Frí eda ekki frí
Hollendingar eru fríaódir. Skemmtileg thjód sem vinnur 36 stunda vinnuviku og tekur alltaf út veikindadagana sína. Yfirvinna er illa séd. Allt árid er útdritad í fríum. Og thá er ég ekki ad tala um helgarfrí.
Tökum skólana sem daemi. Í október var vikufrí sem nefnist "haustfrí". Skemmtilegt frí sem thjónar theim eina tilgangi ad setja mann aftur á byrjunarreit thegar madur er rétt ad komast í vinnufílinginn eftir skólabyrjun. Desember hýsir mitt elskada jólafrí sem er í tvaer vikur. Naesta frí er í mars, "vorfrí". Vikulangt og víst alltaf rigning á thessum tíma. Páskafríid telur 5-7 daga. Ofaná thad baetist 7-10 daga maífrí. Í lok maí er uppstigningardagsfrí. Thad er fjögurra daga löng helgi. Í júní er hvítasunnufrí. Sumarfríid byrjar svo ekki fyrr en í júlíbyrjun. Thad er ekki nema 6 vikur.
Thetta eru umthad bil 7-8 vikur af fríi fyrir utan sumarfrí. Af thví eru 3 vikur ómissandi. Madur vill fá frí á jólunum. En hvad á madur ad gera vid allt hitt fríid? Sitja og bora í nefid? Thad virdist vera mjög vinsael fríaidja. Thad og ad fara til Spánar. Med rútu.
Kannski eru öll thessi frí merki um aedra menningarstig. Hér er fólk alls ekki upptekid af thví ad vinna of mikid, nei thvert á móti. Frí geta líka verid skemmtileg thegar madur gerir eitthvad skemmtilegt vid thau. Thessi brjáludu frí fara hins vegar í taugarnar á mér. Mér finnst hrikalegt ad ná aldrei dampi milli fría. Alltaf thegar ég er komin í stud kemur frí. Og thá tharf ég ad byrja upp á nýtt. Ég vil frekar vinna langar skorpur og fá gód frí inn á milli, ekki draslast um í lognmollu og fá vikufrí á sex vikna fresti. Kem engu í verk.
Skamm, hollenska skólakerfi! Nú thegar allir félagar mínir á Íslandi eru á lokasprettinum í sínum prófum er ég ekki byrjud í mínum. Ef ekki fyrir öll thessi andsk. frí gaeti ég verid komin heim mánudi fyrr! Ég aetti ad kaera hollenska ríkid fyrir tekjumissi. Ég gaeti verid ad vinna allan thennan tíma....
BÖLV
Thad er thó eins gott ad fara ad laga sig ad adstaedum. Ég á eftir ad vera hér í 3 ár í vidbót...
Best ad sökkva sér nidur í deyfdina. Bjór er gódur.
gódar stundir
Illgirni og almenn mannvonska
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli