Illgirni og almenn mannvonska

fimmtudagur, janúar 30, 2003

Annan vill nota bloggfaerid og thakka gódvini sínum Orminum óvaenta kynningu á skeljum skreyttri sídu hans. Thad fannst henni fallega gert.
Um hunda
Í morgun snjóadi hér í H-landi. Létt hundslappadrífa lidadist nidur úr mjólkurhvítum skýjunum og settist á Álafossúlpuna, víólukassann og sjalid mitt á leid í straetó. Mikid var ég kát. Allt um kring breyttist einsleitt hverfid í sindrandi vetrarveröld...andvarp... Thegar ég átti um 100 metra ófarna ad stoppistödinni fékk ég hugbod um ad líta nidur fyrir mig. Og thad gerdi ég. Í ljós kom ad ég hafdi verid sekúndubroti frá ad stíga óthyrmilega ofan í einn staersta hundaskít sem ég hafdi nokkru sinni séd. "Thetta hlýtur ad vera eftir stóran hund" hugsadi ég medan snjóflyksurnar lögdust ein af annarri yfir ófögnudinn. "Vonandi fattar fólk ad thad er hundaskítur undir öllum snjónum og fer ekki ad safna í snjóbolta" hugsadi ég enn fremur um leid og straetó brunadi naestum framhjá og trufladi thar med allar heimspekilegar skítahugrenningar.
Thad sem er merkilegt vid thetta er ad eitthvad svipad gerist á hverjum degi. Thad snjóar ekki endilega, stundum faer madur ekki einu sinni hugbod um neitt misjafnt, en á hverjum degi er ég nálaegt thví ad thramma ofan í hundakúk. Stundum stíg ég meira ad segja ofan í hann. En thad gerist sem betur fer ekki oft. Ástaedan er ekki sú ad ég sé svona óheppin eda ad ég dragi á einhvern dularfullan hátt ad mér úrgang. Held ég. Mér finnst líklegra ad um sé ad kenna öllum hinum gífurlega fjölda hundkvikinda sem fyrirfinnst hér í H-landi og eigendum theirra sem thrífa ALDREI eftir thá.
Fyrst hélt ég ad allir thessir hundar vaeru til ad halda öllum heimavinnandi húsmaedrunum í H-landi félagsskap medan thaer vaeru ekki ad taka til eda elda ofan í fjölskylduna eda horfa á sjónvarpid eda fara í djassballett med vinkonunum. Thad er nokkud til í thví. Komi thad fyrir ad ég sé á fótum fyrir 9 á morgnana sé ég yfirleitt heilu hjardirnar af kvenfólki úti á labbinu med heimilishundinn. En thad er ekki alveg svo einfalt.
Hér í H-landi er hundur stödutákn. Allir eiga hund. Hann má vera eins úrkynjadur, ljótur, illa hirtur, illa upp alinn og ormaveikur og hugsast getur, bara ef hann getur skrölt áfram á 3-4 fótum og gelt. Gelt er ekki einu sinni ófrávíkjanlegt skilyrdi. Fólk tekur hundana med í lestirnar. Straetó . Fyrir framan matvöruverslanir eru skilti thar sem tekid er fram ad ekki megi fara med hunda thangad inn. Thad er ekki ad ástaedulausu.
Hundar eru einnig notadir sem varddýr. Sérstaklega í stórum villuhverfum. H-lendingar eru svo thjófhraeddir ad theim finnst vissara ad hafa frodufellandi óargadýr sem enginn raedur vid geltandi og gólandi hástöfum í gardinum hjá sér. Madur tharf ekki ad vera thjófur til ad langa stundum til ad stúta thessum kvikindum.
Thad liggur í hlutarins edli ad allir thessir hundar hljóta ad skilja eitthvad eftir sig. Og thad gera their! Lítid og stórt, feitt og mjótt, í ýmsum litum, med mismunandi áferd, théttni og vatnsheldni. Eitt eiga allir thessir kúkar thó sameiginlegt og thad er ad their eru allir skildir eftir thar sem their detta. Húrra fyrir thví!
Mér thykir ástaeda til ad taka fram ad mér er ekki illa vid hunda. Ég thekki fullt af skemmtilegum hundum. Their eru vel vandir, vel hirtir, hraustir og kátir í hundelsi sínu. Thad er farid med thá út ad labba og theim klappad og klórad thannig ad thad hálfa vaeri nóg. OG thad er hirt upp eftir thá.
Ég er viss um ad ef reykvísk hundalög yrdu tekin upp í H-landi myndu allir reka upp ramakvein og telja thad ógna lýdraedinu ad thurfa ad thrífa upp eftir hundinn sinn.
Ég yrdi samt alveg gífurlega kát yfir thví. Thad myndi spara mér persónulega töluvert ergelsi. En kannski er ég bara svona lítil sál ad vera ad ergja mig yfir svona nokkru.
Med kúkakvedju
Gódar stundir

mánudagur, janúar 27, 2003

Um tónlist í líkamraektarstödvum
Einu sinni hélt ég ad fyrr faeru svín ad fljúga en ég faeri ad stunda reglulega líkamraekt. Mér hefur alltaf fundist hraedilega leidinlegt í leikfimi og frá barnaesku hef ég beitt hinum ýmsu brögdum til ad sleppa vid ad hreyfa mig yfir höfud. Ég mun aldrei gleyma thví thegar öllum kvenkynshluta níundabekkar var skipad í eróbikk í heilan vetur medan strákarnir fengu ad fara í fótbolta. Ég get ekki fylgt sporum. Ég get ekki dansad. Ég á bágt med ad hreyfa hendurnar í ödrum rythma en faeturna. Thennan vetur vard leikfimiskrópid ad haettulegum ávana. Andskotans sexistapakk sem skipar vidkvaemum listamönnum í eróbikktíma bara af thví their eru stelpur og stelpum á ad finnast gaman í eróbikk. Megi thad brenna í helvíti.
Thrátt fyrir thessa skelfilegu fortíd er ég farin ad stunda sportsentrúm stúdenta amk. tvisvar í viku. Thad er ekki til ad fylgjast med fíflunum sem sitja í lyfingasalnum og laga hárid milli thess sem their lyfta 50 kílóum nokkrum sinnum. Thad er ekki til ad reyna ad lesa yfir öxlina á gellunum sem skella kvennablödunum á threkhjólin og lesa allt um nýjustu megrunarkúrana medan thaer hamast. Thad er ekki til ad hlusta á komplexadar samraedur í sturtunni. Og sannarlega ekki til ad hlusta á tónlistina sem thrumad er úr milljón hátölurum yfir sveittan lýdinn.
Í sportsentrúm er nefnilega alltaf kveikt á sjónvarpinu, thar sem stillt er á hollenska stöd sem kallast The Music Factory. Nokkurs konar MTV theirra Nedarlendinga. Thad er svolítid kaldhaednislegt ad stödin skuli heita Músikverksmidjan thví thar er adeins spilad verksmidjuframleitt rusl. Píkupopp og drengjabönd thar sem óharnadir unglingar syngja um ástarraunir og hvad thetta er hraedilega erfitt líf. Daudi og aela. Yfirleitt rennur thetta inn um annad eyrad og út um hitt medan madur hleypur en stundum gerist thad hraedilega og óumflýjanlega, madur fer ad fá lögin á HEILANN.
Thad er hrikalegt thegar thad gerist. Og samt um leid svo ofbodslega óumflýjanlegt. Thetta eru einföld lög, einfaldar laglínur, einfaldur hljómagangur, einfaldir textar, einföld vidlög...og thau festast í hausnum á manni. Ég vidurkenni thad mér til óblandins hryllings ad ég get sungid upphafsstef og vidlög úr ad minnta kosti 15 rusllögum sem nú strauja vinsaeldalistana. Ég sem kom alltaf af fjöllum og var eins og hálfviti thegar Vinsaeldalisti Skífunnar hringdi í mig í den thví ég hlustadi aldrei á neitt annad en Gufuna.
Eitt af vinsaelustu lögunum í dag er med hinni ömurlega leidinlegu og hrikalegu kántrísöngkonu Shaniu Twain. Ég man ekki alveg hvad lagid heitir og er haestánaegd med thad. Hitt er annad og verra ad ég kann myndbandid utanad. Og naestum thví allan textann. Thad er ógedslegt. Textinn er einhver sú hallaerislegasta samsetning sem um getur. Hann fjallar um konu sem fer á djammid til ad ná sér í eiginmann. Thekkt minni. Hún syngur til mannsins og reynir ad sannfaera hann um ad thad sé nú bara hid besta mál. Og prísar verdleika hans á eftirfarandi hátt:
You're a fine piece of real-estate and I'm gonna get me some land.
Thad aetti ad loka menn inni fyrir svona kvedskap.
Hún minnir manninn á ad hún sé alvarlega thenkjandi:
Í know I'm sounding serious, but baby, I am!
Eins gott ad taka thad fram svo menn geti farid ad svipast um eftir neydarútganginum ádur en thad er of seint!
Hápunktur lagsins kemur svo thegar konan upplýsir manninn um ad hún sé búin ad ákveda thetta alltsaman og hann verdi bara ad saetta sig vid thad:
So don't try to run! Love can be fun!
Og
I'[m gonna get you, when I've got you inside! Im gonna get you if it takes all night!
Thad sem mér dettur í hug thegar ég heyri thetta lag er ekki partí eda fjör. Ég sé fyrir mér korter í thrjú senu á Kaffi Reykjavík thar sem ofurölvi kvenmadur med pilsid girt ofan í sokkabuxurnar tekur sprett á eftir daudskelkudum frakkamanni sem reynir allt hvad hann getur til ad koma sér burt. Lái manni hver sem vill!
Mikid er ég fegin ad hafa komid thessu af mér. Thad eina sem ég hef áhyggjur af er ad thetta lag haldi áfram ad vera vinsaelt hjá takmörkudu fólki sem heldur ad leidin til lífshamingu sé ad fá sér förunaut og tjódra hann í gardinum svo hann hlaupi nú örugglega ekkert annad. Lov kann bí fönn....
Og nú fékk ég hugljómun. Fyrir naestu heimsókn í sportsentrúm aetla ég ad kaupa mér eyrnatappa :)
Ad mér skuli ekki hafa dottid thetta í hug fyrr.....(!)
Gódar stundir

miðvikudagur, janúar 15, 2003

Um líkamsburd
Their sem thekkt hafa vora virdulegu persónu í lengri eda skemmri tíma hafa eflaust tekid eftir thví ad ég ber mig eins og gamall gigtveikur bóndi úr Skagafirdinum eda Neanderdalsmadur med beinkröm. Ég hef verid svona sídan ég var lítil og var alltaf ad ganga á hluti thví ég sá thá ekki. Enda alltaf med hugann annars stadar. Módir vor, sem var ordin leid á ad sjá 10 nýja óskilgreinda marbletti á mér á hverjum degi, stakk upp á thví ad ég faeri ad horfa betur eftir thví hvar ég gengi. Og thad gerdi ég, svo samviskusamlega ad brátt var ég farin ad geta greint ánamadkana í gardinum hennar ömmu í sundur med nafni. Samt hélt ég áfram ad ganga á hluti.
Thegar ég var 12 ára var ég ordin eins og öfugt L í laginu. Thad ár fór ég líka ad laera á fidlu og staekkadi um 12 sentimetra. Merkilegt ár.
Thegar ég var 13 ára stefndi allt í ad hryggurinn á mér vaeri ad festast í varanlegri U beygju. Thad hefdi verid haegt ad nota mig sem hraedlsuáródur í herferd Mjólkursamsölunnar gegn beinthynningu.
Og thá voru gód rád dýr. Módir vor, sem átti erfitt med ad saetta sig vid ad eiga kryppling ad dóttur fór med mig til laeknis. Hann taldi í mér hryggjarlidina og lýsti thví yfir ad thad vaeri allt í lagi med mig. Ég vard voda kát, en adrir voru ekki eins sannfaerdir. Módir mín hótadi reglulega ad binda kústskaft vid bakid á mér ef ég rétti ekki úr mér, nokkud sem aeskuvinir hafa yndi af ad rifja upp á 7. glasi. Fidlukennarinn minn skipadi mér ad spila út í salinn á tónleikum en ekki ofan í gólf. Litla systir spurdi reglulega hvort thad vaeri eitthvad spennandi ad gerast í gólfteppinu. Og kennararnir í grunnskólanum vildu vita hvort ég vaeri ad tala vid thá eda bordid thegar ég var spurd ad einhverju.
Mér fannst hausinn á mér bara svo THUNGUR. Thad var ekki haegt ad aetlast til af manni ad halda thessu hlassi uppi, gud minn gódur. Thad reyndist mér ofraun. Hann datt alltaf nidur aftur. Sídast í morgun var ég ad lesa bladid thegar ég áttadi mig á thví ad hálsinn á mér var ordinn samsída bordplötunni. En thetta er ekkert snidugt.
Mér hefur reyndar aldrei fundist neitt óedlilegt vid ad labba eins og ég labba eda sitja eins og ég sit. Fyrr en ég sé myndir af mér og tharf ad snúa theim í marga hringi ádur en ég átta mig á hvar hausinn á ad vera. Thetta er alveg hrikalega ljótt, ég vidurkenni thad.
Hitt er annad og verra ad fródir víóluleikarar segja mér ad fólk í okkar starfi endist ekki neitt nema thad passi upp á skrokkinn á sér. Tónlistarfólk er líka (auk thess ad vera átvögl, skemmtanafíklar og vínsvelgir) yfirleitt mjög medvitad um hvernig thad situr stendur og liggur og ég veit ekki hvad og hvad. Thví hef ég ákvedid ad gera heidarlega tilraun til ad laera ad standa rétt. Kennarinn minn hefur sett thad efst á stefnuskrána fyrir thennan vetur. Og nú er ad sjá hvad gerist. Kannski thekkir mig enginn aftur thegar ég kem heim í sumar thví thá er allt í einu farid ad sjást framan í mig..
Ég myndi starta áheitasöfnun eins og Svenni ef ég vissi ekki ad fólk myndi ekki ánafna mér neinu nema 100 kústsköftum. Eitt er meira en nóg.
Nú er bara ad standa upp og labba hnarreist út úr tölvustofunni. Ég verd ad játa ad thad vex mér í augum.
Gódar stundir...

mánudagur, janúar 13, 2003

Um hóruhús
Í baejarbladinu sem berst inn um lúguna tvisvar í viku er smáauglýsingasída. Thar getur madur kynnt sér hvar haegt er ad koma gömlu eikarhúsgögnunum hans langafa í verd og hvar má kaupa ódýrar hekkklippur. Thar er líka auglýst eftir herbergjum til leigu, ýmis thjónusta bodin til kaups....og svo er hóruhúsaheilsídan! Í Hollandi er vaendi löglegt, eins og their sem hafa gert sér ferd gegnum Rauda Hverfid í Amsterdam eftir klukkan 18 á kvöldin hafa eflaust tekid eftir. Hér er svo sannarlega haegt ad fá eitthvad fyrir alla! Í Rauda Hverfinu standa dömurnar meira ad segja í upplýstum gluggum, ad vísu misungar og misfrídar, en samt til sýnis...nema thegar mikid er ad gera. Thá er stödugt dregid fyrir hjá theim allra vinsaelustu og menn fara í röd fyrir utan. Their forsjálustu maeta í regngalla thví varla er einn kominn út thegar annar er farinn inn.
Ef menn eru í svipudum hugleidingum en vilja ekki fara í röd og eru tilbúnir til ad borga adeins meira fyrir korterid, er alltaf haegt ad kíkja á fyrrnefnda hóruhúsasídu í baejarbladinu og skoda prívatthjónustuna sem í bodi er. Thar aettu allir ad finna eitthvad vid sitt haefi. Svo daemi séu tekin....
"Eldri konur auglýsa eftir ungum mönnum í >gratis sexcontact<..." (fáir gaetu nú hafnad thví kostabodi!!)
"Langar thig í ungan mann heim á hótel eda í bílinn? 100%trúnadur og gott verd!!" (Ekki slaemt thad, fyrir adthrengda heimilisfedur...)
"Hin ofurheita Anita auglýsir tilbod vikunnar, eitt ríd á 25 evrur!!" (Hin ósýnilega hönd markadarins...)
Thetta virdist allt saman gott og blessad!
En thó eru til menn og konur sem kaera sig hvorki um ad vera númer 126 thad kvöldid eda kúldrast í bíl úti á vídavangi, hvad sem lídur öllu >gratis sexcontact<. Fyrir thetta fólk (og thá adallega karla) eru hóruhúsin! Thetta eru virdulegar stofnanir, thar sem gildir sem fyrr 100% trúnadur og gott verd og stundum eru tilbodsvikur, thar sem í bodi eru tvaer stúlkur fyrir eina og svíta fyrir verd kústaskáps. Yfirleitt er tekid fram ad starfsstúlkur (og stundum drengir líka) vinni á vöktum og fái sinn hvíldartíma - alveg eins og ef thau vaeru ad vinna í 10-11 :) Tharna á ad ríkja gódur vinnumórall, vel er tekid á móti öllum vidskiptavinum og sídast en ekki síst eru reglulegar laeknisskodanir thar sem starfsfólk fer í glennta kjallaraskodun til sérhaefds laeknis svo thad sé nú ekki ad bera einhvern óhroda í blessada vidskiptavinina. Thetta eru mikil ödlings hús og án efa gaman ad vinna thar.
Samt gengur eitthvad ekki alveg nógu vel upp..
Ef rétt er haldid á spilunum getur hagsýnn vidskiptavinur keypt sér eitt ríd á svo lítid sem 20 evrur. Thad er jafn mikid og ein hollensk bíóferd med poppi. Aetli gellunum sé aldrei kalt í gluggunum í Rauda Hverfinu, thad er einfalt gler í thessum andskotum og thaer oftast ekki neitt sérstaklega vel klaeddar? Aetli thad sé alveg eins gaman og hollt fyrir thjónustulundina ad eiga vaktir í "tilbodsvikunni"? Og fjálglegar lýsingarnar á laeknisskodununum minna einna helst á salmonellutékk í kjúklingabúinu Móum...
"Adeins betur í sundur, vinan!" Thetta er sagt gott og vel launad starf en hversu mörg grunnskólabörn segjast stolt aetla ad verda hórur thegar thau verda stór?!

En thad er audvitad alltaf 100% trúnadur...

Gódar stundir.

föstudagur, janúar 10, 2003

gódar stundir
Um kulda
Í Hollandi er kalt í dag. Reyndar hefur verid kalt hér í mjög langan tíma. Hér er kaldara en heima. Thad finnst mér merkilegt. Hér er kynt med gasi, olíu og their umhverfisvaenni kynda med rafmagni. Ef their kynda thá yfirhöfud thví Hollendingar eru flestir svo praktískir (lesist: nískir) ad theim finnst ekki tiltökumál thó haegt sé ad sparka frosnum heimiliskettinum um forstofuna eins og fótbolta thegar their koma heim úr vinnunni. Ég sef med húfu. THAD finnst mér merkilegt.
Hollendingum finnst merkilegt thegar Íslendinganýlenda Tilburgar (ég og Stefanía) kemur í skólann vafin mörgum lögum af ull. Hollendingar klaeda sig yfirleitt ekki í ull thví thad er púkó. Svo geta hnökrar líka fest í gelinu ef madur er med ullarhúfu og thad er líka púkó. Thví klaeda Hollendingar af sér kuldann med akrýl og pólýester. Thad er ýmislegt á sig lagt fyrir fegurdina. Ekki nema their séu allir med brenglad hitaskyn vegna kvikasilfursmengunar....

Um kosningar.
Hér verda althingiskosningar 22.janúar. Thad er vegna thess ad eftir sídustu kosningar komst fullt af snaelduvitlausu fólki til valda af thví ad flokksleidtogi theirra var drepinn. Sá sem drap hann aetladi ad koma í veg fyrir ad flokkurinn kaemist á thing. Hann skemmtir sér ábyggilega vel í fangelsinu. Allt Holland vard alveg midur sín út af thessu mordi og vorkenndi veslings höfudlausa flokknum svo mikid ad hann fékk dúndurmikid fylgi í kosningunum sem á eftir fylgdu. Svo eftir kosningar föttudu menn alltíeinu yfir bjórnum sínum ad fasistaflokkur hafdi straujad kosningarnar og vaeri á leid í ríkisstjórn:) Svo kom í ljós thegar flokkurinn hafdi myndad haegrisinnudustu, thröngsýnustu og stefnulausustu stjórn í heimi (nema á Íslandi) kom í ljós ad enginn vissi neitt hvad hann var ad gera. Og thá kom upp "trúnadarbrestur"í ríkisstjórn og allt sprakk í loft upp fyrir nokkrum vikum. Thad frétti ég ekki fyrr en ég las thad á Vísi.is nokkrum dögum sídar..
Og nú eru kosningar. Ég er búin ad sjá samanlagt 12-14 fermetra af auglysingaplakötum. Thad er ekkert sérstaklega mikid...Ég er búin ad heyra af einni kappraedu í háskólanum. Thad er heldur ekki mikid. Hér er kosningatháttaka 60% og oft verri. Allir fara snemma ad sofa á kosninganóttina. Líka pólitíkusarnir. Thetta verdur alveg gífurlega (ó)spennandi.
Thann 23.janúar verd ég ásamt 100 ödrum ad spila frá mér allt vit í Belgíu. Ég fae thví ekki ad fylgjast med rödunum fyrir framan kosningaskrifstofurnar, rifrildum í kjörbúdinni, hópslagsmálum vegna stjórnmálaskodana...og fleiru sem aldrei gerist hér. Mann er farid ad gruna ad svo lengi sem fyllt er á bjórinn séu menn sáttir.
En ég thekki svosem samlanda mína sem spyrja hvad sé ad thví?!
Gódar stundir

miðvikudagur, janúar 08, 2003

Loksins loksins.
Útlaginn, Víólusargarinn og Hollandsfarinn Anna tekur hér med áskorun fjölda manna og vaetta og hefur blogg á nýju ári. Lengi hefur hún faerst undan og borid vid tímaskorti, leti og hugmyndaleysi. Eftir ítrekadar athuganir á algengum lífsstíl bloggara vard henni thó ljóst ad einmitt thessir eiginleikar einkenna thann thjódflokk manna og eru innan hans jafnvel taldir til höfudkosta.
Thví er oss ekkert ad vanbúnadi!
Blogg thetta mun ad öllum líkindum verda leidinlegt, strjált og ruglkennt og ekki hollt neinum heilvita manni ad lesa thad. Hitt er svo annad ad thad mun án efa stytta eigandanum stundir medan bedid er eftir aefingaherbergi....
gódar stundir.