Í rigningu ég syng
...eda ekki. Í húsi hinna töfrandi lita hafa verid teknar fram dósir, skálar og fötur af öllum staerdum og gerdum. Á vissum stödum í húsinu hljómar nú regndropasymfónía í slíkum minimalstíl ad Philip Glass yrdi stoltur af. Ég kynti undir gasinu í gaerkveldi.
Í gaer fór ég til Eindhoven í vikulegt kennsluprógramm. Leidbeinandinn minn er vinaleg lítil ungversk kona sem talar H-lensku med meiri hreim en ég. Hún er háólétt um thessar mundir og á leidinni í barneignarfrí. Til tals kom í vor ad ég taeki vid víólunemendunum hennar á medan á leyfinu staedi. Allir voru kátir. Nema skólastjórinn. Hann tímir ekki ad ráda mig.
Ekki thad ad ég sé dýr í rekstri, óútskrifud og allslaus. Heldur thad, ad thad er miklu ódýrara ad senda nemendurna til fidlukennara í skólanum. Sem spila ekki á víólu. Fúsk. Svo ég stormadi á fund med skólastjóranum. Ég setti upp ákvedna svipinn og máladi mig um augun. Ég hef nefnilega komist ad thví ad hér í H-landi er meira mark tekid á manni sé madur saetur. Sama thó madur sé med fraudplast í hausnum.
Skólastjórinn tók á móti mér med tortryggnum svip. Hér var hún komin, thessi íslenska sem allir voru ad vesenast útaf. Ég byrjadi á ad stafa nafnid mitt ofaní hann. Eftir ad hafa útskýrt íslenska nafnakerfid (jújú, svona var thetta einusinni hér í H-landi, merkilegt, ha) hóf hr. skólastjóri ad rekja úr mér garnirnar hvad vardar mína tónlistarlegu fortíd. Ég setti upp mikilvaega svipinn og fraeddi hann um flest allt sem henni vidkemur. Smám saman mildadist madurinn. Maskarinn gerdi greinilega sitt gagn. Eftir ad hann hafdi hrósad mér fyrir H-lenskukunnáttu mína í fimmta sinn og ég thakkad jafnoft fyrir hrósid fór ég ad velta thví fyrir mér hvert thetta vidtal stefndi nú eiginlega.
Á endanum rétti hr. skólastjóri mér möppu med upplýsingum um skólann med theim ordum ad yfirleitt fengju nemendur ekki adgang ad thessum upplýsingum. Hann aetladi ad geraundanthágu í mínu tilfelli - thó ekki vaeri ég rádinn starfsmadur vid skólann. Hann spurdi mig um vidhorf mitt til mögulegra afleysinga. Ég setti upp thrumusvipinn og lýsti thví yfir ad víólunemendur thurftu víólukennara. Já, thad er einmitt thad, sagdi hann og tók í höndina á mér í kvedjuskyni.
Aetli ég fái thetta starf? Í augnablikinu standa peningar og pólitík í veginum. Vonandi gerdu mikilvaegi svipurinn og maskarinn sitt gagn. Andskotinn hafi thad.
Víóluskrímslid - í harkinu
Illgirni og almenn mannvonska
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli