Illgirni og almenn mannvonska

mánudagur, maí 05, 2003

Ordlaus

Ég verd sjaldan ordlaus. Sýnist sitt hverjum um thann haefileika. Thad gerdist thó í gaerkveldi thegar ég sat fyrir framan tölvu heimilisins og flakkadi um ókunnar slódir alnetsins ad sjaldgaef stífla myndadist í annars sívirku málaedi mínu. Á einhvern óútskýranlegan hátt rakti ég mig nefnilega inn á thetta.

Nei andskotinn, hugsadi ég og skrolladi nidur síduna. Getur thetta verid, hugsadi ég ennfremur og las undirkaflana. Vantrúin magnadist enn thegar ég fór ad skoda myndirnar. Er verid ad gera grín ad manni?! Svo reyndist ekki vera. Det var det värste.

Sídunni heldur uppi ung stúlka sem haldin er anorexíu. Hún gerir sér fulla grein fyrir ástandi sínu og annarra sem haldnir eru sama sjúkdómi. Hún vidurkennir fúslega ad hún sé haldin gedveilu sem faer hana til thess ad svelta sig. Hins vegar er hún afar sátt vid ástandid. Henni finnst engin ástaeda til ad losna úr vidjum anorexíunnar. Anorexían er ordin haldreipi í tilverunni. Hún kallar hana "Önu" eins og um vinkonu sé ad raeda. "Ana"er alltaf til stadar. Hún fer ekki neitt. Og til hvers aetti hun ad vera ad fara thegar hún hjálpar manni ad verda mjór? Og thad skiptir öllu máli. Ad vera mjór.

Thessi sída er ein fjölmargra pro-ana sídna sem sprottid hafa upp eins og gorkúlur á undanförnum árum og misserum. Yfirleitt eru thad ungar konur á aldrinum 12-35 ára sem halda theim úti. Á sídunum hafa anorexíu og búlimíusjúklingar stofnad med sér netsamfélag, "sjálfshjálparhópa" thar sem their stydja hvern annan í trúnni. Tharna er ad finna holl rád um hvernig á ad lifa á eins litlu og mögulegt er án thess ad snúa upp tánum thegar minnst varir. Algerlega fitusnaudar uppskriftir sem byggjast adallega á gulrótum med engu og vafasamar megrunarpillur eru bodnar til kaups. Maelt er med aefingum sem myndu margar hverjar senda fullfrískt fólk á spítala. Myndir af mis-illa förnum horrenglum prýda sídurnar og í theim finna "Önurnar"sína thinspirasjón. Gefin eru upp trikk til ad plata laekna og sálfraedinga sem vilja frelsa sjúklingana úr vidjum átraskana. Studningsyfirlýsingar fljúga á milli. "Ef madurinn thinn er ekki sáttur vid ad thú bordir ekki skaltu bara skilja vid hann". Slagord á bord vid "Being thin is more important than being healthy" og "Being thin is being beautiful" stappa enn frekar stálinu í gesti sídnanna. Fadirvorinu er snúid upp á anorexíuna og hún bedin fyrirgefningar á thví ad tilbidjandinn skuli hafa dirfst ad láta mat inn fyrir sínar varir. Bodordin 10 fara sömu leid. "Quod me nutriit, me destruit."

Full vantrúar og hryllings skodadi ég hverja síduna á faetur annarri. Ég hafdi aldrei getad ímyndad mér ad svona nokkud vaeri til. Ég skodadi gestabaekurnar. Thar voru hundrud skilaboda thar sem lýst var yfir studningi vid anorexíu sem lífsstíl milli thess sem 13 ára stúlkubörn kvörtudu yfir thví ad vera "svvooooooo feitar - á einhver rád handa mér"? Thau skilabod sem töldust fjandsamleg stjórnarstefnu frú anorexíu voru oft merkt sérstaklega sem skilabod frá thröngsýnum hálfvitum sem ekkert skilja. Lífid snýst um anorexíu. Enginn annar kemst ad. Fjölskylda og vinir gleymast. Adrir sjúklingar taka vid hlutverki theirra í gegn um netid. Thar finna sjúklingarnir studning og skilning og enginn reynir ad fá thá til ad taka upp heilbrigda lífshaetti.

Ég sá myndir af konum á grafarbakkanum vegna sveltis. Thaer litu verr út en lík í útrýmingarbúdum nasista. Ég skodadi myndir af módelum sem anorexíurnar nota sem fyrirmyndir. Ef ég vaeri Kate Moss eda Calista Flockhart myndi ég ekki vera kát yfir thví ad vera thar á lista. Mér leid illa. Ég fálmadi undir bolinn minn og leitadi halds og trausts í bollunni minni. Hún var mjúk og hlý og ekkert á leidinni í burtu. Thad veitti mér ákvedna öryggiskennd.

Ég slökkti á tölvunni og trítladi nidur stigann. Sama hvad ég reyndi gat ég ekki komid thessu út úr hausnum á mér. Erum vid virkilega svona djúpt sokkin? Er sjúklegasti sjúkdómur neyslusamfélagsins sá ad svelta sig til dauda thrátt fyrir ofgnótt matar? Gamla setningin sem madur fékk ad heyra thegar madur vildi ekki borda matinn sinn :"Hugsadu um börnin í Afríku" fékk nýja merkingu. Af hverju eru thaer ad thessu? Og vidurkennandi hversu sjúklegt thetta er, hvers vegna maela thaer sjúkdóminn upp hver í annarri? Á einni sídunni stód ad their sem ekki vaeru haldnir anorexíu hefdu engar forsendur til ad skilja hvad hún vaeri. Thad er alveg rétt. Ég skil thetta ekki.

Ég thurfti ad lesa tvaer matreidslubaekur til ad geta sofnad.

gódar stundir

Engin ummæli: