Illgirni og almenn mannvonska

mánudagur, mars 31, 2003

Thad sem er fyndid

Litla systir mín er fyndin. Jafnvel thegar hún gerir grín ad mér. Eda kannski einmitt thá?!

sunnudagur, mars 30, 2003

Tungumálaördugleikar

Í fyrradag horfdi ég á sjónvarpid. Euro News, nánar tiltekid. Thar var sýnd innrás bresks herfylkis inn í íraskan bae. Verkefni herfylkisins virtist einna helst vera ad sparka upp hurdum, draga menn íklaedda hlýrabolum út um dyr og graeta kvenfólk. Stórskemmtilegt sjónvarpsefni. Skemmtilegast var án efa thegar their ýttu hlýrabolamönnunum nidur á hnén og midudu byssum á hnakkann á theim.

Á medan öllu thessu stód öskrudu hermennirnir alveg ógurlega mikid. Óttalega var thad eitthvad klént. Their skipudu hlýrabolamönnunum ítrekad ad "face the fucking wall" og áréttudu skipunina í hvert skipti med thví ad pota rifflunum örlítid milli rifjanna á theim. Svipurinn á hlýrabolamönnunum benti ekki til neins annars en their hefdu thad sama í huga. Samt héldu hermennirnir áfram ad góla. Og ordbragdid, almáttugur.

IF THEY DON'T UNDERSTAND ENGLISH, JUST SHOUT AT THEM A BIT LOUDER


kannski héldu hermennirnir ad hlýrabolamennirnir skildu ekki ensku. Ég lái theim thad ekki, ég var í mestu erfidleikum med ad skilja thennan Lundúnaaettada undirheimavadal sem út úr theim vall. Tungumál byssunnar er samt úniversalt. Sértu med byssu vid hnakkann á thér, ekki ad tala um mann fyrir aftan byssuna sem er greinilega eitthvad stressadur og aepir töluvert, thá ertu ekkert ad aesa thig. Og thó, kannski voru their bara ad góla upp á sportid. Thad eykur áhrifin töluvert.

Thetta voru greinilega ekki Ameríkanar. Ameríkanar myndu aldrei gera sig uppvísa ad thvílíkum munnsöfnudi. Var thad kannski ekki í Ameríku thar sem kvikmyndaeftirlitid bannadi vissa Indiana Jones mynd vegna thess ad Indy sagdi f-ordid?! Ádur hafdi honum tekist ad salla nidur heljarinnar mannsöfnud med vélbyssu ad vopni. Áhorfendur höfdu thar ad leidandi fengid ágaetis innsýn í anatómíu mannslíkamans thar sem vid blöstu mis-taettir mannslíkamar hvert sem litid var. Skemmtilegt, svona fraedsluefni. Ameríkanarnir thurfa ad stroka ansi margt út af hljódrásinni í thessari frétt ef hún á ad fást leyfd til sýninga í henni Ameríku.

Ef their sýna thá einhverntíma thad sem rétt er.

gódar stundir.

föstudagur, mars 28, 2003

Ég er hátekjumanneskja

Alveg satt. Ég er hátekjumanneskja. Ríkidaemi mitt ofbaud svo reglugerd Lánasjóds Íslenskra Námsmanna ad their sáu sig naudbeygda til ad létta af mér ábyrgdinni af 40% af námsláni thessa árs. Ástaedan? Jú, ég asnadist til ad vinna mér inn mánadarlaun sem nádu rétt yfir fátaekramörk allan sídasta vetur.

Sídustu 2 árin ádur en ég lagdi af stad út í hinn stóra heim vann ég ad medaltali 12 stunda vinnudag. Ad jafnadi fóru 5 klukkustundir í kennslu. Adrar 5 í aefingar, mínar eigin sem og med ödrum. 2 í straetóferdir thar sem ég leysti heimsmálin í huganum og adra heimavinnu (sem ég trassadi eins og mér var framast unnt). Sumarvinna og helgarvinna í thjónustu vid fatlada. Spilad vid giftingar á sumrin. Jardarfarir á veturna.

Sem leidbeinandi í fidluleik (í 60% stödu samanlagt í 2 skólum), almennur svartamarkadsspilari, studningsfulltrúi á sambýli og nemandi var ég ad vinna mér inn taepar 70.000 krónur í nettótekjur á mánudi. Af thessu borgadi ég leigu, allt mitt uppihald, innbú, stórglaesilegan fidluboga auk thess sem ég hélt uppi 4 páfagaukum í eldhúsinu. Ég vard snillingur í ad telja krónur og aura. Ég get haldid 3 rétta matarbod fyrir 12 manns fyrir 5000 krónur. Ef gestirnir koma med vínid....

Á skattframtalinu mínu segir ad ég hafi farid yfir 800.000 krónur í árstekjur árid 2002. Thad er í sjálfu sér grídarleg fjárhaed. Hún minnkar kannski adeins ef henni er deilt í 12. En samt grídarleg fjárhaed og sjálfsagt ad leggja til hlidar svona eins og helminginn af henni til thess ad geta sídar farid til útlanda í nám á fullu námsláni á alveg ad vera haegt. Ekki satt?!

Á umsókn minni til LÍN stód ad ég hefdi haft 700.000 krónur í tekjur á sídasta ári. Skattframtalid mitt jók 100.000 krónum vid thá upphaed. Fyrir thá sök missi ég 250.000 krónur úr höndunum. Ég var ad vísu á máladeild en er thetta ekki svolítid skakkt reiknad?

Ég er alveg sjódandi vond.Their sem samid hafa reglugerd LÍN hafa ábyggilega aldrei thurft ad hafa áhyggjur af nokkrum sköpudum hlut. Börnin theirra fara ekki á námslán. Thau fá kreditkortakálf frá mömmu og pabba. Gott hjá theim. Thau mega thad alveg fyrir mér. En ég vil líka hafa efni á thví ad hafa thak yfir höfudid og borda stöku sinnum.

Á einhver uppskriftina ad Molotovkokkteil?!

gódar stundir
Án efa vilja allir

svona kort.

fimmtudagur, mars 27, 2003

Madur verdur hraeddur

thegar madur rekur augun í svona.

miðvikudagur, mars 26, 2003

Ég og JFK

Einu sinni vann ég á sumrin sem kassastúlka í IKEA. Thad aetla ég aldrei ad gera aftur. Ég komst ad thví ad thjónustulund er ekki mín sterka hlid. Ég átti erfitt med ad vinna 28 daga í mánudi frá 9-19. Vera lokud inni í slappri loftraestingu med sama helvítis FM playlistann í útvarpinu í gangi allan daginn. Hvad thá ad rétta fram hina kinnina og brosa blítt thegar frústreradir vidskiptavinir (lesist; vel staedar, midaldra konur í pelsum med blásid har og tígrisdýrasólgleraugu) hamast í manni.

Thegar madur vinnur á kassa sér madur alls konar fólk. Sérstaklega í IKEA. Thangad koma ungar fjölskyldur. Rosalega margar óléttar konur. Mikid af threyttum, öskrandi krakkagrislingum. Virdulegir bissnessmenn sem neita ad láta skilríki fylgja ávísunum thví madur á ad "vita hverjir their eru." Eldra fólk í leit ad einhverju sem thad hefur efni á ad kaupa. Kanar af vellinum í mánadarlegum verslunarferdum. Lífsleidar dömur sem finna thann tilgang helstan í lífinu ad gera kassafólki lífid leitt. Fullt af venjulegu fólki. Og fraegu fólki. Einu sinni afgreiddi ég Pál Óskar. Hann var svo skemmtilegur ad thad bjargadi fyrir mér deginum.

Einn sólríkan dag snemma morguns hékk ég á kassanum mínum og hugsadi um hvad mig langadi mikid út í sólina. Thad var samt kalt thennan dag. Skítakuldi. Ég hlakkadi til ad fara i kaffi. Thad var enn langt í thad. Enginn í búdinni. Thad var thó ágaett. Ekkert er eins andlega drepandi og ad afgreida í akkordi. Medan ég hugsadi thetta og planadi hvernig ég gaeti sprengt fílakaramellupoka "óvart" svo kassastarfsmennirnir nytu góds af trítludu nokkrir ungir menn ad kössunum. Kanar, hugsadi ég. Og á stuttbuxum. Í thessum kulda. Helvítis fíflin, hugsadi ég og flissadi pínulítid inni í mér. Einn theirra tók sig út úr hópnum og kom á kassann minn. Hann var ad kaupa lampa. Eda eitthvad. Ósköp var hann Kanalegur greyid. Stuttklipptur og snyrtilegur og brosti eins og Bandaríkjamönnum er einum lagid. Svona brosi sem sýnir allar tennurnar en naer samt ekki til augnanna. Hann var alveg med fallegar tennur. Hann borgadi og fór. Óskadi mér nice day. Ó takk, ég hef thad svo naes, hugsadi bitra kassadaman og taldi mínúturnar í kaffid.

Í kaffinu fékk ég ad vita ad kjánalegi brosmildi kaninn á stuttbuxunum hafi verid JFK yngri. Thekkti hann ad sjálfsögdu ekki. Vel aettadur, ekki er thví ad neita. Kvenkyns hluti starfsfólksins hélt ekki vatni yfir augunum í drengnum. Ég var nú ekkert ad spá í thví. Vidurkenndi thó ad hann vaeri med fallegar tennur. Vel réttar, eflaust. Ég var öfundud yfir thvi ad hafa fengid ad afgreida hann. Koma vid kreditkortid hans. Vera í sjónlínu vid bringuhárin. Eins og mér finnst bringuhár mikid turnoff. Jahá. Mér var svosem slétt sama.

Vaktstjórinn hringdi í Séd og Heyrt. JFK í IKEA. Thad er engin smá auglýsing. Svo hringdi einhver kona og vildi fá ad tala vid alla sem eitthvad hefdu séd til ofurdrengsins. Ég var ekkert hrifin af thví. Lét thó til leidast ad koma í símann. Séd og Heyrt konan vildi vita í hvernig fötum hann hefdi verid. Hvad hann hefdi verid ad kaupa. Hvort mér hafi ekki thótt hann ógudlega fallegur. Ég gaf ekkert út á thad. Andskotinn, hugsadi ég. Afhverju thurfti mannfjandinn endilega ad koma á minn kassa. Ég sagdi Séd og Heyrt konunni ekki neitt. Vaktstjórinn var hvort ed er thegar búinn ad ausa úr fjóshaugum visku sinnar. Ég sagdi henni ad ég skildi ekki afhverju grey madurinn maetti ekki labba sig inn i IKEA án thess ad allt yrdi vitlaust. "Ja, thid hringdud nú," var svarid. "Ekki hringdi ég" hreytti ég í hana til baka. Og lagdi á.
Allan daginn kveid ég fyrir thví sem myndi gerast naest. Ég sá fyrir mér fyrirsagnirnar.
AFGREISLUSTÚLKA FELLUR Í YFIRLID!!!
GETNADARLEGUR GULLDRENGUR!!!
STÓDST EKKI SJARMANN!!!
KEYPTI LAMPA!!!
Ég hélt ekki einbeitingu. Gaf ad minnsta kosti 10 sinnum vitlaust til baka. Thegar ég kom heim grét ég utan í mömmu thar til hún hringdi nidur á Séd og Heyrt og bannadi theim ad nefna mig á nafn eda hún faeri í mál vid thá og setti thá á hausinn. Thad rífst enginn vid mömmu mína í theim ham.
Allt fór betur en á horfdist. Opnugrein med myndum af mér í vidbjódslegu skitugulu IKEA skyrtunni minni fyrir framan kertum skreyttan helgistadinn á kassa 3 thar sem JFK hafdi rétt mér kreditkortid var aflýst. Úr vard pínkulítil hlidargrein. Ekkert nafn. Ég dró andann léttar.

Nokkru sídar dó JFK í flugslysi. Veslings madurinn. Hann var thó med fallegar tennur.

Af hverju er ég ad skrifa thetta? Thví ég var rétt í thessu ad lesa nýjustu faersluna af RAUNUM AESU sem ég fylgist med reglulega, adallega til ad finna til thess hve gott ég hef thad. Grey Aesa var ofsótt af Fréttabladinu (sem ég er thegar súr útí fyrir ad hafa hrakid Ármann Jakobsson af blogginu) vegna thess ad hún skrifadi eitthvad um Chelsea Clinton á bloggid sitt og vildi ekki láta hafa neitt eftir sér um thad. Thad er rosalega súrt. Aesa á mína fyllstu samúd. Ég aetti kannski ad lána henni mömmu.

gódar stundir.

þriðjudagur, mars 25, 2003

Thad er
erfitt ad blogga thegar kötturinn situr á lyklabordinu.

mánudagur, mars 17, 2003

Herra Hú
Munid thid eftir herra Hú? Litla karlinum sem bjó í kofa med haug af torskildum galdrabókum sem hann erfdi eftir afa sinn? Naerdist á engu nema Earl Grey tei og lét sig dreyma um ad hraeda börn med rydgudum breddum? ÉG HEITI HERRA HÚ OG ÉG DREP THIG NÚ! Munid thid thegar hann braust inn í herbergid hemmar Immu litlu thar sem hún var ad halda dúkkukaffibod? Og mistókst svo rosalega ad hraeda hana ad hann endadi á ad sitja út dúkkukaffibodid naudugur viljugur og borda myglad kex? Allt sem herra Hú tók sér fyrir hendur mistókst algerlega. Mér thótti vaent um herra Hú. Fyrir mér var hann var birtingarmynd mannlegs vanmáttar.
Thar sem ég sit fyrir framan tölvu hússins heima hjá mér og bíd eftir vaentanlegri raedu Bandaríkjaforseta med húsfélögum mínum er herra Hú mér nálaegur sem aldrei fyrr.
Eftir nokkra klukkutíma stígur einn verst gefni madur í heimi í pontu og rydur út úr sér thjódernislitudu sorpi aettudu úr hinum ýmsu hjólhýsagördum um hvers vegna Ameríkanar séu útvalin thjód og hvers vegna their megi í fullum rétti sprengja hvern sem er. Hvers vegna allir eigi ad standa og sitja eins og their segja. Hvers vegna eigi ad setja hagsmuni olíubaróna og vopnaframleidenda haerra almennum mannréttindum. Raedu hans á án efa eftir ad verda vel fagnad af sama fólki og endurskírdi franskar kartöflur "frelsiskartöflur" í barnalegu fýlukasti. Húsmaedrum sem hafa áhyggjur af afdrifum eiginmanna og sona á íröskum vígvelli - thegar althjód veit ad their muni aldrei leggja út í landhernad fyrr en their hafa flatt Írak út í sprengjuregni og drepid alla sem hugsanlega gaetu veitt mótspyrnu. Öllum theim sem halda ad Saddam Hussein og Íraska thjódin séu ad plana alheimseydingu med öllum thessum 2 flaugum sem Sameinudu Thjódirnar eiga eftir ad eyda. Thad var snidugt hjá Ameríkönum ad bída thar til vopnaeftirlitsmennirnir höfdu svipt Íraka öllum landvörnum. Their hafa greinilega aldrei heyrt ad thad sé ljótt ad sparka í liggjandi mann.
Bandaríkjaforseti á eftir ad verda virdulegri og landsfödurslegri í pontu en andlegir burdir hans gefa tilefni til. Fáninn í baksýn. Gud er á theirra bandi enda aetlar forsetinn ad kristna austrid Jesú til dýrdar. Gefa thví hid vestraena frelsi sem hann metur svo mjög. Thad frelsi sem múslimar hafa fyrir löngu gefid skít í. Alheimurinn mótmaelir en hr. Alvaldur Ameríkuforseti gefur skít i thad. Honum thykir jú vaent um lýdraedid, en hvers konar leidtogi vaeri hann ef hann léti skodanir thrýstihópa hafa áhrif á sig?
Ég vona ad helvítid mismaeli sig.
Herra Hú tharf ad fá uppreisn aeru.

gódar stundir.

fimmtudagur, mars 13, 2003

Speki dagsins

Tune it or die.....

miðvikudagur, mars 12, 2003

Thegar ég var lítil

hélt ég ad barnabaetur vaeri skadabaetur handa fólki sem vaeri svo óheppid ad eignast börn. Thegar ég var lítil hélt ég ad madur daei ef madur drykki fíflamjólk. Thangad til ég prófadi thad af einskaerri fífldirfsku og komst ad raun um thad ad thad var ekki satt. Thegar ég var lítil hélt ég ad madur gaeti sogast nidur um nidurfallid med badvatninu ef madur passadi sig ekki. Thad var hákarl í djúpa endanum í Sundhöll Reykjavíkur. Draugur í ruslageymslunni. Thegar ég var lítil hélt ég ad gluggar vaeru adeins gegnsaeir ödrumegin. Ég saei út en enginn saei mig. Ég stód stundum á stól í eldhúsglugganum og gretti mig út í vegfarendur.
Thad var gaman ad vera lítill.

Manni leyfist ýmislegt thegar madur er lítill.

Stundum finnst mér ég ekkert hafa breyst sídan ég var fimm ára. Nokkrir sentimetrar til eda frá, kannski. Sterkari gleraugu, staerri föt. Ég má fara í ríkid. Horfa á bannadar myndir. Fara ein í sund. Keyra bíl...thó ég sjái ekki tilganginn í ad laera thad. Eignast börn...gud fordi mér frá thví.

Ef thad rignir hoppa ég í pollunum. Og ég ulla stundum gegnum gluggann thegar annar straetó stoppar vid hlidina á mínum. Ef madur er nógu fljótur ad líta vid fattar enginn ad madur var ad ulla í alvöru. Thad er gedveikt sport.

gódar stundir
HVAD er ad?

Madur veit ekki hvort madur á ad flissa yfir svona hlutum. Er ekki í lagi heima hjá thessu fólki?! Líklegast ekki ):)

miðvikudagur, mars 05, 2003

Um heimsku

Ég er faedd i stórkostlegu landi. Landi thar sem jökull maetir hver. Landi thar sem haegt er ad drekka vatn úr lindánum uppi á heidunum. Landi thar sem haegt er ad ganga dögum saman án thess ad hitta neinn nema ferdafélaga sína. Landi thar sem thögnin getur ordid svo mikil ad madur heyrir blódid streyma um aedarnar. Ungu landi sem laetur ekki segja sér fyrir verkum. Haettulegu og ógnvekjandi landi en um leid dásamlega fögru. Ísland er einstakt land.

Ég bý nú í thví landi Evrópu sem helst hefur fengid ad finna fyrir framkvaemdagledi mannsins. Í Hollandi eru engin fjöll og engir steinar. Thad er reist á sandi. Einu sinni voru hér vídfedmir skógar og sléttur. Eitt sinn var haegt ad drekka vatnid úr laekjunum uppi á heidaflákunum. Thad er langt sídan thad var ekki haegt lengur. Í Hollandi er madur aldrei einn. Hér er madur vid mann hvar sem madur fer. Í Hollandi er aldrei thögn. Thar ríkir sífelldur, lágstemmdur dynur, hljód alls thess fólks sem landid byggir, hljód veganna og verksmidjanna. Holland er manngert land.

Í Hollandi er sums stadar ekki óhaett ad drekka kranavatn nema sjóda thad fyrst. Thar eru engir vídfedmir skógar lengur. Their sem hafa fengid ad vera eru ekki svipur hjá sjón. Í Hollandi er varla ad finna nein villt dýr. Hvar aettu thau ad búa? Skart Hollands eru reykháfarnir. Borgirnar. Mannhafid.

Í Hollandi er allt kantad nema landamaerin. Allt er ferhyrnt. Gardarnir, húsin, síkin. Árnar eru njörvadar nidur í steinsteypta kanala svo haegt sé ad stjórna hvert thaer renna. Allt skal vera snoturt og snyrtilegt. Hollendingar hafa lagad sig ad manngerda landinu sínu. Their eru löngu haettir ad heyra umferdarnidinn. Their sjá ekki fólkid. Their loka augunum fyrir menguninni sem stígur upp úr skorsteinum verksmidjanna. Their kaupa vatn í súpermarkadinum.

Thegar Hollendingum er sagt frá landi thar sem thögnin getur ordid svo alger ad madur thorir ekki ad hreyfa sig, landi thar sem madur getur flúid fólkid, landi thar sem madur sér ár og fossa byltast fram med heljarafli, landi sem er baedi stórskorid og fíngert í senn, trúa their manni ekki. Fyrir theim er slíkt land paradís. Their geta ekki ímyndad sér neitt thvílíkt. Thegar manni hefur loks tekist ad sannfaera thá er vidkvaedid yfirleitt : "Thid erud rík thjód."

Vid erum rík thjód. Vid eigum nokkud sem adrar thjódir eru búnar ad eydileggja. Vid eigum land sem enginn annar á. Thetta vita allir Íslendingar. Samt eru til heimskir menn sem med skyndigródaglampa í augum vilja taka thetta frá okkur. Raena thjódina verdmaetum hennar. Thad er thegar stadreynd ad landid okkar er thegar ordid verdmaetara ósnortid en virkjad. Thad verdur verdmaetara med hverju árinu sem lídur. Thetta vita allir Íslendingar. Og samt halda heimskir menn sínu striki. Thad má ekki gefast upp thó allir sjái ad stefna theirra sé ekkert nema skrípaleikur frá upphafi til enda. Thad má ekki bakka. Thad er veikleikamerki. Ég myndi virda thessa menn ad meiru ef their vidurkenndu villu síns vegar. Villu sem allir sjá. Heimska thessara manna er haettuleg. Hún samanstendur af skammsýni, thröngsýni, thrjósku og hallaerislegu stolti. Their vita upp á sig skömmina. Their vita hverju their eru ad haetta fyrir heimsku sína.

Einu sinni hugsadi ég alltaf ad thad skipti ekki máli thó madur faeri til útlanda í lengri tíma. Madur aetti alltaf Ísland. Madur gaeti alltaf snúid aftur í fámennid og thögnina. Efitr thví sem ég dvel lengur í manngerdu landi met ég landid mitt meira. Thad er akkerid i lífi mínu. Og ég syrgi thad.

Gódar stundir.

sunnudagur, mars 02, 2003

Nói Albínói
er kominn í bíó. Hún er búin ad fá fullt af verdlaunum. Sándtrakkid í henni er búid ad fá verdlaun. Af hverju er ég ad röfla um thad? Júhú, ég er á thví ):)
Ef edaldrengirnir í Slow Blow eyddu mér ekki út á tharna ad leynast eitt lítid víólusóló con sordino á eitthvad thad mesta dósahljódfaeri sem ég hef snert á aefinni. Vinir og vandamenn eru hérmed vinsamlega bednir um ad hlusta eftir thví. Ef thad er tharna og / eda nafnid mitt er á kreditlistanum látid mig vita. Ég á nefnilega enn eftir ad fá borgad fyrir giggid... :-þ