Illgirni og almenn mannvonska

fimmtudagur, september 30, 2004

Eru menn ekki ad grínast?!

Thegar ég renndi yfir fréttasídu Morgunbladsins nú í morgunsárid sá ég ad búid er ad skipa Jón Steinar Gunnlaugsson yfirskítkastara Sjálfstaedisflokksins í embaetti haestaréttardómara. Ég leit á dagsetninguna. Nei, thad var ekki fyrsti apríl.

Hvad er ad mönnum? Thegar dómsmálarádherra byrjadi ad velja sér jábraedur í haestarétt med skipulegum haetti thótti thad í meira lagi vafasamt en nú tekur steininn úr. Hvad er hann ad hugsa? Byrja menn ad ganga um med úthverfar naerbuxur á hausnum thegar theim finnst their vera hafnir yfir almennt sidferdi?

Ljóst er ad rádherra hefur skipunarvald í thessu máli. Félagar hans í ríkisstjórn telja "enga ástadu til ad aetla ad valid hafi verid pólitískt". Einmitt. Einmitt.

Hversu lengi er haegt ad halda slíku til streitu? Hversu lengi er haegt ad svína á almenningi - og í thessu tilfelli mun haefari mönnum? Eru menn ordnir svo firrtir ad theim finnst ekki lengur taka thví ad fela spillinguna bak vid tjöldin? Hvad naest?

Íslendingar, rísid upp á afturlappirnar. Vaeri ég heima vaeri ég búin ad stilla mér upp med eggjabakka og mistilbrand vid Dómsmálaráduneytid.



Víóluskrímslid - bálreitt




þriðjudagur, september 28, 2004

Instant Karma

Fjölskyldan í húsi hinna töfrandi lita sat vid eldhúsbordid í kvöld og bordadi saman samsettan kvöldverd. Samsettur kvöldverdur er fínt heiti yfir máltíd sem tínd er saman úr thví sem enn er ad finna í ísskápnum. Thad eru brádum ad koma mánadarmót.

Thar sem vid sátum og bordudum datt einhverjum thad snjallraedi í hug ad kveikja á kvöldfréttunum. Ég sat og nagadi ostaskorpu - sem bragdadist reyndar ágaetlega - thegar eftirfarandi frétt var lesin upp.

Balkenende forsaetisrádherra er nú á batavegi eftir ad hafa gengist undir adgerd vid sýkingu í faeti. Forsaetisrádherrann hefur nú legid á sjúkrabedi í nokkrar vikur eftir ad hafa veikst heiftarlega og thurft ad saeta laeknismedferd. Honum hafa borist óteljandi heillaóskakort og fyrirbaenir.

Og nú ad vedurfréttum.

"Yeah right," sagdi Lára. "Ekki aetla ég ad senda hinum heillaóskakort. Vaeri hann í mínum sporum hefdi verid hakkadur af honum fóturinn og honum svo sendur reikningurinn." Luis kyngdi fullum munni af hrísgrjónum frá thví í gaer og spurdi hvad hefdi amad ad forsaetisrádherranum. "Hann fékk sýkingu í löppina"sagdi Lára. "Svona fer thegar menn labba um berfaettir á vafasömum sundstödum...nei hann faer sko ekkert kort frá mér." Ekki mér heldur, hugsadi ég. Madurinn stendur fyrir nýju fjárlagafrumvarpi sem hefur thad m.a. á dagskrá ad minnka enn thjónustu vid sjúka og aldrada, haekka skólagjöld enn frekar, haetta studningi vid erlenda stúdenta og midar ad thví ad senda 24.000 erlenda flóttamenn úr landi naesta ár. Hann má sko eiga sig med sína sýkingu.

Thar sem ég sat og nagadi ostinn minn datt mér Davíd Oddsson í hug. Var hann ekki lagdur inn fullur af hnútum um daginn? Hann fékk líka fullt af heillaóskakortum. Ekki frá mér samt. Lá á spítala vid bestu adstaedur medan verid var ad loka deildum annars stadar í húsinu, gedsjúklingar sendir heim, konur látnar vakna upp vid keisaraskurd vid hlidina á fíklum í fráhvarfi og fólk látid liggja á göngunum vegna plássleysis og nidurskurdar? Ad nokkur skuli hafa haft samvisku í ad senda kallhelvítinu kort.

Óneitanlega urdu tharna til viss hugsanatengsl. Aetli thetta sé INSTANT KARMA? Ad stjórnmálamenn og adrir sem hafa thad fyrir sid ad vada yfir fólk á skítugum skónum thurfi ad taka thad út á eigin skinni í thessu lífi í stad thess ad bída eftir thví naesta? Hvad aetli thá eigi eftir ad koma fyrir Siv og Valgerdi? Ekki nema Kárahnjúkar núllist út fyrir ad thaer bjuggu til tímabundid atvinnutaekifaeri fyrir fjölda fátaekra verkamanna hverra maedur, daetur og systur thurfa ekki ad selja sig á medan. En svo fengu thaer ítölsku mafíuna til ad sjá um verkid fyrir sig. Thad gaeti verid viss mínuspunktur.

Ég skemmti mér heillengi vid thessar andstyggilegu hugrenningar. Fjölskyldan var löngu búin ad taka upp léttara hjal. "Kannski aettum vid ad senda kallinum kort, bara upp á grín," sagdi ég. Fjölskyldan leit á mig med vantrú í svipnum. "Vid gaetum sent honum dauda rottu í kassa" stakk Luis uppá. Hmmm. Thad er alveg hugmynd. Verst hvad thad er erfitt ad ná í rottur á Íslandi.

Víóluskrímslid - fullt Thórdargledi

mánudagur, september 27, 2004

Thad er ekki heiglum hent

...ad spila eine kleine Nachtmusik útivid í 5 vindstigum med ekkert sem heldur nótunum manns á statífinu.

Thad er fyndid

...ad vera ad leita ad thvottaklemmum á tískusýningu til thess ad geta fest thessar sömu nótur á statífid fyrir naesta sett

Thad er naudsynlegt

...ad fá kampavín eftir svona lífsreynslu.


Víóluskrímslid - öllu vant

fimmtudagur, september 23, 2004

Í rigningu ég syng

...eda ekki. Í húsi hinna töfrandi lita hafa verid teknar fram dósir, skálar og fötur af öllum staerdum og gerdum. Á vissum stödum í húsinu hljómar nú regndropasymfónía í slíkum minimalstíl ad Philip Glass yrdi stoltur af. Ég kynti undir gasinu í gaerkveldi.

Í gaer fór ég til Eindhoven í vikulegt kennsluprógramm. Leidbeinandinn minn er vinaleg lítil ungversk kona sem talar H-lensku med meiri hreim en ég. Hún er háólétt um thessar mundir og á leidinni í barneignarfrí. Til tals kom í vor ad ég taeki vid víólunemendunum hennar á medan á leyfinu staedi. Allir voru kátir. Nema skólastjórinn. Hann tímir ekki ad ráda mig.

Ekki thad ad ég sé dýr í rekstri, óútskrifud og allslaus. Heldur thad, ad thad er miklu ódýrara ad senda nemendurna til fidlukennara í skólanum. Sem spila ekki á víólu. Fúsk. Svo ég stormadi á fund med skólastjóranum. Ég setti upp ákvedna svipinn og máladi mig um augun. Ég hef nefnilega komist ad thví ad hér í H-landi er meira mark tekid á manni sé madur saetur. Sama thó madur sé med fraudplast í hausnum.

Skólastjórinn tók á móti mér med tortryggnum svip. Hér var hún komin, thessi íslenska sem allir voru ad vesenast útaf. Ég byrjadi á ad stafa nafnid mitt ofaní hann. Eftir ad hafa útskýrt íslenska nafnakerfid (jújú, svona var thetta einusinni hér í H-landi, merkilegt, ha) hóf hr. skólastjóri ad rekja úr mér garnirnar hvad vardar mína tónlistarlegu fortíd. Ég setti upp mikilvaega svipinn og fraeddi hann um flest allt sem henni vidkemur. Smám saman mildadist madurinn. Maskarinn gerdi greinilega sitt gagn. Eftir ad hann hafdi hrósad mér fyrir H-lenskukunnáttu mína í fimmta sinn og ég thakkad jafnoft fyrir hrósid fór ég ad velta thví fyrir mér hvert thetta vidtal stefndi nú eiginlega.

Á endanum rétti hr. skólastjóri mér möppu med upplýsingum um skólann med theim ordum ad yfirleitt fengju nemendur ekki adgang ad thessum upplýsingum. Hann aetladi ad geraundanthágu í mínu tilfelli - thó ekki vaeri ég rádinn starfsmadur vid skólann. Hann spurdi mig um vidhorf mitt til mögulegra afleysinga. Ég setti upp thrumusvipinn og lýsti thví yfir ad víólunemendur thurftu víólukennara. Já, thad er einmitt thad, sagdi hann og tók í höndina á mér í kvedjuskyni.

Aetli ég fái thetta starf? Í augnablikinu standa peningar og pólitík í veginum. Vonandi gerdu mikilvaegi svipurinn og maskarinn sitt gagn. Andskotinn hafi thad.


Víóluskrímslid - í harkinu

miðvikudagur, september 22, 2004

Sögur úr sveitinni

Haustid er svo sannarlega komid. Og kuldinn eftir thví. Enn og aftur er madur minntur á gaedi H-lenskra húsa thegar madur vaknar í 8-10 stiga köldu herbergi á morgnana. H-lendingum finnst nefnilega lítid varid í einangrun. Their tíma reyndar heldur ekki ad kynda heima hjá sér. Hvorki einangrun né kynding, hallelúja. Í Húsi hinna töfrandi lita er engin midstöd. Thar prýda herbergin gaskatlar sem madur kveikir adeins á í ítrustu neyd. Thví thó leigusalinn eydi miklu púdri í ad sannfaera okkur um thad ad katlarnir séu fullkomnlega öruggir grípur mann alltaf hálfgerd ónotakennd thegar madur kveikir á theim. Kannski er thad útlitid. Allavega gaeti ég mín á thví ad slökkva á theim ádur en ég fer ad sofa. Mig langar nefnilega yfirleitt ad eiga von á thví ad vakna aftur. Thá sef eg frekar í mínum übersexí ullarnaerfötum med húfu á hausnum.

Í morgun vaknadi ég fyrst klukkan átta. Fyrst leit ég á hitamaelinn. 10 stig. Ég laumadi einni tá undan saenginni. Hún vard ad ís á örskömmum tíma. Ég herti upp hugann og settist upp í rúminu. Thvílíkur skelfingarkuldi! Sem hendi vaeri veifad var ég komin undir saengina aftur. Naest vaknadi ég klukkan níu. Sama sagan endurtók sig, nema nú sýndi maelirinn 11 stig. Klukkan hálfellefu var maelirinn kominn upp í 12 stig. Thad gerir sólin. Ég ákvad ad svona gengi thetta ekki lengur. Med eldingarhrada svipti ég af mér brekáninu, reif mig úr ullarnaerfötunum og henti mér í fötin á innan vid mínútu. Vondur hárdagur hvarf undir lopahúfu sem rifin var í snarhasti upp af gólfinu. Thegar ég leit í spegilinn sá ég ad ég hafdi farid í peysuna öfugt. Ég leit út eins og Magnús úr áramótaskaupinu '85.

Ég ákvad ad fara í skólann og gera heidarlega tilraun til ad ná aefingaherbergi enda víólutími í kvöld. Eins og naerri má geta voru öll herbergin full af gelgreiddum ungmennum sem fíla ad fara á faetur í skítakulda til ad leggja á sér hárid. Í augnablikinu stend ég thví frammi fyrir thví ad fara aftur heim og vekja Pétur litla med fögru fíólspili. Hann verdur ekki kátur enda vakti hann lengi frameftir med kaerustunni í gaer. Hversu lengi veit ég ekki enda var ég fljót ad taka fram eyrnatappana.

Djöfulsins barlómur er thetta.


Víóluskrímslid - vantar Lebensraum


mánudagur, september 20, 2004

Verkfall

Thó enn sé ég ung ad árum erum vid verkfallsvofan ágaetis kunningjar. Ég hef lent í thónokkrum verkföllum um aevina - og meira ad segja farid í verkfall sjálf.

Thegar ég var smákrakki fóru verslunarmenn í verkfall. Thá var gaman, pabbi var heima allan daginn, lék vid mig og kenndi mér ad binda slaufu á skóna mína. Thegar ég var í tíunda bekk fóru kennarar í verkfall og óvíst var hvort úr thví leystist fyrir samraemdu prófin. Ég notadi tímann til ad aefa mig á fidluna. Tók svo haesta stigspróf sem ég hef nokkru sinni komid nálaegt. Svo fór mamma í verkfall med throskathjálfum. Thad var löngu tímabaert verkfall. Á verkfallsfundi í Grasagardinum spiladi ég lagid "ef ég vaeri ríkur" og sló í gegn enda thetta hlutur sem throskathjálfar velta ekki ósjaldan fyrir sér.

Verkfall tónlistarkennara var líka löngu tímabaert. Ég tók thátt í thví, óútskrifud, graen og blaut bakvid eyrun. Hélt magnadar raedur yfir fulltrúum borgarinnar og kom meira ad segja í bladinu med thrumusvip á fésinu. Enda hafdi ég ordid súr og svekkt thegar ég komst ad thví ad launin sem fylgdu draumastarfinu yrdu líklega thessleg ad ég yrdi ad giftast ríkum kalli til thess ad eiga í mig og á. Nei takk. Thá var betra ad koma ad lokudum skóla í nokkrar vikur.

Verkföll eru ekki alslaem. Audvitad raska thau ríkjandi skipulagi og koma róti á líf fólks. Ekki má thó gleyma thví ad thau eru eina vopn hins vinnandi manns til thess ad knýja fram betri kjör. Í thjódfélagi thar sem allt gengur út á hversu mikid menn graeda á thví ad gera sem minnst er kennarastarfid ekki hátt skrifad. Thegar út í thad er farid eru engin störf hátt skrifud sem byggjast á mannlegum samskiptum, umönnun og umsjá. Thessu vidhorfi tharf ad breyta. Og thá er mér sama hvort rádamenn thjódarinnar kveini um ósanngjarnar kröfur, vöntun á stödugleika eda gódaeri. Og hvad krakkana vardar, thá grunar mig ad theim thyki ekki alltof leidinlegt ad geta leikid sér adeins meira á medan sídasta haustskíman tollir enn í loftunum.

Víóluskrímslid - herskátt

föstudagur, september 17, 2004

Gaman

Mikid er gaman thegar fólk hringir í mann og býdur manni vinnu sem madur faer vel borgad fyrir. Madur fyllist sönnum skáldskaparanda. Voilá: Víóluskrímslid eys úr fjórhaugum ordlistar sinnar!


Í gaerkvöldi thá gall vid síminn
gledileg var hringing sú.
Í símanum var kvenrödd kímin
sem kynnti sig, how do you do.

Hún baud mér spil á svörtu kaupi
vid saemdaropnun búdar hér.
Thar kvartett einn í kokkteilsaupi
krassa aetti bak vid gler.

Ég spurdi hvad thar spila aetti
og svo hvad thóknun yrdi stór.
Hún nefndi Mósart, meira af Haydn
og millispil í stórum kór.

Einnig nefndi hún nána tölu
sem nefni ég ei ad líkum hér
En fyrir slíkt ég er til sölu
sönn heidurstala thad víst er.

Fyrir thetta framtak sanna
fyllist buddan enn á ný.
Ég fyllist gledi gódra manna
geng svo beint á fyllerí.


Víóluskrímslid - góda helgi





mánudagur, september 13, 2004

Skítastandard

Allir sem einhvern tímann hafa komid heim til mín vita ad ég hef mikinn tolerans fyrir drasli. Mér lídur best sé ákvedid kaos ríkjandi í híbýlum mínum. Ég er auk thess safnari af guds nád og hendi engu. Thad er í genunum. Their sem efast um thad aettu ad kíkja heim til pabba og mömmu - ef their thá komast inn í íbúdina.

Til thess ad eiga audvelt med ad finna thad sem madur leitar ad fljótt og vel er gott ad skipuleggja draslid örlítid, thó án thess ad taka til. Taki madur til fer draslid inn í skápa og skúffur og madur finnur aldrei neitt. Hver kannast ekki vid ad hafa sett mikilvaegan hlut (eins og gleraugu, vegabréf, peninga eda flugfarsedla) á vísan stad sem madur finnur svo aldrei aftur?! Nei, thá er betra ad nota haugataeknina.

Haugataeknina hef ég thróad med mér allt sídan ég fékk mitt eigid herbergi haustid 1991. Hún byggist á thví ad safna skyldu drasli saman í sér hauga á gólfi, stólum, bordum og rúmi. Lykilatridi er ad audvelt sé ad komast á milli hauganna og róta í theim. Einn haugur hýsir t.d. óhrein föt sem madur nennir ekki ad thvo. Annar samanstendur af tiltölulega hreinum fötum sem madur gaeti taeknilega séd farid í einu sinni enn - en gerir aldrei. Sá thridji af bókum sem hvergi er pláss fyrir í yfirfullum bókahillum, sá fjórdi af geisladiskum, sá fimmti af nótum og heimaverkefnum og svo maetti lengi telja.

Ég er theirrar skodunar ad drasl sé ekki skítur. Drasl er heimilislegt. Skítur er thad ekki. Thegar ég var búin ad fara í sturtu í gaermorgun og var komin aftur upp í herbergid mitt tók ég eftir thví ad iljarnar á mér voru svartari en ádur en ég lagdi í sturtuferdina. Thá var Bleik brugdid og dagurinn fór í ad skúra húsid og drepa allt kvikt sem hafdi búid um sig í ýmisskonar skúmaskotum - en nóg er af theim í Húsi hinna töfrandi lita. Nú er haegt ad labba um gangana án thess ad kremja pöddur í ödruhverju spori eda festa sokkinn í klístri í eldhúsinu. Ég er sátt.

Ad vísu er fullt af drasli út um allt. Dagblöd sídan frá thví fyrir sumarfrí og fullt af uppskriftabókum med fitusnaudum uppskriftum sídan Lára fór sídast í megrun. Hálftómir kryddbaukar og fimm nánast tómir hrísgrjónapokar í skápnum sem vel vaeri haegt ad sameina í einn ef madur nennti ad eyda mínútu af aevi sinni í thad. Gömul hljómfraedipróf liggja eins og hrávidi um herbergid mitt og tónlistarsöguglósurnar frá thví í fyrra eru enn á skrifbordinu. Sama er mér. Ég veit thá hvar thaer er ad finna.

Drasl er ekki skítur. Drasl er gott.


Víóluskrímslid- draslari

fimmtudagur, september 09, 2004

Í dagsins önn

Thegar vid litla systir sátum í lestinni á leid á flugvöllinn leit ég í lestatímaritid Spoor sem Nederlandse Spoorwegen gefur út. Tímarit thetta er sannkallad áródursrit thar sem kostir lestarkerfisins eru lofadir og reglulega birt villandi súlu og línurit sem sýna fram á ad í raun hafi midaverd laekkad talsvert á undanförnum árum og fleiri lestir gengid á réttum tíma - thegar raunin er allt önnur.

Í Spoor er reglulegur dálkur um (H-lenskt) fólk sem finnst gaman ad fara í göngutúra í H-lenskri náttúru. Einhvers stadar milli Dordrecht og Rotterdam las ég eftirfarandi vidtalspistil.

"Ég og kaerastan mín erum sannkallad útivistarfólk! Okkur finnst stórkostlegt ad ganga um í náttúrunni og njóta kyrrdarinnar. En okkur finnst líka gaman ad gera spennandi hluti. Í fyrrasumar fórum vid tildaemis fótgangandi um hálendi Íslands. Thad var mjög spennandi thar sem vid thurftum ad skiptast á ad vaka yfir tjaldinu á nóttunni medan hitt svaf. Thad eru nefnilega haettulegir ísbirnir á ferd thar um slódir."

Ég vissi ekki hvort ég aetti ad hlaeja eda gráta vid tilhugsunina um ofurheilbrigt H-lenskt útivistarfólk á fertugsaldri vakandi heilu og hálfu naeturnar í skítavedri fyrir utan tjaldid sitt, bídandi eftir ísbirni sem aldrei kemur. Hver aetli hafi logid thessu ad theim? Hann faer hér med heidursverdlaun víóluskrímslisins!

Víóluskrímslid - kátt

miðvikudagur, september 08, 2004

Ó Nederland

Alvara lífsins er hafin á ný. Í gaer kvaddi ég litlu systur sem nú býr í risastóru herbergi í A-Berlín med rósettum í loftum og steig upp í lest á leid til H-lands. Ferdin gekk stóráfallalaust fyrir sig thrátt fyrir ad ég hafi thurft ad skipta um saeti nokkrum sinnum. Svona er ad nenna ekki ad bída í röd á trodfullum lestarstödvum til ad geta pantad sér saeti. Merkilegt samt hvad sumir nenna ad standa í thví ad hrekja fridsamt fólk eins og mig úr pantada saetinu sínu thegar 20 önnur og betri eru laus í vagninum. Midad vid ummerkin á glugganum vid sídasta saetid hafdi barn setid thar stuttu ádur. Ég hugsa ad thad hafi fengid baedi ís og súkkuladi í nesti. Thad var varla haegt ad sjá út um gluggann.

Holland heilsadi thegar vandlega gelgreiddir unglingar med mikilmennskubrjálaedi vopnadir kylfum og piparspreyi komu og skodudu vegabréf vidstaddra. Sá sem skodadi mitt renndi vantrúaraugum yfir kexbirgdirnar á bordinu mínu. Kannski hélt hann ad ég aetladi ad ná lestinni á mitt vald med kex ad vopni. Thad hlýtur ad vera haegt eins og hvad annad.

Heima var ástandid ad komast í samt lag eftir sumarid. Heimilisfólk ad tínast heim eftir fríid. Ástandid á húsinu var eins og vid var ad búast eftir ad enginn hafdi búid thar ad rádi í tvo mánudi. Gardurinn er endanlega úr sér vaxinn og thegar ég labbadi út í hann berfaett komst ég ad thví ad vid hefdum betur uppraett brenninetlurnar ádur en vid fórum í vor. Gamall pappakassi sem rignt hafdi reglulega á í allt sumar var ordinn ad lífríki út af fyrir sig. Sturtan var hertekin endanlega af kakkalökkum sem thrátt fyrir thrjóskufullar árásir med rúmensku súpertoxi af okkar hálfu virdast lifa allt af. Maurarnir voru búnir ad byggja sandborg undir ísskápnum. Hún er nú í ryksugunni. Köngulaer eru mínir bestu vinir um thessar mundir thar ed thaer veida helv. moskítóflugurnar sem sýna mér óedlilegan áhuga sem endranaer. Köttur nágrannans er ordinn endanlegur heimangangur í Húsi hinna töfrandi lita thar ed nágrannarnir fengu sér hund, lítid lodid kvikindi sem geltir vidtholslaust allan daginn. Kettinum finnst hundurinn jafn leidinlegur og mér.

Skólinn byrjadi í morgun med tíma í uppeldissálfraedi sem kenndur er af neurótískri frú sem hefur farid í fleiri en eina fegrunaradgerd. Thetta verdur spennandi. Smátt og smátt verdur dagskrá vetrarins skýrari. Thegar er ljóst ad ég mun hafa of mikid ad gera eins og venjulega. Eins gott ad venjast thví.

Hér er svo skemmtileg sída fyrir okkur kaldlyndu kvendin sem hafa ekki gaman af rómantískum gamanmyndum og thvölum vidreynslum.

Víóluskrímslid - flissar