Ferðalög
"Finnst þér gaman að ferðast svona milli landa" spurði pabbi mig í gærkvöldi þar sem við sátum og horfðum á Jay Leno með engu hljóði á meðan ég beið eftir þvottavélinni. Nei, ekki gat ég sagt það. Ferðalög þýða í mínum huga ekkert annað en endalausar setur á flugvöllum og lestarstöðum með búslóðina í ferðatösku í yfirvikt, níðþungan víólukassa á bakinu og ekki of netta tölvutösku mér við hlið. Mér finnst hins vegar rosalega gaman að koma á áfangastað.
Þegar ég ferðast er það yfirleitt vegna þess að ég er að fara eitthvað til þess að gera eitthvað. Vera í skóla. Spila í hljómsveit. Fara á námskeið. Spila á tónleikum. Ég er sjaldnast á leið í frí. Í Leifsstöð lít ég þá ferðalanga öfundaraugum sem sitja afslappaðir á barnum og hafa engan handfarangur meðferðis nema tollinn úr fríhöfninni. Einhvern tímann ætla ég líka að gera svoleiðis.
Í fyrramálið legg ég af stað í enn eitt ferðalagið. Förinni er heitið til Sviss þar sem ég mun dvelja í rúma viku á masterclass hjá víóluleikaranum Ervin Schiffer. Þaðan held ég til Hollands þar sem örlög mín næstu 2 árin munu ráðast á 15 mínútna fundi með yfirskipuleggjendum mastersdeildar. Ég fékk nefnilega póst um daginn þar sem mér var tjáð að fyrirkomulagi námsins hefði verið breytt síðan mér var hleypt inn í deildina í desember síðastliðnum - nú yrðu reglulegir fyrirlestrar og vinnustofur út skólaárið þar sem krafist væri skyldumætingar. Það er erfitt að þurfa að mæta í fyrirlestra í Hollandi á öllum þriðjudagsmorgnum í nóvember þegar maður er í 110% vinnu heima á gamla Íslandi.
Spennandi tímar framundan. Kveikir víóluskrímslið í konservatoríinu í hefndarskyni fyrir þennan absolút dílbreiker? Heldur það sínu striki með augljósum ívilnunum af hálfu skólastjórnar? Gefur það skít í Hollendingana, slær master á frest, byggir upp svakalegan fiðlubekk á tveimur vígstöðvum, spilar kammermúsík í gríð og erg, giggar eins og það eigi lífið að leysa og hefur samt tíma til að elda góðan mat um helgar?
Ó boj.
Víóluskrímslið - vöðvabólga í uppsiglingu
Illgirni og almenn mannvonska
fimmtudagur, júlí 19, 2007
Lifandi kristindómur og almenningssamgöngur Reykjavíkurborgar
Í dag sá ég ungan amrískan mormónadreng með nafnspjald í barminum áreita eldri konur með biblíutilvitnunum í strætó.
Örstuttu síðar keyrði strætó framhjá Helga Hós. þar sem hann stóð vaktina hnarreistur að vanda - en á skilti dagsins stóð "BRENNIÐ ÞIÐ KYRKUR KROSSLAFS DRAUGS".
Einu sinni stóð ég með ömmu í strætóskýli við Þjóðminjasafnið þegar meðlimur úr sléttgreidda trúboðahernum reyndi að gefa ömmu bækling um biblíulestur. Amma bað hann blessaðan að gefa hann frekar einhverjum sem hefði áhuga á að lesa slíkt því ekki nennti hún því.
Ekki ég heldur. Þá smíða ég mér frekar skilti.
Víóluskrímslið - leið 14
Í dag sá ég ungan amrískan mormónadreng með nafnspjald í barminum áreita eldri konur með biblíutilvitnunum í strætó.
Örstuttu síðar keyrði strætó framhjá Helga Hós. þar sem hann stóð vaktina hnarreistur að vanda - en á skilti dagsins stóð "BRENNIÐ ÞIÐ KYRKUR KROSSLAFS DRAUGS".
Einu sinni stóð ég með ömmu í strætóskýli við Þjóðminjasafnið þegar meðlimur úr sléttgreidda trúboðahernum reyndi að gefa ömmu bækling um biblíulestur. Amma bað hann blessaðan að gefa hann frekar einhverjum sem hefði áhuga á að lesa slíkt því ekki nennti hún því.
Ekki ég heldur. Þá smíða ég mér frekar skilti.
Víóluskrímslið - leið 14
mánudagur, júlí 16, 2007
Bitte waschen sie sich
Í sundlaugum Reykjavíkur hanga víða veggspjöld sem gefa mönnum til kynna hvaða líkamshluta skuli þvo áður en gengið er til laugar.
Í sundi í gærmorgun tók ég eftir því að aðeins er tekið fram í franska textanum og þeim þýska að menn skuli þvo sér með SÁPU.
Ætli það sé að gefnu tilefni?!
Víóluskrímslið - mit seife
Í sundlaugum Reykjavíkur hanga víða veggspjöld sem gefa mönnum til kynna hvaða líkamshluta skuli þvo áður en gengið er til laugar.
Í sundi í gærmorgun tók ég eftir því að aðeins er tekið fram í franska textanum og þeim þýska að menn skuli þvo sér með SÁPU.
Ætli það sé að gefnu tilefni?!
Víóluskrímslið - mit seife
föstudagur, júlí 13, 2007
Draugar fortíðar
Valerie hin hollenska er komin og farin. Á ferð sinni um landið tók hún 757 myndir, aðallega af náttúruundrum og vegskiltum ýmiss konar. Sjálf er ég reynslunni ríkari eftir að hafa ekið um Vestfirðina sunnanverða, inn alla Barðaströnd og fyrir Vatnsnes. Nú finnst mér ég geta ekið hvaða vegleysu sem er.
Í tíu daga tjáði ég mig auk þessa nær eingöngu á hollensku og komst þá að því að almennri hollenskukunnáttu minni hefur töluvert farið aftur þessa 6 mánuði sem liðnir eru frá því að ég kom heim. Það á þó ekki við á öllum sviðum. Um daginn þurfti ég að hringja í launadeild Sveitarfélagins Skagafjarðar um daginn vegna smávægilegs erindis. Um leið og ég var komin í formlega gírinn og búin að stilla á virðulegu símaröddina fór ég ósjálfrátt að hugsa á hollensku og stamaði eins og idjót í símann. 4 ár af tuði hafa greinilega sett mark sitt á undirmeðvitundina.
Eftir að Valerie var farin tók ég til við að endurskipuleggja líf mitt - sem er pakkað ofan í kassa sem dreift er um alla borg. Í dag fór ég í gegnum fötin mín og skemmti mér konunglega við að rifja upp hin ýmsu tískutímabil sem víóluskrímslið hefur gengið í gegnum síðan í grunnskóla. Ýmsu var ég búin að gleyma eins og hinu skemmtilega Vinnufatabúðartímabili (sem ég gekk í gegnum í 10 bekk og fyrsta ár mitt í menntaskóla þegar ég gekk aðeins í karlmannsfötum úr Vinnufatabúðinni) gerviefnatímabilinu (vanmáttugri tilraun til þess að auka á kvenleika minn) og blúndutímabilinu (dittó). Flest fengu fötin að gista svartan ruslapoka sem gefinn verður Rauða Krossi Íslands við fyrsta tækifæri. Ýmsar flíkur fengu þó uppreisn æru og mun víóluskrímslið skarta þeim sem virðulegur kennari nú í haust. Sýnist þó kannski sumum sitt um virðuleikann.
Víóluskrímslið - 15 litir og engir tveir í stíl
Valerie hin hollenska er komin og farin. Á ferð sinni um landið tók hún 757 myndir, aðallega af náttúruundrum og vegskiltum ýmiss konar. Sjálf er ég reynslunni ríkari eftir að hafa ekið um Vestfirðina sunnanverða, inn alla Barðaströnd og fyrir Vatnsnes. Nú finnst mér ég geta ekið hvaða vegleysu sem er.
Í tíu daga tjáði ég mig auk þessa nær eingöngu á hollensku og komst þá að því að almennri hollenskukunnáttu minni hefur töluvert farið aftur þessa 6 mánuði sem liðnir eru frá því að ég kom heim. Það á þó ekki við á öllum sviðum. Um daginn þurfti ég að hringja í launadeild Sveitarfélagins Skagafjarðar um daginn vegna smávægilegs erindis. Um leið og ég var komin í formlega gírinn og búin að stilla á virðulegu símaröddina fór ég ósjálfrátt að hugsa á hollensku og stamaði eins og idjót í símann. 4 ár af tuði hafa greinilega sett mark sitt á undirmeðvitundina.
Eftir að Valerie var farin tók ég til við að endurskipuleggja líf mitt - sem er pakkað ofan í kassa sem dreift er um alla borg. Í dag fór ég í gegnum fötin mín og skemmti mér konunglega við að rifja upp hin ýmsu tískutímabil sem víóluskrímslið hefur gengið í gegnum síðan í grunnskóla. Ýmsu var ég búin að gleyma eins og hinu skemmtilega Vinnufatabúðartímabili (sem ég gekk í gegnum í 10 bekk og fyrsta ár mitt í menntaskóla þegar ég gekk aðeins í karlmannsfötum úr Vinnufatabúðinni) gerviefnatímabilinu (vanmáttugri tilraun til þess að auka á kvenleika minn) og blúndutímabilinu (dittó). Flest fengu fötin að gista svartan ruslapoka sem gefinn verður Rauða Krossi Íslands við fyrsta tækifæri. Ýmsar flíkur fengu þó uppreisn æru og mun víóluskrímslið skarta þeim sem virðulegur kennari nú í haust. Sýnist þó kannski sumum sitt um virðuleikann.
Víóluskrímslið - 15 litir og engir tveir í stíl
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)