Illgirni og almenn mannvonska

miðvikudagur, mars 26, 2003

Ég og JFK

Einu sinni vann ég á sumrin sem kassastúlka í IKEA. Thad aetla ég aldrei ad gera aftur. Ég komst ad thví ad thjónustulund er ekki mín sterka hlid. Ég átti erfitt med ad vinna 28 daga í mánudi frá 9-19. Vera lokud inni í slappri loftraestingu med sama helvítis FM playlistann í útvarpinu í gangi allan daginn. Hvad thá ad rétta fram hina kinnina og brosa blítt thegar frústreradir vidskiptavinir (lesist; vel staedar, midaldra konur í pelsum med blásid har og tígrisdýrasólgleraugu) hamast í manni.

Thegar madur vinnur á kassa sér madur alls konar fólk. Sérstaklega í IKEA. Thangad koma ungar fjölskyldur. Rosalega margar óléttar konur. Mikid af threyttum, öskrandi krakkagrislingum. Virdulegir bissnessmenn sem neita ad láta skilríki fylgja ávísunum thví madur á ad "vita hverjir their eru." Eldra fólk í leit ad einhverju sem thad hefur efni á ad kaupa. Kanar af vellinum í mánadarlegum verslunarferdum. Lífsleidar dömur sem finna thann tilgang helstan í lífinu ad gera kassafólki lífid leitt. Fullt af venjulegu fólki. Og fraegu fólki. Einu sinni afgreiddi ég Pál Óskar. Hann var svo skemmtilegur ad thad bjargadi fyrir mér deginum.

Einn sólríkan dag snemma morguns hékk ég á kassanum mínum og hugsadi um hvad mig langadi mikid út í sólina. Thad var samt kalt thennan dag. Skítakuldi. Ég hlakkadi til ad fara i kaffi. Thad var enn langt í thad. Enginn í búdinni. Thad var thó ágaett. Ekkert er eins andlega drepandi og ad afgreida í akkordi. Medan ég hugsadi thetta og planadi hvernig ég gaeti sprengt fílakaramellupoka "óvart" svo kassastarfsmennirnir nytu góds af trítludu nokkrir ungir menn ad kössunum. Kanar, hugsadi ég. Og á stuttbuxum. Í thessum kulda. Helvítis fíflin, hugsadi ég og flissadi pínulítid inni í mér. Einn theirra tók sig út úr hópnum og kom á kassann minn. Hann var ad kaupa lampa. Eda eitthvad. Ósköp var hann Kanalegur greyid. Stuttklipptur og snyrtilegur og brosti eins og Bandaríkjamönnum er einum lagid. Svona brosi sem sýnir allar tennurnar en naer samt ekki til augnanna. Hann var alveg med fallegar tennur. Hann borgadi og fór. Óskadi mér nice day. Ó takk, ég hef thad svo naes, hugsadi bitra kassadaman og taldi mínúturnar í kaffid.

Í kaffinu fékk ég ad vita ad kjánalegi brosmildi kaninn á stuttbuxunum hafi verid JFK yngri. Thekkti hann ad sjálfsögdu ekki. Vel aettadur, ekki er thví ad neita. Kvenkyns hluti starfsfólksins hélt ekki vatni yfir augunum í drengnum. Ég var nú ekkert ad spá í thví. Vidurkenndi thó ad hann vaeri med fallegar tennur. Vel réttar, eflaust. Ég var öfundud yfir thvi ad hafa fengid ad afgreida hann. Koma vid kreditkortid hans. Vera í sjónlínu vid bringuhárin. Eins og mér finnst bringuhár mikid turnoff. Jahá. Mér var svosem slétt sama.

Vaktstjórinn hringdi í Séd og Heyrt. JFK í IKEA. Thad er engin smá auglýsing. Svo hringdi einhver kona og vildi fá ad tala vid alla sem eitthvad hefdu séd til ofurdrengsins. Ég var ekkert hrifin af thví. Lét thó til leidast ad koma í símann. Séd og Heyrt konan vildi vita í hvernig fötum hann hefdi verid. Hvad hann hefdi verid ad kaupa. Hvort mér hafi ekki thótt hann ógudlega fallegur. Ég gaf ekkert út á thad. Andskotinn, hugsadi ég. Afhverju thurfti mannfjandinn endilega ad koma á minn kassa. Ég sagdi Séd og Heyrt konunni ekki neitt. Vaktstjórinn var hvort ed er thegar búinn ad ausa úr fjóshaugum visku sinnar. Ég sagdi henni ad ég skildi ekki afhverju grey madurinn maetti ekki labba sig inn i IKEA án thess ad allt yrdi vitlaust. "Ja, thid hringdud nú," var svarid. "Ekki hringdi ég" hreytti ég í hana til baka. Og lagdi á.
Allan daginn kveid ég fyrir thví sem myndi gerast naest. Ég sá fyrir mér fyrirsagnirnar.
AFGREISLUSTÚLKA FELLUR Í YFIRLID!!!
GETNADARLEGUR GULLDRENGUR!!!
STÓDST EKKI SJARMANN!!!
KEYPTI LAMPA!!!
Ég hélt ekki einbeitingu. Gaf ad minnsta kosti 10 sinnum vitlaust til baka. Thegar ég kom heim grét ég utan í mömmu thar til hún hringdi nidur á Séd og Heyrt og bannadi theim ad nefna mig á nafn eda hún faeri í mál vid thá og setti thá á hausinn. Thad rífst enginn vid mömmu mína í theim ham.
Allt fór betur en á horfdist. Opnugrein med myndum af mér í vidbjódslegu skitugulu IKEA skyrtunni minni fyrir framan kertum skreyttan helgistadinn á kassa 3 thar sem JFK hafdi rétt mér kreditkortid var aflýst. Úr vard pínkulítil hlidargrein. Ekkert nafn. Ég dró andann léttar.

Nokkru sídar dó JFK í flugslysi. Veslings madurinn. Hann var thó med fallegar tennur.

Af hverju er ég ad skrifa thetta? Thví ég var rétt í thessu ad lesa nýjustu faersluna af RAUNUM AESU sem ég fylgist med reglulega, adallega til ad finna til thess hve gott ég hef thad. Grey Aesa var ofsótt af Fréttabladinu (sem ég er thegar súr útí fyrir ad hafa hrakid Ármann Jakobsson af blogginu) vegna thess ad hún skrifadi eitthvad um Chelsea Clinton á bloggid sitt og vildi ekki láta hafa neitt eftir sér um thad. Thad er rosalega súrt. Aesa á mína fyllstu samúd. Ég aetti kannski ad lána henni mömmu.

gódar stundir.

Engin ummæli: