Illgirni og almenn mannvonska

mánudagur, janúar 27, 2003

Um tónlist í líkamraektarstödvum
Einu sinni hélt ég ad fyrr faeru svín ad fljúga en ég faeri ad stunda reglulega líkamraekt. Mér hefur alltaf fundist hraedilega leidinlegt í leikfimi og frá barnaesku hef ég beitt hinum ýmsu brögdum til ad sleppa vid ad hreyfa mig yfir höfud. Ég mun aldrei gleyma thví thegar öllum kvenkynshluta níundabekkar var skipad í eróbikk í heilan vetur medan strákarnir fengu ad fara í fótbolta. Ég get ekki fylgt sporum. Ég get ekki dansad. Ég á bágt med ad hreyfa hendurnar í ödrum rythma en faeturna. Thennan vetur vard leikfimiskrópid ad haettulegum ávana. Andskotans sexistapakk sem skipar vidkvaemum listamönnum í eróbikktíma bara af thví their eru stelpur og stelpum á ad finnast gaman í eróbikk. Megi thad brenna í helvíti.
Thrátt fyrir thessa skelfilegu fortíd er ég farin ad stunda sportsentrúm stúdenta amk. tvisvar í viku. Thad er ekki til ad fylgjast med fíflunum sem sitja í lyfingasalnum og laga hárid milli thess sem their lyfta 50 kílóum nokkrum sinnum. Thad er ekki til ad reyna ad lesa yfir öxlina á gellunum sem skella kvennablödunum á threkhjólin og lesa allt um nýjustu megrunarkúrana medan thaer hamast. Thad er ekki til ad hlusta á komplexadar samraedur í sturtunni. Og sannarlega ekki til ad hlusta á tónlistina sem thrumad er úr milljón hátölurum yfir sveittan lýdinn.
Í sportsentrúm er nefnilega alltaf kveikt á sjónvarpinu, thar sem stillt er á hollenska stöd sem kallast The Music Factory. Nokkurs konar MTV theirra Nedarlendinga. Thad er svolítid kaldhaednislegt ad stödin skuli heita Músikverksmidjan thví thar er adeins spilad verksmidjuframleitt rusl. Píkupopp og drengjabönd thar sem óharnadir unglingar syngja um ástarraunir og hvad thetta er hraedilega erfitt líf. Daudi og aela. Yfirleitt rennur thetta inn um annad eyrad og út um hitt medan madur hleypur en stundum gerist thad hraedilega og óumflýjanlega, madur fer ad fá lögin á HEILANN.
Thad er hrikalegt thegar thad gerist. Og samt um leid svo ofbodslega óumflýjanlegt. Thetta eru einföld lög, einfaldar laglínur, einfaldur hljómagangur, einfaldir textar, einföld vidlög...og thau festast í hausnum á manni. Ég vidurkenni thad mér til óblandins hryllings ad ég get sungid upphafsstef og vidlög úr ad minnta kosti 15 rusllögum sem nú strauja vinsaeldalistana. Ég sem kom alltaf af fjöllum og var eins og hálfviti thegar Vinsaeldalisti Skífunnar hringdi í mig í den thví ég hlustadi aldrei á neitt annad en Gufuna.
Eitt af vinsaelustu lögunum í dag er med hinni ömurlega leidinlegu og hrikalegu kántrísöngkonu Shaniu Twain. Ég man ekki alveg hvad lagid heitir og er haestánaegd med thad. Hitt er annad og verra ad ég kann myndbandid utanad. Og naestum thví allan textann. Thad er ógedslegt. Textinn er einhver sú hallaerislegasta samsetning sem um getur. Hann fjallar um konu sem fer á djammid til ad ná sér í eiginmann. Thekkt minni. Hún syngur til mannsins og reynir ad sannfaera hann um ad thad sé nú bara hid besta mál. Og prísar verdleika hans á eftirfarandi hátt:
You're a fine piece of real-estate and I'm gonna get me some land.
Thad aetti ad loka menn inni fyrir svona kvedskap.
Hún minnir manninn á ad hún sé alvarlega thenkjandi:
Í know I'm sounding serious, but baby, I am!
Eins gott ad taka thad fram svo menn geti farid ad svipast um eftir neydarútganginum ádur en thad er of seint!
Hápunktur lagsins kemur svo thegar konan upplýsir manninn um ad hún sé búin ad ákveda thetta alltsaman og hann verdi bara ad saetta sig vid thad:
So don't try to run! Love can be fun!
Og
I'[m gonna get you, when I've got you inside! Im gonna get you if it takes all night!
Thad sem mér dettur í hug thegar ég heyri thetta lag er ekki partí eda fjör. Ég sé fyrir mér korter í thrjú senu á Kaffi Reykjavík thar sem ofurölvi kvenmadur med pilsid girt ofan í sokkabuxurnar tekur sprett á eftir daudskelkudum frakkamanni sem reynir allt hvad hann getur til ad koma sér burt. Lái manni hver sem vill!
Mikid er ég fegin ad hafa komid thessu af mér. Thad eina sem ég hef áhyggjur af er ad thetta lag haldi áfram ad vera vinsaelt hjá takmörkudu fólki sem heldur ad leidin til lífshamingu sé ad fá sér förunaut og tjódra hann í gardinum svo hann hlaupi nú örugglega ekkert annad. Lov kann bí fönn....
Og nú fékk ég hugljómun. Fyrir naestu heimsókn í sportsentrúm aetla ég ad kaupa mér eyrnatappa :)
Ad mér skuli ekki hafa dottid thetta í hug fyrr.....(!)
Gódar stundir

Engin ummæli: