Illgirni og almenn mannvonska

miðvikudagur, október 13, 2004

Lýsi

Ég tek lýsi. Á hverjum morgni sýp ég fulla matskeid af brádinni thorsklifur ádur en tekid er til vid morgunmatinn. Svona er madur vel upp alinn.

Hússystkini mín reka ýmist upp ramakvein af vidbjódi, horfa á mig samúdaraugum eda gretta sig svo lítid ber á thegar thau verda vitni ad thessu ómissandi morgunritúali. Ég baud theim einu sinni ad smakka. Thau sem thádu thad flýja nú eldhúsid thegar ég dreg fram flöskuna. Sama fólk rekur mig út í gard thegar ég tek upp hardfiskpakka í sakleysi mínu.

Ég skil vidbrögdin ósköp vel enda hlýtur ad vera erfitt ad venjast lýsi sé madur ekki alinn upp vid thad. Thad er audvitad nokkud sérstakt bragd af lýsi. Ég thekki fólk sem er vant lýsi en hefur á thví megna vanthóknun. Svoleidis fólk bordar lýsispillur - eda sleppir thví alveg.

Mér finnst lýsi ágaett. Ófáa morgna hefur thad bjargad mér frá hungurdauda thegar valid stód milli thess ad sofa lengur eda fá sér morgunmat. Lýsi og mjólkurglas stendur ótrúlega lengi med manni. Madur verdur ekki svangur fyrr en um hádegi. Lýsi er auk thess allra meina bót. Eins og stendur á pakkningunni er lýsi gott fyrir húd, augu, bein og tennur. Skólasystir mín sem öll er á kafi í likamsraekt og faedubótarefnum fraeddi mig auk thess um ad lýsi hefdi jákvaed áhrif á heilathroska barna, elfdi einbeitingu, baetti gedheilsu, styrkti ónaemiskerfi líkamans og margt fleira. Lýsi er í tísku í H-landi.

Hússystkini mín hrista hausinn thegar ég predika yfir theim um hollustu lýsisins og segjast frekar vilja vera veik á hverjum degi en éta thennan vidbjód. Theirra er valid. Nú er allt húsid med flensu - nema ég.



Víóluskrímslid - sleikir skeidina á eftir

Engin ummæli: