Illgirni og almenn mannvonska

föstudagur, október 08, 2004

Kaffi

Í morgun thurfti ég aldrei thessu vant ad gera mér ferd til laeknis. Thad er í sjálfu sér ekki í frásögur faerandi nema fyrir thá sök ad almennur vidtalstími hr. laeknisins er á theim ókristilega tíma 7:30-9 ad morgni. Aetli madur sér ad komast ad thann daginn verdur madur semsagt ad vera kominn klukkan 7.

Mér finnst ekki gott ad vakna á morgnana.

Thegar ég var komin út frá laekninum - sem fraeddi mig um thad ad thad vaeri hreint ekkert ad mér og ég aetti bara ad fara heim ad drekka te - ákvad ég ad fara beint í skólann enda hljómsveitaraefing framundan. Drullusyfjud og hundfúl (te, einmitt) ákvad ég ad tylla mér í kaffistofuna og fá mér eitthvad heitt til ad lifa af aefinguna.

Ég fékk mér kaffi. Og meira kaffi.

Ég drekk aldrei kaffi nema thegar Lára býr til fínt kaffi handa mér á sunnudagsmorgnum med mjólkurfrodu og kakómynstri. Thetta var eins og ad drekka tjöru. Fullviss um aeskileg áhrif drykkjarins kláradi ég úr plastmálunum tveimur. Áhrifin létu ekki á sér standa.

Nú sit ég í svitabadi med dúndrandi hjartslátt og ósjálfrádar augnhreyfingar. Ég ráfa um gangana, tek stöku hopp og tromma á veggina eins og Duracellkanínan. Varla snidugt ástand thegar madur á yfir höfdi sér heila hljómsveitaraefingu med efni sem madur nennti ekki ad aefa fyrr í vikunni.

Ég aetla aldrei aftur ad drekka kaffi. Te er málid, og auk thess samkvaemt laeknisrádi.



Víóluskrímslid - ofvirkt

Engin ummæli: