Himnaríki á jörðu
Það jafnast ekkert á við það að hafa heila sundlaug út af fyrir sig í glampandi sól og góðu veðri. Þannig var það í dag þegar ég skrapp í Sundlaug Patreksfjarðar. Hamingjan átti sér engin takmörk.
Nú sit ég með útklístraða samanlímda fingur og bý til parta úr partítúrnum af 6. Brandenburgarkonserti Bachs fyrir 2 víólur og hljómsveit. Það er svosem ágætt líka.
Súkkulaðikaka á eldhúsborðinu.
Mig langar að flytja út á land þegar ég verð stór.
Víóluskrímslið - ég vil fara, upp í sveit
Illgirni og almenn mannvonska
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli