Illgirni og almenn mannvonska

fimmtudagur, september 09, 2004

Í dagsins önn

Thegar vid litla systir sátum í lestinni á leid á flugvöllinn leit ég í lestatímaritid Spoor sem Nederlandse Spoorwegen gefur út. Tímarit thetta er sannkallad áródursrit thar sem kostir lestarkerfisins eru lofadir og reglulega birt villandi súlu og línurit sem sýna fram á ad í raun hafi midaverd laekkad talsvert á undanförnum árum og fleiri lestir gengid á réttum tíma - thegar raunin er allt önnur.

Í Spoor er reglulegur dálkur um (H-lenskt) fólk sem finnst gaman ad fara í göngutúra í H-lenskri náttúru. Einhvers stadar milli Dordrecht og Rotterdam las ég eftirfarandi vidtalspistil.

"Ég og kaerastan mín erum sannkallad útivistarfólk! Okkur finnst stórkostlegt ad ganga um í náttúrunni og njóta kyrrdarinnar. En okkur finnst líka gaman ad gera spennandi hluti. Í fyrrasumar fórum vid tildaemis fótgangandi um hálendi Íslands. Thad var mjög spennandi thar sem vid thurftum ad skiptast á ad vaka yfir tjaldinu á nóttunni medan hitt svaf. Thad eru nefnilega haettulegir ísbirnir á ferd thar um slódir."

Ég vissi ekki hvort ég aetti ad hlaeja eda gráta vid tilhugsunina um ofurheilbrigt H-lenskt útivistarfólk á fertugsaldri vakandi heilu og hálfu naeturnar í skítavedri fyrir utan tjaldid sitt, bídandi eftir ísbirni sem aldrei kemur. Hver aetli hafi logid thessu ad theim? Hann faer hér med heidursverdlaun víóluskrímslisins!

Víóluskrímslid - kátt

Engin ummæli: