Illgirni og almenn mannvonska

miðvikudagur, september 22, 2004

Sögur úr sveitinni

Haustid er svo sannarlega komid. Og kuldinn eftir thví. Enn og aftur er madur minntur á gaedi H-lenskra húsa thegar madur vaknar í 8-10 stiga köldu herbergi á morgnana. H-lendingum finnst nefnilega lítid varid í einangrun. Their tíma reyndar heldur ekki ad kynda heima hjá sér. Hvorki einangrun né kynding, hallelúja. Í Húsi hinna töfrandi lita er engin midstöd. Thar prýda herbergin gaskatlar sem madur kveikir adeins á í ítrustu neyd. Thví thó leigusalinn eydi miklu púdri í ad sannfaera okkur um thad ad katlarnir séu fullkomnlega öruggir grípur mann alltaf hálfgerd ónotakennd thegar madur kveikir á theim. Kannski er thad útlitid. Allavega gaeti ég mín á thví ad slökkva á theim ádur en ég fer ad sofa. Mig langar nefnilega yfirleitt ad eiga von á thví ad vakna aftur. Thá sef eg frekar í mínum übersexí ullarnaerfötum med húfu á hausnum.

Í morgun vaknadi ég fyrst klukkan átta. Fyrst leit ég á hitamaelinn. 10 stig. Ég laumadi einni tá undan saenginni. Hún vard ad ís á örskömmum tíma. Ég herti upp hugann og settist upp í rúminu. Thvílíkur skelfingarkuldi! Sem hendi vaeri veifad var ég komin undir saengina aftur. Naest vaknadi ég klukkan níu. Sama sagan endurtók sig, nema nú sýndi maelirinn 11 stig. Klukkan hálfellefu var maelirinn kominn upp í 12 stig. Thad gerir sólin. Ég ákvad ad svona gengi thetta ekki lengur. Med eldingarhrada svipti ég af mér brekáninu, reif mig úr ullarnaerfötunum og henti mér í fötin á innan vid mínútu. Vondur hárdagur hvarf undir lopahúfu sem rifin var í snarhasti upp af gólfinu. Thegar ég leit í spegilinn sá ég ad ég hafdi farid í peysuna öfugt. Ég leit út eins og Magnús úr áramótaskaupinu '85.

Ég ákvad ad fara í skólann og gera heidarlega tilraun til ad ná aefingaherbergi enda víólutími í kvöld. Eins og naerri má geta voru öll herbergin full af gelgreiddum ungmennum sem fíla ad fara á faetur í skítakulda til ad leggja á sér hárid. Í augnablikinu stend ég thví frammi fyrir thví ad fara aftur heim og vekja Pétur litla med fögru fíólspili. Hann verdur ekki kátur enda vakti hann lengi frameftir med kaerustunni í gaer. Hversu lengi veit ég ekki enda var ég fljót ad taka fram eyrnatappana.

Djöfulsins barlómur er thetta.


Víóluskrímslid - vantar Lebensraum


Engin ummæli: