Illgirni og almenn mannvonska

fimmtudagur, september 30, 2004

Eru menn ekki ad grínast?!

Thegar ég renndi yfir fréttasídu Morgunbladsins nú í morgunsárid sá ég ad búid er ad skipa Jón Steinar Gunnlaugsson yfirskítkastara Sjálfstaedisflokksins í embaetti haestaréttardómara. Ég leit á dagsetninguna. Nei, thad var ekki fyrsti apríl.

Hvad er ad mönnum? Thegar dómsmálarádherra byrjadi ad velja sér jábraedur í haestarétt med skipulegum haetti thótti thad í meira lagi vafasamt en nú tekur steininn úr. Hvad er hann ad hugsa? Byrja menn ad ganga um med úthverfar naerbuxur á hausnum thegar theim finnst their vera hafnir yfir almennt sidferdi?

Ljóst er ad rádherra hefur skipunarvald í thessu máli. Félagar hans í ríkisstjórn telja "enga ástadu til ad aetla ad valid hafi verid pólitískt". Einmitt. Einmitt.

Hversu lengi er haegt ad halda slíku til streitu? Hversu lengi er haegt ad svína á almenningi - og í thessu tilfelli mun haefari mönnum? Eru menn ordnir svo firrtir ad theim finnst ekki lengur taka thví ad fela spillinguna bak vid tjöldin? Hvad naest?

Íslendingar, rísid upp á afturlappirnar. Vaeri ég heima vaeri ég búin ad stilla mér upp med eggjabakka og mistilbrand vid Dómsmálaráduneytid.



Víóluskrímslid - bálreitt




Engin ummæli: