Illgirni og almenn mannvonska

laugardagur, október 23, 2004

Andlegt hardlífi

Mikid fannst mér thessi frétt merkileg.

Ég hef aldrei verid neitt sérstaklega hrifin af Lúther. Enda fór ýmislegt á verri veg fyrir thá sök ad hann negldi bledil einn á kirkjuhurd á thví herrans ári 1517. Ekki thad ad kathólska kirkjan maetti ekki vid umbótum og breytingum enda var thar ýmislegt á seydi sem ekki tholdi dagsins ljós. Hitt var verra, Lúther gaf mönnum tylliástaedu til thess ad haetta ad vera gódir vid náungann.

Samkvaemt Lúther dugar thad skammt til sáluhjálpar ad vera almennilegur vid fólk í kringum sig. Thad er hins vegar trúraeknin sem skipti máli. Fari madur reglulega í kirkju og fyllist heilögum anda af og til tharf einskis vid frekar og hlid himnaríkis standa opin. Valdsmenn sáu sér leik a bordi. Einnig their sem sárt var um eigin aud. Fullir sjálfsánaegju og réttlaettri nísku gengu their Lúther á vald. Enda mun ódýrara ad thurfa ekki lengur ad gera gódverk til ad baeta fyrir syndir sínar.

Mestu hörmungar Íslandssögunnar hófust eftir sidbót. Aldrei var nidurlaeging landsins meiri en eftir ad konungur - í krafti Lúthers - sölsadi undir sig allt sem kirkjunnar var og gerdi Íslendinga ad leigulidum í eigin landi.

Lúther sjálfur var hrokafull fitubolla og kvenhatari. Hann útskýrdi lag kvenlíkamans svo ad konan hefdi verid sköpud med stóran rass til thess ad sitja á heima hjá sér. Mér hefur alltaf thótt thessi skýring sérstök, ekki síst fyrir thá sök ad rassinn á Lúther sjálfum var heldur í staerra lagi. Lúther var taekifaerissinni, erki kapítalisti og höfdingjasleikja. Og med krónískt hardlífi.

Kemur thad nokkrum manni á óvart ad svoleidis karakter skuli fá hugljómun á klósettinu?!

Fyrir mér má alveg brenna thennan kopp.


Víóluskrímslid - í hefndarhug

miðvikudagur, október 20, 2004

Nágrannar

H-lendingar eru miklir gluggaskreytingamenn. Thad er ekki ad undra, thar sem engir eru hér gardarnir thar sem fólk getur látid hugarflugid ráda. Oftast er um ad raeda smekklega blómapotta í einfaldri röd, oftar en ekki med taeknilegum blómum sem aldrei fölna. Einnig finnast frumlegri skreytingar, eins og hjá fólki sem hefur mikinn áhuga á söfnun ýmiss konar. Thá má jafnvel sjá heilu steinasöfnin úti í glugga, eda smáhús og brúduhúsgögn. Eda glerlíkkistu med risadúkku af Mjallhvíti og sjö dónalega postulínsdverga henni vid hlid.

H-lendingar fara einnig sjaldnast milliveginn thegar gardínur eru annars vegar. Annad hvort víggirda menn hús sín med elektriskum rimlagardínum og brókadigluggatjöldum ad innan eda their hengja ekkert fyrir gluggana. Gangi madur framhjá slíku húsi er afar freistandi ad líta inn rétt sem snöggvast medan gengid er hjá.

Nágrannar okkar einir tilheyra theim hópi H-lendinga sem ei draga nokkurn bledil fyrir glugga sína. Thar sem leidin í skólann liggur fram hjá stofuglugga vidkomandi fjölskyldu hefur la familia fylgst grannt med lífi hennar sídasta eitt og hálfa árid. Vid glöddumst med unga parinu thegar ekki vard um villst ad stúlkan var ólétt. Vid horfdum med theim á sjónvarpid thegar thau sátu og svissudu milli rása á kvöldin. Vid bordudum jafnvel med theim í huganum. Thegar barnid faeddist, myndarpiltur, fannst okkur eins og vid hefdum eignast lítinn fraenda. Bláu flöggin sem stoltur fadirinn hengdi utan á húsid voru í stíl vid skreytingarnar í stofunni. Vid héldum med theim jól, fylgdumst med drengnum byrja ad ganga og foreldrunum rífast um fjármál. Vid urdum vitni ad thví thegar thau settu skilti út í glugga til merkis um thad ad húsid vaeri til sölu.

Thetta er gamalt hús og úr sér gengid og ekkert gengur ad selja. Okkur finnst thad ágaett. Thegar öllu er á botninn hvolft sér thetta fólk okkur ekki ósjaldan fyrir umraeduefnum á kvöldin. Ekki er víst ad nýir eigendur yrdu jafn fúsir til ad veita okkur hlutdeild í lífi sínu. Eitt er thó víst og thad er, ad gluggaskreytingarnar yrdu ljótari.


Víóluskrímslid - med augun opin

mánudagur, október 18, 2004

Föndrad med Fridriki

Thad er gaman ad eiga fína skó. Ókosturinn vid slíka gripi er thó sá ad their eru alls ekki aetladir til ad standast notkun. Á fínum skóm á madur ad standa kyrr, brosa og vera saetur. Madur á ekki ad vera í theim á hverjum degi og alls ekki thegar madur á ekki bíl og tharf ad fara allra sinna ferda fótgangandi.

Fyrir jólin í fyrra keypti ég mér thessi fínu stígvél, úr brúnu ekta gerviledri og med passlega lélegum rennilás. Eftir ad hafa farid tvisvar til Amsterdam í jólagjafaverslunarferdir og farid á theim heim í jólafrí var ordid lítid eftir af sólunum. Ad innaverdu, thad er ad segja. Ég var búina ad ganga mig í gegnum stígvélin.

Thetta thótti mér súrt enda hafdi ég pungad út vaeni fúlgu fyrir helvítis fínu stígvélin. Ekki var haegt ad ganga á theim lengur thó lítid saeist á theim ad utanverdu. Ég tímdi ekki ad kaupa mér ný. Svona er madur nískur - eda öllu heldur, á námslánum.

Nú voru gód rád dýr.. Kalladi ég thá fram Fridrikinn í mér, hann er ávallt rádagódur vid slíkar adstaedur enda kreatívur med afbrigdum. Fridrik blés mér thví í brjóst ad reyna ad gera vid stígvélaraeksnin. Thví settist ég vid eldhúsbordid í gaerkvöldi og föndradi stígvélin mín.

Stígvél föndrud - eftir Fridrik.

Ein léleg stígvél
álpappír
epoxylím
karton
eitt par innlegg eftir smekk
skaeri
hnífur (til ad skafa lím af flötum sem thad á ekki ad vera á)


- Gömlu innleggin rifin úr lélegu stígvélunum og límd saman eftir thví sem haegt er. Botninn smurdur ad innan med epoxylími (vatnshelt) og álpappír trodid ofan í thar til aeskilegum árangri er nád. Gömlu innleggin límd ofaní lélegu stígvélin. Snída skal 2 haelstykki úr kartoninu og klaeda thau med álpappír. Haelstykkin límd ofan á gömlu innleggin í lélegu stígvélunum med epoxylími (vatnsheldu). Nýju innleggin lögd ofaná. -

Fara skal í skóna og ganga á theim heilt kvöld til ad thrýsta líminu saman. Límid á ad vera althornad eftir 30 klukkustundir.

Nú er aftur haegt ad ganga á fínu stígvélunum. Thökk sé álpappír og epoxylími. Thad er gaman ad föndra, thökk sé Fridriki. Ég er ekki frá thví ad madur komist í smá jólaskap vid svona lagad.


Víóluskrímslid- á límdum skóm

fimmtudagur, október 14, 2004

Thau munu erfa landid


Stadsetning: Súpermarkadurinn á horninu, mjólkurkaelir, nammihilla, kassar

Persónur: Annan, módir (M), fimm ára dóttir hennar(5D), hinir og thessir statistar


Thad er thridjudagseftirmiddegi. Annan röltir í rólegheitum um Súpermarkadinn og veltir fyrir sér adalmáltíd dagsins. Thegar gengid er fram hjá mjólkurkaelinum berst til eyrna hennar eitt ramakvein.


5D: Ég vil líka fá svona!


Annan lítur vid. Fimm ára stelpuskott stendur vid mjólkurkaelinn og radar jógúrtdollum í innkaupakerru módur sinnar, ákvedin á svip.

M: Nei, nú er komid nóg, Vid thurfum ekki ad kaupa tíu jógúrtdollur. Thetta er nóg, ha, svona, láttu thetta vera.

Barnid virdir módur sína ekki vidlits. Faerir sig ad naestu jógúrttegund og byrjar ad rada í körfuna.

5D: Ég vil líka svona!

"Einhverf" hljódar dómur Önnunnar, sem snýr sér aftur ad mjólkurkaelinum og reynir ad finna óútrunna lífraena mjólk. Finnur hana aftast. Gat nú verid ad menn reyndu ad fela thetta fyrir manni.

M: Nei, nú er komid nóg, ha. Ekki meira svona.

Módir ýtir kerrunni frá mjólkurkaelinum. Barn rekur upp öskur.

M: Svona, alveg róleg, vid thurfum ad kaupa kex.

Barnid haettir öskrunum og eltir módur sína ad nammihillunni. Byrjar ad rada í körfuna. Í körfunni enda fimm krukkur af súkkuladismjöri, sex kexpakkar, thrír pakkar af súkkuladihöglum og fleira gódgaeti. Módir gerist örvaentingarfull.

M: Nei, svona, ekki meira, thetta er komid gott.

5D: Nei víst ég vil líka svona og svona og svona og svona og...

M: Nei, nú verdur thú ad vera thaeg. Manstu um hvad vid töludum í gaer, ha, manstu?

5D: Nei og ég vil líka svona! (Öskrar) Láttu mig fá thetta aftur!

Módir hefur gerst svo djörf ad skila kexpakka aftur upp í hillu. Barn verdur sótrautt í framan af reidi og öskrar eins og lungun thola. "Ekki einhverf, bara frek" er dómur Önnunnar sem stendur tíu skref í burtu og skodar marsipankökur af ýmsum staerdum og gerdum. Barnid öskrar og raedst á kexhilluna og mokar nú í körfuna sem aldrei fyrr.

M: Nei haettu thessu nú, manstu um hvad vid töludum thegar thú fékkst barbídúkkuna í fyrradag, ha, svona vertu gód.

Módir tekur í handlegginn á barninu.

5D: Haettu! Thú meidir mig! Áiáiáiá haettu thessu!

M: Svona, enga vitleysu, ég er ekkert ad meida thig, hvada vitleysa er thetta.

Adrir búdargestir fylgjast med af áhuga. Barnid heldur áfram hávaerum tilhaefulausum ásökunum. Módir rodnar af reidi og skömm. "Ég skal alveg taka í lurginn á henni fyrir thig ef thú vilt"hugsar Annan. Barnid öskrar enn haerra. "Thad vaeri kannski hugmynd ad slengja krakkanum adeins utan í mjólkurkaelinn" segir Annan vid sjálfa sig og flýtir sér ad kössunum. Módirin setur öskrandi krakkann í körfuna og hrúgar ofan á hann nokkrum kexpökkum af handahófi. Thad sljákkar í krakkanum sem opnar einn kexpakkann, tredur upp í sig nokkrum kökum og stynur af velthóknun.

Á leidinni út maetir Annan módurinni á sömu leid.

5D: (mynduglega, med munninn fullan af kexi) Mamma, thegar vid komum heim thurfum vid ad tala saman thví ég er ekki sátt vid svona framkomu.

Módirin bítur á jaxlinn og thaer hverfa út í sólsetrid.

FINE


Einu sinni hélt ég ad íslenskir krakkar vaeru their óthaegustu í heimi. Thad er gott ad vita ad their gerast verri.


Víóluskrímslid - ef thetta vaeri mitt barn....


miðvikudagur, október 13, 2004

Lýsi

Ég tek lýsi. Á hverjum morgni sýp ég fulla matskeid af brádinni thorsklifur ádur en tekid er til vid morgunmatinn. Svona er madur vel upp alinn.

Hússystkini mín reka ýmist upp ramakvein af vidbjódi, horfa á mig samúdaraugum eda gretta sig svo lítid ber á thegar thau verda vitni ad thessu ómissandi morgunritúali. Ég baud theim einu sinni ad smakka. Thau sem thádu thad flýja nú eldhúsid thegar ég dreg fram flöskuna. Sama fólk rekur mig út í gard thegar ég tek upp hardfiskpakka í sakleysi mínu.

Ég skil vidbrögdin ósköp vel enda hlýtur ad vera erfitt ad venjast lýsi sé madur ekki alinn upp vid thad. Thad er audvitad nokkud sérstakt bragd af lýsi. Ég thekki fólk sem er vant lýsi en hefur á thví megna vanthóknun. Svoleidis fólk bordar lýsispillur - eda sleppir thví alveg.

Mér finnst lýsi ágaett. Ófáa morgna hefur thad bjargad mér frá hungurdauda thegar valid stód milli thess ad sofa lengur eda fá sér morgunmat. Lýsi og mjólkurglas stendur ótrúlega lengi med manni. Madur verdur ekki svangur fyrr en um hádegi. Lýsi er auk thess allra meina bót. Eins og stendur á pakkningunni er lýsi gott fyrir húd, augu, bein og tennur. Skólasystir mín sem öll er á kafi í likamsraekt og faedubótarefnum fraeddi mig auk thess um ad lýsi hefdi jákvaed áhrif á heilathroska barna, elfdi einbeitingu, baetti gedheilsu, styrkti ónaemiskerfi líkamans og margt fleira. Lýsi er í tísku í H-landi.

Hússystkini mín hrista hausinn thegar ég predika yfir theim um hollustu lýsisins og segjast frekar vilja vera veik á hverjum degi en éta thennan vidbjód. Theirra er valid. Nú er allt húsid med flensu - nema ég.Víóluskrímslid - sleikir skeidina á eftir

mánudagur, október 11, 2004

Hrukka

Ég er ekki mikid fyrir spegla. Thad útskýrir draslaralegan útganginn á mér og vondu hárdagana betur en margt annad. Stundum laet ég mig thó hafa thad ad líta í spegil, helst svona thegar ég hef lítid ad gera og mér leidist. Í gaer nennti ég ekki ad gera neitt. Thví skapadist fljótt speglavaent ástand.

Í speglinum skodadi ég andlitid á mér vel og vandlega til ad athuga hvort eitthvad hafi breyst sídan ég kíkti sídast. Mér finnst nefnilega lúmskt gaman ad leika leiki eins og "finndu fimm villur" á andlitinu á mér. Stundum koma nidurstödurnar skemmtilega á óvart, eins og thegar ég uppgötvadi ad andlitid á mér var ekki lengur eintómt nef heldur var ég líka med augu. Thad var gódur dagur.

Speglaskodun dagsins í gaer var engin undantekning. Ég fann svolítid merkilegt. Ég fann hrukku vid vinstri augnabrún. Ég vard fyrir dálitlum vonbrigdum. Ekki vegna hrukkunnar, heldur stadsetningarinnar. Ég hélt alltaf ad vegna gladlyndis míns og hláturmildi faeri ég fyrst ad hrukkast vid augnkrókana og fengi svo eilífar brosviprur sem stadfestu ennfremur gott skaplyndi. Thví er ekki ad heilsa. Thessi eina hrukka - ósamstaed í thokkabót thví hver faer adeins eina áhyggjuhrukku milli augnabrúnanna thar sem eiga ad vera tvaer - gaf til kynna fúllyndi, stress, áhyggjur og grettni.

Ég staldradi vid og hugsadi minn gang. Er madur thá svona fúll og leidinlegur alltaf hreint ad andlitid á manni hreinlega gefur eftir og fýlan skilur eftir sig óafturkraef merki? Thad er ekki gott. Thad er ekki hollt ad vera fúll á hverjum degi. Ég prófadi ad toga í hrukkuna. Hún hvarf ekki. Sönnunin var ótvíraed. Ég hlyti ad vera fýlupúki.

Ég syrgdi thessa uppgötvun um stund og drösladist svo til ad aefa mig. Mér var litid í veggspegilinn. Á enninu birtist hrukkan, djúp sem aldrei fyrr. Thad rann upp fyrir mér ljós. Thetta var ekki fýluhrukka heldur einbeitingarhrukka.

Ég vard aftur glöd. Hédan í frá mun ég fagna hverri nýrri hrukku sem gefur til kynna einbeitingu og vinnuhörku af minni hálfu. Med hverri hrukku eflist madur ad thekkingu og visku. Nú er bara ad bída spenntur.


Víóluskrímslid- spegill


laugardagur, október 09, 2004

Beauty is pain


Hér í H-landi thykir mikilvaegt ad ganga um í nýjustu tísku. Thrátt fyrir ad umraedd tíska sé rétt og slétt fáránleg.

Mínipilsaaedi íslensks kvenfólks á köldum vetrarnóttum bliknar í samanburdi vid thad sem sjá má hér á götum, búlevördum og öngstraetum.

Hér í H-landi tekur fólk ekki med sér yfirhafnir á skemmtistadi, af praktískum ástaedum. Thví er allt vadandi í fáklaeddu ungu fólki um helgar. Í gaerkvöldi hjóladi ég framhjá hópi vinkvenna á leid á kjötmarkadinn. Hitastig var um frostmark. Thessar gáfudu stúlkur klaeddust ad sjálfsögdu nýjustu vetrartísku, toppum sem ei nádu nidur á nafla med spaghettíböndum í bakid, minipilsum og netasokkum. Thad eina sem skýldi óhörnudum skrokkum theirra fyrir nístandi kuldanum voru stígvél, en thau skulu vera upphá, rennd og támjó um thessar mundir.

Támjó stigvél hafa thad ord á sér ad eydileggja faetur, klessa saman taer, valda ilsigi, bólgum og helti. Enda vorkennir madur greyjunum thegar thau hafa skakklappast um baeinn í heila nótt og eru farin ad haltra eins og gamalmenni undir lokin.

Annad og verra er sá sidur H-lenskra stúlkna ad troda buxnaskálmunum ofan í stígvélin sín. Thessi sidur, sem rekja má til refaveidimanna, baenda ad moka skurd, eda barna á leikskóla hefur heldur óskemmtileg áhrif á vaxtarlag vidkomandi kvenna enda líta thaer allar út eins og thaer séu med rassinn í skónum vid thessar adfarir. Ungar og gamlar, théttholda eda grannvaxnar konur líta skyndilega út eins og keilur vegna thessa hörmulega tískuslyss.

Ad ekki sé minnst á fjármunina sem fara í ad halda sér í tískunni. Fyrir krumpustígvélin, stuttu toppana, ósýnilegu skyrturnar og geldunkana maetti kaupa margar víólur.


Ójá. Thá er betra ad vera til fara eins og útburdur í Álafossúlpu.Víóluskrímslid - ekki í tísku

föstudagur, október 08, 2004

Kaffi

Í morgun thurfti ég aldrei thessu vant ad gera mér ferd til laeknis. Thad er í sjálfu sér ekki í frásögur faerandi nema fyrir thá sök ad almennur vidtalstími hr. laeknisins er á theim ókristilega tíma 7:30-9 ad morgni. Aetli madur sér ad komast ad thann daginn verdur madur semsagt ad vera kominn klukkan 7.

Mér finnst ekki gott ad vakna á morgnana.

Thegar ég var komin út frá laekninum - sem fraeddi mig um thad ad thad vaeri hreint ekkert ad mér og ég aetti bara ad fara heim ad drekka te - ákvad ég ad fara beint í skólann enda hljómsveitaraefing framundan. Drullusyfjud og hundfúl (te, einmitt) ákvad ég ad tylla mér í kaffistofuna og fá mér eitthvad heitt til ad lifa af aefinguna.

Ég fékk mér kaffi. Og meira kaffi.

Ég drekk aldrei kaffi nema thegar Lára býr til fínt kaffi handa mér á sunnudagsmorgnum med mjólkurfrodu og kakómynstri. Thetta var eins og ad drekka tjöru. Fullviss um aeskileg áhrif drykkjarins kláradi ég úr plastmálunum tveimur. Áhrifin létu ekki á sér standa.

Nú sit ég í svitabadi med dúndrandi hjartslátt og ósjálfrádar augnhreyfingar. Ég ráfa um gangana, tek stöku hopp og tromma á veggina eins og Duracellkanínan. Varla snidugt ástand thegar madur á yfir höfdi sér heila hljómsveitaraefingu med efni sem madur nennti ekki ad aefa fyrr í vikunni.

Ég aetla aldrei aftur ad drekka kaffi. Te er málid, og auk thess samkvaemt laeknisrádi.Víóluskrímslid - ofvirkt

miðvikudagur, október 06, 2004

Lifi taeknin

Ekki hélt ég ad haegt vaeri ad fara ad skaela af gledi vid thad eitt ad heyra útvarpsfréttir.

Thad skiptir mann greinilega máli ad heyra íslensku annars stadar en inni í höfdinu á sér.

Maeli med fréttum á netinu - auk uppáhaldstháttarins míns, SPEGILSINS.

Lifi taeknin, hún gerir lífid svo miklu audveldara.


Víóluskrímslid - í útlegd


Ps. Skemmtilegt var ad heyra Thórdísi Björnsdóttur skáldkonu lesa ljód úr nýútkominni ljódabók sinni í Vídsjá, ödrum uppáhaldsthaetti. Nú veit ég hvad mig langar í í jólagjöf.

þriðjudagur, október 05, 2004

Indaela H-land

Alltaf koma H-lendingarnir manni á óvart. Í dag veitti msn.nl rádvilltum stúlkum gód
rád um

Hvernig á ad reyna vid draumaprinsinn?

Thýtt, stytt, stadfaert og samantekid fjalladi greinin um ad madur eigi EKKI ad tala um eftirfarandi hluti vid unga H-lenska karlmenn! (Athugasemdir eru mínar.)

BANNLISTI

1) Aeskuárin (eins og thá langi eitthvad ad vita um thig ádur en thú fékkst brjóst)

2) Sálfraedinginn thinn (svoleidis raedir madur nú hvort ed er ekki vid hvern sem er)

3) Bóluna á vinstri rasskinn (já einmitt)

4) Sveppasýkingar og önnur kvenleg vandamál (eins og madur stökkvi á naesta mann og fraedi hann um hvad thad geti nú verid hrottalega óthaegilegt ad vera í g-streng sem skerst upp í boruna, hvort hann hafi einhvern tímann prófad thad?)

5) Framtídarplön (klisja, klisja,klisja.....)Á hinn bóginn má tala um:


1) Almennar slímugar pikköpplínur (kemurdu oft hingad)

2) Leidinlegar stadreyndir 1 ( hvadan ertu, já thad er skemmtilegur stadur, heheh, hmmm.)

3) Leidinlegar stadreyndir 2 ( hvad ertu gamall? já nei, ég er víst fyrir yngri menn!)

4) Leidinlegar stadreyndir 3 (hver er uppáhaldssjónvarpsthátturinn thinn? nei, ég á sko ekki sjónvarp.)

5) En fyrst og fremst...HLUSTA, LEYFA GAURNUM AD TUDA og reka reglulega upp upphrópanir eins og Ó GUD, ÉG LÍKA! MÉR FINNST THAD EINMITT! EN ÁHUGAVERT! JÁ, ER THAD! JÁ, MÉR FINNST LÍKA GAMAN Á HJÓLABRETTI! EN THÚ FRÁBAER!


GUBB OG AELA


Vá hvad H-lendingar eru leidinlegir. Thá kýs ég frekar ad tala um allt sem ekki má tala um. Bóla á rassinum er mun áhugaverdari en leyfilegt vidreynslutud.


Víóluskrímslid - skilur ekki svona

mánudagur, október 04, 2004

Thad sem á menn er lagt

Stundum thegar la familia hefur ekkert ad gera á kvöldin er safnast saman fyrir framan litla 14"sjónvarpid hennar Láru. Thegar Lára faer ad hafa fjarstýringuna horfum vid á thaetti eins og "Make me beautiful" um fólk sem finnst thad ófrítt og laetur loka sig inni í sex vikur af aevi sinni til ad láta skera, sauma, toga og teygja sig á alla kanta thar til aeskilegum árangri er nád. Eda vid horfum á Bachelor. Thá fer ég frekar upp ad lesa thví piparsveinninn er eitthvert hörmulegasta sjónvarpsefni sem um getur. Sérstaklega hollenska versjónin. *hrollur*

Thegar Luis faer ad hafa fjarstýringuna er yfirleitt horft á frönsku stödina. Lítid upp úr thví ad hafa nema stundum eru skemmtilegar myndir á naeturdagskránni...

Thegar ég legg undir mig fjartólid er alltaf horft á eitthvad fraedandi og uppbyggjandi. Stundum horfum vid á fréttir. Yfirleitt gefumst vid samt upp á thví eftir smá stund thví thad eru bara vondar fréttir í sjónvarpinu. Thá er oftast skipt yfir á BBC, thví thar eru oft sýndar skemmtilegar heimildarmyndir, um dverga í makaleit og fólk med auka faetur, svo fátt eitt sé nefnt.

Í gaer var Discoverykvöld. Á dagskrá voru thrír thaettir, hver ödrum áhugaverdari. Sá fyrsti var um lítinn dreng frá Khasakstan sem gekk med vanskapad og ófullburda fóstur tvíburabródur síns innvortis í sjö ár. Thátturinn innihélt viss splatteráhrif og haefilega ógedslegar uppskurdarsenur. Naesti tháttur fjalladi um úlfabörn, börn sem alast upp medal dýra og erfidleika theirra vid ad adlagast mannlegu samfélagi. Thátturinn faerdi sönnur ad thad sem ég hef alltaf haldid fram, ad menn séu adlögud dýr og ekkert annad. Sýnt hefur verid framá ad njóti mannsbarn ekki vidunandi samvista vid einstaklinga af eigin tegund hagar thad sér alls ekki eins og madur thegar framlída stundir. Thad ad vera madur sé thví laert, ekki medfaett. Tekid var vidtal vid 19 ára stúlku sem búid hafdi í hundahúsi út í gardi í fimm ár medan foreldrar hennar drukku sig í hel annars stadar. Hún kýs frekar ad gelta heldur en ad tala. Vidtalid var einstaklega spennandi.

Sídasti thátturinn var sá svakalegasti. Hann fjalladi um ungan mann sem haldinn var hrikalegum erfdasjúkdómi sem olli thví ad húdin datt sífellt af honum og thad vid minnsta thrýsting. Madurinn var allur vafinn umbúdum og leit út eins og lifandi múmía. Rosalegast var thegar fylgst var med thví thegar skipt var á umbúdunum. Thegar theim var flett af bakinu á honum fór allt med. Sjúkdómurinn hafdi auk thess valdid thví ad hann hafdi snemma haett ad vaxa og hafdi aldrei ordid kynthroska.
Thrátt fyrir thessa hrikalegu fötlun hélt madurinn sönsum. Fylgst var med honum vid dagleg störf, undirbúning sinnar eigin jardarfarar, fundahöld og laeknisheimsóknir. Honum hrakadi stödugt út alla myndina og í lok hennar lést hann.
Thad sem mér fannst samt merkilegast var húmorinn. Thad sem sat eftir eftir myndina var ekki adeins hrikalegt líkamsástand mannsins heldur sá andlegi styrkur sem hann bjó yfir. Og húmorinn. Thetta var sannarlega nokkud sem fékk mann til ad hugsa sinn gang.

Mér thykir alltaf gott ad fá smá spark í rassinn thá sjaldan ég dett nidur í thad ad vorkenna sjálfri mér. Jújú, thad er mikid ad gera og allt thad, ég er langt í burtu frá flestum sem mér thykir vaent um og svo framvegis, thad ad búa í landi thar sem veturinn gerir vart vid sig med frosnum hundaskít á gráum morgnum getur verid yfirthyrmandi og svo maetti lengi telja. En ekki gekk madur um med skrímslum líkan böggul innvortis í sjö ár eda thurfti ad treysta á heimilishundinn til ad halda manni á lífi. Húdin á manni dettur bara af thegar hún á ad gera thad. Madur er ekki fatladur, vel gáfum gaeddur (thó sumir kunni ad andmaela theirri stadhaefingu) vel í sveit settur, vel naerdur - jafnvel stundum um of og á framtídina fyrir sér. Samt vaelir madur!

Djöfuls aumingjaskapur er thetta. Hédan í frá aetla ég aldrei ad vaela neitt. Og heimta ad oftar verdi Discovery tekid fram yfir bannsettan piparsveininn. Sá hollenski er auk thess lítt ad manni og ekkert spennandi.


Víóluskrímslid - ákvedid

laugardagur, október 02, 2004

Nú kemur mér í hug staka


Setning Althingis er varla vettvangur fyrir pólitískan pirring. Aetli Halldóri Blöndal hefdi ekki farid betur á thví ad maela fram eins og eina stöku og fá sér svo í staupinu til ad róa taugarnar.

Merkilegt thótti mér ad horfa á vefsjónvarp vísis og sjá Helga Hóseasson vidstaddan setningu althingis thetta árid. Í sumar hitti ég hann á Langholtsveginum thegar ég var ad labba heim eftir naeturvakt. Ég, kynnti mig, heilsadi honum med handabandi og vid spjölludum um daginn og veginn og tilgang lífsins. Thegar ég gekk í burtu thótti mér sem aldrei fyrr ad ég hefdi komist í snertingu vid guddóminn.

Annad er uppi á teningnum med menn eins og Halldór Blöndal. Ad menn skuli ekki geta sleppt skítkastinu einn dag á ári. Engu var skyrinu slett í thetta sinnid.


Víóluskrímsid- fylgist med hnignun althingis af áhuga