Um heimsku
Ég er faedd i stórkostlegu landi. Landi thar sem jökull maetir hver. Landi thar sem haegt er ad drekka vatn úr lindánum uppi á heidunum. Landi thar sem haegt er ad ganga dögum saman án thess ad hitta neinn nema ferdafélaga sína. Landi thar sem thögnin getur ordid svo mikil ad madur heyrir blódid streyma um aedarnar. Ungu landi sem laetur ekki segja sér fyrir verkum. Haettulegu og ógnvekjandi landi en um leid dásamlega fögru. Ísland er einstakt land.
Ég bý nú í thví landi Evrópu sem helst hefur fengid ad finna fyrir framkvaemdagledi mannsins. Í Hollandi eru engin fjöll og engir steinar. Thad er reist á sandi. Einu sinni voru hér vídfedmir skógar og sléttur. Eitt sinn var haegt ad drekka vatnid úr laekjunum uppi á heidaflákunum. Thad er langt sídan thad var ekki haegt lengur. Í Hollandi er madur aldrei einn. Hér er madur vid mann hvar sem madur fer. Í Hollandi er aldrei thögn. Thar ríkir sífelldur, lágstemmdur dynur, hljód alls thess fólks sem landid byggir, hljód veganna og verksmidjanna. Holland er manngert land.
Í Hollandi er sums stadar ekki óhaett ad drekka kranavatn nema sjóda thad fyrst. Thar eru engir vídfedmir skógar lengur. Their sem hafa fengid ad vera eru ekki svipur hjá sjón. Í Hollandi er varla ad finna nein villt dýr. Hvar aettu thau ad búa? Skart Hollands eru reykháfarnir. Borgirnar. Mannhafid.
Í Hollandi er allt kantad nema landamaerin. Allt er ferhyrnt. Gardarnir, húsin, síkin. Árnar eru njörvadar nidur í steinsteypta kanala svo haegt sé ad stjórna hvert thaer renna. Allt skal vera snoturt og snyrtilegt. Hollendingar hafa lagad sig ad manngerda landinu sínu. Their eru löngu haettir ad heyra umferdarnidinn. Their sjá ekki fólkid. Their loka augunum fyrir menguninni sem stígur upp úr skorsteinum verksmidjanna. Their kaupa vatn í súpermarkadinum.
Thegar Hollendingum er sagt frá landi thar sem thögnin getur ordid svo alger ad madur thorir ekki ad hreyfa sig, landi thar sem madur getur flúid fólkid, landi thar sem madur sér ár og fossa byltast fram med heljarafli, landi sem er baedi stórskorid og fíngert í senn, trúa their manni ekki. Fyrir theim er slíkt land paradís. Their geta ekki ímyndad sér neitt thvílíkt. Thegar manni hefur loks tekist ad sannfaera thá er vidkvaedid yfirleitt : "Thid erud rík thjód."
Vid erum rík thjód. Vid eigum nokkud sem adrar thjódir eru búnar ad eydileggja. Vid eigum land sem enginn annar á. Thetta vita allir Íslendingar. Samt eru til heimskir menn sem med skyndigródaglampa í augum vilja taka thetta frá okkur. Raena thjódina verdmaetum hennar. Thad er thegar stadreynd ad landid okkar er thegar ordid verdmaetara ósnortid en virkjad. Thad verdur verdmaetara med hverju árinu sem lídur. Thetta vita allir Íslendingar. Og samt halda heimskir menn sínu striki. Thad má ekki gefast upp thó allir sjái ad stefna theirra sé ekkert nema skrípaleikur frá upphafi til enda. Thad má ekki bakka. Thad er veikleikamerki. Ég myndi virda thessa menn ad meiru ef their vidurkenndu villu síns vegar. Villu sem allir sjá. Heimska thessara manna er haettuleg. Hún samanstendur af skammsýni, thröngsýni, thrjósku og hallaerislegu stolti. Their vita upp á sig skömmina. Their vita hverju their eru ad haetta fyrir heimsku sína.
Einu sinni hugsadi ég alltaf ad thad skipti ekki máli thó madur faeri til útlanda í lengri tíma. Madur aetti alltaf Ísland. Madur gaeti alltaf snúid aftur í fámennid og thögnina. Efitr thví sem ég dvel lengur í manngerdu landi met ég landid mitt meira. Thad er akkerid i lífi mínu. Og ég syrgi thad.
Gódar stundir.
Illgirni og almenn mannvonska
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli