Illgirni og almenn mannvonska

fimmtudagur, nóvember 27, 2003

K.U.T

Sídasta vor var vedur med eindaemum gott í H-landi. Thad var svo hlýtt ad haegt var ad sitja á naerbuxunum úti í gardi á hverjum degi. Thá bjó ég í Pretoriastraat. Á kvöldin sátum vid braedur mínir thrír idulega úti í villigardinum okkar, fylgdumst med fituhlunknum skrímsli nr. 1 reyna ad stökkva yfir gardvegginn og drukkum thad sem til var í húsinu. Á einu slíku vorkvöldi vard K.U.T til.

Their sem sterkir eru í germanskri samanburdarmálfraedi átta sig eflaust á ad ordid KUT er skylt ordinu KUNTA. Enda er thad tilfellid. H-lendingar nota thetta ord óspart sem blótsyrdi og skeyta thví framan og aftan vid ótrúlegustu hluti. Kutbus = kuntustraetó. Kutwijf = tík. Kutmarokkanen = helvítis Marokkanar. Notagildi ordsins er einfalt. Vid fundum thví dýpri merkingu. KUT er nefnilega líka skammstöfun á Kunst Uit Tilburg. Thar sem okkur íbúum Pretoriastraats thóttum vid listraen med afbrigdum (einkum eftir 3-4 bjóra) ákvádum vid ad stofna samtök undir thessu nafni. Listraen stefna : Kunst Uit Tilburg. Öll list okkar vaeri KUT.

MEIRA PÖNK

Á thessu fyrsta kvöldi KUT samtakanna vard til ótölulegur fjöldi listaverka. Vid nádum í álpappír og grillteina og bjuggum til KABÚKÍ grímur med thví ad klessa álpappírnum framan í okkur. Hann rifnadi smá en thad var allt í lagi, bara meira KUT. Naesta verk var ad búa til hús úr álpappír. Eitthvad vantadi upp á verkfraedihaefileikana svo húsid hrundi ádur en thad gat stadid. Ekkert smá mikid KUT. Twan félagi minn bjó til skraut á einn raudvínskorktappann. Verkid hlaut heitid Álpappírsfígúra af konu med eitt brjóst. Svo stakk hann eldspýtu í munnvikid á álpappírnum. Gerben bassaleikari bjó til Rammsteindúkku (einnig úr álpappír) setti framan á hann gítar úr gudveithverju og kveikti í herlegheitunum med thví ad troda dúkkunni ofan á olíulampa. Verkid hlaut heitid RAMMSTEIN. Vid Leó sátum og átum köku. Framlag okkar til KUT var gjörningurinn Vid klárudum raudvínid. KUT rúlar.

Sídan thá hefur starfsemi KUT ekki verid neitt sérstaklega virk. Thegar ég leit í heimsókn um daginn var Twan thó búinn ad búa til vafasama styttu úr afgangskertavaxi. Hún var KUT.

Merkilegt hvad madur verdur listraenn af thví ad sitja úti í gardi med álpappír.

Best ad hjóla á skattstofuna.

Víóluskrímslid - nostalgískt og notalegt

Engin ummæli: