Illgirni og almenn mannvonska

miðvikudagur, nóvember 19, 2003

Biblíusögur

Í byrjun thessa skólaárs thurfti ég ad taka mikilvaega ákvördun. Átti eda átti ég ekki ad kaupa mér kort í sportsentrúm stúdenta? Minnuga lesendur rekur eflaust minni til skýrslu minnar um thá edlu stofnun og hennar innvirdulega tónlistarval. Ég átti í miklu sálarstrídi. Átti ég ad

a) fara í sportsentrúm, styrkja vödva og bein og halda mér í sömu fatastaerd og í fyrra? Fylgjast med misvitlausum geldrengjum og -stúlkum hamast hugsunarlaust á threktaekjum ýmisskonar? Hlusta á sama helvítis playlistann fjóra mánudi í röd? Átti ég ad bjarga líkama mínum en haetta á andlega deyfd og dauda?

eda


b) fara ekki í sportsentrúm, linast upp og verda eins og aumingi, haetta ad geta gengid upprétt, fitna upp í naestu fatastaerd og leggjast í líkamlega vesöld? Losna vid helvítis gelpakkid? Velja mína eigin tónlist? Nota tímann sem annars hefdi farid í ad ruslast í sportsentrúm til ad lesa gódar baekur og audga tharmed andann? Fórna líkamlegri heilsu fyrir thá andlegu?

Skítt med skrokkinn, hugsadi ég á endanum. Ég höndladi ekki meira sportsentrúm.

Tveir mánudir lidu og thjálfunarleysid fór ad gera vart vid sig. Ég gat ekki farid á faetur án thess ad smella amk. 5 lidum á réttan stad med tilheyrandi braki og brestum. Baetti vid fatastaerd. Haetti ad geta vaknad á morgnana. Gat ekki aeft mig nema 40 mínútur í senn. Kennarinn minn fór aftur ad skamma mig fyrir ad vera krypplingur. "Segdu mér eitthvad sem ég ekki veit" hugsadi ég. Nú voru gód rád dýr.

Svo frétti ég af thví ad í 10 mínútna göngufaeri frá Húsi hinna töfrandi lita vaeri eitt stykki SUNDLAUG. Vá. Ég vard svo glöd! Stökk út í búd og keypti mér SUNDGLERAUGU. Speedo. Svört. Ég fann ad ég var farin ad fá sundfráhvarfseinkenni. Ad ég skyldi ekki hafa tekid eftir theim fyrr. Svo kom stóri dagurinn. Ég fór í sund.

Milli 18 og 19 er sundlaugin rýmd fyrir thá sem vilja synda. Thad thýdir ad madur á ekki á haettu ad fá krakka eda bolta í hausinn á thessum tíma dags. Ég fór. Mér finnst nefnilega fátt eins fúlt og ad fá krakka í hausinn. Thad var röd vid kassann. Thad var margt fólk í sundi. Andskotinn, hugsadi ég, ofdekrud af hálftómriBreidholtslaugmedbestanuddpottiíbaenum. Ákvad samt ad fara. Ég tók af mér gleraugun. Thad hefdi ég ekki átt ad gera. Ég gekk í átt ad búningsklefanum og sá ekki neitt. Hélt fyrst ad ég hefdi farid inn í vitlausan klefa, úbbosí, afsakid...en komst fljótt raun um ad svo var ekki. Thad var bara einn klefi. Í Hollandi er ekki til sids ad hafa kynjaskipta búningsklefa thar sem madur getur vappad um allsber í haegdum sínum. Ónei. Í Hollandi er einn búningsklefi fyrir ALLA.Inni í klefanum eru margir litlir klefar thar sem madur á ad klaeda sig úr. Svolítid eins og í Sundhöll Reykjavíkur. Nema madur verdur ad passa sig ad fara ekki allsber út úr klefanum. Thá verdur manni hent út. Ég vissi thad reyndar ad manni vaeri ekki aetlad ad striplast á svo virdulegum stad svo ég fór fram á sundbolnum. Á litlum mida á veggnum stód "Duschen verplicht". Skylda ad fara í sturtu.

Ég fór í sturtu. En andskotinn ad madur geti thvegid sér almennilega thegar heill sundbolur situr utaná manni. Ég gerdi mitt besta. Kipradi svo augun svo ég saei eitthvad yfir höfud og moldvarpadist fram í laug. Thad var mikid af fólki í lauginni. Ég synti af stad. Og sjá: vid thá aegilegu sjón ad sjá víóluskrímslid geysast fram eins og hákarl undan vatnsyfirbordinu tókst mér ad kljúfa mér braut í mannhafid. Móses og Raudahafid, my ass. Thannig synti ég kát um hríd. Einu hafdi ég thó ekki gert rád fyrir - lykt berst vel í vatni. Hollendingar eru med eindaemum hreinlegt fólk og undirstrika thad enn frekar med thví ad bera á sig ilmefni í algeru óhófi. Eftir 20 ferdir var mér farid ad lída eins og ég vaeri ad synda í gegnum gel og eflaust hefur verid heilmikid til í thví. Thad rann á mig berserksgangur. Ég skyldi klára minn kílómetra sama hvad allri geleitrun lidi. Ég ruddi mér miskunnarlaust framhjá midaldra saumaklúbbum í frúarsundi, karlaklúbbum á sama aldri sem stundudu yfirleitt kafsund (hvers vegna get ég ómögulega ímyndad mér) unglingsstúlkum í efnislitum sundfötum (tharna kom thad) og gelgjulegum geldrengjum. Madur losnar greinilega hvergi vid thá. Ég kláradi kílómetrann. Og djöfull leid mér vel.

Mér leid eins og endurbornu víóluskrímsli og lífid held ég verdi ekki mikid betra en svo! Svo rénadi kátínan thegar ég komst ad thví ad madur gat hvergi thvegid af sér gelid. Tók sprettinn heim og fór í bad.

Sundhöll Tilburgar verdur án efa ad föstum vidkomustad í vetur. Á ödrum tímum sólarhringsins thó. Ég er hraedd um ad fá ilmvatnseitrun annars. Mikid er ég samt kát ad geta synt aftur. Og annad sem betra er - their spila enga vidbjódslega playlista. Heilsu minni er borgid!

Víóluskrímslid - flugsynt og fimt

Engin ummæli: