Illgirni og almenn mannvonska

föstudagur, janúar 10, 2003

Um kulda
Í Hollandi er kalt í dag. Reyndar hefur verid kalt hér í mjög langan tíma. Hér er kaldara en heima. Thad finnst mér merkilegt. Hér er kynt med gasi, olíu og their umhverfisvaenni kynda med rafmagni. Ef their kynda thá yfirhöfud thví Hollendingar eru flestir svo praktískir (lesist: nískir) ad theim finnst ekki tiltökumál thó haegt sé ad sparka frosnum heimiliskettinum um forstofuna eins og fótbolta thegar their koma heim úr vinnunni. Ég sef med húfu. THAD finnst mér merkilegt.
Hollendingum finnst merkilegt thegar Íslendinganýlenda Tilburgar (ég og Stefanía) kemur í skólann vafin mörgum lögum af ull. Hollendingar klaeda sig yfirleitt ekki í ull thví thad er púkó. Svo geta hnökrar líka fest í gelinu ef madur er med ullarhúfu og thad er líka púkó. Thví klaeda Hollendingar af sér kuldann med akrýl og pólýester. Thad er ýmislegt á sig lagt fyrir fegurdina. Ekki nema their séu allir med brenglad hitaskyn vegna kvikasilfursmengunar....

Um kosningar.
Hér verda althingiskosningar 22.janúar. Thad er vegna thess ad eftir sídustu kosningar komst fullt af snaelduvitlausu fólki til valda af thví ad flokksleidtogi theirra var drepinn. Sá sem drap hann aetladi ad koma í veg fyrir ad flokkurinn kaemist á thing. Hann skemmtir sér ábyggilega vel í fangelsinu. Allt Holland vard alveg midur sín út af thessu mordi og vorkenndi veslings höfudlausa flokknum svo mikid ad hann fékk dúndurmikid fylgi í kosningunum sem á eftir fylgdu. Svo eftir kosningar föttudu menn alltíeinu yfir bjórnum sínum ad fasistaflokkur hafdi straujad kosningarnar og vaeri á leid í ríkisstjórn:) Svo kom í ljós thegar flokkurinn hafdi myndad haegrisinnudustu, thröngsýnustu og stefnulausustu stjórn í heimi (nema á Íslandi) kom í ljós ad enginn vissi neitt hvad hann var ad gera. Og thá kom upp "trúnadarbrestur"í ríkisstjórn og allt sprakk í loft upp fyrir nokkrum vikum. Thad frétti ég ekki fyrr en ég las thad á Vísi.is nokkrum dögum sídar..
Og nú eru kosningar. Ég er búin ad sjá samanlagt 12-14 fermetra af auglysingaplakötum. Thad er ekkert sérstaklega mikid...Ég er búin ad heyra af einni kappraedu í háskólanum. Thad er heldur ekki mikid. Hér er kosningatháttaka 60% og oft verri. Allir fara snemma ad sofa á kosninganóttina. Líka pólitíkusarnir. Thetta verdur alveg gífurlega (ó)spennandi.
Thann 23.janúar verd ég ásamt 100 ödrum ad spila frá mér allt vit í Belgíu. Ég fae thví ekki ad fylgjast med rödunum fyrir framan kosningaskrifstofurnar, rifrildum í kjörbúdinni, hópslagsmálum vegna stjórnmálaskodana...og fleiru sem aldrei gerist hér. Mann er farid ad gruna ad svo lengi sem fyllt er á bjórinn séu menn sáttir.
En ég thekki svosem samlanda mína sem spyrja hvad sé ad thví?!
Gódar stundir

Engin ummæli: