Thegar ég var lítil
hélt ég ad barnabaetur vaeri skadabaetur handa fólki sem vaeri svo óheppid ad eignast börn. Thegar ég var lítil hélt ég ad madur daei ef madur drykki fíflamjólk. Thangad til ég prófadi thad af einskaerri fífldirfsku og komst ad raun um thad ad thad var ekki satt. Thegar ég var lítil hélt ég ad madur gaeti sogast nidur um nidurfallid med badvatninu ef madur passadi sig ekki. Thad var hákarl í djúpa endanum í Sundhöll Reykjavíkur. Draugur í ruslageymslunni. Thegar ég var lítil hélt ég ad gluggar vaeru adeins gegnsaeir ödrumegin. Ég saei út en enginn saei mig. Ég stód stundum á stól í eldhúsglugganum og gretti mig út í vegfarendur.
Thad var gaman ad vera lítill.
Manni leyfist ýmislegt thegar madur er lítill.
Stundum finnst mér ég ekkert hafa breyst sídan ég var fimm ára. Nokkrir sentimetrar til eda frá, kannski. Sterkari gleraugu, staerri föt. Ég má fara í ríkid. Horfa á bannadar myndir. Fara ein í sund. Keyra bíl...thó ég sjái ekki tilganginn í ad laera thad. Eignast börn...gud fordi mér frá thví.
Ef thad rignir hoppa ég í pollunum. Og ég ulla stundum gegnum gluggann thegar annar straetó stoppar vid hlidina á mínum. Ef madur er nógu fljótur ad líta vid fattar enginn ad madur var ad ulla í alvöru. Thad er gedveikt sport.
gódar stundir
Illgirni og almenn mannvonska
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli