Borg dauðans
Ég er komin aftur í bæinn. Ég hefði alveg verið til í að vera lengur fyrir vestan, en skyldan kallar. Það er óhætt að mæla með mörgu á sunnanverðum Vestfjörðum, þó mér skiljist á heimafólki að það hafi verið annar og betri bragur á bæjarlífinu í plássunum fyrir 10 árum. Hvað sem því líður fá sundlaugarnar á Patró og Tálknafirði hæstu einkunn. Finni maður enn fyrir vöðvabólgu eftir gott pottasund er upplagt að skella sér til Sollu nuddara á Heilbrigðisstofnun Patreksfjarðar sem er flestum færari í sínu fagi. Völlurinn, nýr veitingastaður rekinn í gamla flugvallarhúsinu á Patreksfirði fær sérstök meðmæli BOTNLAUSA GÍMALDSINS fyrir stóra og mikla skammta á afar góðum prís. Risastóra súkkulaðikökusneiðin sem við dr. Þórarinn fengum þar okkur nánast að kostnaðarlausu mun lengi í minnum höfð.
Á Hnjóti er skemmtilegt safn um alvöru fólk og lífsbaráttu þess auk þess sem gamlar flugvélar fullar af kindaskít prýða svæðið. Upplagt fyrir þá sem alltaf hefur langað að vita hvernig rússneskar flutningaflugvélar litu út að innan. Í Selárdal eru mórauðar og svartar kindur sem leggjast til svefns úti á miðjum vegi og merkilegir staðir, þar sem safn Samúels í Selárdal ber hæst. Það er búið að mála ljónin í gosbrunninum og setja á þau veiðihár, nokkuð sem gladdi mitt litla hjarta.
Auk þessa gerðist það að ég keyrði bíl frá Patreksfirði til Bíldudals án þess að stofna neinum í bráða hættu. Það þótti mér merkilegt.
Nú er ég komin í bæinn með kvef á byrjunarstigi, þökk sé dr. Þórarni og öllum krökkunum á sunnanverðum Vestfjörðum sem hafa eytt sumrinu í að hósta framan í hann.
Ég fer út á mánudag. Þeim sem vildu minnast mín er bent á gemsann minn. Þeir taki til sín sem eiga.
Víóluskrímslið - góðu vant
Illgirni og almenn mannvonska
föstudagur, ágúst 18, 2006
laugardagur, ágúst 12, 2006
Rigning
Það hellirignir á Patreksfirði. Ég sit inni og klippi og lími sem óð væri á meðan kappklæddir smákrakkar í pollagöllum leika sér fyrir utan gluggann hjá mér. Þetta eru hörkukrakkar hér á Patró. Ekki nenni ég út.
Skipaður héraðslæknir á Patreksfirði er staddur á Ísafirði að spila drullubolta með bekkjarfélögum sínum úr læknadeild. Mér skilst að þeir hafi spilað í hvíta sjúkrahússgallanum. Það er rokk.
Víóluskrímslið - sticky fingers
Það hellirignir á Patreksfirði. Ég sit inni og klippi og lími sem óð væri á meðan kappklæddir smákrakkar í pollagöllum leika sér fyrir utan gluggann hjá mér. Þetta eru hörkukrakkar hér á Patró. Ekki nenni ég út.
Skipaður héraðslæknir á Patreksfirði er staddur á Ísafirði að spila drullubolta með bekkjarfélögum sínum úr læknadeild. Mér skilst að þeir hafi spilað í hvíta sjúkrahússgallanum. Það er rokk.
Víóluskrímslið - sticky fingers
miðvikudagur, ágúst 09, 2006
Himnaríki á jörðu
Það jafnast ekkert á við það að hafa heila sundlaug út af fyrir sig í glampandi sól og góðu veðri. Þannig var það í dag þegar ég skrapp í Sundlaug Patreksfjarðar. Hamingjan átti sér engin takmörk.
Nú sit ég með útklístraða samanlímda fingur og bý til parta úr partítúrnum af 6. Brandenburgarkonserti Bachs fyrir 2 víólur og hljómsveit. Það er svosem ágætt líka.
Súkkulaðikaka á eldhúsborðinu.
Mig langar að flytja út á land þegar ég verð stór.
Víóluskrímslið - ég vil fara, upp í sveit
Það jafnast ekkert á við það að hafa heila sundlaug út af fyrir sig í glampandi sól og góðu veðri. Þannig var það í dag þegar ég skrapp í Sundlaug Patreksfjarðar. Hamingjan átti sér engin takmörk.
Nú sit ég með útklístraða samanlímda fingur og bý til parta úr partítúrnum af 6. Brandenburgarkonserti Bachs fyrir 2 víólur og hljómsveit. Það er svosem ágætt líka.
Súkkulaðikaka á eldhúsborðinu.
Mig langar að flytja út á land þegar ég verð stór.
Víóluskrímslið - ég vil fara, upp í sveit
þriðjudagur, ágúst 08, 2006
Go west, life is peaceful there
Ég kom vestur á Patreksfjörð í gær. Á vélinni var klukkutíma seinkun vegna tafa í Vestmannaeyjum. Liðið sem valt út út vélunum þaðan var í misjöfnu ástandi svo ekki sé meira sagt. Mikla kátínu vakti ungur maður í SÁÁ peysu sem á stóð LÍF ÁN ÁFENGIS. Hann var svo drukkinn að hann stóð ekki á löppunum.
Á leiðinni var talsverð ókyrrð eftir að komið var yfir Breiðafjörðinn. Vænn sóðaborgari á veitingastaðnum Þorpinu kom meltingarfærunum í lag eftir hossið i rellunni. Viðbrennd djúpsteikingarfita á sér engan líka í slíkum tilgangi. Ekki nema þá helst finnskt rúgbrauð með mikilli kæfu.
Undanfarnir dagar og vikur hafa verið annasamir og fréttnæmir með afbrigðum. Ég hef hins vegar ekki í mér eirð til þess að gera því öllu saman skil skrilega. Fólk verður bara að hringja í mig finnist því það svikið.
Ég er farin að læra heima.
Víóluskrímslið - tónflytur af kappi
Ég kom vestur á Patreksfjörð í gær. Á vélinni var klukkutíma seinkun vegna tafa í Vestmannaeyjum. Liðið sem valt út út vélunum þaðan var í misjöfnu ástandi svo ekki sé meira sagt. Mikla kátínu vakti ungur maður í SÁÁ peysu sem á stóð LÍF ÁN ÁFENGIS. Hann var svo drukkinn að hann stóð ekki á löppunum.
Á leiðinni var talsverð ókyrrð eftir að komið var yfir Breiðafjörðinn. Vænn sóðaborgari á veitingastaðnum Þorpinu kom meltingarfærunum í lag eftir hossið i rellunni. Viðbrennd djúpsteikingarfita á sér engan líka í slíkum tilgangi. Ekki nema þá helst finnskt rúgbrauð með mikilli kæfu.
Undanfarnir dagar og vikur hafa verið annasamir og fréttnæmir með afbrigðum. Ég hef hins vegar ekki í mér eirð til þess að gera því öllu saman skil skrilega. Fólk verður bara að hringja í mig finnist því það svikið.
Ég er farin að læra heima.
Víóluskrímslið - tónflytur af kappi
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)