Illgirni og almenn mannvonska

fimmtudagur, maí 29, 2003

Gústafsberg

Gódur er hann Gústafsberg
gott er hann ad brúka.
Gleypir hann í gríd og erg
geysistóra kúka.


Thetta er skemmtileg vísa.

Mér flaug hún í hug rétt ádan thegar ég sat á klósetti hússins og skiladi af mér restinni af jardarberjarúllutertunni sem ég keypti á tilbodi í fyrradag. Thad er nefnilega ekki sama klósett og klósett.

Allir sem ferdast hafa um Mid-Evrópu kannast vid furdulega gerd klósetta sem ég kýs ad kalla stallaklósett. Öfugt vid thá tegund sem algengust er heima, thar sem fagurlega sveigd klósettskál tekur vid öllu sem í hana fer eru thessi klósett búin stalli eda hillu sem er strategískt stadsett beint fyrir nedan afturenda vidkomandi klósettfara. Tjhegar sturtad er nidur theytist vatnid úr vatnskassanum og klessir afrakstur ferdarinnar vid framvegg klósettskálarinnar. Tilkomumikil sjón og minnir á Gullfoss í leysingum. Ég hef lengi velt fyrir mér tilgangi thess ad hafa klósett svona í laginu. Thar sem ég sat ádan á stallaklósetti hússins umvafin jardarberjarúllutertu-inspirasjón fór ég ad velta thessu betur fyrir mér.

Aetli stallurinn sé til thess ad taka vid dóti sem madur gaeti óvart misst í klósettid? Ég var alltaf ad missa eitthvad í klóid thegar ég var lítil. Ófáir Playmo-kallar fóru sína hinstu för gegnum pípulagnirnar í blokkinni minni. Thad hefdi án efa verid hentugt ad hafa stall svo madur thyrfti ekki ad kafa upp ad olnboga til ad bjarga dótinu sínu frá eilífri glötun. Stallurinn kemur einnig augljóslega í veg fyrir ad vatnid í klósettskálinni skvettist upp á óaedri endann á manni thegar madur skilar af sér thungaviktarvarning. Madur losnar vid ad mida og samt lendir allt á réttum stad. Snidugt. Einn kunningi minn hollenskur heldur thví fram ad stallurinn sé til thess gerdur ad madur geti skodad afraksturinn thegar upp er stadid. Án efa hafa einhverjir gaman af thví. Skemmtigildid getur thó vikid fyrir hinu praktíska thar sem ýmsar kenningar halda thví fram ad madur geti fylgst med heilsunni med thví ad framkvaema reglulega kúkskodun. Ekki vitlaust. Litlir krakkar sem eru ad vinna í yfirfaerslunni koppur-klósett eru heldur ekki raend ánaegjunni sem fylgir thví ad skoda í koppinn. Med stallinum fylgir hún manni fram til daudadags.

Stallurinn er thví til margra hluta nytsamlegur. Sumir tengja hann vid einhvers konar klósettpervertisma. Hann léttir án efa gerd mynda eins og "Junge Mädchen müssen scheissen" hverrar auglýsingamynd ég sá í pornóbúd í Helsinki. Thad tharf samt meira en stall í klósettid til ad taka thátt í svoleidis afthreyingaridnadi.

Eftir ad hafa hugsad thetta og meira til, eins og ad muna ad borda aldrei heila jardarberjarúllutertu á tveimur dögum aftur, stód ég upp og sturtadi nidur. Thetta kallar á stöku, hugsadi ég.

Gústafsberg.

gódar stundir.
Hehehh....

Voru their ad fatta thetta fyrst núna?! Greyin....

miðvikudagur, maí 28, 2003

Já neinei.
En fyndid

Überfíflid Georg Bush á ad stjórna "fridarvidraedum" Ísraels og Palestínu. Vonandi tharf hann ekki mikid ad opna munninn, thad yrdi svo neydarlegt. Thad laedist ad mér sú hugsun ad thad sé álíka gáfulegt ad setja Bush yfir fridarvidraedur og ad setja mig yfir vidhald kjarnaofns.


Samanburdarmálfraedi - annar hluti

Hollenska ordid "roos"getur thýtt baedi rós og flasa. Hvar er tengingin?!


...áhugi á menningu og listum

þriðjudagur, maí 27, 2003

Tídindalaust á austurvígstödvununum

Ég gerdi vid "nýja" hjólid mitt í kvöld. Drasladi skiptilyklasettinu og skrúflyklunum út í gard med bótasettinu. HandyGirl maett á stadinn, sterkari en nokkru sinni fyrr... Nú eru baedi dekkin heil og thad hringlar ekkert alltof mikid í thví. Tengi ljósin naest. Thá verdur thetta edalhjól. Ég keypti thad á flóamarkadi og hef á tilfinningunni ad thví hafi ábyggilega verid stolid oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Keypti nýjan lás í morgun. Hann kostadi jafn mikid og hjólid. Í framtídarplönunum er líka ad mála thad bleikt. Eda neongraent.

Skrímsli hússins nr. 1 er hraedilega breima og heldur vöku fyrir okkur öllum. Álafossullarteppid mitt hefur fengid thad hlutverk ad sefa hvatir skrímslis nr. 1, sem thaefir thad í akkordi og malar. Verd ad muna ad thvo thad. Veit ekkert hvad hún skilur eftir sig í thví.

Austurríski snillingurinn sem ég vildi kjósa í Júróvisión partíinu en fékk ekki á sér snilldarheimasídu. Sannur listamadur... :)


Víóluskrímslid - andlaust med afbrigdum

mánudagur, maí 26, 2003

Óskalög sjómanna

"Snorri Árnason, skipverji á Raekjunni MR 950, faer kaera kvedju frá Skrímslaáhugamannafélagi Reykjavíkur og Álftaness med laginu "hvítir máfar", fluttu af Ellý Vilhjálms og Blokkflautusveit Bardastrandarhrepps."

Their taki til sín sem eiga...

Víóluskrímslid - vinur í raun
Víóluskrímslid flytur á ný

Annan hefur ákvedid ad faera sig um set í thridja sinn í ár. Daginn ádur en haldid verdur heim til Íslands mun hún keyra búslód sína á hjólbörum thessa 800 metra sem skilja ad nýja húsid og thad gamla. Ástaedan? Ekki sambýlismenn mínir sem leigja Southpark, kaupa handa mér appelsínusafa og baka handa mér kökur thegar ég fae kvef. Ekki kettirnir sem halda hita á tánum á mér á nóttunni. Ekki hid vaegast sagt bága hreinlaetisástand í húsinu.Thad er bara afslappandi. Í stuttu máli á ad henda mér út í desember og ef ég fer ekki aetlar leigusalinn ad gera sér lítid fyrir og rukka mig um 700 evrur á dag fyrir hvern thann dag sem ég sit í húsinu. Fari hann í rassgat.

Allir hafa einhvern tímann kynnst svona mönnum. Dónalegum, ruddalegum skíthaelum. Thakid í húsinu okkar lekur eins og gatasigti thegar rignir eins mikid og hefur gert undanfarnar vikur. Gifshúdin á veggjunum er svo fúin ad hún heldur ekki skrúfum lengur. Thegar ég aetladi ad skipta um peru í ganginum um daginn stód ég allt í einu med perustaedid í hönunum. Thetta fúna hús okkar aetlar leigusalinn ad selja. Hverjum hann aetlar ad selja thad veit ég ekki. Thad kostar amk. kaupverd hússins ad gera thad ad mannabústad. Sem betur fer eru íbúar thess tiltölulega handlagnir. Thad thurfti kraftaverk til ad laga thetta perustaedi. Okkur tókst thad ekki. Í mars biladi ljósid á badinu. Vid settum upp blacklight diskóljós á klósettinu til ad audvelda allar adgerdir. Thad var var diskóstemmning á klóinu í tvo mánudi. Hafdi sína kosti og sína galla.


Ef leitad er til leigusalans og hann látinn vita ad thad sé tímaspursmál hvenaer húsid hrynur ofaná okkur bregst hann vid med öskrum og óhljódum og blánar af braedi. Thad er sko ekkert hans mál thó húsid sé nánast óhaeft til búsetu. Ef vid dirfumst ad minna á ad hann sé ad fá hátt í thúsund evrur brúttó í leigutekjur af okkur á mánudi og sé skyldur til ad nota vissa prósentu af theirri fjárhaed í endurbaetur á húsinu sleppir hann sér alveg. Sé manni annt um heyrnina og persónulega sálarheill heldur madur símtólinu amk. metra frá eyranu. Djöfull er ég ordin leid á thessum manni. Vona thad hans vegna ad vid hittumst ekki í helvíti.

Ég skrifadi ógurlega flott leigu-uppsagnar-bréf med adstod lögfraedings í Rádhúsi Tilburgar. Ef herra Öskrandi Deyr-Úr-Krans-Fyrir-Fimmtugt fer eitthvad ad aesa sig segi ég honum bara ad fara til fjandans og hóta ad senda leigueftirlitsnefndina á hann. Rifja upp taktana frá thví thegar ég var ad slást vid útlendingaeftirlitid í vetur. Og svo flyt ég. Í Casa des Colores Magicos, "Hús hinna töfrandi lita". Thad er réttnefni, eins og their munu sjá sem eiga eftir ad heimsaekja mig thangad. Klósettid er bleikt med bláum flísum. Eldhúsid er fjólublátt og sólgult. Gangurinn ljósblár og graenn. Afgangar úr BYKO hvad.

Samt á ég eftir ad sakna lélega hússins míns og íbúa thess. Ég á eftir ad sakna thess ad vakna klukkan 14 á sunnudegi og vita ad enginn er kominn á faetur. Sitja á náttfötunum med húsbraedrum mínum og horfa á barnatímann. Elta kettina úti í gardi. Leita ad skeid í óhreinu uppvaski sídustu 2 vikna. Mikid er thetta ordid hrikalegt. Manni vöknar bara um augu...):)

gódar stundir

laugardagur, maí 24, 2003

Ad vel athugudu máli

finnst Víóluskrímslinu vid haefi ad setja inn nokkrar auka reglur í tédum Eurovision-drykkjuleik Yfirpúka Víólumafíunnar.

1.Drekka skal vel ofan í hálft glas (engar ívilnanir) ef eftirfarandi kemur fyrir sjónir;

a) Flytjendur klaedast hvítum fötum

b) Flytjendur eru nánast klaedlausir

c) Sést í beran maga flytjenda. Aukasopi fyrir hvern skorinn vödva á tédum líkamsparti.

d) Flytjandi er med góda skeggrót en ekkert bringuhár.

e) Skipt er um tungumál í midju lagi. Aukasopi ef thad gerist vid heiltónshaekkun.

f) Bakraddasöngkonur og/eda dansarar fara úr fötunum.

g) Stigakynnar hinna ýmsu landa eru í sama kjólnum. Hvad er málid med flegid nidur á maga í ár?


2. Drekka skal heilt glas og helst einu betur ef;

a) Flytjandi hefur eytt meiri tíma í ljosabekk og trimform en í söngtímum

b) Flytjandi syngur kvarttón undir gefinni tóntegund

c) Flytjandi syngur í VITLAUSRI TÓNTEGUND. Vid erum ad tala um staekkada ferund hérna.


3. Klára skal allt áfengi í húsinu ef;

a) Lag er meira en augljóslega stolid.

b) Vinningslagid er vont.

Í thessu húsi er verid ad taka á thessu sídasta. Var thad bondage magadansatridid eda andstutta söngkonan sem rédi thessum óvaentu úrslitum? Útbreidsla Tyrkja í Evrópu eda almennt slaemur tónlistarsmekkur? Ég sem var ad vona ad Austurríki taeki thetta. Jah, fjandinn hafi thad.

Mikid er ég samt fegin ad Ísland vann ekki. Best ad fara á pöbbinn.

Víóluskrímslid - í thungum thönkum

miðvikudagur, maí 21, 2003

Um nöfn

"What's in a name?" Spurdi spólgröd Júlía Rómeó sinn af svölunum. Henni fannst nafn ekki skipta neinu máli. Rómeó var alveg jafn mikill Rómeó thó hann vaeri Montagú. Thad er nokkud til í thví. Samt kvedur gömul íslensk speki á um ad fjórdungi bregdi til nafns.

Stundum fer um mig thegar ég sé hvada ónefnum fólki dettur í hug ad klína á börn sín. Hugsid ykkur ad draslast med nafn eins og Apríl Sól fram á grafarbakkann. Ímyndid ykur senur á tannlaeknabidstofunni: "Sestu, Apríl Sól, SESTU, segi ég!" Tískunafnabylgjur leida til thess ad önnur hver stúlka hlýtur nafnid Aríel, Aníta, Tara og svo maetti lengi telja. Drengir fá nádarsamlegast ad heita Sindri Snaer, Tristan eda Gabríel. Ekkert annad kemur til greina. Tristan Jarl. Oj bara.

Ég veit ad thegar naesta kynslód eftir mér fer á elliheimili mun ekki standa Gudrún Jónsdóttir eda Gudmundur Sigfússson á nafnaskiltunum sem merkja hverja vistarveru íbúa sínum. Thad mun standa Aníta Dögg Sindradóttir. Sindri Snaer Tristansson. Gabríel Arnórsson. Tara Líf Alexandersdóttir. Hvernig aetli sé ad vera níraedur og heita Tara Líf. Eda Basilíka.

Thad vantar öll thjódlegheit í thetta. Hvad med stór og mikil nöfn eins og Starkadur, Járngerdur, Brynhildur, Thórhallur, Skarphédinn, eda drottningarnöfn eins og Margrét og Thórhildur? Ólafur, Kjartan, Njáll, Helgi, Ragnar? Ingunn, Thrúdur, Bergljót, Gudrún, Valgerdur, Gunnhildur, Thórunn, Arnfrídur? Thetta eru alvöru nöfn. Listinn er hvergi naerri á enda.

Thetta eru mikil nöfn og stór. Thad er kannski erfidara ad standa undir Járngerdi en Anitu Rán.

Íslendingar eru thó ekki eins djúpt sokknir og Hollendingar. Hér skíra menn börnin sín gaelu(dýra)nöfnum. Hvern langar ad heita Dymphy? Dottie? Leotje? Roosje? Smoky? (Ég er ekki ad grínast)

Thá er skárra ad heita Kálfur eda Refur. Reyndar stód víst til ad skíra pabba Kálf enda afi mikill addáandi Íslendingasagnanna. Mér finnst nú samt Hugi fara honum betur.

gódar stundir









þriðjudagur, maí 20, 2003

Drepsótt

Skrímsli eru
eins og krakkar
ósköp vesöl ef thau naela sér í kvef

Hver er hraeddur vid skrímsli
sem er hóstandi med stíflad nef?

(Höf. Olga Gudrún Árnadóttir)

Thad er sko enginn hraeddur vid víóluskrímslid núna. Ég er med drepsótt. Allt húsid er kvefad. Meira ad segja hin tvö skrímsli hússins eru med kvef. Skemmtanagildi thess ad heyra kött hnerra er óumdeilanlegt. Thad er alveg rottufyndid.

Thad er vaetutíd í Hollandi thessa dagana. Skiptist á med hita og köldum skúrum. Vont fyrir ónaemiskerfid. Kvefbakteríur sigla um loftin og njóta thess ad bora sér inn í saklausa námsmenn sem hafa ekki tíma til ad vera med kvef. Skólafélagar skiptast á ad snýta yfir mann hinum og thessum kvefpestum. Ofur-stál-heilsa víóluskímslisins hlaut ad gefa sig um sídir.

Thegar madur er med kvef er ekki margt sem madur getur gert sér til dundurs. Madur er threyttur og úthoradur med höfudverk og hósta, kverkaskít og kaefisvefn. Thvílíkur vidbjódur. Á thessum SARS-legu og verstu tímum fá beinverkir nýja merkingu. Ósjúkdómahraeddasta fólk fer ad rekja ferdir sínar í huganum. Reyna ad muna hvort thad nagadi neglurnar ádur eda eftir ad thad thvodi sér um hendurnar. Oftast er thó bara um ad raeda einfalt og heidarlegt kvef. Thad er samt alveg nógu slaemt.

Í leidindum mínum bjó ég til lista. Thad er alltaf gaman ad búa til lista. Miklu skemmtilegra en ad fara eftir thví sem á theim stendur.

Listi 1. Hvad er haegt ad gera til ad láta sér lída betur.

1. EKKERT. MÚHAHAHAHAHAHAHAHAAAAAAAA........

2. Fara í heitt bad. Vera lengi í badi og hlakka yfir hitareikningnum sem húseigandinn faer og thú tharft ekki ad borga.

3. Borda ógedslega mikid af hálsbrjóstsykri af ýmsum gerdum. Varast skal sykurlausa hálsbrjóstsykra. Ég las á pakkanum ad ef madur bordadi heilan pakka fengi madur nidurgang. Thad viljum vid ekki enda ekki á ástandid baetandi.

4. Drekka te í lítravís. Ekki láta kverkarnar thorna á milli. Thá finnst manni madur vera veikari en madur er. Eini gallinn er ad madur tharf alltaf ad vera ad fara á klósettid. Tóm 2 lítra kókflaska getur faekkad ferdunum nidur stigann og komid í veg fyrir svimaköst. Eina vandamálid er ad hitta almennilega.

5. Sofa. "Svefninn er besta medalid. Thad get ég sjálfur vitnad um." Hver sagdi thetta, í hvada bók og vid hvada tilefni? Svör óskast send á annahugadottir@hotmail.com. Ég er svo blönk ad thad eru engin verdlaun nema aevilöng virding mín og vinátta.

6. Sofa meira.

7. Binda viskastykki um hálsinn. Thví fastar, thví betra. Snidugt er ad hita viskastykkid í örbylgjunni en passid ad pota í thad ádur en thad fer um hálsinn á ykkur thví lýtalaekningadeildin á Borgarspítalanum er í fjársvelti.

8. Drekka OFURDRYKK PABBA. Thetta hef ég drukkid vid hálssaerindum frá thví ég var lítid barn og gefist vel. Uppskriftin er einföld. Heitt vatn, sykur, sítrónusafi og vodki eftir smekk. Ef vel tekst til getur madur búid sér til hid skemmtilegasta kojufyllerí og gleymt thví ad madur sé med kvef.

9. Verkjalyf eins og hver madur kýs.

10. Láttu bidja fyrir thér. Hvítasunnusöfnudurinn tekur vid fyrirbaenum.

Listi 2. Ad dunda sér.

1. Sé madur bundinn vid rúmid tharf ad taka tillit til thess í tómstundum tengdum kveflegu. Gód hugmynd er ad setja skúringafötu í ca. 3 metra fjarlaegd frá rúminu og reyna ad hitta ofaní hana med notudum snýtupappír. Thví meira hor, thví betri kúlur og massívari skridthungi.

2. Kveflega býdur upp á sjónvarpsgláp, lestur og tölvuleikjaspil. Veldu baekur, myndir og leiki sem thú rédst rétt svo vid um 10 ára aldur. Ástand kvefsjúklings býdur ekki upp á mikil andleg afköst. Thad ad lesa Sartre med kvef er ad bjóda upp á bronkítis og lungnabólgu.

3. Hringdu í fólk sem er líka med kvef. Thad er alltaf gott ad vita ad madur er ekki einn í heiminum. Ekki hringja í frískt fólk. Fádu thad frekar í heimsókn og snýttu thér á thad svo thú thurfir ekki ad vera einn veikur.

4. Ekki laera heima. Ekki fara í skólann. Ekki fara í vinnuna. Bannad.

5. Horfdu upp í loftid. Stundum sér madur hluti sem madur hafdi ekki búist vid ad sjá. Sé loftid á leidinni ad hrynja getur thad verid lífsnaudsynlegt.

6. Fardu aftur í bad. Helst med einhverjum ödrum.

7. Búdu til munstur úr ristada braudinu thínu.

8. Hóstadu í takt vid útvarpid.

9. Kveiktu á Gufunni. Stundum eru thaettir um gömul mordmál og sódaleg.Thú gaetir líka lent á vedurfréttunum eda AUDLINDINNI - THAETTI UM SJÁVARÚTVEG.

10. Búdu til horkúlur. Ath. adeins haegt á ödrum til thridja degi kvefs. Ef thú getur búid til kúlur ertu ad öllum líkindum á batavegi. Thad er thví mikid glediefni.


Ég er búin ad fara eftir thessum listum meira og minna í tvo daga. Í dag verd ég ad fara í skólann. Ég hata kvef.

horkvedja







mánudagur, maí 19, 2003

Frí eda ekki frí

Hollendingar eru fríaódir. Skemmtileg thjód sem vinnur 36 stunda vinnuviku og tekur alltaf út veikindadagana sína. Yfirvinna er illa séd. Allt árid er útdritad í fríum. Og thá er ég ekki ad tala um helgarfrí.

Tökum skólana sem daemi. Í október var vikufrí sem nefnist "haustfrí". Skemmtilegt frí sem thjónar theim eina tilgangi ad setja mann aftur á byrjunarreit thegar madur er rétt ad komast í vinnufílinginn eftir skólabyrjun. Desember hýsir mitt elskada jólafrí sem er í tvaer vikur. Naesta frí er í mars, "vorfrí". Vikulangt og víst alltaf rigning á thessum tíma. Páskafríid telur 5-7 daga. Ofaná thad baetist 7-10 daga maífrí. Í lok maí er uppstigningardagsfrí. Thad er fjögurra daga löng helgi. Í júní er hvítasunnufrí. Sumarfríid byrjar svo ekki fyrr en í júlíbyrjun. Thad er ekki nema 6 vikur.

Thetta eru umthad bil 7-8 vikur af fríi fyrir utan sumarfrí. Af thví eru 3 vikur ómissandi. Madur vill fá frí á jólunum. En hvad á madur ad gera vid allt hitt fríid? Sitja og bora í nefid? Thad virdist vera mjög vinsael fríaidja. Thad og ad fara til Spánar. Med rútu.

Kannski eru öll thessi frí merki um aedra menningarstig. Hér er fólk alls ekki upptekid af thví ad vinna of mikid, nei thvert á móti. Frí geta líka verid skemmtileg thegar madur gerir eitthvad skemmtilegt vid thau. Thessi brjáludu frí fara hins vegar í taugarnar á mér. Mér finnst hrikalegt ad ná aldrei dampi milli fría. Alltaf thegar ég er komin í stud kemur frí. Og thá tharf ég ad byrja upp á nýtt. Ég vil frekar vinna langar skorpur og fá gód frí inn á milli, ekki draslast um í lognmollu og fá vikufrí á sex vikna fresti. Kem engu í verk.

Skamm, hollenska skólakerfi! Nú thegar allir félagar mínir á Íslandi eru á lokasprettinum í sínum prófum er ég ekki byrjud í mínum. Ef ekki fyrir öll thessi andsk. frí gaeti ég verid komin heim mánudi fyrr! Ég aetti ad kaera hollenska ríkid fyrir tekjumissi. Ég gaeti verid ad vinna allan thennan tíma....

BÖLV

Thad er thó eins gott ad fara ad laga sig ad adstaedum. Ég á eftir ad vera hér í 3 ár í vidbót...

Best ad sökkva sér nidur í deyfdina. Bjór er gódur.

gódar stundir

föstudagur, maí 16, 2003

Ef

Sjálfstaedismenn fá

Heilbrigdisráduneytid

Menntamálaráduneytid

og Félagsmálaráduneytid

getur hinn almenni borgari farid ad bidja fyrir sér.

Ég á hinn bóginn fer ad undirbúa umslögin med hvíta duftinu.

Víóluskrímslid - andvaka og hefndarthurfi
Samanburdarmálfraedi

Rop er BOER á hollensku.

Ad ropa er "een boer laten"

Boer thýdir bóndi.

Aetli Framsóknarflokkurinn viti af thessu?

miðvikudagur, maí 14, 2003

Viking blood

Ég er theirrar skodunar ad thad sé ekki margt sem skilji ad karla og konur. Thad er samt eitt sem konur gera sem karlar gera ekki. Thaer fara á TÚR.

Sumum konum finnst gaman ad fara á túr. Theim finnst thaer komast í nánari snertingu vid kvenleika sinn. Hvad er kvenlegra en ad fá mánadarlega sönnun thess ad aexlunarfaeri manns virki? Thessar konur dansa af gledi thegar thaer fara á túr. Thaer verda rjódar í framan, og flaedandi hormónin blása út á theim góda skapid. Dömubindapakkningunni er slengt glettnislega á faeribandid í súpermarkadnum. Kynlíf er stundad med skemmtilegum aukabónus. Allt er eins og thad á ad vera.

Thad sem enn getur aukid túr-gledina er sú sannfaering ad madur sé ekki ad fara ad fjölga mannkyninu í brád. Slík gledi getur leitt ad sér villtan strídsdans thar sem höndum er fórnad til himins í thakklaeti og gledi.

Sumum konum finnst ekkert gaman ad fara á túr. Thaer verda veikar, uppstökkar og úrillar. Gledihormónin láta ekki sjá sig. Verkjatöflur í indöstríalsaes dunkum. Thad má ekki tala hátt eda pota í thaer. Thaer senda adra út í búd eftir dömubindum. Ef thaer fara sjálfar thrykkja thaer pakkningunni á afgreidslubordid. Enginn gledidans.

Thaer konur sem stefna á ad fjölga mannkyninu eru heldur ekkert hrifnar af thví ad fara á túr.

Sumum konum er alveg sama um ad fara á túr. Thad bara gerist. Thad vaeri meira áhyggjuefni ef thad gerdist ekki. Thaer breytast ekkert. Eru einfaldlega eins og thaer eiga ad sér ad vera.

Túr túr túr. Afhverju aetli strákar séu sendir út úr kynfraedslutímum thegar talad er um túr? Thad er kannski ekkert skemmtiefni ad tala um túr en thad er heldur ekki beinlínis leidinlegt. Túr aetti ekki ad vera neitt feimnismál. Thad er ekkert dularfullt vid túr. Túr er bara túr. Samt myndu margir karlar frekar deyja en láta sjá sig kaupa dömubindi. Hvers vegna í ósköpunum!? Ekki eru their ad fara ad nota thau. Thad vantar meiri og skemmtilegri umraedu um thetta náttúrufyrirbrigdi. Meira ad segja dömubindaauglýsingarnar eru sterílari en andskotinn. Blátt piss á ekkert skylt vid túr. Og hver er ad fara ad klippa dömubindin sín í sundur til ad athuga hvort thau leki. Thad fer ekkert á milli mála gerist thad á annad bord. Upplýsingabaeklingarnir sem tólf ára stelpur fá í skólanum eiga ad vera med fleiri myndum en thverskurdarmynd af grindarholi sem segir manni álíka mikid og spakmaeli á mjólkurfernu. Óged hvad? Thetta er nú einu sinni hluti af okkur. Ekki haettum vid ad fara á klósettid af thví ad einhverjum kynni ad finnast thad ógedslegt.

María vinkona mín Ásmundsdóttir rölti einu sinni med mér gönguleidina milli Hveravalla og Hvítárvatns. Á leidinni vard til hugmyndin um VIKING BLOOD. Íslenskur túr, hreinasti túr í heimi. Makes you stronger, every day! Á sídasta bloggi hennar vidrar hún hugmyndina um túrfylltar heimildarmyndir, auk kvikmynda um fleiri líkamsvessa öllu óaedri. Mér líst mjög vel á. Thad er haegt ad gera myndir um leidinlegri hluti.

Ég veit alveg hvernig kynningarveggspjaldid aetti ad vera. Alvöru dömubindaauglýsing og ekkert andskotans blátt piss neitt!!

gódar stundir.

mánudagur, maí 12, 2003

Framtídarsýnin mikla

"Ellllsku krakkar mínir. Farid nú ad skila mér thessum verkefnum." Kennslufraedigúrúinn og impróvisasjónmeistarinn Willem Kühne sest vid kennrabordid og horfir óraedu augnarádi yfir bekkinn. Glottir. Bekkurinn glottir til baka. Mánudagur og klukkan rétt ad skrída yfir hádegi. Alvarleiki og samviskusemi ekki í fyrirrúmi.

"Elllsku krakkar mínir, vitid thid hvernig thetta er," segir hr. Kühne. "Alllveg ógurlegt. Mér finnnnnst svo leidinlegt ad fara yfir svona verkefni. Thegar ég var bara píanókennari thurfti ég alllldrei ad fara yfir ritgerdir. Thad voru dýrdardagar."Hr. Kühne teygir úr gallabuxnaklaeddum spóaleggjunum undir bordinu. Merkilegt ad madurinn skuli vera farinn ad nálgast sextugt og nái enn hárinu í tagl. Röddin áttund nedar en laegstu bassar. Viskí og bjór. "Sko. Ég skal segja ykkur hvernig thetta er." Glottid staekkar.

"Sumir eru rosa gódir ad fara yfir ritgerdir. Ekki ég, ég veit ekkert hvernig ég á ad fara ad thessu. Gefa einkunnir, blablabla. Svo er thetta svo ERFITT." Píslarvaettissvipur faerist yfir ledurkennt andlit impróvisasjónmeistarans. "Ég er sko ekkert ad fara á faetur klukkan 9 á morgnana til ad fara yfir ritgerdir, nei, Jesús almáttugur. Viti ég af yfirvofandi ritgerdayfirlestri tharf ég ad sofa til amk 12. Svo fer madur haegt á faetur. Annad truflar einbeitinguna. Svo tharf madur ad fara í bad til ad skýra hugann. En thad fer audvitad eftir thví sem madur gerdi kvöldid ádur. Hehehe." Bekkurinn flissar. Hr. Kühne partídýr. "Svo getur madur audvitad ekki farid ad vinna strax eftir badid, thví thá er madur blautur og gaeti skemmt eitthvad. Thá fer madur og faer sér hádegismat. Gódan hádegismat. Svo tharf madur ad leggja sig thví thad er ekki haegt ad vinna svona pakksaddur. Alveg ómögulegt. Svo vaknar madur kannski klukkan 15 og thá tharf madur ad lesa bladid, svona fylgjast med heimsmálunum og svona. Svo tharf madur ad kaupa í matinn, elda og borda og svo er nú naudsynlegt ad slappa svolítid af og aefa sig kannski svolítid. Svo verdur ad passa ad kveikja ekki á sjáonvarpinu. Thad er haettulegt. Thá gerir madur alls ekki neitt."

Einbeiting hr. Kühne leynir sér ekki "Svo thegar klukkan er farin ad ganga 23 er haegt ad fara ad hugsa til thess ad fara yfir ritgerdahauginn. Thá faer madur sér kaffi og bjór, svo lengi sem madur á ekki á haettu ad sofna yfir bjórnum, og kannski hin og thessi ólöglegu hjálparefni (glottir). Thad sakar nú ekki ad vefja sér eina feita til ad örva innblásturinn í fyrirgjöfinni. Svo vinnur madur fram á nótt. Svona á ad fara yfir ritgerdir." Bekkurinn flissar. Hr. Kühne hlaer. "Einu sinni vann ég mikid fyrir Big-Bönd, útsetti og svona nokkud. Madur verdur nú ad passa sig á naeturvinnunni í svoleidis tilfellum, stundum gerir madur ótrúlegar vitleysur. Kannski búinn ad sitja uppi heila nótt og fatta svo ad madur transpóneradi sxaxófónana tvíund nidur í stadinn fyrir tvíund upp!" Hr. Kühne hlaer og hlaer. Lítur á klukkuna. "Aei, krakkar mínir, farid nú ad skila mér thessum verkefnum. Og drullid ykkur svo út, tíminn er búinn. Heheheheh."

Hr. Kühne er snidugur. Svona vil ég verda.

sunnudagur, maí 11, 2003

EF

Núverandi stjórn faer ad sitja annad kjörtímabil thrátt fyrir ad hafa tapad stórt í kosningunum vitid thid hvadan thessi litlu skrítnu umslög koma sem medlimir hennar fá send í pósti ef til kemur.

Víóluskrímslid - med hjartad á réttum stad
Sekkjapípur

Ég er voda hrifin af mönnum í pilsum. Held thad hljóti ad tengjast fyrri lífum. Thessi pilsahrifning mín leiddi til thess ad ég rak upp stór augu thegar ég sá adalfyrirsögn forsídu baejarblads sídustu viku. SEKKJAPÍPUHÁTÍD Í TILBURG.

Vá, hugsadi ég. Fullt af mönnum í pilsum og hnésokkum ad spila á kúl hljódfaeri. Ég thangad. Jafnvel thó ég aetti ad vera ad skrifa ritgerd. Sem ég á ad skila...brádum.

Á torginu fyrir framan stórukirkjunasemégmanaldreihvadheitir söfnudust menn saman strax upp úr 13 til ad bída eftir pípuleikurunum. Their komu. Thvílík hersing og allir í pilsum. Sjá, TILBURGSKA SEKKJAPÍPUSAMBANDID var komid og nú átti ad halda upp á 50 ára júbíleum.

Í lok sídari heimsstyrjaldarinnar var Tilburg frelsud af skoskri herdeild. Thad er stytta nidri í bae med mynd af sekkjapípuleikara herdeildarinnar. Madur faer á tilfinninguna ad án hans hefdi nú lítid gerst. Hvad sem thví lídur er Tilburgska sekkjapípusambandid thad elsta sinnar tegundar á fastalandinu. Thad á sér meira ad segja skoskan formann. Sem á ad vera adalpípari einhvers hálandahöfdingja. Ég trúi thví alveg.

Formadurinn var um 2 metrar á haed og umthadbil eins breidur og hann var hár. Og í fullum skrúda. Arg, hugsadi ég thegar hann fór ad sveifla priki med kúlu á. Thetta gaeti farid illa. Thad gerdi thad thó ekki enda madurinn sérfródur í ad sveifla prikum med kúlum. Hann var mjög tilkomumikill, í framan eins og lítid svín og med uppásnúid yfirskegg. Raudhaerdur. Gífurlega skoskur. Og med thennan risarisa fjadrahatt á hausnum. Mig langar í svona hatt.

Herrsingin lagdi af stad. Thad var labbad eftir adalverslunargötunni í baenum. Saklausar ungmeyjar á leid út úr H&M litu pípurnar hryllingsaugum. Hraeddar maedur med 3 börn og hund hlupu undan blásandi skaranum. Ungir menn misstu pulsurnar sem their voru ad borda. Thetta fólk hafdi ekki lesid baejarbladid. Ekki eins og ég og allt gamla fólkid í skrúdgöngunni. Gangan endadi á torginu vid hinakirkjunasemégmanaldreihvadheitir. Thar var búid ad rýma torgid og koma upp litlum palli med sóltjaldi fyrir heidursgesti. Their príludu upp á pallinn einn og einn. Tharna voru á ferd fulltrúi Bretadrottningar sem leit út fyrir ad hafa gleymt hvernig aetti ad ganga stiga (aetli allt sé ordid lyftuvaett í Buckinghamhöll?), nokkrir eldgamlir skorpnadir Skotar í vidhafnarklaedum og svo fullt af midaldra pylsulaga Hollendingum. Thá var haegt ad byrja.

Fyrst var gedveikt stud. Pípararnir höfdu fengid lidsstyrk frá alvöru skoskri píparasveit og thrumudu úr belgjunum yfir lýdinn. Trymblarnir voru líka sérlega flottir. Adaltrymbillinn var eldeldgamall Hann var samt flottastur. Einhvern tímann aetla ég ad laera ad sveifla kjudum eins og hann. Kjudum med dúskum á. Svo voru dansarar. Mis-litlar stelpur úr Thjóddansafélagi Brabant-hérads. Álíka thokkafullar og ég og segir thad allt sem segja tharf. Thaer höfdu thad thó framyfir mig ad geta laert dansspor.

Gömlu Skotarnir á svidinu stöppudu í takt.Their voru líka farnir ad drekka bjór. Sem betur fer, thví eftir thessa annars ágaetu byrjun fór aldeilis ad síga á ógaefuhlidina. Fram komu dansarar. Og svo fleiri dansarar. Lúdrasveit Boxtel (sem hlýtur ad vera gersneydd allri tónheyrn) kom og spiladi med. Thad var hryllilega fyndid. Thau spiludu hljóma-intró. Svo komu sekkjapípurnar inn lítilli tvíund ofar. Thad var fyndid. Lúdrasveitin spiladi hollensk lög. Sem eru öll í 3/4 og í endalausum thríundum. Skotarnir fóru ad ókyrrast á svidinu. Thegar sekkjapípurnar tóku undir í hollensku lögunum flýtti einhver sér ad faera heim meiri bjór. Sem betur fer. Á eftir hradilegu lúdrasveitinni (sem fékk grídarmikid klapp fyrir framlag sitt) birtust litlar stúlkur úr Thjóddansafélaginu á torginu. Kynnirinn kynnti atridid "feet of flames" Ég var farin ad sjá fyrir mér lítil logandi börn thegar tónlistin byrjadi. Fyrst spiladi kynnirinn írskt thjódlangarokk af geisladiski. Thad var fínt enda thjódlagarokk kúl. Svo skipti hann um disk og leyfdi áheyrendum ad njóta "sérútbúinnar trip-hop útsetningar á skoskum thjódlögum" Scotland meets Tilburg clubbing! Litlu dansararnir breyttu líka um stíl. Frístaelkeppni Tónabaejar hvad. Hefdi ekki verid hissa thó thaer faeru ad svipta sig klaedum til ad sýna adskorna glimmergalla vel falda undir köflóttum pilsunum...Gömlu Skotarnir voru farnir ad ókyrrast í saetunum. Einhver faerdi theim meiri bjór. Mikid mikid klappad.

Thegar tharna var komid sögu var mig farid ad langa í ís. Ég fór og keypti mér ís. Hann datt í jördina. Ég fékk annan ís.Hann datt thegar ég var búin med helminginn og átti thad besta eftir. Thá fór ég endanlega úr studi. Sekkjapípusveitin var komin aftur á svid og spiladi "Pride of Scotland". Thad kaetti mig örlítid á medan ég syrgdi ísinn minn. Ég fór aftur í skólann. Sekkjapipurnar ómudu med mér langt á leid.

Aetli sé haegt ad leigja svona sekkjapipuleikara til ad spila í jardarförinni sinni?

gódar stundir


föstudagur, maí 09, 2003

Ógedslegt

Ég var ad borda. Thegar ég var búin med matinn minn leyfdi ég skrímsli hússins (ketti nr.1) ad sleikja diskinn minn. Hún er inniköttur og ekki med orma . Held ég.

Thetta finnst mér ekki ógedslegt. Mér finnst heldur ekkert ógedslegt ad borda kaefu sem hefur ekki verid í ísskáp í fjóra daga. Mér finnst ekki ógedslegt ad skeina fólki. Mér finnst ekki ógedslegt ad gera ad graftarsárum. Mér finnst ekki ógedslegt ad sleppa sturtu í tvo daga. Mér finnst ekki tiltakanlega ógedslegt thegar fólk gubbar. Svo lengi sem thad gubbar ekki á mig.

Eitt finnst mér thó ógedslegt. Mér finnst ekki gaman thegar fólk snýtir sér. Mér finnst ekki gaman thegar fólk hraekir á götuna. Ég hlýt ad hafa dáid úr berklum í fyrra lífi fyrst ég er svona lítid fyrir thessa ad thví er virdist sjálfsögdu hegdun.

Í Hollandi snýta sér allir. ALLIR. Fólk tharf ekki einu sinni ad vera med kvef. Thad snýtir sér í vasaklúta. Mjög umhverfisvaenn kostur. Enda eru vasaklútar fjölnota og mjög sjaldan thvegnir.

Menn snýta sér alls ófeimnir. Háraedasprengjandi hreppstjórasnýtur kveda ítrekad vid og sérstaklega í kveftíd. Menn snýta sér austur, vestur, nordur, sudur. Til hlidar vid mann, fyrir aftan mann, framan í mann. Svo er borad vandlega í nefid. Hér thekkist ei ad snýta sér feimnislega eda haeverskt enda alveg rétt ad stórsnýtur hafa meiri áhrif á horútblástur. Hitt er svo annad hvort menn bregda sér afsídis til slíkra adgerda.

Í Hollandi sjúga menn ekki upp í nefid. Thad er talid ógedslegt. Persónulega finnst mér hreinlegra og snyrtilegra ad öllu leyti ad borda mitt eigid kvef en ad dreifa thví umhyggjusamlega medal gesta og gangandi. Theirri skodun deila fáir med mér hér.

fimmtudagur, maí 08, 2003

Mér finnst

...ad Arika eigi líka ad skamma mig fyrir ad gera grín ad sér. Mér finnst ég afskipt.

Víóluskrímslid (sign)
Mitt persónulega afstaedi

Ég hlakka til ad koma heim í sumar. Thad er ekki langt thangad til. Thá verdur gaman. Ég sakna thess ad fá lárétta rigningu beint framan í mig. Ég hlakka til ad fjúka milli húsa. Madur verdur svona skrítinn af thví ad búa í landi thar sem meira ad segja vedrid er politically correct.

Thad er sko ekki langt thangad til. Thá aetla ég ad fara á naeturvaktir, thad er stud ad vaka á nóttunni og horfa á Woody Allen myndir. Ég aetla ad fara út á land og tjalda. Ég aetla Kjöl eda Sprengisand med minni fjallabílavaeddu fjölskyldu. Ég aetla ad fara á aettaródalid austur í sveit. Ég aetla ad undirbúa tónleika med Hönnu. Vá hvad thad verdur gaman hjá mér. Ég aetla ad auka aftur vid áfengistholid. Thad hefur bedid skammarlegan hnekki.

María kemur heim. Hallveig kemur heim. Björt kemur heim. Thórhildur kemur heim! Allir koma heim og líka ég. Og thad er sko ekki langt thangad til.

Thad eina sem er ekki nógu snidugt er ad ég tharf víst ad taka hin og thessi próf ádur en ég kem. Thad er ordid ansi áthreifanlegt ad thad er ekki langt thangad til. Mitt persónulega afstaedi dugar ekki til ad skapa mér auka tíma. Einhvern veginn hleypur hann alltaf útundan mér thegar ég tharf á honum ad halda. Tillögur um hvernig skal auka persónulegan tíma eru vel thegnar. Helst einhverjar nógu fjarstaedukenndar og óvísindalegar.

Arg...thad er sko ekki langt thangad til.

mánudagur, maí 05, 2003

Thad veistu er verdurdu stór

Aei, sjáid hvad hann er saetur :)
Ordlaus

Ég verd sjaldan ordlaus. Sýnist sitt hverjum um thann haefileika. Thad gerdist thó í gaerkveldi thegar ég sat fyrir framan tölvu heimilisins og flakkadi um ókunnar slódir alnetsins ad sjaldgaef stífla myndadist í annars sívirku málaedi mínu. Á einhvern óútskýranlegan hátt rakti ég mig nefnilega inn á thetta.

Nei andskotinn, hugsadi ég og skrolladi nidur síduna. Getur thetta verid, hugsadi ég ennfremur og las undirkaflana. Vantrúin magnadist enn thegar ég fór ad skoda myndirnar. Er verid ad gera grín ad manni?! Svo reyndist ekki vera. Det var det värste.

Sídunni heldur uppi ung stúlka sem haldin er anorexíu. Hún gerir sér fulla grein fyrir ástandi sínu og annarra sem haldnir eru sama sjúkdómi. Hún vidurkennir fúslega ad hún sé haldin gedveilu sem faer hana til thess ad svelta sig. Hins vegar er hún afar sátt vid ástandid. Henni finnst engin ástaeda til ad losna úr vidjum anorexíunnar. Anorexían er ordin haldreipi í tilverunni. Hún kallar hana "Önu" eins og um vinkonu sé ad raeda. "Ana"er alltaf til stadar. Hún fer ekki neitt. Og til hvers aetti hun ad vera ad fara thegar hún hjálpar manni ad verda mjór? Og thad skiptir öllu máli. Ad vera mjór.

Thessi sída er ein fjölmargra pro-ana sídna sem sprottid hafa upp eins og gorkúlur á undanförnum árum og misserum. Yfirleitt eru thad ungar konur á aldrinum 12-35 ára sem halda theim úti. Á sídunum hafa anorexíu og búlimíusjúklingar stofnad med sér netsamfélag, "sjálfshjálparhópa" thar sem their stydja hvern annan í trúnni. Tharna er ad finna holl rád um hvernig á ad lifa á eins litlu og mögulegt er án thess ad snúa upp tánum thegar minnst varir. Algerlega fitusnaudar uppskriftir sem byggjast adallega á gulrótum med engu og vafasamar megrunarpillur eru bodnar til kaups. Maelt er med aefingum sem myndu margar hverjar senda fullfrískt fólk á spítala. Myndir af mis-illa förnum horrenglum prýda sídurnar og í theim finna "Önurnar"sína thinspirasjón. Gefin eru upp trikk til ad plata laekna og sálfraedinga sem vilja frelsa sjúklingana úr vidjum átraskana. Studningsyfirlýsingar fljúga á milli. "Ef madurinn thinn er ekki sáttur vid ad thú bordir ekki skaltu bara skilja vid hann". Slagord á bord vid "Being thin is more important than being healthy" og "Being thin is being beautiful" stappa enn frekar stálinu í gesti sídnanna. Fadirvorinu er snúid upp á anorexíuna og hún bedin fyrirgefningar á thví ad tilbidjandinn skuli hafa dirfst ad láta mat inn fyrir sínar varir. Bodordin 10 fara sömu leid. "Quod me nutriit, me destruit."

Full vantrúar og hryllings skodadi ég hverja síduna á faetur annarri. Ég hafdi aldrei getad ímyndad mér ad svona nokkud vaeri til. Ég skodadi gestabaekurnar. Thar voru hundrud skilaboda thar sem lýst var yfir studningi vid anorexíu sem lífsstíl milli thess sem 13 ára stúlkubörn kvörtudu yfir thví ad vera "svvooooooo feitar - á einhver rád handa mér"? Thau skilabod sem töldust fjandsamleg stjórnarstefnu frú anorexíu voru oft merkt sérstaklega sem skilabod frá thröngsýnum hálfvitum sem ekkert skilja. Lífid snýst um anorexíu. Enginn annar kemst ad. Fjölskylda og vinir gleymast. Adrir sjúklingar taka vid hlutverki theirra í gegn um netid. Thar finna sjúklingarnir studning og skilning og enginn reynir ad fá thá til ad taka upp heilbrigda lífshaetti.

Ég sá myndir af konum á grafarbakkanum vegna sveltis. Thaer litu verr út en lík í útrýmingarbúdum nasista. Ég skodadi myndir af módelum sem anorexíurnar nota sem fyrirmyndir. Ef ég vaeri Kate Moss eda Calista Flockhart myndi ég ekki vera kát yfir thví ad vera thar á lista. Mér leid illa. Ég fálmadi undir bolinn minn og leitadi halds og trausts í bollunni minni. Hún var mjúk og hlý og ekkert á leidinni í burtu. Thad veitti mér ákvedna öryggiskennd.

Ég slökkti á tölvunni og trítladi nidur stigann. Sama hvad ég reyndi gat ég ekki komid thessu út úr hausnum á mér. Erum vid virkilega svona djúpt sokkin? Er sjúklegasti sjúkdómur neyslusamfélagsins sá ad svelta sig til dauda thrátt fyrir ofgnótt matar? Gamla setningin sem madur fékk ad heyra thegar madur vildi ekki borda matinn sinn :"Hugsadu um börnin í Afríku" fékk nýja merkingu. Af hverju eru thaer ad thessu? Og vidurkennandi hversu sjúklegt thetta er, hvers vegna maela thaer sjúkdóminn upp hver í annarri? Á einni sídunni stód ad their sem ekki vaeru haldnir anorexíu hefdu engar forsendur til ad skilja hvad hún vaeri. Thad er alveg rétt. Ég skil thetta ekki.

Ég thurfti ad lesa tvaer matreidslubaekur til ad geta sofnad.

gódar stundir

sunnudagur, maí 04, 2003

Mordaedi

Ég er dagfarsprúd ad edlisfari og beiti ekki ofbeldi nema í ítrustu neyd. Samt fyllist ég mordaedi sjái ég mynd af Davíd Oddssyni. Mér verdur illt. Veruleikaskynid raskast. Ég sé rautt. Ég yrdi ekki hissa thótt mér yrdi sagt ad thad staedi reykur út um eyrun á mér.

Allt út af einum manni. Hverju er um ad kenna? Thví ad hann segi vonda brandara? Thví ad hann hafi gert lítid úr skjólstaedingum Maedrastyrksnefndar med thví ad gefa í skyna ad thar vaeri fólk á ferd sem vaeri yfirleitt spennt fyrir ókeypis hlutum? Thví ad hann geri grín ad fólki sem á ekki ad éta ofan í sig og bòrnin sín? Thvi ad hann láti afskiptalausa og stydji jafnvel takmarkalausa audsòfnun á fárra hendur? Thví ad hann beiti áhrifum sínum sem forsaetisrádherra til ad útiloka samkeppni sem skadar vini hans úr vidskiptalífinu? Thví ad ríkisstjórn undir handleidslu hans sé búin ad vera ad grýta skít í thjódina í ad verda milljón ár? Thví ad hann hafi skrifad handritid ad einu leidinlegasta sjónvarpsleikriti sem ég hef séd á aevinni? Thví ad hann sé vinur Hannesar Hólmsteins? Ekkert af thessu er í raun ástaeda til ad drepa mann, sérstaklega ef vaentanlegur gerandi er ungur og hraustur og á framtídina vonandi fyrir sér.

Ég skil thetta ekki.

Helena fraenka mín kenndi hundinum sínum, risastórum Schàfer ad nafni Rommel, ad gelta og urra thegar Davíd Oddsson kom í sjónvarpinu. Thad thurfti ekki nema ad segja `davídoddsson` vid hann og hann vard alveg ódur. Frábaert partítrikk.

Ég verd ad velta thessu betur fyrir mér.

gódar stundir

fimmtudagur, maí 01, 2003

Arika

Gódi haltu kjafti. Thú aettir nú ad vera ordinn vanur thví ad ég strídi thér ):)

Víóluskrímslid