Milli 18 og 19 er sundlaugin rýmd fyrir thá sem vilja synda. Thad thýdir ad madur á ekki á haettu ad fá krakka eda bolta í hausinn á thessum tíma dags. Ég fór. Mér finnst nefnilega fátt eins fúlt og ad fá krakka í hausinn. Thad var röd vid kassann. Thad var margt fólk í sundi. Andskotinn, hugsadi ég, ofdekrud af hálftómriBreidholtslaugmedbestanuddpottiíbaenum. Ákvad samt ad fara. Ég tók af mér gleraugun. Thad hefdi ég ekki átt ad gera. Ég gekk í átt ad búningsklefanum og sá ekki neitt. Hélt fyrst ad ég hefdi farid inn í vitlausan klefa, úbbosí, afsakid...en komst fljótt raun um ad svo var ekki. Thad var bara einn klefi. Í Hollandi er ekki til sids ad hafa kynjaskipta búningsklefa thar sem madur getur vappad um allsber í haegdum sínum. Ónei. Í Hollandi er einn búningsklefi fyrir ALLA.Inni í klefanum eru margir litlir klefar thar sem madur á ad klaeda sig úr. Svolítid eins og í Sundhöll Reykjavíkur. Nema madur verdur ad passa sig ad fara ekki allsber út úr klefanum. Thá verdur manni hent út. Ég vissi thad reyndar ad manni vaeri ekki aetlad ad striplast á svo virdulegum stad svo ég fór fram á sundbolnum. Á litlum mida á veggnum stód "Duschen verplicht". Skylda ad fara í sturtu.

Ég fór í sturtu. En andskotinn ad madur geti thvegid sér almennilega thegar heill sundbolur situr utaná manni. Ég gerdi mitt besta. Kipradi svo augun svo ég saei eitthvad yfir höfud og moldvarpadist fram í laug. Thad var mikid af fólki í lauginni. Ég synti af stad. Og sjá: vid thá aegilegu sjón ad sjá víóluskrímslid geysast fram eins og hákarl undan vatnsyfirbordinu tókst mér ad kljúfa mér braut í mannhafid. Móses og Raudahafid, my ass. Thannig synti ég kát um hríd. Einu hafdi ég thó ekki gert rád fyrir - lykt berst vel í vatni. Hollendingar eru med eindaemum hreinlegt fólk og undirstrika thad enn frekar med thví ad bera á sig ilmefni í algeru óhófi. Eftir 20 ferdir var mér farid ad lída eins og ég vaeri ad synda í gegnum gel og eflaust hefur verid heilmikid til í thví. Thad rann á mig berserksgangur. Ég skyldi klára minn kílómetra sama hvad allri geleitrun lidi. Ég ruddi mér miskunnarlaust framhjá midaldra saumaklúbbum í frúarsundi, karlaklúbbum á sama aldri sem stundudu yfirleitt kafsund (hvers vegna get ég ómögulega ímyndad mér) unglingsstúlkum í efnislitum sundfötum (tharna kom thad) og gelgjulegum geldrengjum. Madur losnar greinilega hvergi vid thá. Ég kláradi kílómetrann. Og djöfull leid mér vel.

Mér leid eins og endurbornu víóluskrímsli og lífid held ég verdi ekki mikid betra en svo! Svo rénadi kátínan thegar ég komst ad thví ad madur gat hvergi thvegid af sér gelid. Tók sprettinn heim og fór í bad.

Sundhöll Tilburgar verdur án efa ad föstum vidkomustad í vetur. Á ödrum tímum sólarhringsins thó. Ég er hraedd um ad fá ilmvatnseitrun annars. Mikid er ég samt kát ad geta synt aftur. Og annad sem betra er - their spila enga vidbjódslega playlista. Heilsu minni er borgid!

Víóluskrímslid - flugsynt og fimt

mánudagur, nóvember 17, 2003

Kokteilahornid

Nú fer ad styttast í áramótin thegar allir Íslendingar drekka sig ofurölvi sprengja rakettur framaní sig eru med óspektir og verda sér til ítrekad til skammar. Mikid hlakka ég til.

Kokteilar eru sannir áramótadrykkir. Ég bý svo vel ad eiga fraenda sem vann sem barthjónn á Astró um nokkurt skeid og kann thví ósköpin öll af píkulegum kokteiluppskriftum. Ég get thó ekki eignad honum thessa. Hún er fengin annars stadar frá.

Kokteillinn Fljúgandi Ásta er nefndur eftir bekkjarsystur minni úr menntaskóla, félagsmálafrömudinum og partídrottningunni Ástrídi Jónsdóttur. Kokteillinn er einfaldur en bragdgódur og uppfyllir öll skilyrdi um stíl, ölvunarstig og áfengisprósentu. Ásta, thína skál.

Fljúgandi Ásta

Innihald:
Passoa ástrídualdinslíkjör
Trópí appelsínusafi
sletta af grenadine
klakar.

Thetta er hrist saman í theim hlutföllum sem mönnum finnst vid haefi.

Taka skal fram ad thegar lída tekur á kvöldid á innihald kokkteilsins til ad breytast örlítid.

Fljúgandi Ásta (eftir klukkan 22)

Innihald:
Passoa ástrídualdinslíkjör
Vodki
ávaxtasafi af óraedum uppruna
fari grenadinid og klakarnir til fjandans


thessu er slett í glas med tilthrifum.

Eigi menn enn eitthvad eftir í flöskunni um midnaetti er tilvalid ad skella í sídustu Ástuna. Skal thad gert á eftirfarandi hátt:

Fljúgandi Ásta (eftir midnaetti)
Passoa ástrídualdinslíkjör
gudmávitahvadannad
kranavatn (ef vill)


Er mönnum thá ekkert ad vanbúnadi ad bregda undir sig betri faetinum og halda á vit aevintýra naeturinnar.

Ásta, ég aetla sko ad skila thér kjólnum um jólin. Ég lofa!

Víóluskrímslid - andríkt og ofurölvi
Kjarngód íslenska

Andskotanshelvítisdjöfulsinsfjandansansvítansskrambansfjárans.

Mér finnst bara ekkert ad thví ad audga mál sitt á thennan hátt.


Víóluskrímslid - thjódlegt og thrifalegt

föstudagur, nóvember 14, 2003

Hid heittrúada nordur

Um daginn var ég stödd í smábaenum NORG (thetta er hollenska, ekki klingonska) ad spila á tónleikum. Tónleikarnir voru haldnir í kirkju Sidbótarsafnadarins (Hervormde Lutherse Kerk). Í stuttu máli er thessi söfnudur undir miklum kalvínskum áhrifum.

Medlimum Sidbótarsafnadarins finnst lífid vera mikill táradalur og thess vegna má aldrei gera neitt skemmtilegt. Thad má ekki einu sinni spila í lottóinu og gud hjálpi manni ef madur vinnur. Gudsthjónustur eru haldnar thrisvar á dag thar sem prestur safnadarins thrumar yfir lýdnum og hótar theim helvítispíslum gangi their ekki um svartklaeddir og snöktandi yfir thví hve lífid sé ömurlegt. Merkilegt nokk, allur baerinn maetir.

Samt er öll thessi fyrirhöfn ekki nóg til ad fá pláss í himnaríkissaelunni. Madur tharf líka ad vera útvalinn. Mikil upplyfting thad.

Thar sem ég stód á orgelloftinu og beid eftir ad stjórnandinn haetti ad drekka kaffi og skjálfa af kulda (thad er líka synd ad leyfa sér thann munad ad kynda kirkjuhelvítid yfir höfud) rak ég augun í sálmabók safnadarins. Og hóf flettingar.

Fyrsti sálmurinn sem ég rak augun í hét "Mijn God, gevapend tot de tanden." Thad útleggst svo (fyrir thá sem ei eru vel ad sér í germanskri samanburdarmálfraedi): "Gud minn, grár fyrir járnum."
Naesti sálmur hét "Wij delen verdriet en nederlag" eda :"Vid deilum ósigri og sorgum" og ekki tók betra vid á naestu sídu.
Sá sálmur hét "De dag zal komen, brandend als een oven!" semsagt : "Sá dagur kemur, sem einn ofn brennandi. Allaballa, flissadi ég. Thetta var alltsaman aldeilis upplífgandi.

Sídasti sálmurinn hét "Johannes, wat moeten wij nu doen?" : Jóhannes, hvad skal nú gjöra?" Thegar thar var komid sögu réd ég ekki lengur vid mig. Ískrandi flissid braust út í grídarlegri hláturroku sem bergmáladi um ískalda kirkjuna. Ábyggilega langt sídan slíkur hrossahlátur hefur heyrst í theirri byggingu. Ég var enn ad thurrka tárin af hvörmum mér thegar ég settist í á minn stad í hljómsveitinni med víóluna vid hönd.

Svo virti ég fyrir mér áheyrendaskarann. 200 manns med helgan svip sem hafa ábyggilega aldrei gert thad nema á fimmtudagskvöldum undir saeng med dregid fyrir gluggann og slökkt ljós. Ég fór aftur ad flissa.

Jóhannes, hvad skal gjöra?!

Víóluskrímslid - trúlaust og traustvekjandi

miðvikudagur, nóvember 12, 2003

Lúftgítaar!

Ég dansa ekki.

Stelpur dansa.

Ekki ég. Mér er illa vid dans.

Thegar ég var í sjö ára bekk sá Heidar Ástvaldsson um dansnámskeid fyrir fyrstu bekki grunnskólans. Ég fékk ad fara. Ég hefdi betur setid heima. Á thessu námskeidi vard nefnilega til djúpstaett hatur mitt á danslistinni og thá sérstaklega samkvaemisdönsum og öllum ödrum dönsum med flóknari spor en eitt-skref-til-haegri-annad-til-vinstri. Mikid thjádist ég á thessu námskeidi. Ég nádi thessu ekki. Aginn var óskaplegur. Danskennarinn paradi okkur smágrislingana saman med hardri hendi. Svo áttum vid ad dansa.

Kannski var ég ekki ad fylgjast med. Kannski var samhaefing handa og fóta ekki í lagi. Ég fór alltaf til haegri ef vid áttum ad fara til vinstri. Og öfugt. Ef átti ad hoppa stód ég kyrr. Og öfugt. Eitt skref til haegri og tvö skref til vinstri, beygja rétta beygja rétta klappi klappi klapp.

Eina ljósid í myrkrinu var Súpermannlagid. Engin spor, bara hopp. Ég get hoppad.

Í níunda bekk grunnskóla voru allir skyldadir í dans. Thad átti ad audvelda samskipti kynjanna, brjóta upp hversdagsleikann og létta andrúmsloftid. Ekki fannst mér thad. Ég kveid fyrir hverjum einasta danstíma. Ég óskadi thess ad enginn vildi bjóda mér upp svo ég gaeti sloppid vid thessa raun. Thad baud mér reyndar enginn upp. Enginn vill dansa vid skrítnar stelpur sem eru med kjaft. En ég slapp ekki. Ég thurfti ad dansa vid kennarann.

Í MR hélt ég ad thessu vaeri lokid. Ég var thá búin ad thróa minn eigin persónulega dansstíl sem ég notadi óspart á dansiböllum skólans. Ég hoppadi einfaldlega í gegnum heilt ball. Ég skipti um fót reglulega til thess ad vera ekki of einhaef. Stundum hoppadi ég á bádum. Eda skipti um fót í hverju hoppi. Ég var sátt. Svo komu árshátídirnar. Theim fylgdu danstímar. Thad var skyldumaeting.

Í fyrsta danstímanum í 3J áttum vid ad dansa rokk. Kristur Jesús. Thví fylgdu spor. Og skiptingar. Og fleiri spor. Og hopp. Ég get hoppad, en kaeri mig lítid um ad hoppa á annad fólk. Sérstaklega thegar annad fólk heitir Ari Karlsson. Vid Ari flódhestudumst saman gegnum thennan fyrsta danstíma.Í lok tímans áttu stúlkurnar ad stökkva á dansherra sinn og lenda á honum gleidar í einni dónalegri stellingu. Ég hafdi ekki hugsad mér ad gera thad. Ari manadi mig. Ég neitadi. Ari hótadi mér öllu illu. Ég tók tilhlaup - og stökk.

Í stuttu máli endudum vid í gólfinu. Eins og margt annad fannst okkur thetta afrek okkar hraedilega fyndid. Mig minnir ad restinni af bekknum hafi fundist thad líka. Eftir thennan tíma maetti ég aldrei í dans aftur. Ég nádi stjórn á lífi minu. Ég hraeddist ekki dansinn lengur, ég hatadi hann.

Á fidluballinu kom sér vel ad geta spilad á víólu.

Víóluskrímslid - dansar ekki

mánudagur, nóvember 10, 2003

Vid morgunverdarbordid

á gistiheimilinu í Groningen var eftirfarandi tilkynning :

Vinsamlegast setjid hvorki kökur né hnífapör í braudristina.


Allt of freistandi...

Víóluskrímslid - nákvaemt og nyjungagjarnt

mánudagur, nóvember 03, 2003

Tilkynning

til theirra sem búast vid jólagjöf frá víólskrímsli thessi jól.

Thid fáid jólagjöf.

Ég er nefnilega rétt ófarin til Groningen thar sem ég mun eyda naestu viku sem lánsvíóla í hljómsveitarverkefni. Ég fae vel borgad.

Freddy Mercury lýsti thví einu sinni yfir í vidtali ad hann vaeri "a musical prostitute."

Ekki leidum ad líkjast.

Víóluskrímslid
- falt fyrir fé