Verkfall
Thó enn sé ég ung ad árum erum vid verkfallsvofan ágaetis kunningjar. Ég hef lent í thónokkrum verkföllum um aevina - og meira ad segja farid í verkfall sjálf.
Thegar ég var smákrakki fóru verslunarmenn í verkfall. Thá var gaman, pabbi var heima allan daginn, lék vid mig og kenndi mér ad binda slaufu á skóna mína. Thegar ég var í tíunda bekk fóru kennarar í verkfall og óvíst var hvort úr thví leystist fyrir samraemdu prófin. Ég notadi tímann til ad aefa mig á fidluna. Tók svo haesta stigspróf sem ég hef nokkru sinni komid nálaegt. Svo fór mamma í verkfall med throskathjálfum. Thad var löngu tímabaert verkfall. Á verkfallsfundi í Grasagardinum spiladi ég lagid "ef ég vaeri ríkur" og sló í gegn enda thetta hlutur sem throskathjálfar velta ekki ósjaldan fyrir sér.
Verkfall tónlistarkennara var líka löngu tímabaert. Ég tók thátt í thví, óútskrifud, graen og blaut bakvid eyrun. Hélt magnadar raedur yfir fulltrúum borgarinnar og kom meira ad segja í bladinu med thrumusvip á fésinu. Enda hafdi ég ordid súr og svekkt thegar ég komst ad thví ad launin sem fylgdu draumastarfinu yrdu líklega thessleg ad ég yrdi ad giftast ríkum kalli til thess ad eiga í mig og á. Nei takk. Thá var betra ad koma ad lokudum skóla í nokkrar vikur.
Verkföll eru ekki alslaem. Audvitad raska thau ríkjandi skipulagi og koma róti á líf fólks. Ekki má thó gleyma thví ad thau eru eina vopn hins vinnandi manns til thess ad knýja fram betri kjör. Í thjódfélagi thar sem allt gengur út á hversu mikid menn graeda á thví ad gera sem minnst er kennarastarfid ekki hátt skrifad. Thegar út í thad er farid eru engin störf hátt skrifud sem byggjast á mannlegum samskiptum, umönnun og umsjá. Thessu vidhorfi tharf ad breyta. Og thá er mér sama hvort rádamenn thjódarinnar kveini um ósanngjarnar kröfur, vöntun á stödugleika eda gódaeri. Og hvad krakkana vardar, thá grunar mig ad theim thyki ekki alltof leidinlegt ad geta leikid sér adeins meira á medan sídasta haustskíman tollir enn í loftunum.
Víóluskrímslid - herskátt
Illgirni og almenn mannvonska
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli