Um hunda
Í morgun snjóadi hér í H-landi. Létt hundslappadrífa lidadist nidur úr mjólkurhvítum skýjunum og settist á Álafossúlpuna, víólukassann og sjalid mitt á leid í straetó. Mikid var ég kát. Allt um kring breyttist einsleitt hverfid í sindrandi vetrarveröld...andvarp... Thegar ég átti um 100 metra ófarna ad stoppistödinni fékk ég hugbod um ad líta nidur fyrir mig. Og thad gerdi ég. Í ljós kom ad ég hafdi verid sekúndubroti frá ad stíga óthyrmilega ofan í einn staersta hundaskít sem ég hafdi nokkru sinni séd. "Thetta hlýtur ad vera eftir stóran hund" hugsadi ég medan snjóflyksurnar lögdust ein af annarri yfir ófögnudinn. "Vonandi fattar fólk ad thad er hundaskítur undir öllum snjónum og fer ekki ad safna í snjóbolta" hugsadi ég enn fremur um leid og straetó brunadi naestum framhjá og trufladi thar med allar heimspekilegar skítahugrenningar.
Thad sem er merkilegt vid thetta er ad eitthvad svipad gerist á hverjum degi. Thad snjóar ekki endilega, stundum faer madur ekki einu sinni hugbod um neitt misjafnt, en á hverjum degi er ég nálaegt thví ad thramma ofan í hundakúk. Stundum stíg ég meira ad segja ofan í hann. En thad gerist sem betur fer ekki oft. Ástaedan er ekki sú ad ég sé svona óheppin eda ad ég dragi á einhvern dularfullan hátt ad mér úrgang. Held ég. Mér finnst líklegra ad um sé ad kenna öllum hinum gífurlega fjölda hundkvikinda sem fyrirfinnst hér í H-landi og eigendum theirra sem thrífa ALDREI eftir thá.
Fyrst hélt ég ad allir thessir hundar vaeru til ad halda öllum heimavinnandi húsmaedrunum í H-landi félagsskap medan thaer vaeru ekki ad taka til eda elda ofan í fjölskylduna eda horfa á sjónvarpid eda fara í djassballett med vinkonunum. Thad er nokkud til í thví. Komi thad fyrir ad ég sé á fótum fyrir 9 á morgnana sé ég yfirleitt heilu hjardirnar af kvenfólki úti á labbinu med heimilishundinn. En thad er ekki alveg svo einfalt.
Hér í H-landi er hundur stödutákn. Allir eiga hund. Hann má vera eins úrkynjadur, ljótur, illa hirtur, illa upp alinn og ormaveikur og hugsast getur, bara ef hann getur skrölt áfram á 3-4 fótum og gelt. Gelt er ekki einu sinni ófrávíkjanlegt skilyrdi. Fólk tekur hundana med í lestirnar. Straetó . Fyrir framan matvöruverslanir eru skilti thar sem tekid er fram ad ekki megi fara med hunda thangad inn. Thad er ekki ad ástaedulausu.
Hundar eru einnig notadir sem varddýr. Sérstaklega í stórum villuhverfum. H-lendingar eru svo thjófhraeddir ad theim finnst vissara ad hafa frodufellandi óargadýr sem enginn raedur vid geltandi og gólandi hástöfum í gardinum hjá sér. Madur tharf ekki ad vera thjófur til ad langa stundum til ad stúta thessum kvikindum.
Thad liggur í hlutarins edli ad allir thessir hundar hljóta ad skilja eitthvad eftir sig. Og thad gera their! Lítid og stórt, feitt og mjótt, í ýmsum litum, med mismunandi áferd, théttni og vatnsheldni. Eitt eiga allir thessir kúkar thó sameiginlegt og thad er ad their eru allir skildir eftir thar sem their detta. Húrra fyrir thví!
Mér thykir ástaeda til ad taka fram ad mér er ekki illa vid hunda. Ég thekki fullt af skemmtilegum hundum. Their eru vel vandir, vel hirtir, hraustir og kátir í hundelsi sínu. Thad er farid med thá út ad labba og theim klappad og klórad thannig ad thad hálfa vaeri nóg. OG thad er hirt upp eftir thá.
Ég er viss um ad ef reykvísk hundalög yrdu tekin upp í H-landi myndu allir reka upp ramakvein og telja thad ógna lýdraedinu ad thurfa ad thrífa upp eftir hundinn sinn.
Ég yrdi samt alveg gífurlega kát yfir thví. Thad myndi spara mér persónulega töluvert ergelsi. En kannski er ég bara svona lítil sál ad vera ad ergja mig yfir svona nokkru.
Med kúkakvedju
Gódar stundir
Illgirni og almenn mannvonska
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli