Illgirni og almenn mannvonska

föstudagur, september 17, 2004

Gaman

Mikid er gaman thegar fólk hringir í mann og býdur manni vinnu sem madur faer vel borgad fyrir. Madur fyllist sönnum skáldskaparanda. Voilá: Víóluskrímslid eys úr fjórhaugum ordlistar sinnar!


Í gaerkvöldi thá gall vid síminn
gledileg var hringing sú.
Í símanum var kvenrödd kímin
sem kynnti sig, how do you do.

Hún baud mér spil á svörtu kaupi
vid saemdaropnun búdar hér.
Thar kvartett einn í kokkteilsaupi
krassa aetti bak vid gler.

Ég spurdi hvad thar spila aetti
og svo hvad thóknun yrdi stór.
Hún nefndi Mósart, meira af Haydn
og millispil í stórum kór.

Einnig nefndi hún nána tölu
sem nefni ég ei ad líkum hér
En fyrir slíkt ég er til sölu
sönn heidurstala thad víst er.

Fyrir thetta framtak sanna
fyllist buddan enn á ný.
Ég fyllist gledi gódra manna
geng svo beint á fyllerí.


Víóluskrímslid - góda helgi





Engin ummæli: