Illgirni og almenn mannvonska

mánudagur, október 04, 2004

Thad sem á menn er lagt

Stundum thegar la familia hefur ekkert ad gera á kvöldin er safnast saman fyrir framan litla 14"sjónvarpid hennar Láru. Thegar Lára faer ad hafa fjarstýringuna horfum vid á thaetti eins og "Make me beautiful" um fólk sem finnst thad ófrítt og laetur loka sig inni í sex vikur af aevi sinni til ad láta skera, sauma, toga og teygja sig á alla kanta thar til aeskilegum árangri er nád. Eda vid horfum á Bachelor. Thá fer ég frekar upp ad lesa thví piparsveinninn er eitthvert hörmulegasta sjónvarpsefni sem um getur. Sérstaklega hollenska versjónin. *hrollur*

Thegar Luis faer ad hafa fjarstýringuna er yfirleitt horft á frönsku stödina. Lítid upp úr thví ad hafa nema stundum eru skemmtilegar myndir á naeturdagskránni...

Thegar ég legg undir mig fjartólid er alltaf horft á eitthvad fraedandi og uppbyggjandi. Stundum horfum vid á fréttir. Yfirleitt gefumst vid samt upp á thví eftir smá stund thví thad eru bara vondar fréttir í sjónvarpinu. Thá er oftast skipt yfir á BBC, thví thar eru oft sýndar skemmtilegar heimildarmyndir, um dverga í makaleit og fólk med auka faetur, svo fátt eitt sé nefnt.

Í gaer var Discoverykvöld. Á dagskrá voru thrír thaettir, hver ödrum áhugaverdari. Sá fyrsti var um lítinn dreng frá Khasakstan sem gekk med vanskapad og ófullburda fóstur tvíburabródur síns innvortis í sjö ár. Thátturinn innihélt viss splatteráhrif og haefilega ógedslegar uppskurdarsenur. Naesti tháttur fjalladi um úlfabörn, börn sem alast upp medal dýra og erfidleika theirra vid ad adlagast mannlegu samfélagi. Thátturinn faerdi sönnur ad thad sem ég hef alltaf haldid fram, ad menn séu adlögud dýr og ekkert annad. Sýnt hefur verid framá ad njóti mannsbarn ekki vidunandi samvista vid einstaklinga af eigin tegund hagar thad sér alls ekki eins og madur thegar framlída stundir. Thad ad vera madur sé thví laert, ekki medfaett. Tekid var vidtal vid 19 ára stúlku sem búid hafdi í hundahúsi út í gardi í fimm ár medan foreldrar hennar drukku sig í hel annars stadar. Hún kýs frekar ad gelta heldur en ad tala. Vidtalid var einstaklega spennandi.

Sídasti thátturinn var sá svakalegasti. Hann fjalladi um ungan mann sem haldinn var hrikalegum erfdasjúkdómi sem olli thví ad húdin datt sífellt af honum og thad vid minnsta thrýsting. Madurinn var allur vafinn umbúdum og leit út eins og lifandi múmía. Rosalegast var thegar fylgst var med thví thegar skipt var á umbúdunum. Thegar theim var flett af bakinu á honum fór allt med. Sjúkdómurinn hafdi auk thess valdid thví ad hann hafdi snemma haett ad vaxa og hafdi aldrei ordid kynthroska.
Thrátt fyrir thessa hrikalegu fötlun hélt madurinn sönsum. Fylgst var med honum vid dagleg störf, undirbúning sinnar eigin jardarfarar, fundahöld og laeknisheimsóknir. Honum hrakadi stödugt út alla myndina og í lok hennar lést hann.
Thad sem mér fannst samt merkilegast var húmorinn. Thad sem sat eftir eftir myndina var ekki adeins hrikalegt líkamsástand mannsins heldur sá andlegi styrkur sem hann bjó yfir. Og húmorinn. Thetta var sannarlega nokkud sem fékk mann til ad hugsa sinn gang.

Mér thykir alltaf gott ad fá smá spark í rassinn thá sjaldan ég dett nidur í thad ad vorkenna sjálfri mér. Jújú, thad er mikid ad gera og allt thad, ég er langt í burtu frá flestum sem mér thykir vaent um og svo framvegis, thad ad búa í landi thar sem veturinn gerir vart vid sig med frosnum hundaskít á gráum morgnum getur verid yfirthyrmandi og svo maetti lengi telja. En ekki gekk madur um med skrímslum líkan böggul innvortis í sjö ár eda thurfti ad treysta á heimilishundinn til ad halda manni á lífi. Húdin á manni dettur bara af thegar hún á ad gera thad. Madur er ekki fatladur, vel gáfum gaeddur (thó sumir kunni ad andmaela theirri stadhaefingu) vel í sveit settur, vel naerdur - jafnvel stundum um of og á framtídina fyrir sér. Samt vaelir madur!

Djöfuls aumingjaskapur er thetta. Hédan í frá aetla ég aldrei ad vaela neitt. Og heimta ad oftar verdi Discovery tekid fram yfir bannsettan piparsveininn. Sá hollenski er auk thess lítt ad manni og ekkert spennandi.


Víóluskrímslid - ákvedid

Engin ummæli: