Um líkamsburd
Their sem thekkt hafa vora virdulegu persónu í lengri eda skemmri tíma hafa eflaust tekid eftir thví ad ég ber mig eins og gamall gigtveikur bóndi úr Skagafirdinum eda Neanderdalsmadur med beinkröm. Ég hef verid svona sídan ég var lítil og var alltaf ad ganga á hluti thví ég sá thá ekki. Enda alltaf med hugann annars stadar. Módir vor, sem var ordin leid á ad sjá 10 nýja óskilgreinda marbletti á mér á hverjum degi, stakk upp á thví ad ég faeri ad horfa betur eftir thví hvar ég gengi. Og thad gerdi ég, svo samviskusamlega ad brátt var ég farin ad geta greint ánamadkana í gardinum hennar ömmu í sundur med nafni. Samt hélt ég áfram ad ganga á hluti.
Thegar ég var 12 ára var ég ordin eins og öfugt L í laginu. Thad ár fór ég líka ad laera á fidlu og staekkadi um 12 sentimetra. Merkilegt ár.
Thegar ég var 13 ára stefndi allt í ad hryggurinn á mér vaeri ad festast í varanlegri U beygju. Thad hefdi verid haegt ad nota mig sem hraedlsuáródur í herferd Mjólkursamsölunnar gegn beinthynningu.
Og thá voru gód rád dýr. Módir vor, sem átti erfitt med ad saetta sig vid ad eiga kryppling ad dóttur fór med mig til laeknis. Hann taldi í mér hryggjarlidina og lýsti thví yfir ad thad vaeri allt í lagi med mig. Ég vard voda kát, en adrir voru ekki eins sannfaerdir. Módir mín hótadi reglulega ad binda kústskaft vid bakid á mér ef ég rétti ekki úr mér, nokkud sem aeskuvinir hafa yndi af ad rifja upp á 7. glasi. Fidlukennarinn minn skipadi mér ad spila út í salinn á tónleikum en ekki ofan í gólf. Litla systir spurdi reglulega hvort thad vaeri eitthvad spennandi ad gerast í gólfteppinu. Og kennararnir í grunnskólanum vildu vita hvort ég vaeri ad tala vid thá eda bordid thegar ég var spurd ad einhverju.
Mér fannst hausinn á mér bara svo THUNGUR. Thad var ekki haegt ad aetlast til af manni ad halda thessu hlassi uppi, gud minn gódur. Thad reyndist mér ofraun. Hann datt alltaf nidur aftur. Sídast í morgun var ég ad lesa bladid thegar ég áttadi mig á thví ad hálsinn á mér var ordinn samsída bordplötunni. En thetta er ekkert snidugt.
Mér hefur reyndar aldrei fundist neitt óedlilegt vid ad labba eins og ég labba eda sitja eins og ég sit. Fyrr en ég sé myndir af mér og tharf ad snúa theim í marga hringi ádur en ég átta mig á hvar hausinn á ad vera. Thetta er alveg hrikalega ljótt, ég vidurkenni thad.
Hitt er annad og verra ad fródir víóluleikarar segja mér ad fólk í okkar starfi endist ekki neitt nema thad passi upp á skrokkinn á sér. Tónlistarfólk er líka (auk thess ad vera átvögl, skemmtanafíklar og vínsvelgir) yfirleitt mjög medvitad um hvernig thad situr stendur og liggur og ég veit ekki hvad og hvad. Thví hef ég ákvedid ad gera heidarlega tilraun til ad laera ad standa rétt. Kennarinn minn hefur sett thad efst á stefnuskrána fyrir thennan vetur. Og nú er ad sjá hvad gerist. Kannski thekkir mig enginn aftur thegar ég kem heim í sumar thví thá er allt í einu farid ad sjást framan í mig..
Ég myndi starta áheitasöfnun eins og Svenni ef ég vissi ekki ad fólk myndi ekki ánafna mér neinu nema 100 kústsköftum. Eitt er meira en nóg.
Nú er bara ad standa upp og labba hnarreist út úr tölvustofunni. Ég verd ad játa ad thad vex mér í augum.
Gódar stundir...
Illgirni og almenn mannvonska
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli