Illgirni og almenn mannvonska

miðvikudagur, nóvember 12, 2003

Lúftgítaar!

Ég dansa ekki.

Stelpur dansa.

Ekki ég. Mér er illa vid dans.

Thegar ég var í sjö ára bekk sá Heidar Ástvaldsson um dansnámskeid fyrir fyrstu bekki grunnskólans. Ég fékk ad fara. Ég hefdi betur setid heima. Á thessu námskeidi vard nefnilega til djúpstaett hatur mitt á danslistinni og thá sérstaklega samkvaemisdönsum og öllum ödrum dönsum med flóknari spor en eitt-skref-til-haegri-annad-til-vinstri. Mikid thjádist ég á thessu námskeidi. Ég nádi thessu ekki. Aginn var óskaplegur. Danskennarinn paradi okkur smágrislingana saman med hardri hendi. Svo áttum vid ad dansa.

Kannski var ég ekki ad fylgjast med. Kannski var samhaefing handa og fóta ekki í lagi. Ég fór alltaf til haegri ef vid áttum ad fara til vinstri. Og öfugt. Ef átti ad hoppa stód ég kyrr. Og öfugt. Eitt skref til haegri og tvö skref til vinstri, beygja rétta beygja rétta klappi klappi klapp.

Eina ljósid í myrkrinu var Súpermannlagid. Engin spor, bara hopp. Ég get hoppad.

Í níunda bekk grunnskóla voru allir skyldadir í dans. Thad átti ad audvelda samskipti kynjanna, brjóta upp hversdagsleikann og létta andrúmsloftid. Ekki fannst mér thad. Ég kveid fyrir hverjum einasta danstíma. Ég óskadi thess ad enginn vildi bjóda mér upp svo ég gaeti sloppid vid thessa raun. Thad baud mér reyndar enginn upp. Enginn vill dansa vid skrítnar stelpur sem eru med kjaft. En ég slapp ekki. Ég thurfti ad dansa vid kennarann.

Í MR hélt ég ad thessu vaeri lokid. Ég var thá búin ad thróa minn eigin persónulega dansstíl sem ég notadi óspart á dansiböllum skólans. Ég hoppadi einfaldlega í gegnum heilt ball. Ég skipti um fót reglulega til thess ad vera ekki of einhaef. Stundum hoppadi ég á bádum. Eda skipti um fót í hverju hoppi. Ég var sátt. Svo komu árshátídirnar. Theim fylgdu danstímar. Thad var skyldumaeting.

Í fyrsta danstímanum í 3J áttum vid ad dansa rokk. Kristur Jesús. Thví fylgdu spor. Og skiptingar. Og fleiri spor. Og hopp. Ég get hoppad, en kaeri mig lítid um ad hoppa á annad fólk. Sérstaklega thegar annad fólk heitir Ari Karlsson. Vid Ari flódhestudumst saman gegnum thennan fyrsta danstíma.Í lok tímans áttu stúlkurnar ad stökkva á dansherra sinn og lenda á honum gleidar í einni dónalegri stellingu. Ég hafdi ekki hugsad mér ad gera thad. Ari manadi mig. Ég neitadi. Ari hótadi mér öllu illu. Ég tók tilhlaup - og stökk.

Í stuttu máli endudum vid í gólfinu. Eins og margt annad fannst okkur thetta afrek okkar hraedilega fyndid. Mig minnir ad restinni af bekknum hafi fundist thad líka. Eftir thennan tíma maetti ég aldrei í dans aftur. Ég nádi stjórn á lífi minu. Ég hraeddist ekki dansinn lengur, ég hatadi hann.

Á fidluballinu kom sér vel ad geta spilad á víólu.

Víóluskrímslid - dansar ekki

Engin ummæli: